Þjóðviljinn - 02.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: fvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Frcttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Að vakna óþyrmilega Cíðustu vikumar er engu líkara en ýmsir stuðn- ^ ingsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vaknað ó- þyrmilega við vondan draum. Þeir hafa verið að reyna að frúa því sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa viljað að þeir tryðu, að í íslenzkum þjóðfélagsmálum væri allt í stakasta lagi e'ftir íhaldsstjórn heilt kjörtímabil. Og svo stutt er frá kosningum, að trúaðir fylgjendur Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, menn sem tóku mark á áróðururshljóðum þessara flokka í sumar, hafa enn í eyrum sér það sem þá var sagt, að „viðreisnin“ hefði blessazt eins og til var ætlazt, allt hafi þessum flokkum og ríkisstjórn þeirra tekizt svo stórkostlega vel, að þjóðin þyrfti ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni ef hún íæli sömu flokkum að fara með stjórn landsins einnig næstu fjögur ár til að halda áfram viðreisnarstefn- unni! /"Kg áróðurinn dugði, það fundus't nógu margir ” hrekklausir kjósendur til að trúa því, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn og íhalds- stjórn Ólafs Thórs ætti að fá að stjórna landinu enn um fjögurra ára skeið. Fólk gerði sér ekki ljóst, að það sem ríkisstjórnin hrósaði sér mest af, svo sem næg atvinna, var eingöngu að þakka óhemju aflamagni sem íslenzkir sjómenn drógu á land þessi ár og hagstæðu verðlagi á íslenzkum útflutningsafurðum. Kjósendur sem þannig létu blekkjast fyrir tæpum fjórum mánuðum eru ein- mitt þeir, sem nú vakna upp við vondan draum. Það sést skýrar nú en í vor hverf „viðreisnin“ er að stefna efnahags&fi landsins og afkomu vinn- andi manna. Það er ekki svo auðvelt þessa dag- ana að svara spurningunum um óðaverðbólguna sem ríkisstjómin hefur magnað með þvaðri um ímyndaðar ávirðingar „vinstri stjómarinnar“ sem var tvö ár við völd fyrir hálfum áratug. Það er ja’fnmáttlaust blaður að tala um að stjórnarand- stæðingar séu af pólitískum skömmum sínum að magna kauphækkanaöldu sem eyðileggi „við- reisnina“. Það er ekki nógu sannfærandi að lýsa kjaradómi, stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur, stjórn Blaðamannafélags íslands eða stjóm Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur sem erindrekum heimskommúnismans, í lævísri barátfu við hina heilbrigðu stjórnarstefnu og stjómarhætti Ólafs Thórs og Gylfa Þ. Gíslasonar, Bjarna Benedikts- sonar og Emils Jónssonar, Gunnars Thóroddsens, Guðmundar í. Guðmundssonar og Ingólfs Jóns- sonar. CJtaðreyndin um gjaldþrot og vesaldóm „við- ^ reisnarinnar“, sem stjórnarflokkunum tókst að verulegu leyti að hylja í reykskýjum áróðurs- ins fyrir kosningarnar í sumar, verður ekki leng- ur falin. Og ófrýnileg hlýtur hún að sýnast í svefnrofum þeirra, sem létu enn í sumar blekkj- ast til þess að kjósa þessa flokka til valda á ís- landi, slepptu tækifæri kosninganna til að ger- breyta um stjórnarstefnu. Það er dýrkeyptur lær- dómur, sem væntanlega kemur mörgum að gagni í næstu kosningum, sem gætu orðið fyrr en var- ir. — s. Þ7ÓÐV1LIINN Miðvikudagur 2. október 1963 Fáein minningarorð Haukur Eíríksson blaðamaður 1 dag verður gerð frá Foss- vogskirkju útför Hauks Eiríks- sonar blaðamanns. sem lézt í borgarsjúkrahúsinu í Rvík miðvikudaginn 25. september sl. aðeins 33 ára að aldri. Hauk- ur hafði átt viö alllangvinn og erfið veikindi að stríða og síð- ustu misserin löngum dvalizt í sjúkrahúsum hér heima og er- lendis, en gengið þess á milli til starfa þegar heilsan leyfði. Haukur Eiríksson var fæddur að Ási á Þelamörk 30. ágúst 1930, en fluttist um fermingar- aldur með foreldrum sínum til Akureyrar. Þar gekk hann á menntaskólann og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1950. Um haustið lét hann skrá sig til náms í íslenzkudeild Háskóla íslands en hvarf brátt frá námi og hóf störf á Akureyri, fyrst hjá Útgerðarfélagi Ak'.ir- eyrar og síðan hjá Gefjuni. Árið 1956 öuttist Haukur til Reykjavíkur og réðst til starfa hjá Morgunblaðinu. Vann hann þar fyrst við prófarkalestur um tveggja ára skeið, en haust- ið 1958 var hann ráðinn blaða- maður. Blaðamennsku stundaði hann síðan til dauðadags, hin síðustu árin sem einn af starfs- mönnum Lesbókar Morgun- blaðsins. Kvæntur var Haukur Eiríks- son Þómýju