Þjóðviljinn - 02.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.10.1963, Blaðsíða 10
|Q SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Miðvikudagur 2. október 1963 trm i Símonarhlíð. Þeir þekkja þennan ótta, hugsaði hann. Þeir vita alltaf af honum. Og þeir berjast við hann. Og allt í einu var hann ekki lengur hræddur. Hann horfði á stórvaxinn búk Careys og fann til meðaumkvunar um leið og andstyggðar. — Jæja, lagsi, sagði einhver. — Hefurðu nokkuð að segja þér tn vamar? Tom horfði á Carey, renndi síðan augunum yfir andlit hinna. Sumir störðu á móti, aðr- ir litu undan. — Hvaða niggarablók mútaði þér? spurði Lorenzo Niesen. Bart Carey kreppti hnefann, rak hann af afli í kviðinn á Tom. Tom var ekki alveg óvið- búinn, hann hafði spennt vöðv- ana, en sársaukinn var miKill. Hann hörfaði upp að vélarhúsi bQsins og reyndi að stilla sig um að kasta upp. — Það er ekki kurteisi að svara ekki einfaldri spumingu, sagði Carey. — Presturinn héma er að spyrja, hver hafi borgað þér fyxir að svíkja þitt eigið fólk. Tom reyndi að tala en gat það ekki. — Svona takið hann í gegn! hrópaði einhver. Hann dró djúpt andann, rétti úr sér, hallaði sér upp að bíln- um. Svitinn spratt fram á enni hans. Hann reyndi að hrista af sér svitann og hina hræðilegu ógleði. — Af hverju nærðu þér ekki í fimmtán eða tuttugu manns í viðbót, Carey? sagði hann hálfkæfðri röddu. — Þá vaeri þér raunverulega óhætt. — Haltu kjafti, negrasleikja. — Ó, þú ert svo kaldur! sagði Tom. — Með mannsöfnuð í kringum þig ertu alveg svell- kaldur! — Ég sagði þér að halda kjafti! — Taktu hann í gegn, Bart! Tom gekk nær stóra mannin- um. Blóð, hans ólgaði núna og verkurinn í maganum var ögn Hárgreiðslan Hárgrefðslu og snyrtfstofa STEINU og DÖDÖ Laugavegi 18 ni. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 81. SlMI 33968. Hárgrefðslu- og snyrtfstofa. Dömur! Hárgrefðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megln. — SlMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugavegl 13 — SlMI 14656 •— Nuddstofa á sama stað. — skárri. — Þú spyrð svo margs, sagði hann. — Við skulum sjá hvemig þér gengur að svara. Hvar varst þú þegar presturinn var drepinn, Carey? — Haltu helvítis kjafti, sagði rödd. annars færðu sömu með- ferð. — Hvar varstu? Bart Carey gaf frá sér háif- kæft hljóð, síðan tók hann við- bragð. Tom var viðbúinn og rak hnefann í andlitið á stóra mann- inum. Það heyrðist glamur þeg- ar gleraugu Careys duttu á gangstéttina og mölbrotnuðu. — Takið negrasleikjuna í gegn! Tom reyndi að opna dymar, en hann var ekki nógu snöggur. Carey hafði náð taki á fótunum á honum og reyndi að fella hann. Tom reyndi að losa sig og tók ekki eftir manninum sem kominn var á vettvang. Phil Donger lyfti hnénu. Hann keyrði það upp á milli fóta Toms og Tom rak upp öskur, en áður en hann náði að falla, fann hann skerandi sársauka í kjálkanum og heyrði marra í beinum. Síðan féll hann í götuna og lá með andköfum og var sér að- eins óljóst meðvitandi um að Lorenzo Niesen var farinn að sparka í hann, í höfuðið á hon- um. rifin, kviðinn. Rétt áður en hann missti með- vitund, heyrði hann fólkið öskra: — Drepið negrasleikjuna! Drepið hann! og sá sem snöggv- ast æst andlitin. Svo rakst eitthvað oddhvast upp í hægra auga hans og Tom McDaniel engdist og lá síðan í blóði sínu. 24 í draumnum var holdið á stúlkunni rétt að byrja að rotna þegár barið var að dyrum og hann vaknaði. Það var ekki frú Lambert. Það heyrði hann. Hún barði snöggt og kurteislega. Þetta hljóð var ákaft. — Já? — Adam? Hann var með höfuðverk; eins. og alltaf var hann þurr í kverk- unum og hann vissi ekki al- mennilega hvort hann var enn sofandi og að