Þjóðviljinn - 08.10.1963, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 08.10.1963, Qupperneq 4
4 SlÐA HðÐVIUINN Þriðjudagur 8. október 1963 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Fær ekki staðizt yerðlag landbúnaðarafurða var sem kunnug'f er úrskurðað af gerðardómi, og Morgunblaðið Hefur lagf sérstaka áherzu á að um það hafi verið fjallað af hlutleysi, þekkingu og réttsýni. I þeim úrskurði var árskaup bænda ákveðið kr. 119.121; það var sú útkoma sem fékksf þegar allt hafði verið vegið og me’tið á þann hátt sem Morgun- blaðið lýsti. En þess ber að geta að bændur sjálfir fara ekki ja’fn fögrum orðum um úrslif gerðar- dómsins og Morgunblaðið; þeir telja að hækkun- in’ á verðlagsgrundvellinum hefði þurft að verða miklu stórfelldari. J^n úrskurðurinn um árskaup bóndans hlýtur að vekjá athygli hjá mörgum öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Almennt tímakaup verkamanna er nú ’til að mynda 28 krónur um fímann; verkamað- ur sem vinnur átta tíma á dag allan ársins hring fær þannig 67.200 krónur í árskaup. Það vantar því kr. 51.921 upp á það að verkamaðurinn nái þeim árstekjum sem hinn hlutlausi, þekkingarfulli og réttsýni gerðardómur taldi óhjákvæmilegt fyrir bændur; tímakaupið þyrfti að hækka um því sem næst 80% tijf, þess að. ná því marki. gfjórnarliðar munu segja að verkamenn ge’ti brúað þetta bil með því að vinna aukavinnu, næfurvinnu og helgidagavinnu, enda séu slík vinnubrögð einnig hlutskipíi bænda. Það er rétt; þannig hafa verkamenn og bændur farið að á undanförnum árum. En vinnuþrælkun af þessu fagi er alvarleg meinsemd í þjóðfélaginu, hún er merki um stjórnarfar sem er okkur til skammar. Hvarvefna umhverfis okkur er það falið eitf mik- ilvægasfa verke’fni launþegasamtakanna að sfy’tta vinnutímann niður fyrir átta stundir á sólarhring; í sósíalistísku ríkjunum er verið að framkvæma um’fangsmikla áætlun um það efni og í sumum auðvaldsríkjum he’fur mikið áunnizt. Qg Hversu lengi endisf það „h’jálpræði" sem vinnuþrælkunin er talin í stjórnarblöðunum? Því er nú mjög haldið fram af málsvörum ríkis- sfjórnarinnar að meinsemdin í efnahagsker’fi ís- lendinga sé ofþensla, og nú eru boðaðar Karðvít- ugar ráðstafanir til þess að draga úr ’framkvæmd- um og eftirspurn eftir vinnuafli; takmörkun á útlánum og refsivextir Seðlabankans eru að sögn aðeins fyrsta skrefið. Nái ríkisstjórnin því marki sem hún segist nú sjálf stefna að kann svo að fara að verkamenn eigi þess ekki einusinni kos’f að mæta óðaverðbólgunni með því að vinna myrkr- anna á milli; mönnum kann að verða ætlað að lifa af 67 þúsund krónum á ári, þótt’ raunar væri fróðlegt að fá vitneskju um hvernig slíkf æ’tti að vera framkvæmanlegt. En öllum má verá ljóst að slíkt ástand fær ekki staðizf, að verkamenn fái um það bil helming a’f óhjákvæmilegum árs fekjum sínum með athöfnum utan eðlilegs og ur samins vinnutíma. — m. Hallfríður Jónasdéttir 60 ára Kæra Fríða! Á þessum hátíðisdegi þín- um sendir flokkur þinn, Sósí- alistaflokkurinn þér sínar beztu heillaóskir og hjartans þakkir fyrir allt það, sem þú hefur verið og unnið íslenzkri al- þýðuhreyfingu. Við