Þórarinsdóttur, sem lifir mann sinn, ásamt fjórum ungum bömum þeirra hjóna. Kynni undirritaðs og Hauks heitins Eiríkssonar urðu ekki riáin og aldrei meiri en dag- legar annir í sameiginlegu starfi, blaðamennskunni, gáfu tilefni til. Þó þurfti ekki Iöng kynni til að sjá, að þar var drengur góður sem Haukur var, áhugamaður í starfi, kátur og glaðvær í hópi félaga, og sér- stakur unnandi tónlistar. Skóla' félögum Hauks ber saman um að hann hafi haft góða náms- hæfileika og í hópi samstarfs- fólks var hann virtur sem dug- andi starfsmaður og hinn bezti félagi. Mannskaði er að frá- falli slíkra manna á unga aldri og stórt skarð hefur verið höggvið í fáliðaða röð íslenzkra blaðamanna. Ég votta nánustu ástvinum Hauks heitins Eiríkssonar, eft- irlifandi konu, bömum og föð- ur, dýpstu samúð. ívar H. Jónsson. Castro hvetur til aukinna afkasta Sovétríkin hafa lánað Kúbu á fímmta milljarð króna HAVANA 30/9 Fldel Castro forsætisráðherra sagði í ræðu sem hann hélt á miklum úti- fundi í Havana á laugardags- kvöld að Kúba skuldaðj nú Sovétríkjunum sem svarar 4,3 milljörðum íslenzkra króna og sagði kominn tíma til að Kúbu- menn legðu sig alla fram við að greiða þessa skuld svo fljótt sem auðið væri. Fundurinn var haldinn í til- efni af því að þrjú ár voru lið- in síðan hinum svonefndu „landvamarnefndum“ var kom- ið á laggimar. Castro sagði að fyrstu fjögur árin eftir byltinguna hefðu Kúbumenn fengið óvenju mikla aðstoð frá sósíalistísku rikjun- um, en að þeir mættu ekki venja sig á slíka hjálp. Við get- um ekki leyst vandamál okkar á annarra kostnað, sagði hann. Tilefni þess að landvarnar- nefndimar voru stofnaðar á Framhald á 2. síðu. Yfírlýsing Þjóðvlljanum hefur borizt eft- irfarandi yfirlýsing frá Lárusi Jóhannessyni forseta Hæsta- réttar: „Að gefnu tilefnl vottast, að Byggingarsamvinnufélag prent- ara, sem ég hefi verið formað- ur fyrir frá upphafi og er enn, hafði á árunum 1947 — 1959 allmikil viðskipti við Lárus Jóhannesson, hrl. 1 því sam- bandi kcypti Lárus af okkur allmikið af ríkistryggðum skuldabréfum á þessum árum. Skuldabréfaflokkamiir voru með misjöfnum vaxtakjörum og til mislangs tíma og var kaup- verðið því cðlilega mismunandi hæst 98% en lægst 68% nettó og seldum við Lárusi auðvitað ekki bréf án þess áður að hafa gengið úr skugga um, að ekki var fáanlegt hærra verð ann- ars staðar. Hér var um hreln kaup að ræða af hcndi Lárusar gegn staðgreiðslu og var Byggingar- félaginu að sjálfsögðu mcð öllu óviðkomandi hvað Lárus seldi bréfin fyrir og á engar kröfur á hendur honum. Viðskipti þessi voru ánægju- lcg fyrir félagið og meðvaldandi að því, að margir eiga nú íbúðir sem nú teljast ódýrar. Að lokum vil ég geta þess að stjórn Byggingarsamvinnufé- Iags prentara á cngan þátt í skrifum Frjálsrar þjóðar um þetta mál. Reykjavík 30. sept. 1963. Guðbjörn Guðmundsson (sign).” Yfirlýsingu þessa bið ég dag- blöðin í Reykjavík að birta og bæti því við, að síðasta sala mín á ríkistryggðum bréfum til Búnaðarbankans fór fram á árinu 1954. Lárus Jóhannesson. NY SENDING ENSKIR SAMKVÆMISKJÓLAR Verð íra kr. 1495. SlÐDEGISKJÓLAR VerS frá kr. 1195. — MARKAÐURINN Laugavegi 89. SENDLAR Sendlar óskast hálían daginn í vetur Olíufélagið h.f. Sími 24380. Listdansskóli Guðnýjar Pétursdóttur Edduhúsinu, Lindargötu 9 A, Reykjavík og Auðbrekku 50, Kópavogi. Kennslan hefst mánudaginn 7. október, byrjenda- og framhaldsflokkar. — Innritun daglega frá M. 2—6 sið- degis í síma 12-4-86. LÆRIÐ FUNDARSTÖRF 0G ÉÆLSKU HJA ÖHÁÐRI 0G ÖPÓLITÍSKRI FRÆÐSLU- ST0FNUN Eftirtaldir námsflokkar hefjast sunnudaginn 20. október: Nr. 1; Fundarstörf og mælska: Kennari Hannes Jónsson, M A. Kennslutími: Sunnudgar kl. —6 e.h. Kennslugjald kr. 300,00. Nr. 3: Verkalýðsmál (leshringur’, Leiðbein- andi: Hannes Jónsson M.A. Kennslutími sunnudaga kl. 2,15—3. Kennslugjald kr. 200,00. Námsflokkamir verða einnig reknir fyrir einstök félög eða starfsmannahópa, ef óskað er. Innritunar- og þátttökuskýrteini fást í Bókabúð KRON i Bankastræti. önnur bókin í bókasafninu komin út. FJÖLSKYLDAN OG HJÓNABANDIÐ fjallar um dýpstu og innilegustu samskipti karls og konu, þ.á.m. um ástina, kynlífið, frjóvgun, getnaðarvarnir, bama- uppcldi, hjónalífið og hamingjuna. Þessi bók á erindi til allra kynþroska karla og kvenna. i FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 19624.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.