Þjóðviljinn - 20.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1963, Blaðsíða 7
árum áður en hln hryllilegu kvcnnamorð voru framin f East End dró franski lista. Gátan um Jack the Ripper loks ráðin Donald McCormick hefur nú gefið út bók um rann- sóknir sínar, og nefnist hún The Identity of Jack the Ripper. Bókin er skemmtileg eins og bezta leynilögreglu- saga, en gefur um leið góða mynd af hinni þjóðfélagslegu bakhlið Viktoríutímabilsins og árdögum verkalýðshreyfingar- innar. I En víðtækar og nákvæmar rannsóknir höfundar leiða les- andann lengna út í heiminn. Til þess að finna morðingjann verður McCormick að fara alla leið til Moskvu og sækja heim leynilögreglu keisarans, Ochrana. Það kemur nefnilega í Ijós, að Jaök the Ripper var sjálfur nokkurskonar njósn- ari. Jack the Ripper stóð í sam- bandi við félagsskap, sem hafði því hlutverki að gegna að njósna um rússneska bylt- ingarmenn, en fjöldi þeirra flýði til Lundúna í lok ald- ai’innar og allt fram til bylt- ingarinnar 1917. Þar mynd- uðu þeir byltingarhópa bolsje- vika eða anarkista. Með full- tingi leynilögreglunnar reyndi keisarinn að leggja allar þær hindranir í veg þessara manna , sem hann gat. Og í fátækra- hverfum Lundúna finnum við Jack the Ripper, geðveikan morðingja, sem eitt vor gerði Lundúnabúa nær örvita af skelfingu, svo örvita, að lengi síðan var hann notaður sem grýla á börn. Hin viðurstyggilegu morð Jack the Ripper höfðu auk þess nokkra þýðingu fyrir al- menna enska sögu: Þau opn- uðu augu fjölmargra Englend- inga fyrir hinu voðalega á- standi í East End. Mánudagurinn 6. ágúst Mánudagskvöldið 6. ágúst 1888 var morð það framið, sem flestir telja vera hið fyrsta, sem Jack the Ripper framdi (Röksemdafærsla Mc- Cormicks er of ítarleg til þess að unnt sé að re/kja hana hér). Fórnardýrið var 34 ára gömul skækja, Martha Turner að nafni. Hún hafði verið skorin nærri í tvennt, og kviðurinn ristur sundur. „Svarta Anna“, hin 47 ára gamla Annie Chapman, var' myrt átta dögum síðar. Eins Pg áður var líkið limlest, en í þetta skipti voru nokkur innyfli fjarlægð. Þetta er það, sem einkennir morð Jack the Rippers, og við munum ekki lýsa nánar. Síðasta morðið var þess eðlis, að ekki er unnt að lýsa því í blaði, og líkið nærri því algjörlega' sundur- limað. ÖIl morðin eiga það sameig- inlegt, að vera þess eðlis, að lögreglulæknar töldu, að þau væm framin af manni (eða konu) sem ekki væri óvanur skurðáðgerðum. Morðvoþnið virtist einnig geta verið skurðarhnífur. Eftir tvö síðustu morðin vöknuðu yfirvöldin til lífsins. Annars voru þau orðin svo vön morðum og glæpum í fá- tækrahverfum Lundúria, að naumast var eftir þeim tekið. Lögreglan var auk þess illa sett, bæði hvað útbúnað og lið sneiti, og eins vegna hins, að íbúarnir í þessum hverfum voru ófúsir að eiga neitt sam- an við lögregluna að sælda, þar eð sérhver fjölskylda hafði einhverju að leyna. Atvinnuleysi, þjófnaður og skælkjulifnaður, að viðbættum drykkjusknp, einkenndi fá- tækrahveifin, en þar voru* hreinlætisaðstæður þannig, að stöðugt brutust út nýjar far- sóttir. Biskup nokkur lét svo um mælt, að hann byggist við því að um 80 þús. skækjur væri að finna á svæðinu um- hverfis Whitechapel. Lögregl- an neitaði þessu að sjálf- sögðu, en hinu gat enginn neitað, að 11—12 ára gamlar stúlkur voru' hvert kvöld boðnar fram á markaðinn, og fjöldi manns varð að sofa nótt eftir nótt í herbergjum með 60 rúmum að meðaltali. Hinn ungi Bernard Shaw skrifaði hvassa grein í Star 24. sept 1888 og tók til með- ferðar þá „blóðpeninga“ sem nú mætti búast við að greidd- ir yrðu til þess að friða dá- lítið samvizku góðborgar- anna sökum morðanna á þessum vesalings Ikonum. Síð- asta ár höfðu nokkur þúsund pund verið greidd hinum fá- tæku eftir kröfugöngu, sem að sjálfsögðu var barin niður með harðri hendi af lögregl- unni, en sem vakti þó eitt augnablik athygli á ástandinu í fátækrahverfunum. 