þökkum á þessum degi allt þitt starf í samtökum al- þýðunnar, — í Mæðrafélaginu, Verkakvennafélaginu, Mæðra- styrksnefnd, Bandalagi reyk- vískra kvenna, og öll þau trúnaðarstörf í ótal nefndum, sem þú hefur haft á hendi frá upphafi þátttöku þinnar í hreyfingu sósíalismans og verkalýðsins, sem þú hefur öll rækt jafn hljóðlega og samvizkusamlega eins og þér er lagið. Það er á slíku starfi, sem allur sú árangur byggist, sem kynslóð vor hefur náð, — og framtíðin er einnig undir slíku starfi komin. Við von- um að þær ungu eigi eftir að læra af þér. En framar öllu þakkar flokkur þinn þér í dag allt, sem þú hefur verið manni þín- um, Brynjólfi Bjamasyni, alla ykkar 35 ára sambúð. Þú hefur verið hin sama um- burðarlynda hetja hins dag- iega starfs, hvort sem þú hef- ur staðið sem ráðherrafrú við hlið manns þíns á tindi vin- sælda og valds, eða þolað með honum fátækt og skort, í for- sælu réttar og laga, eins og lengst hefur verið. Aldrei hefðu íslenzkri alþýðu notazt forustuhæfileikar hans og gáfur til fulls, ef hann og við hefðum ekki átt þig að. Þú hefur verið honum sú gifta, er íslenzka alþýða ekki mun Þakka þcr svo persónulega fyrir 35 ára vináttu sem aldrei bar skugga.á; Þfegi'hreýfing vór enn lengi njóta krafta þinna og dreng- skapar. Fjölskyldu þinni allri, — manni, dóttur, tengdasyni og baraabömum, — samgleðj- umst við á þessum degi. Einar Olgeirsson. ☆ ☆ ☆ 1 dag, 8. október, á Hall- fríður Jónasdóttir Brekkustíg 14 b. sextíu ára afmæli. Um leið og ég flyt henni hugheilar heillaóskir vil ég nota tækifærið til að þakka henni störf í þágu Kvenfélags Sósíalista. Á stofnfundi Kvenfélagsins 1939 var hún kjörin varafor- maður en tók síðar við for- mennsku og gegndi því um árabil. Á fyrsta starfsári félagsins tók hún sæti, sem fulltrúi þess í Mæðrastyrksnefnd og starfaði þar í mörg ár. Starf Hallfríðar í þágu Kvenfélagsins er orðið langt og á miklu fleiri sviðum en hér verður til tínt, þó mun félagið oftast hafa notið þekk- ingar hennar á vandamálum reykviskra mæðra og barna, enda velferðarmál kvenna og barna sá þáttur félagsmála, sem Hallfríði mun einna hug- stæðastur. Ennþá leitum við oft til hennar um setu í nefndum, um málflutning á fundum, um þátttöku í þingum og Iandssamtökiun, sem félag okkar er aðili að. Hvort sem þau mál eru stór eða smá, sem hún tekur að ■ sér, bregst það ekki að þau njóta árvekni hennar, alúðar ig áhuga. Ljúfmennska henn- ar og létt skap veldur þvi, að með henni þykír öllum gott að J starfa. Slíka meðlimi er hverju félagi mikils virði að eiga í sínum röðum. Sú sem þetta ritar hefur að- allega kyxrnzt Hallfríði á fundum og við nefndarstörf, þar er því ekki um náin per- sónuleg kynni að ræða. Þó hafa vissir þættir í skapgerð hennar og framgöngu vakið athygli mína og aðdáun. Framkoma hennar öll er mjög kvenleg, í fasi hennar ró og léttleiki, sem einkennist af hýru í augum og glettni í svip. Mér þykir návist hennar sérlega notaleg. Ekkert virð- ist fjær henni en þjark og höggorustur stjómmálabarátt- unnar, en því hef ég kynnzt því að Hallfríður hefur lifandi og alhliða áhuga á þjóðmál- um. Mér hefur