Þjóðviljinn - 20.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞI6ÐVILIINN Föstudagur 20. september 1963 1111111 REYKJAVIKUR- FLUGVOLLUR Eins og getið var í fréttum blaðsins í gær, hef- ur J. S: Shephard, tæknisérfræðingur flugrekstrar- og flugslysarannsóknadeildar Alþj.flugmálastofn- unarinnar (ICAO) samið skýrslu um sendiför til Reykjavíkur dagana 17.—22. apríl. Skýrsla þessi er byggð á athugunum sem hann og félagi hans, Hellman að nafni, gerðu á öryggismálum Reykja- víkurflugvallar, og þar sem hér er um að ræða málefni sem mjög hefur borið á góma í almennum umræðum þykir Þjóðviljanum rétt að birta meg- inatriði skýrslunnar. 1 Til farar sénfræðinganna frá IOAO var stofnað að beiðni Agnars Kofoed-Hansen flug- máJastjóna í því skyni að „at- liuga Ixvort núverandi starf- rækísla flugfélaga okkar af Reykjavikurflugvelli sé nægi- lega örugg, hvað farþegum viðvxkur og hvort Ihún hafi í för xneð sér sérstaka hættu fyrir xbúa næsta nágrennis filugvallarins.“ Shephard hitti hér og ræddi við alhnarga starfsmenn flug- málastjómarinnar, flugörygg- isþjónustunnar og flugfélag- anna beggja. Hann segir svo í iskýrslu sinni m.a.: „Síðari hluta komudags átti ég fund með flugmálastjóra og nánustu samstarfsmönnum hans, til að fræðast nánar um ástandið og vandkvæði þau, sem við var að slríða. Mér var tjáð, að tvær at- huganir hefðu nýlega verið gerðar, hin fyrri af Mr. Jam- es C. Buckley, ráðgefandi verkfræðingi í New York, sem samdi skýrslu xun Reykjavík- urflugvöll og gerði tillögur um stækkun hans eða ný- byggingu í hans stað. Síðari athugunina gerði Hr. L. Ear- man, eftirlitsmaður flug- rekstrar hjá flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) og er skýrsla hans dagsett 7. febrú- Áklæði ó bíla Volkswagen Saab 96 c Volfeswagen Station Volvo Amazon 3 c E VW 1500 Volvo Station 3 Mercedes Benz 180 Skoda Alpha 1955 C Mercedes Benz 190 Skoda Station 1955 J2 £3 Mercedes Benz 220 Skoda Oktavia M Mercedes Benz 220 S SRoda Kombi 3 • ■■■ Opel Reckord 1955—’64 Skoda Station 1202 C Opel Caravan 1955—’64 Skoda Turing Sport ö > Opel Capitan 1955—’64 Fiat 1100 C Opel Cadet Fiat 1200 Ford Cardinal Fiat 1400 -3 E Ford 2 dyra 1953 Moskvitch 402—407 40 Ford St. 1955 Moskvitch Station 3 e 3 Ford 4 dyra 1955 Pobe’ta 40 Ford Cardinal Volga n Ford 2 dyra 1956 Chevrolet 1955 4 dyrt w Ford Zephyr 1957 Chevrolet Station 1955 3 (A Ford Zephyr 4 1963 Morris líoo 1963 'ö Ford Prefect '1955 Vauxhall Victor 1962 40 40 Ford Anglia 1955 D.K.W ? Consul Cortina 1963 Consul 315 1962 B.M.W. Sport M N.S.U. Prinz > C I Mercuri Comet 1953 Simca 1000 Taunus 17 M Reno Dauphine Taxxnus Station Reno R 8 # c m Framleiðum áklæði í allar tegundir bíla. Sðluumboð: Þórshamar h.f. Akureyri. Staðarfell Akranesi Stapafell Keflavík K.F. Borgfirðinga Borgarnesi Bílaleigan Fákur ísafirði Leifur Haraldsson rafvm. Seyðisfirði Hjólbarðaviðgerðin Faxastíg 27, Vestmannaeyjum. 0TUR i Hringbraut 121, sími 10659. ^ ar 1962. Þessi skýrsla fjallar um eftirlitsferð hr. Earmans dagana 3.