Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 10
|0 SÍÐA ÞIÓÐVILIIM Sunnudagur 22. september 1963 Jói bristi höfuðið og gekk af stað. Hönd sem minnti á kló tók í öxl hans. ,,Bíddu, ég spyr hvort þú vilt skemmta þér? Heyrðu, Komdu, þú ert fjandakomið ekki á svo miklu spani. Komdu. Hlustaðu á“. „Slepptu mér“. „Hundaskítur“, sagði maður- inn. „Hvers konar niggari ertu eiginlega? Ertu hinsegin, ha? Þú heldur kannski að ég sé að plata, ha? Heyrðu, ég plata sko engan. Stelpan mín er heima, Qg hún er sko stykki. Svei mér þá. Hinar pjásumar hérna eru bara rusl. En Harriet — ég skal segja þér nokkuð, Jim. Hún hefur verið ár i New York. Hún er sko ekki að vinna, hún er bara í heimsókn hjá pabba gamla. En hún gerir allt sem ég segi henni. Fimm dollarar og hún leggst, — þú getur gert það sem þú vilt. Hún — ** Jói þreif um krumluna og hratt henni frá sér. Hann greikkaði sporið. Maðurinn slangraði á eftir honum og öskraði: ,,Þú ert ekki karlmað- ur, helvítið þitt, þú ert homma- djöfull. Hæ, hommi. Hæ“. Svo hrasaði maðurinri og Jói leit við, en maðurinn hreyfði sig ekki. Jói gekk að sjúkrahúsinu, sem var gamalt hús, minnti á matsöluhús, og gekk upp þrep- in. Biðstofan var full af fólki. Hann gekk framhjá upplýs- ingaborðinu, beygði sig til hægri og hljóp upp stigana. Þrepin voru lögð dökkum gólf- dúk sem var gatslitinn í miðj- unni og brydduð beygluðum aluminíumlistum. Hann gekk inn þöglan gang- inn, mettaðan sótthreinsunar- lykt. Hann kreppti hnefana. Stór kona í upplýstu skoti, þar sem hjúkrunarkonurnar gáfu skýrslu og fengu fyrirmæli, leit upp. „Er hann betri?“ spurði Jói lágri röddu. Hárqreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 in. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SlMl 14662. HARGREIÐSLCSTOFA ACSTCRBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 ■— Nuddstofa á sama stað. — „Andartak“, sagði hjúkrunar- konan. Hún reis á fætur og gekk inn ganginn að herbergi tuttugu og tvö. Hún kom til baka í fylgd með stórum sterk- legum manni. ,,L.íður honum betur?" Læknirinn hristi höfuðið. Lágri emtoættisröddu sagði hann: „Herra Green, viljið þér að ég segi yður sannleikann?“ Jói hugsaði: Nei! „Já“, sagði hann. „Við Dr. Henderson vorum langa stund að sinna honum. Og við gátum dálítið hjálpað. En það er engin leið að vita hvort hann hefur þrek til að yfirvinna þetta áfall, vegria þess að hann er enn í dái. Og ekkert hefur gefið til kynna að hann muni rakna úr því“. „Hann getur ekki dáið“, sagði Jói. „Ég er hræddur um að hann geti það“, sagði læknirinn og brá ekki svip. ,,Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið heil- inn hefur skaddazt, en þetta er mikill áverki. Þér segið að höf- uð han’s hafi lent á skriíborðs- brún?“ „Það leit út fyrir það“. Jói hafði útilokað minninguna, nú kom hún eins og bylgja yfir hann. Hann hafði legið í bekknum og reynt að sofa þegar hann heyrði sprenginguna. Af ein- hverri ástæðu vissi hann hvað hafði komið fyrir. Á augabragði var hann kominn í buxurnar og þaut niður malarstiginn með ákafan hjartslátt i átt að kirkj- unni. Það var kvi'knað í henni og hún logaði, gula loga bar við næturhimininn. . Jói hallaði sér að loftskeytaturninum, náði andanum aftur og sá, að skemmdirnar og eldurinn voru tiltölulega lítil. Það var óreglulegt gat á vinstri kirkjuhliðinni. Hann þaut að dyrunum. Þær voru læstar. Hann hrópaði: „Séra Mead! Séra Mead!