virzt hún tákn um þann jákvæða árangur kvenréttindabaráttunnar að hinir kvenlegu eiginleikar mannkjmsins hasli sér völl i þjóðmálum, ekki til að taka upp baráttu við karlmenn um völd, metorð og áhrif í þjóð- félaginu, heldur vegna skiln- ings á þeirri skyldu hvers heilbrigðs manns, karls eða konu, að vinna að betra og siðrænna þjóðfélagi, þroska- vænlegra öllum sínum þegn- um, heldur en það, sem við nú búum við. Annað sem ég dái í fari Hallfríðar er sá „ekta tónn“ sem er í málflutningi hennar á félagsmálum. Þegar tekið er tillit til þess að eiginmaður hennar, Brynj- ólfur Bjarnason, er einhver sterkasti stjómmálamaður og mesti hugsuður, sem starfað hefur hér á landi, væri ekki óeðlilegt þó að hún túlkaði fyrst og fremst skoðanir og viðhorf eiginmanns sins, jafn- vel svo, að það værí sem bergmál af málflutningi hins þjálfaða og glæsilega leiðtoga. Ekki efa ég að skoðanir þeirra hjóna fara saman í grundvallaratriðum, en það er greinilegt að Hallfríður skoð- ar viðfangsefnin sínum eigin augum, brýtur þau til mergjar á sinn hátt og túlkar þau eig- Jn orðum. Enda þótt að mér þyki á fáa menn betra að hlýða held- ur en Brynjólf Bjamason og málflutningur hans eigi greið- an aðgang að mínum huga, dái ég þetta andlega sjálf- stæði konu hans, sem mér virðist bera vott um sterka og heilsteypta persónugerð. Með beztu óskum um farar- heill inn í sjöunda áratuginn. Margrét Sigurðardóttir. ☆ ☆ ☆ Það var ekki bara út í blá- inn þegar hinn ástsæli formað- ur Mæðrafélagsins Katrín Páls- dóttir sagði einu sinni við mig: Hallfríður er s.ú kona, sem mér hefur fundizt bezt að vinna með og hef ég þó unnið með mörgum prýðisgóðum konum; ég vona að þið veljið ykkur hana sem formann eftir mig. Við gerðum það og höfum ekki iðrazt þess. félagsins útheimtir mikið og fómfúst starf. það . rekur Bamaheimilið Vorboðann í RauðhóJum ásamt Verka- kvennafélaginu Framsókn. Það starf sem konur úr þessum fé- lögum hafa lagt á sig í sjálf- boðaliðsvinnu er ómetanlegt. Þá hefur félagið unnið mi-kið fyrir bættum kjörum einstæðra mæðra og bama. Það yrði of langt mál að telja allt upp, sem Mæðrafélagið hefur unnið í þjóðfélagsmálum, þó vil ég ekki láta hjá líða að minnast á að það var tillaga f rá Mæðra- félaginu sem flutt var á banda- lagsfundi reykvískra kvenna um orlof húsmæðra, sem nú hefur verið hafið með mjög góðum árangri. Það er um- fangsmikið starf sem sem or- lofsnefnd leggur á sig og ein af þeim konum er Hallfríður. Eins og gefúr að skilja ligg- ur svona starfsemi mikið á herðum formanns félagsins, og Hallfríður hefur sýnt það í verki að hún hefur gengið með lífi og sál að þessum störfum. Hún hefur ekki brugðizt orð- um Katrínar Pálsdóttur. Ég vil fyrir hönd Mæðra- félagsins færa henni okkar beztu þakkir, og við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju á þessum merkisdegi og alls góðs í framtíðinni. Margrét Ottósdóttir. ☆ ☆ ☆ Aðeins nokkur orð vildi ég mega setja á blað í tilefni þess að Fríða á 60 ára afmæli í dag. Eg veit að enginn sem til þekkir er mér ósammála um það að hún sé ein þeirra, sem bezt og farsælast hefur unnið að málum kvenna í okkar