Þjóðviljinn - 02.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.10.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 2. október 1963 — 28. árgangur — 211. tölublað. Nýstárleg veiði hér við land: RISASKJALDBAKA VEIDDIST NYRÐRA ;/skólanum, ískólanum. • • mm Munið styrktar- mannakerf i Þjóðvilians + Hinn 24. október á Sósíalistaflokkurinn 25 ára afmæli. Fyrir þann tíma hefur Sósí- íalistafélag Reykjavík- ur ákveðið að færa Þjóðviljanum 500 þús. krónur. •^- Allir velunnarar flokksins og blaðsins þurfa að leggja hönd á plóginn til þess að markinu verði náð. Eftir eru 22 dagar. •fc Tekið er á móti framlögum daglega að Tjarnargötu 20, sími 17510, opið 10—12 ár- degis og 4—7 síðdegis, og.Þórsgötu 1, (2. hæð) opið kl. 3—6 síðdegis, sími 17514. Nefndin. HÓLMAVÍK í GÆR. — Sá einstæði atburður skeði hér í morgun, að risaskjaldbaka fannst á reki út á Steingrímsfirði og kom trillubáturinn Hrefna með hana færandi hendi hingað inn að bryggju um tvö leytið í dag. Þetta er í fyrsta skip'ti, sem sæskjaldbaka finnst hér við land. Hinn happasæli formaður á Hrefnu heitir Einar Han- sen og róa feðgar á trillunni. Uppi varð fótur og fit í þorpinu og kofflu margir á vettvang til þess að skoða þessa furðuskepnu og þar á meðal héraðslæknir- inn og úrskurðaði haiin skjaldbökuna nýdauða. Þá var haldið heim til sóknarprestsins á staðmun og átti hann bók um sæ- skjaldbökur. Eftir því sem menn komust næst á Hólmavík í dag, þá er hér um svokallaða Leðurskjaldböku að ræða, en það er stærsta tegund af sæskjaldbökum í heiminum í dag og lifir hún í Miðjarðarhafi og er orðin sjaldgæf tegund. Ein fannst í Sví- þjóð fyrir nokkrum árum og þótti mikill viðburður þar í landi á sinum tíma. Fréttaritari Þjóðviljans á staðnum fór á vettvang með mál- stokk og mældi skepnuna. Mældist hún 190 cm. á lengd, 235 cm. á breidd (meðtalin bægsli) og þykkt 50 cm. Þyngd er hinsvegar hátt á fjórða hundrað kíló eða einhvers- staðar milli 360 og 380 kíló. Sjá nánar á síðu @ Haustsýning FÍM HAUSTSÝNING Félags ís- lenzkra myndlistarmanna verður opnuð í kvöld í Listamannaskálanum, verða þar sýnd verk eftir 23 mál- ara og myndhöggvara. Verð- ur sýningin opin daglega kl. 13,30 til 22 e.h. til 20. októ- ber. MYNDIRNAR hér að neðan eru teknar í Listamannaskálan- um í gær. Á annarri þeirra sjást listamennirnir Hringur Jóhannesson, Eiríkur Smith, Jóhannes Jóhannesson, Sig- urður Sigurðsson og Steinþór Sigurðsson. Á hinni mynd- inni sjást m.a. tvö málverk eftir Jóhann Briem. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Sjá frétt á 12. síðu ÞRASTASKÓGUR BRUNA TRYGGÐUR? ¦ Skógareldar eru sem beihir fer ekki algengir hér á landi, en nú er Ungmennafélag íslands að athuga hvort ástæða er til að brunatryggja Þrasta- skóg í Grímsnesi. Þær eru að byrja í tíuára bekk og biðu á tröppum Miðbæjarskólans í gærmorgun. Kviðinn fyrir þessum degi — ef einhver var — er horfinn; það er svo margt sem tíu ára stðllur hafa að segja hvor annarri frá reynslu sumarsins og oft er hreint ekki leiðinlegt í skólanum. Ekki alltaf að minnsta kosti. Og svo er ekki eins og maður sé að byrja i skóla — komin í tíu ára bckk. (Ljósm. C. Hjv.). Á 23. sambandsþmgi UMFÍ í sl. mánuði var samþykkt eftir- farandi tillaga: „Þingið sam- þykkir að fela skógarverði að athuga nú þegar hvort ástæða er til að brunatryggja Þrasta- skóg. Þyki ástæða til þess, skal stjóm sambandsins leita tilboða hjá tryggingafélögunum". Skógarvörður í Þrastaskógi er Þórður Pálsson kennari í Reykjavík. Hann tjáði Þjóðvilj- anum í gær, að faann héfði mál- ið enn í athugun, og væri því ekki farið að leita til trygginga- félaganna ennþá. Þórður kvað brunahættu tals- verða á vorin vegna þess að mikil sina væri þá í skóginum. f langvarandi þurrkum væri hún mjög eldfim og talsverð hætta á íkveikju. Mannaferðir væru talsverðar um skóginn, sem er í þjóðbraut, og rnargir tjalda í þessum fagra skógi sem liggur að Álftavatni og Sogi. Barrskógar eru eldfimir Frétamaður blaðsins var svo heppinn að hitta á förnurn vegi Sigurð Blöndal, skógarvörð í sloti íslenzkra skóga — Hall- ormsstaða skógi, og spurði hann um brunatryggingu á skógum. Sigurður kvað ekki hafa kom- ið ennþá til þess að skógar væru brunatryggðir hér á landi, enda Framhald á 2. síðu. Þcssiir ungu mcnn cru að sjálfsögðn að horfa á Ijósmyndarann, en voru annars að fylgjast með félögum sínum, sem léku sér með bolta i Miðbæjarskólaportinu í gærmorgun. AHir voru þeir að innritast í tíu ára bckk, en í gær hófu ííu, ellefu og tólf ára börn skólagöngu og auk þess 1. og 2. bekkur unglingastigsins í Miðbæjarskólanu m samtals hátt á fjórOa hundrað börn. (Ljósm. C. Hjv.). Aldreijafnmargir í Háskálanum Innritun stúdenta í Háskóla íslands lauk á mánudag. Höfðu þá 265 stúdentar látið skrá sig til náms í skól- anum, og hafa þeir aldrei verið fleiri. í fyrra voru innrítaðir 220 stúdentar. Einnig stunda 20 erlendír stú- dentar nám við skólann nú, og er það sama tala og í fyrra. Hinir nýju stúdentar skipt- ast þannig í deildir: í guðfræði 6, læknisfræði. 23, tamnlækning- ar 8, lyfjafræði tíu, lögfræði 24, viðskiptafræði 28, íslenzk fræði 10, B.A. 105 og í verkfræði 18. Það sem einna helzt vekur athygli í þessum tölum er það, hve fækkað hefur þeim er láta innrita sig i læknisfræði. Á undanförnum árum hafa fjöl- margir helzt þar úr lestinni, en nú hefur námið enn verið hert og dregur það kjark úr mönn- um. Þá er og athyglisverður sá fjöldi, sem lætur skrá sig til B.A. náms. Má ætla, að hin bættu launakjör kennara ráði nokkru um það Kennsla er þegar hafin. i okkrum greinum í háskólan- um. ,,.,-,,:« \i-f-\ý ' rýtn-r ,)tn ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.