dreyma. — Adam, hleyptu mér inn. Hann fór framúr, klæddi sig í buxumar, leit síðan á klukk- una. Hún var 9.16. — Andartak. Hann gekk að vaskinum, gus- aði köldu vatni framaní sig og drakk líka dálítið af því. Hann tók glas úr skápnum. hellti í það haug af Bromo-seltzer, bun- aði á það vatni. — Adam. — Allt í lagi, Hann drakk freyðandi upplausnina sem var beizk og köld, lagði glasið frá sér og gekk að dyrunum. — Hver er það? — Opnaðu dymar! Hann þekkti röddina, þekkti hana vel, og þó gat hann efcki komið henni fyrir sig. Það var ekki Shipman, það var ekki Parkhouse. McDaniel? Nei. — Vaknaðu! Hann hristi höfuðið og gekk að dyrunum. Hann opnaði. Lágvaxinn, kubbslegur maður stóð í ganginum. hvorki illileg- ur né brosandi. Hann hefði get- að verið sextugur, hann leit út fyrir að vera sextugur ef ekki hefði verið fyrir hárið sem var svart og sítt og hrokkið. Hann var með homspangargleraugu. Adam brosti alveg steinhissa. — Sem ég lifandi! sagði hann. — Þú ert ekki árisull, sagði Max Blake. — Má ég koma inn? — Hvað þá? Jú auðvitað, auðvitað! Fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki — tja. ég trúi bara ekki mínum eigin augum, það er allt og sumt! Hvað í ósköpunum ertu að gera hér? Kubbslegi maðurinn gekk mn fyrir. Hann var klæddur sport- jakka og gráum fauelsbuxum Svörtu skómir vom gljáburstað- ir. — Á leiðinni til New York, sagði hann og horfði á Adam. — 1 leyfi? — Nei. Teymdur. Adam hristi höfuðið aftur og hló. Gamli taugaóstyrkurinn var aftur að grípa hann; einhver feimni, sem hann skildi ekki í fyrstu, en áttaði sig svo á: hann hafði aldrei fyrr séð Max Blake nema i kennslustofunni eða heima hjá sér og honum veitt- ist erfitt að hrífa manninn úr umhverfi sínu. — Þú ert þá á hraðri ferð, eða hvað? sagði hann og tróð skyrt- unni niður í buxumar. — Ég vildi að ég gæti boðið þér drykk — Blake svaraði ekki; það var einkennandi fyrir hann. Hann leit með vanþóknun kring- um sig i herberginu, síðan á Adam aftur. — Þú lítur illa út, sagði hann. — Tja. ég hef haft mikið að gera. — Já. — Fékkstu bréfin frá mér? Blake leit sem snöggvast á ó- hlaðna byssuna sem lá á komm- óðunni. Eins og venja hans var, tautaði hann eitthvað oskiljan- legt fyrir munni sér og með hægri þumalfingri færði hann stóra steinhringinn sem hann bar á baugfingri hægri handar upp og niður, upp og niður. Hann leit á rúmið, gekk síðan að glugganum. lyfti tjaldinu og horfði út. Þannig höfðu liðnu kvöldin með honum ævinlega byrjað. Fáeinar ruglingslegar athuga- semdir, síðan hafði Blake komið lagi á hugsanir sinar og Adam hafði beðið þess að hann léti þær í ljós. í huganum var hann aftur staddur í stóru setustof- unni i Westwood með þykícu tjöldin dregin fyrir og þúsund- binda bókaskápana og bækumar allar úr kápunni, titlamir hálf útþurrkaðir („Ekkert er eins öm- urlegt i bókasafhi og bækur í fínu standi“; ,,Það er ekki hægt að éta kalkún án þess að eyði- leggja á honum fjaðrimar!“) og bandóðir kettimir, Aleister og Crowley, klifrandi yfir hann og fellandi hár; og Max í stóra leð- urstólnum sem var ögn hærri en hinir stólamir og var svo há- sætislegur að einu sinni þegar Max hafði brugðið sér fram fyr- ir, hafði Adam stolizt til að tylla sér í hann og fyllzt hug- rekki og sjálfstrausti; Max sem kom með einhverja ályktun eða fullyrðingu („Mér virðist aðal- meinið í veröldinni í dag vera það. að ástinni er gert of bátt undir höfði!