Þjóðviljinn - 08.10.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 08.10.1963, Side 1
Gífurlegt tjón á Kúbu vegna fellibyls Verður afstýrt borgarastríði i Alsír? Sjá síðu © VerkalýSshreyfing NorSurlands felur óhjákvœmilegf aS hefja aSgerSir án tafar KAUPHÆKKUN—STYTTUR VINNU- DAGUR-YERÐTRYGGING KAUPS Vel sótt og samtaka þing verkalýðshreyfingarinnar á Norður- Iandi samþykkti nú um helgina ályktun um kaupgjaldsmál. Rök- studd niðurstaða þeirrar ályktunar er sem hér segir: Óhjákvæmilegt að hefja aðgerðir Þing Alþýðusambands Norðurlands telur „að óhjákvæmilegt sé að verkalýðshreyfingin hefji án tafar aðgerðir og beiti öllu valdi sínu að réttum lögum til þess 1) að ná fram kauphækkunum, sem svari til verðlagshækkana síðustu 4—5 ára, eðlilegrar hlut- deildar í aukinni þjóðarframleiðslu og launahækk- ana betur launaðra starfsstétta. 2) að knýja fram styttingu á hinum óhóflega langa vinnudegi verkafólks, t. d. að samnings- binda styttingu vinnutímans í áföngum næstu 2—3 árin. 3) að knýja fram lagalegan rétt verkalýðssam- takanna til þess að þeim sé frjálst að semja við atvinnurekendur um raunveruleg laun ekki að- eins krónuupphæðir launa eins og nú er. Frá 8. þingi Alþýðusambands Norðurlands. Talið frá vinstri: Hannibal Valdimarsson forseti ASl, Tryggvi Helgason, forseti ASN, Jón Ingimarsson þingforsetí og Bjöm Jónsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar. — (Ljósm. Þ. J.). -<í> Nftursuðuverksmi&jan nýja verður staðsett í Firðinum Á aukafundi sem haldinn var í bæjarstjóm Hafnar- fjarðar sl. laugardag var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 1 að verða við umsókn Norðurstjörnunnar h.f. um lóð undir niðursuðuverk- smiðju, en eins og áður hef- ur verið sagt frá hér í blað- inu hafði fyrirtæki þetta sem Húsi stolið er í samvinnu við norska fyrirtækið Chr. Bjelland og Co sótt um lóð undir verk- smiðjuna í Örfirisey. Var af- greiðslu þeirrar umsóknar frestað á síðasta fundi borg- arstjórnar Reykjavíkur og er það mál nú væntanlega úr sögunni. Lóðin sem Norð- urstjarnan fær í Hafnarfirði var áður ætluð undir vöru- skemmur við höfnina og hef- ur vitamálastjóri mótmælt þessari nýju ráðstöfun á lóð- inni þar eð hún brýtur í bág við fyrirhugað skipulag hafnarsvæðisins. Sl. laugardag var haldinn aukafundur í baejarstjórn Hafn- arfjarðar og var aðeins eitt mál lagt fyrir fundinn, hvort verða skyldi við umsókn Norður- stjörnunnar h.f. um 4000 fer- metra lóð ofan nýju hafnarupp- fyllingarinnar vestan fiskiðju- Framhald á 9. siðu. Framtíðarheill og hagsmunir Áttunda þing Alþýðusambands Norðurlands telur að framtíðar- heill og framtíðarhagsmunir íslenzkrar verkalýðshreyfingar séu nú háðir því, fremur en nokkru sinni áður, að hún beri gæfu til að standa sameinuð og sterk í baráttu sinni fyrir því, að ná þess- um grundvallarmarkmiðum. Fyrir því heitir þingið á samtök verkalýðshreyfingarinnar um allt Iand og hvem einn liðsmann hennar að slá nú órjúfandi skjaldborg um óvéfengjanlegar réttlæt- iskröfur hennar, vemd unninna réttinda og stöðu erfiðismannanna í þjóðfélaginu.“ Ályktunin er birt í hcild á 2. síðu blaðsins og flciri ályktanir þings Alþýðusambands Norðurlands verða birtar síðar. 2 konur og 2 börn meibast / árekstrí 1 gær varð árekstur á gatna- mótum Barónsstígs og Eiríks- götu. DAF bíll kom norðan Bar- ónsstig og á gatnamótunum ók Volkswagen sendiferðabíll er kom austan Eiríksgötu á litla DAF. 1 DAF-bílnum voru tvær konur með tvö böm og voru þau öll fjögur flutt á slysavarð- stofuna og voru skorin í andliti og meidd en auk þess hafði kon- an sem ók bílnum, Guðný Jón- asdóttir, Grenimel 28, fengið taugaáfall. Hin konan í bílnum var Ingibjörg Jónsdóttir Birki- mel 10 a. Einn maður var i sendferðabílnum og sakaði hann ekki. Á hominu sem hann kom að, er biðskylda en samkyæmt upplýsingum lögreglunnar kvaðst maðurinn ekki hafa veitt DAF-bílnum athygli en ekið rakleitt inn á gatnamótin. Forseti Alþýðusambands Norð- urlands, Tryggvi Helgason, set- ur 8. þing sambandsins sl. laug- ardag. Kviknar í elzta húsi Flateyrar Flateyri 7/10. — I gær kviknaði eldur í elzta húsi Flateyrar, svo- kölluðu Torfahúsi. sem staðsett er fremst á eyrinni. Eldsins varð fyrst vart um sjö leytið. þegar eldtungur stóðu útum glugga á efri næð hússins, en eftir þriggja tíma baráttu hjá slökkviliði staðar- ins tókst að komast fyrir eld- inn. Torfahús er í eigu Fisk- iðjuvers Flateyrar og er notað til íbúðar fyrir sjómenn og verkamenn á vegum fyrirtækis- ins. Nokkurt tjón hlauzt á inn- búi hjá nokkrum einstakling- um sem bjuggu í herbergjum í syðri endanum og þá aðallega á efri hæðinni, en eldurinn náði aldrei neðri hæð hússins. Þó urðu dálitlar skemmdir par af vatni og reyk. Betúel Bet- úelsson, verkamaður varð fyrir Framhald á 2. síðu. inni í Laugarnesi SÍÐASTLIÐINN miðvikudag gerðist sá sérstæði atburður hér í borg, að heilu húsi var stolið inni í Laugarnesi. Þetta var pappírsklæddur skúr og er hvítmálaður. Börn þarna nærstödd skýrðu svo frá, að aðvífandi menn hafi komið með kranabíl og tekið húsið. TJGANDINN sættir sig vitan- lega ekki við hvarf hússins cg eru það vinsamleg tií- mæli rannsóknarlögreglunn- ar, að borgarbúar, sem kynnu að hafa séð þetta hús' láti hana vita. Hausthóf Hér sitja við borð þrír kunnir aflaskipstjórar með konum sín- um og er myndin tekin í hófi síldveiðiskipstjóra að Hótel Sögu síðastliðið sunnudagskvöld. Hver kannast eltki við skipin þeirra úr aflafréttum sumarsins. Þeir eru talið frá vinstri: Gunn- ar Hermannsson, skipstjóri á Eldborginni Guömundur Kristj- ánsson, skipstjóri á Fagrakletti og Ari Kristjánsson, skipstjóri á Mánatindi. Ari er bróðir Guö- mundar. Fleiri myndir og frctt er á 12. síðu. *

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.