—27. janúar 1962 til athugunar á starfrækslu DC— 6B flugvéla íslenzku flugfé- laganna tveggja, Flugfélags Islands og Loftleiða. Þegar flugmálastjóri skýrði fyrirmæli sín, sagði hann, að nokkuð bæri á áhyggjum manna vegna hávaða þess, er stafaði af flugvélum, sem hefja sig til flugs af flug- braut 02—20. Flugtakssvæði flugbrautar þessarar nær yfir íbúðahverfi. Hann samsinnti því hins- vegar. að þessi vandkvæði væru ekki bundin við Reykja- vík eina og gerði sér ljóst, að svo fremi starfsræksla flug- “véla af flugbrautum þessum væri í samræmi við alþjóðleg- ar flugöi-yggisreglur væri lítið meira hægt að gera í þessu efni. Aðaláhyggjuefni væri almennar æsingar og áróður fyrir lokun og flutningi Reykjavíkurflugvallar á ann- an stað. Átt hefðu sér stað talsvérð blaðaskrif. um þennan ágreining og væri augljós til- hneiging til þess að telja mönnum trú um, að flugum- ferð værí ekki öi-ugg um nú- verandi flugvöll. 1 ljósi þessara umræðna og með tilliti til þess, hve stutt- ur tími var til stefnu, var verkefni það, er flugmálastjórí fól mér sérstaklega að at- huga og gera skýrslu um ör-. / yggi flugs af flugbraut 02— 20 með núverandi vélakosti íslenzku flugfél. tveggja og skyldi ég beina athyglinni sér- staklega að hindranaskilum (obstaole clearances) við flug- tak og nauðsynlegum tak- mörkunum á hámarksþunga." Shepard gerir síðan grein fyrír þeim gögnum og upplýs- ingum er hann studdist við, en víkur því næsf að athugun á starfrækslu flúgfélaganna beggja og lýkur skýrslunni með( því að draga saman nið- urstöður. Fer þessi lokakafli skýrslunnar hér á eftir: Starfræksla Loftleiða Athuganir mínar voru gerð- ar í samvinnú við flugdeildar- stjóra og yfirflugumsjónar- mann. Getu- og hæfnisskrár (Performance charts) DC-6B í' flughandbók þess flugfélags voru nákvæmlega yfirfarnar að þvi er viðvíkur hraða- stöðvunarlengdum (acceler- ate-stop distance) flugtaks- lengd, flugtaksleið og lend- ingalengd. Loftleiðir tjáðu mér, að þeir notuðu einvörðungu handbækur frá Pan American flugfélaginu, að þær væru viðurkenndar af flugmála- stjórn Bandaríkjanna og væru stöðugt endurskoðaðar Mér reiknaðist, að hámarks brottfararþungi af flugbrau' 02—20. í logni á venjulegur degi fyrir DC 6B flugvé væri 101.200 eosk 'iunr’ Þess' wung: r-r innan þeirrr Xakm"- --p ccm fvrír eru lögð í hæfniskröfum rekstrarhand- arhverfi. Inn á uppdráttinn er merkt girðing, scm afmarkar allt flugvallarsvæðið. bóka félagsins. Félagið notar hámarksþxmga sem er 100. 600 ensk pund. Niðurstöðum- ar fengust með því að nota alla flugtakslengd, sem' fyrir hendi er, eða 5.800 fet eins og gefið er til kynna, á kortum flugmálastjórnarinBar. Nauð- synlegt tillit var tekið til brautarhalla. Tiltæk brautar- lengd takmarkar hámarks- þunga. Getu- og hæfnisskrárnar staðfesta, að óhætt er að halda flugtaki áfram, þótt veigamesti hreyfill bili. þegar flugvél hefur náð tilskildum flugtakshraða eða meiri hraða, því að nægt afl er fyr- ir hendi til að fljúga ofar öll- um hindrunum á flugtaks- svæðinu. Það var einnig stað- fest í handbókum flugvél- anna, að leyfilegt væri að nota báðar flugbrautir til lendinga með hinum takmark- aða hámarksþunga. Flugdeildarstjórinn tjáði mér ennf remur, að félagið notaði Keflavíkurflugvöll, þegar krap væri á flugbraut- um. Það er eingöngu á flugleið- inni Reykjavík — Norður- Ameríka, sem nauðsyplegt er að takmarka hámarksþunga. Á styttri flugleiðum til Ev- rópu er hinn eiginlegi há- marksþungi talsvert undir 100.600 lbs. til þess að lend- ingarþunginn sé innan til- “kildra takmarkana á ákvörð- unarstað. Starfræksla Pí. hf. Þetta flugfélag