röð- um og utan þeirra. Þar hafa mannkostir hennar notið sín einkar vel, ekki siður en í per- sónulegri viðkynningu og á þeim vandnsama vettvangi sem hún hefur starfað sem húsmóðir á heimili, sem oft á ■■■V ", I V.'iíV'.; tíðum var miðdepill . félags- málastarfsemi róttæltfá manna í þessu landi. Eg hef ekki sjaldan verið Fríðu þakk- lát fyrir það, hversu hreih*bg bein og sjálfri sér samkvæm hún hefur verið í samstarfi. Rólyndi hennar, réttsýni; bg greind hafa gert hana að ein- um farsælasta liðsipapni flokks okkar, enda hefur hún fyrr og síðar gegnt' fyrir hann fjölmörgum trúnaðar- störfum. Fríða er í mínum augum hin heilsteypta alþýðukona, sem af sama hlýleik gekk um beina fyrir verkfallsmenn og hún skipaði húsfreyjusæti ráðherra. Eg á þá ósk bezta á þessum degi að við njótum hennar sem lengst og hamingja henn- ar vaxi með hverju ári. Elín Guðmundsdóttír. ☆ ☆ ☆ Það vita seimilega fæstir nú, að Hallfríður Jónasdóttir — eða, eins og hún var lengi kölluð „hún Fríða Billans" — er nú meðal þeirra félága, sem lengst hafa staðið í far- arbroddi í vinstra armi flokks- ins, flokki Marxista. Hún hef- ur jafnvel verið lengur félags- bundin í verkalýðshreyfing- unni en bóndi hennar, sjálfur Brynjólfur Bjarnason, andleg- ur leiðtogi íslenzkra Marxista um rúma fjóra áratugi. Þetta vitum vér helzt hinir gömlu mennirnir, sem jafnlengi eða lengur, höfum talizt í hópi Marxista og Lemnista. Það var á ámnum uppúr fyrri heimsstyrjöldinni, að mjög efldust þeir, sem töldu kenningar Marx og Leníns hinar einu, sem gætu orðið til sigurs í baráttunni. Sérstak- lega óx vinstra armi samtak- anna, sem þá voru Alþýðu- flokkurinn eða Alþýðusam- bandið, er var eitt og hið sama, fylgi eftir Ólafsmálið eða Hvíta stríðið ihaustið 1921. Þá þyrptust margir stórhuga baráttumenn í Jafnaðar- mannafélag Reykjavíkur, eina jafnaðarmannafélagið á ls- landi þá. Þá steyptum vér í febrúarmánuði „mennta- mannastjóminni’ eri svo nefndist frekar atkvæðalítil stjóm háskólastúdenta, sem setið hafði eitt ár. Margir góðir félagar lögðust þár á eitt og um tiíma var félagið svo fjölmennt, að ekki nægði minna en stóri salurinn í Báruhúsinu við Tjörnina til fundarhalda. Meðal þeirra á- gætu félaga, sem bættust í hópinn og unnu að kosnin'gu vinstrimanna stjórnar, vbra þrjár ungar stúlkur, Hejga Erlendsdóttir, systir Erlends Erlendssonar, sem var eiftn hinna beztu og greindustú :|é- laga, sem ég hefi unnið tt^ð, og systur tvær, Kristín og Hallfríður Jónasdætur. Vora þær allar af Snæfellsnesi og vinkonur. — Á þessum árum var hugurinn stór og framtið- in björt. Veit ég víst, að svo fer mörgum gömlum mönnum eins og mér, að skær birta minninganna lýsir hugar- fylgsn þeirra tíma. Fríða var þá ung að árum og sennilega óreynd í félagsstarfi, en samt tók hún mikinn og góðan þátt í henni. Var það líkt með henni og Möggu systur minm, að gldrei skoruðust þær und- an þeim störfum. sem þeim voru falin enda skapið sama létt og gott. Baráttan var ’-í erfið þá, því að við ui'ðum - " berjast á bremi,r 'ngst.öðv” Framhald á 10. stf Að vera formaður Mæðra-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.