Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgcfandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurdur Guömundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Rétt/ætiskröfur yerkalýðssamtökin á Norðurlandi eiga sér gagn- merka baráttusögu, og meginefni hennar gerist þá röska þrjá áratugi sem liðnir eru frá því rót- tæku öflin fóru að láta verulega til sín faka um störf og stjórn hreyfingarinnar. í kaupgjaldsbar- áttu síðustu ára hefur verkalýðshreyfingin norð- anlands átt mikinn þátt og áhrifaríkan, svo tek- ið er sívaxandi tillit á landsmælikvarða til þess sem hún leggur til málanna. Jjað mun því einnig vekja athygli um allt land hvernig Alþýðusamband Norðurlands metur nú ástandið í kaupgjaldsmálunum og verkefnin framundan. Ályktun hins myndarlega þings norð- lenzkrar verkalýðshreyfingar um kaupgjaldsmál- in, sem Þjóðviljinn birti í heild í blaðinu í gær, gefur líka aðaldrætti þeirrar myndar sem nú blas- ir við, sýnir hvernig núverandi ríkisstj. og flokk- ar hennar hafa þrengt að alþýðuheimilunum með beinum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og Al- þingis, og með því að magna þá óðaverðbólgu sem orðin er eins og eldur í kaupi íslenzkra launþega. 'j^stæða s,r til að rifja aftur upp niðurstöður á- lyktunar verkalýðshreyfingarinnar norðan- lands, en þar segir að þing Alþýðusambands Norð- urlands telji „að óhjákvæmilegt sé að verkalýðs- hreyfingin hefji án tafar aðgerðir og beiti öllu valdi sínu að réttum lögum til þess 1) að ná fram kauphækkunum, sem svari til verðlagshækkana síðustu 4—5 ára, eðlilegrar hlutdeildar í aukinni þjóðarframleiðslu og launahækkana betur laun- aðra starfsstétta, 2) að knýja fram styttingu á hinum óhóflega langa vinnudegi verka- fólks, til dæmis að samningsbinda styttingu; vinnutímans í áföngum næstu 2—3 árin, 3) að knýja fram lagalegan rétt verkalýðssamtakanna til þess að þeim sé frjálst að semja við atvinnu- rekendur um raunveruleg laun, en ekki aðeins krónuupphæðir launa eins og nú er“. J þessum þremur meginliðum eru falin aðalatriði þeirra krafna sem verkalýðshreyfingin norð- lenzka telur að móta þurfi baráttuna sem fram- undan er. í ályktun Akureyrarþingsins eru þær rökstuddar með staðreyndum um afstöðubreyt- ingar verðlags og kaupgjalds undanfarandi ár. Þær staðreyndir hafa hvað eftir annað verið raktar hér í blaðinu og verður oft á þær minnt á næstunni. Verkalýðshreyfing alls landsins býr sig nú til að rétta hlut verkamanna og annarra þeirra launþega sem bera skarðan hlut frá borði. Þing Alþýðusambands Norðurlands hefur á skorinorð- an hátt í ályktun sinni túlkað þá meginsi'efnu sem líkleg er til að setja mark sitt á átökin sem fram- undan eru. Verkalýðshreyfingin í Reykjavík mun næstu daga segja sitt orð, og um helgina koma saman á vegum Alþyðusambands íslands full trúar frá öllum landshlutum til viðræðna og sam ræmingar í baráttunni um leiðréttingu kaup- gjaldsmálanna. Svo er nú komið að engin fram- bærileg rök eru til gegn því að láglaunafóllííð fái leiðréttingu kjara sinna án tafar, tryggingu þess að kauphækkun verði ekki tekin jafnharðan aft- ur og ráðstafanir séu gerðar til að létta af vinnu- þrælkuninni. — s. ÞlðÐVIUINN Miðvikudagur 9. október 1963 ! ! Veitum Þjóðviljunum lið Þegar hjálparbeiðnin barst frá Þjóðviljanum nýlega, fór ég að velta því fyrir mér hvernig á- statt yrði hjá okkur ef Þjóðviljinn hætti að koma út. Hér væri þá ekkert málgagn sem spymti við fæti þegar land vort er til sölu, enginn viti sem benti á úrlausn í lands- málum, enginn rýnandi sem þekkti skil góðs og ills. Þá væri hér enginn málsvari hins vinnandi manns og þess fólks, sem er háð duttlungum sér- hagsmuna og gróðahyggju fremur öðrum. Sérhyggja og hermang ríkti eitt. Oft hefur reynzt von- lítið að halda mætti Þjóð- viljanum úti og það hefur líka oft reynt á vini blaðsins. Peningaleysi hef- ur hrjáð það. Nú á hins vegar að gera stórátak. Breytingar sem ekki hef- ur verið hægt að komast hjá að gera koma nú of- an á hið fyrra. Frá því ég fór að lesa Þjóðviljann og skildi bar- áttu hans og stefnu, hef- ur mér fundizt hann vera það leiðarljós sem ekki mætti slokkna. Ég bíð hans með ó- þreyju á hverjum morgni ef hann kemur síðar venju og er ekki ánægð fyrr eij ég er búin að lesa hann. Jafnvel þótt mér fyndist hann oft á tíðum