“ og beið; svo sparkaði hann í forri- fálegan lásinn, braut hann og fór inn. Inni var mikill reykur. Hann bar vasaklút upp að vitunum og gekk inn í skrifetofu séra Meads. Gamli maðurinn la á gólf- inu, þögull og hreyfingarlaus. Andlit hans var atað blóði. Jói tók hann í fang sér og bar hann út Nú var fólkið far- ið að hópast að. „Náið í sjúkrabíl“, sagði Jói og beið heila eilífð eftir sjúkra- bílnum meðan eldurinn var hæfður með vatni úr fötum. Það var fátt eitt sagt. Jói hugsaði ekkert um hver hefði gert þetta og hvers vegna: hann hugsaði um það eitt að koma prestinum á spitala og lækna hann.. Hann reyndi að stöðva blóðrásina en gat það ekki. Blóðið hélt áfram að streyma. Og svo hélt hann vasa- klútnum sinum upp að gap- andi sárinu og vonaði að hann væri að gera það sem rétt var. Innan klu'kkustundar opnuð- ust þungar dymar á St. Vinc- ents spítalanum (og þangað urðu þeir að fara, það var ekki á öðru völ) og prestinum var ýtt á hjólaborði inn í slysastof- una. Það var enginn svipur á andliti hans. Jói beið. Seinna ýttu þeir prestinum út aftur og framhjá biðstof- unni og eftir dálitla stund sögðu þeir að Jói mætti koma inn til hans. Honum var þungt um andar- drátt. Það var verið að gefa honum blóð. Höfuðið var reifað. ,,Við getum ekkert sagt um þetta ennþá", sagði einn lækn- anna og hann var þarna lengi, horfði á dökkt, sviplaust and- lit; síðan heyrði hann röddina sem var engin rödd og fór út og gekk eftir Jeremiah stræti. . . . „Ég vildi óska að ég gæti gefið einhverja von“, sagði Grant læknir. „En það er nú svona með höfuðmeiðsli, þerra Green. Þau eru aðeins tvenns konar: slæm og mjög slæm. Mannshöfuðið er eins og egg. Það er ekki hægt að brjóta það „hérumbil" eða brjóta það til hálfs. Vinur yðar er gamall maður. Hann hefur fengið alvar- legt höfuðkúpubrot og heilinn hefur orðið fyrir hnjaski —“ Jói kinkaði kolli. „Má ég fara inn?“ „Það sakar ekki. En ef ég má segja mitt álit, þá valdið þér sjálfum yður óþarfa hug- arangri með því. „Eigíö þér við, að hann niuni ekki vakna?“ „Sennilega ekki. Það er ekki óhugsandi, en líkurnar eru mjög litlar". „Ég get ekki skilið hann eft- ir eirian". „Hann er ekki einn. Hjúkrun- arkonumar — “ Jói sneri sér við og gekk nið- ur ganginn ag opnaði dymar með varúð. Enga breytingu var að sjá á séra Finley Mead. Hann lá í nákvæmlega sömu stellingum, grafkyrr eins og brúða. Hanri sýndist ekki lengur stór og djarfur og sterkur. Þetta var ekki Iengur maðurinn sem hafði talað um tígrisdýrið við Jóa. Grant læknir birtist í dyr- unum, gaf hjúkrunarkonúnni merki; hún gekk út fyrir, Jói heyrði: „Það þarf kannski að gera barkaskurð; Henderson læknir —“ Og: „Ég er búinn að tala við Henderson lækni. Það virðist tilgangslítið." Andardrátur gamla manns- ins var slitróttur. Milli þess sem hann dró and- ann varð þögn, dýpri en nokkur önnur þögn, því að Jói hélt 6- sjálfrátt niðri í sér andanum og beið. Hann sat og horfði á prest- inn. Nú var tími til að hugsa. Hin- um hafði verið vísað frá; nóttin liði áður en ættingjamir kæmu; tími til að hugsa. En hann gat það ekki. Aðeins örvæntingin sem hann hafði fundið til áður, var eftir í huga hans; vonleysið og orðin skráð með rauðu letri; ég skal finna þá og drepa þá fyrir þetta. Vakan dróst á langin og enn hreyfði gamli maðurinn sig ekki. öðru hverju kom læknirinn inn og leit á hann pg fór síðan út aftur. Ég skal drepa þá, sögðu orðin. Én þegar hann var búinn að bíða eftir andardrættinum svo lengi og hann hafði loks komið. tóeit Jói sig frá rúminu og starði , ofealega á prestinn. — Jæja, dpyðu þá, í guðs bæn- um! Ðeyðu! hrópaði hann. Og kenndu engum um það, gamla fífliö þitt — kenndu engum um það nema sjálfum þér. Þú vildir ekki sjá