notar fjór- r tegundir flugvéla, DC—6B ’iscount 759, DC—3 og DC- Áthuganir, voru gerðar i 'xmráði við yfiiflugumsjónar xann. Síðar var rætt við flug- 'eildarstjóra, yer var þá að 'toma úr ferðalagi til Evrópu. Fyrir flugvélar af gerðinni DC—6B notar flugfélagið fluglxandbók SAS. Þessi hand- bók hefur verið viðurkennd af flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). og er hún leiðrétt jafnóðum og eina flughand- bókin, sem notuð er. Þar eð félagið notar vélar þessar ein- vörðungu á stuttum flugleið- um til Evrópu, ber enga nauð- syn til þess að fljúga þeim þyngri en 44.400 kg. (þ.u.b. 97.500 lbs.). Komið hefur fyr- ir, að DC—6B flugvélar fé- lagsins hafa verið leigðar Loftleiðum og eru þær þá allt- af starfræktar í samræmi við reglur Loftleiða. Hámarks- þungi DC—6B relknaður skv. SAS flughandbókinni gefur sömu tölur og þær, er fást með aðstoð flughandbókar PAA, sem Loftleiðir nota. Fyrir Viscount-vélarnar er notuð flughandból? Viscount 759 flugvéla, sem reyndist leiðrétt og í fullu gildi. Þessi flugvélartegund er starfrækt með hámarksþunga og sann- prófað var, að brautarlengd var nægileg og að fljúga mátti yfir hindranir ofar til- skilinni hæð á flugsvæðinu. Vélar af gerðinni DC—3 enx einnig starfræktar með há- marksþunga og einnig í þvi tilfelli eru brautarlengd og hindranaskil nægileg. Að því er varðar starf- rækslu véla af gerðinni DC —4, sem notuð er einvörð- ungu á stuttum flugleiðum, er hámarksþungi sá, sem not- aður er lægri en leyfilegur hámarksþungi, sem er 33.475 kg„ til þess að vélarnar séu hæfilega þungar við lendingu. Þar af leiðir, að brautarlengd og hindranaskil eru ríflega ’inan settra marka. Hiðurstöður i Takmarkanir á hámarks- þunga DC—6B flugvéla Loft- leiða, sem fljúga milli Islands og Bandaríkjanna, eru nauð- synlegar og þeim framfylgt. Takmarkaniniar eru byggð- ar á viðurkenndum flughand- bókum, sem flugfélögin leggja fram og eru með nýjustu leið- réttingum og í fullu gildi á- samt upplýsingum flugmála- stjórnar um stærð flugbrauta og hæð og f jarlægð hindrana. XJtreikningar eru miðaðir við flugaðstæður að degi til, í logni og leiðréttar vegna brautarhalla. 1 starfrækslu sinni taká flugfélögin enn- fremur tillit til alls annars er máli skiptir, svo sem veður- hæðar, hitastigs og þéttleika loftsins. Takmarkanir eru nauðsyn- legar vegna ónógra stöðvun- armöguleika eftir að flugtaks- hi-aða hefur veríð náð. Engin vandkvæði eru á að ffljúga of- ar hindrunum á flugtakssvæð- unum. Eing og ná háttar starf- rækslu eru takmarkanir á flugvélum af gerðinni DC—3, DC—2 og Viscount ónauðsyn- legar og hindranaskil full- nægjandi. . Með þvi að haga starf- rækslu sinni skv. viðurkennd- um flughandbókum og upp- lýsingum flugmálastjómar xim flugvöllinn og aðflugshindr. anir, virðast bæði flugfélögín fullnægja ákvæðum Anex $, AMC No. 1. 2. málsgrein. Núverandi starfræksla flug- véla Loftleiða og Flugfélags íslands h.f. veitir farþegum fullnægjandi öryggi og skapar íbúum næsta nágrennis flug- vallarins enga sérstaka hættu. Meðan stóð á athugun minni fékk ég það álit, að bæði flugmálastjórn og ráða- menn beggja flugfélaganna gengju ríkt eftir því, að tryggt væri, að öll starfræksla flug- véla færi fram í samræmi við ströngustu öryggiskröfur." i l í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.