1 stað slíkra'aðgerða krafðist Shaw róttækra, samræmdra aðgerða af hálfu þjóðfélagsins alls. Viktoría drottning í leynilögreglunni Hinn ungi David Lloyd George, sem nú var að vinna sér álit, þótt ekki væri hann enn kominn á þing, skrifaði það um lögregluna, að hún gæti „hundelt fátæka hafnar- verkamenn og neitað verk- fallsmönnum um rétt sinn, en væri ekki fær um að hafa upp á því óargadýri, sem drepur fátækar konur í East End“. Nóttina milli 29. og 30. sept. 1888 voru tvær konur myrtar og liðu aðeins þrír stundarfjórðungar milli morða. Og að lokum var sjötta konan myrt í herbérgi sínu föstudagsmorguninn 9. nóv. Lögreglan gat ekki fundið morðingjann, og hefur aldrei tekizt það. Þessi ósigur átti sinn þátt í því, að lögreglu- stjórinn og dómsmálaráðherr- ann misstu embætti sín. Vikt- oria drottning tók sjálf þátt í rannsókninni með því að UM BOKMENNTIR Jónas Jónsson frá Hriflu talaði nýlega í líkingum í málgagni sínu, Mánudags- blaðinu;, verðskuldaði ein þeirra mes.ta athygli, enda er sá smekkur er henni ræð- ur einkar einkennandi fyrir þann hugsuharhátt og bað pólitíska siðferði er ráða- menn landsins starfa sam- kvæmt nú um stundir. I téð- um skrifum Jónasar var and- byr þeim, sem yfirvofandi af- sal Hvalfjarðar fær og mun fá í ríkara mæli, líkt við synjun Haltgerðar lángbrókar um lokk í bogastreing Gunn- ars forðum. Sleppum því að sú synjun hafði gildar á- stæður. En ég skil ekki hversvegna Jónas Jónsson stillti sig um að orða að heilu hugsun sina, svo hún yrði virkilega sæm- andi hugsjónum ríkisstjómar- innar og Varðbergsmanna: , Hvalfjörður er lokkurinn, og af sjálfu leiðir, Bandaríkin erú þá Gunnar, Island Hall- gerður; Hallgerður var Gunn- ari gefin; ísland er þá brúður Amcríku, svo notað sé það orðalag er Varðbergi mun helzt að skapi. Varla er Jón- as Jóhsson svo alls vesall að hafa ryðgað svona í Njálu. Ég er ekki veigamikiil ritdómari, en þrautreyndir stjómmála- menn og ötulir pennar einsog Jónas frá Hriflu ættu fyrir löngu að vera búnir að temja sér skýra framsetningu, full- komna rökvísi og safaríkan stíl. Þorstcinn frá Hamri Nokfc maðurinn Gustave Dorc upp allmargar tcikningar frá þcssu Hér er ein myndanna. hverfi ensku höfuöborgarinnar. gefa lögreglunni skriflegar leiðbeiningar um það, hvernig leitinni skyldi að hennar dómi hagað. Verðlaunum var heitið og velferðamefndir stofnaðar, en allt kom fyrir ekkL Jack the Ripper skrifar bréf Á meðan þessu fór fram tóku að streyma til lögregl- unnar bréf, undirrítuð ᣠJack the Ripper. McCormick sann- ar það svo ekki verður um villzt, að nokkur bréfanna hljóta að vera skrifuð aff morðingjanum, þar eð þau gefa til kynna þekkingu á ein- stökum atriðum mprðanna, sem lögreglan vissi þá ein um. Það einkennilega við þessi „ó- sviknu“ bréf er kaldrifjuð kýmni, sem einkennir einkum þau bréfanna, sem eru í ljóð- um. Að öðru leyti gefa bréfin til kynna, að bréfritarinn tel- ur sig hafa heilögu hlutvehki að gegna með því að útrýma öllum skækjum. Um starf lögreglunnar er ella þetta að segja: 1 nærri tíu ár fylgdi lögreglan hverju fótmáli manns, sem hún hafði féngið grun á, en tókst ekki að afla nægra sannana. Og það kom að lokum á daginn, að maðurinn hafði í raun og sannleika myrt þrjár konur, sem hann hafði búið með! En þær konur voru myrtar á eitri, og Jack