hlutina í réttu ljósi. Ég reyndi að segja þér hvemig það var, en þú vildir ekki sjá bað Og þeir sprengdu upp kirkjuna þína! Hvar var hann guð binn þegar þeir gerðu það, prestur? Hvar var hann þá? Jói lyfti handleggnum. fingur hans bentu á gamla manninn. — Hvar verð- ur þessi blessaður guð þinn þeg- ar þessir sömu náungar koma og setja dýnamit undir húsin okkar. þegar þeir sprengja upp Sím- onarhlíð með öllu saman? Presturinn hreyfði sig. — Núna, á þessu augnabliki, prestur — eru kannski mamma mín og pabbi dáin. Kannski eru þau í tætlum yfir allt gólfið. Eru þau þess virði öll þessi orð? Frelsi! Hann þaut að rúminu og sleit sig af hjúkrunarkonunni og æpti að hreyfingarlausri verunni: — Segðu mér núna frá mann- réttindum okkar, gamli auli. Ó, Guð minn góður, segðu mér bað núna! — Læknir! — Láttu mig í friði. Hann gerði það sjálfur. Hann drap okkur öll. Mamma mín er dáin, þeir sprengdu hana í tætlur — Sterkar hendur drógu hann í burtu. Hann fann heit tárin á vöngum sínum og hann fór að berjast um, þegar læknirinn stirðnaði allt í einu upp. Eitthvert hljóð heyrðist úr rúm- inu. — Jói, sagði hljóðið. Þeir biðu. Aftur: — Jói Green. Hann reyndi að slíta sig laus- an en hendumar héldu honum föstum — Hann er að kalla á mig! — Þú ert alltof æstur til að — — Það er allt í lagi núna. Ég er búinn að ná mér. Hann er að kalla — — Hann þekkir yður ekki, herra Green. Jói ýtti lækninum reiðilega frá sér og kraup við rúmið. Það fór titringur um augu gamla mannsins, þau opnuðust; það var birta bakvið þau. en það var dauf birta. — Jói .. mátt ekki ásaka þá alla. Nokkrir .. — Nokkrir. Segðu Irmu, segðu henni að ég hafi ekki áhyggjur. Ertu þama, Jói? — Ég er héma. Læknirinn og hjúkrunarkon- an stóðu grafkyrr, fylgdust með. — Jói, þú manst .... bú manst ég sagði þér einu sinni .... all- ir þurfa að ganga undir próf .... sitt eigið próf? — Ég man það. faðir. — Þetta er þitt próf. Röddin þagnaði; það varð löng þögn; svo var eins og einhver innri kraftur blési lofti í lungu prestsins. — Lofaðu mér því. sagði hann, svo lágt að aðeins Jói Green heyrði til hans. — Lofaðu mér því að þú vinnir verkið til enda. Jói nísti tönnum; hann beit þeim saman til að kæfa ópið sem beið í hálsi hans. ' —■ Þú ert sá eini .. sem getur það núna. Jói? Lofaðu því! Hann fann saltbragðið og hugs- aði um öll Jeremiah-strætin, og það fór um hann hrollur. Hann lagði höfuðið á hvítt línið, heyrði rödd sína segja: — Ég lofa þv£. SKOTTA Pabbi, — reyndu ekki að koma vitinu fyrir mig. Þú veizt, að ég ge( ekki hugsað meðan ég tala. Dansskóli Hermanns Ragnars te,kur til starfa 4. október. Kennt verð- ur í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Kennslugreinar: ★ Gamlir og nýir barnadansar ★ Sígildir samkvæm- isdansar ★ Suður-amerískir dansar ★ Heimskerfið .(10 dansar) Byrjendur og fram- haldsflokkar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Innritun hefst mánudaginn 23. september í síma 33222 og 36024 frá kl. 9—12 f.h. og 1—6 e.h. Framhaldsnemendur eru hvattir til að tala við okkur sem fyrst. Verið með frá byrjun. Sendisveinn óskast strax. Afgreiðsla Þjóðviljans Sími 17 500 VQNDUÐ F m u r Sigurþórjónsson &co Jlafnaætrceti h- Þessi rúllupylsa er ábygg!- lega ekki átta pund. Sennilega bara fjögur pund. .skrambinn sjálfur. Hef enga reizlu. Formaður Stangaveiði- félagsins býr í næsta húsi Hann lánaöi Andrés frændi. mér reizluna, Fimmtíu puné iínainn smá- ræöis lax . . . ég meina rúlíu- pyisa. fiMeigan HJÓL Hverfisgötu 82 Sími 16-37« «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.