“), kryfja síðan full- yrðinguna til mergjaw af mikilli leikni og mælsku, neyða þig til að koma með andmæli og skera þig niður við trog með einni mergjaðri setningu; og lyktin — kaffið í silfurkönnunni, kiydd- að áleggið á samvizkunum, sem fram voru bomar klukkan niu, ilmsmyrslið sem Max notaði ævinlega. minnti á rakáburö, en þó ekki karlmannlegt; samt hélt Adam ekki eins og Preston gerði, að Blake væri kynvilling- ur — ef það væri satt, þá hefði hann átt að vita það, því að þeir höfðu oft verið saman einir. En samt var hann undarlegur þessi smyrslilmur. kettirnir og kven- hatrið sem kom greinilega fram í kennslustundunum, þegar ein- hver stúlkan vogaði sér að bera fram spumingu. — Skrýtið. ekki nema það þó, sagði Press. — Karlinn er hinseginn, það er allt og sumt. Ég þoli hann ekki leng- ur. Ég varð dálítið spenntur fyrst, alveg eins og þú, og ég neita því ekki að karlinn er skýr — kannski snjall — en það eru bara fleiri snjallir. Það er alls ekki svo sjaldgæft fyrir- brigði. Heyrðu, fyrst hann er svona eldklár níhilisti. af hverju er hann þá ekki forríkur, skil- urðu? Af hverju í ósköpunum hangir hann við þennan ómeriti- lega háskóla og kennir strák- lingum stjómmálasögu? Af hverju er hann ekki úti í heimi að kenna kónginum í Sarabíu að leggja undir sig heiminn? Það er vegna þess að hann er gervi- karl. Og hann hefur slegið íyki í augun á þér. Og það er allt og sumt. Þú ert ekki vitund æst- ur að sjá. — Ég er ekkert æstur, Press, hafði hann sagt. — Ég er bara dálítið dapur. Að mínu á- liti hef ég ekki misst vin; ég hef eignazt kunningja. — Á einu andartaki endurlifði Adam þetta liðna atvik. Síðan útilokaði hann Preston Haller úr huga sér og sagði: — Ferðu fljúgandi? Max Blake sneri sér frá glugganum. — Já, sagði hann. Það var einhver svipur á and- liti hans sem Adam gat ekki áttað sig á. Hann var nýr. — Ég er með dálítið í deiglunni, sagði hann. — Bók. Hún út- heimtir allvíðtækar rannsóknir og talsverða vinnu. Þess vegna verð ég óhjákvæmilega að út- vega mér aðstoðarmann. Ég bef komizt að þeirri niðurstöðu að þú værir eins góður og hver annar í það starf. — Jæja, sagði Blake hrana- lega. — Hefurðu áhuga eða ekki? — Áhuga? Auðvitað, sagði Adam. — Ég á við, mér er þetta mjög mikill heiður og ég met það mikils — — Láttu þá niður i töskumar þínar. Blake togaði upp ermina og leit á armbandsúrið sitt. — Ég vildi helzt að við gætum komizt af stað eftir hálftima. Það fer flugvél frá Faxragut kl. 12.40. — Hæ, bíddu andartak. Max! Andartak. — Ég hef engan tíma til að bíða, sagði Blake, allra sízt i svona ömurlegu umhverfi. Hvort sem þú vilt vinna með mér. eð bókinni eða ekki. Ef þú vilt það, þá hættirðu að fmssa og gapa fyrir framan þennan spegil, pakkar niður undir eins og fylg- ir mér til New York. Ef þú hefur ekki áhuga á að leggja nafn þitt að veði ásamt Mpx Blake, nú þá — — Max, fékkstu ekki bréfin mín? — Ég fékk þau. — Jæja, ég á við — þú last þau, var ekki svo? Kubbslegi maðurinn hélt á- fram að fitla við hringinn sinn. — Jú, jú, sagði hann. Ætla að fá kvöldblaðið. Gígí ber það eins og venjn- lega. Mér er ekki viðbjargaadL Hata þetta verk. Ósköp hefur Andrés önd slæman smekk á dagblöðum. Þetta er eina dagblaðið, sem hefur Iím í prentsvert- unni. S K OTTA Ég aðvara þig Jói. Hún hcfur ekki borðað neitt í allan dag. Verkamenn óskast i fasta vinnu nú þegar. — Upplýsingar hjá verkstjóranum. H.F. KOL OG SALT. Framkvæmdastjóri Staöa framkvæmdastjóra við Tollvörugeymsluna h.f. er laus til umsóknar. — Umsóknir sendist Tollvörugeymslunni h.f. Pósthólf 1303 fyrir 15. okt. n. k. TOLLVÖRUGEYMSLAN H.F. — Reykjavík. Raforkumálaskrífstofan óskar að ráöa sendisvein strax, hálfan eöa allan daginn. Upplýsingar á skrifstofunni Laugavegi 116, sími 17400. Raforkumálaskrifstofan Skrífstofur vorar verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarðar- farar. H. F. JÖKLAR Aðalstræti 6. / fc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.