the Rippc’- vom þar hvergi nærri. Gátan ráðin Það er afrek Donalds Mc- Cormicks, að hann tengir saman tvær heimildir og leysir morðgátuna Enskur læknir var á ái-unum eftir 1880 góð- vinur háttsetts lögreglu- manns, og gerði upp á eigin spýtur ýmsar athuganir, sem leiddu hann að sjúkrahúsi hinum megin árinnar. Fjórar hinna myrtu kvenna höfðu komið í þetta Sjúkrahús skömmu fyrir dauða sinn. Þar vann vorið 1888 rússneskur herlæknir að nafni Pedachen- ko. Þetta kemur fram af ekjölum þeim, er læknirinn lét eftir sig. Og frá Serge Belloselski, prins, sem lifði aldarfjórðung í útlegð í Englandi, hefur Mc- Oonnick komizt yfir leynilega tilkynningu frá Ochrana 1909 til helztu rússnesku njósnar- anna um heim allan. Þar seg- ir, að Pedachenko sé sami maðurinn og Konovalof, sem hafi neyðst til að flýja frá Englandi sökum þess að vera grunaður um fimm kvenna- morð og hafi verið handtekinn kvenklæddur í St. Pétúrsborg 1891, eftir að hafa myrt þar rússneska konu. ☆ ☆ ☆ Þar eð Pedachenko-Konova- lof lá undir grun í París 1886 um tilsvai-andi morð, og þar eð lýsing hans kemur ná- kvæmlega heim við lýsingu þá, er lögreglan gat gefið á Jack the Ripper eftir síðasta morðið — er gátan leyst. (Þýtt úr Infonnation). Haustmót TR hefst sunnud. 22!þ.m. Næstkomandi sunnudag hcfst haustmót Taflfclags Eeyfcjavfk- ur en það verður að þessu sinnii háð í MlR-salnum að Þingholtsstræti 27. Innritun i mótið hefst á sama stað kl. 7 í kvöld og einnig verður tek- ið á móti innritunum í síma 15899 á kvöidin. Á mótinu verður keppt i þrem flokbum, meistaraflokki, I. flokki og II. flokki og verður öllum flokkunum skipt í riðla. Verða tefldar 7—9 umferðir eftir fjölda þátttakenda. 1 meist- araflokki fer fyrst fram undan- keppni og síðan fara 2—3 efstu tnenn úr hverjum riðli undan- keppninnar í úrslitakeppni. Stjóm TR hefur boðið tveim kunnum skákmönnum að taka þátt í úrslitakeppninni ásamt þeim sem efstir verða í und- ankeppninni og eru það þeir Gunnar Gunnarsson, sigurveg- ari í haustmótinu í fyrra, og Guðmundur Ágústsson. Teflt verður fjóra daga í vik- u, sunnudaga. mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga og hefst keppnin kl. 20 á hverju kvöldi Með þessu móti hefur Tafl- félagið haust- og vetrarstarf- semi sína og má búast við að meðal þátttakenda í mótinu verði ýmsir af kunnustu skák- mönnum borgarinnar. Stjóm T- R mun hafa í hyggjú ýmsa ný- breytni í skáklífinu, m. a. er hún nú að vinna að þvi að reyna að kotna upp bréfskák- keppni nýlli Islands og Sovét- ríkjanna. Yrði þaö vissulega skemmtileg nýjung. Þá hefur, Þjóðviljinn haft spurnir af því að í athugun sé hjá forsjðamönnum í skáklíf- inu að efna til alþjóðlegs skák- móts hér álandi á vetri kom- andi en allt það mál mun enn vera í deiglunni. De Gaulle óvinnsælli PARÍS 19/9 — Sífellt dregur ur vinsældum de Gaulles for- seta frönsku þjóðarinnar. Gall- up-stofnunin kannaði hugi manna síðustu vikuna í ágúst og birti niðurstöður sínar í gær. Komið hefur í ljós að aðeins 44 prósent kjósenda geta fellt sig við stjórn de Gaulles. en 50 prósent voru ánægð með hana í júní. Föstutagur 20. september 1963 MðÐVILIINN SlÐA J Þrem aldarfjórðungum eftir að hinir hræðilegu glæpir voru framdir hef- ur enskum vísindamanni, Donald McCormick að nafni, tekizt að færa sönn- ur á það, hver hafi raunverulega verið hinn illræmdi morðingi. Jack the Ripper var rúmlega þrítugur herlæknir, Vassili Konovalov, sem handtekinn var þrem árum síðar í St. Pétursborg, ákærður fyrir samskonar morð og dó 11909 á geðveikrahæli í Rússlandi. * é i k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.