gæti verið betri, þá vegur hans litla rödd samt blý- þungt lóð á metaskálun- um gegn fjaðrafoki her- námsblaðanna allra. Rödd hans hefur hing- að til hljómað sterk og afdráttarlaus fyrir öllu því sem talizt getur mikilsverðast í þjóðfé- lagi, sjálfstæði, jafnrétti, bræðralagi og friði. Og rödd hans fær að hljóma sökum þess að hann á góða stuðnings- menn, sem finnst það ein- hvers virði að rödd þessi hljómi, fólkið sem lætur ekki blekkjast í moldviðr- inu, já fólk, sem stendur með öllu því góða, enda bótt ekki sé það vænlegt til gróða. Hugsjónafólk. Það er siðferði íslenzkr- ar alþýðu sem leyfir þess- ari rödd að hljóma. Hún er menningarlegt afl og því getum við vænzt þess að hægt verði að halda áfram baráttunni fyrir sjálfstæði og jafnrétti; en gegn sukki í stjórnmálum, gegn landssölu, gegn hernaðarstefnunni og gegn spillingunni sem fer í kjölfar þessa. Nú þegar blaðið á í miklum fjárhagsþreng- ingum og þarfnast fjár- magns, skulum við sem lesum þetta blað og stönd- um þannig að því, vera minnug þess að útgáfa blaðsins er okkur dýr- mæt og reyndar er hún miklu meira, hún er lífs- nauðsyn, því sú hugs’jón sem blaðið boðar er grundvöllur þess að við getum lifað sjálfstæðu ménningarlífi hér á landi. Leggjum okkur öll fram um það að Þjóðviljinn geti haldið áfram að koma út. Drífa Vi5ar. ! ! i h. rj Námskeið starfsmanna á sviði æskulýðsmála og barnaverndar ízlcnskir aðilar hafa nú í tvö ár tekið þátt í Cleveland-á- ætluninni fyrir starfsmenn á sviði æskulýðs- og barnavernd- armála, en þátttakendur frá ýmsum þjóðum er árlcga gefinn kostur á að kynna sér slíka starfs. vestan hafs. Var kynn- ingarstarf þetta í upphafi ein- ungis bundið við borgina Clev- eland í Ohio, en síðan hafa fleiri stórborgir gerzt aðilar að Nú er hafinn undirbúningur að námsdvöl útlendinga á veg- um ClP-áætílunarinnar á næsta ári, og gefst allt að fimm fs- lendingum kostur á að taka þátt í námskeiðinu, sem stend- ur í rúma fjóra mánuði (hefst 19. apríl og stendur til 28. ág- úst). Koma þeir einir til greina, sem eru á aldrinum 21—40 ára, en umsækjendur á aldrinum 25—35 ára verða látnir ganga fyrir að öðru jöfnu. Þá er það skilyrði fyrir styrkveitingu, að umsækjendur hafi gott vald á enskri tungu og einnig verða i þeir að hafa starfað að æsku- lýðsmálum, leiðsögn og leið- beiningum fyrir unglinga eða barnaverndarmálum. Þeir sem stunda skrifstofustörf í sam- bandi við þessi mál koma ekki til greina, heldur aðeins þeir, sem eru í beinni snertingu við börn og unglinga í daglegum störfum sínum. Þeir sem not- ið hafa sérmenntunar í þessum efnum, verða látnir ganga fyr- ir um styrkveitingu. Námskeiðinu verður hagað þannig að þátttakendur koma allir saman í New York og verða þar fyrstu 3 daga til að fraeðast um einstök atriði námskeiðsins og skoða borgina en síðan verður mönnum skipt milli fjögurra borga — Clevedand, Chicago, Minea- poIis-St. Paul og Philadelphia — þar sem þeir munu sækja tvö háskólanámskeið, hvort á éftir öðrú," sem staridrrsamtálS-’ sjö vikur. Að því búnu mun hver þátttakandi verða um 10 vikna skeið sumarstarfsmaður amenskar stofnunar, sem hefur æskulýðs og bamavemdarstörf á dagskrá sinni, og munu menn þá kynnast öllum hliðum þess- ara starfa vestan hafs. Um 100 amerískar stofnanir eru aðilar að þessum þætti námsdvalar- innar. Að endingu halda þátttakend- ur svo ti'l Washington, þar sem þeim gefst kostur á að heimsækja sendiráð landa sinna, ræða við starfsmenn ut- anríkisráðuneytis Bandarikj- anna og aðra opinbera starfs- menn og skoða borgina, áður en heim er haldið. Þátttakendur af íslands hálfu á þessu ári voru sr. Bemharð- ur Guðmundsson í Súðavík, sr. Frank M. Halldórsson, Reykja- vík. Sigurður Hélgason, skóla- stjóri, Stykkishólmi, Margrét Bacmann, Skálatúni, MosfeQls- sveit, Ingólfur V. Petersen. Reykjavík. Þeir sem hug hafa á að sækja um styrki þá, sem nú eru í boði, geta fengið umsóknar- eyðublöð þar að lútandi í menntamálaráðuneytinu eða Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna, Hagatorgi 1, Reykjavík, en á báðum stöðum geta menn einnig fengið nánari upplýsing- ar um styrkina og námskeiðin. Umsóknir skulu hafa borizt öðrum hvomm ofangreindum aðila eigi síðar en 4. nóvem- ber, því að um miðjan nóvem- ber mun koma hingað starfs- maður CIP til frekara viðtals við umsækjendur. (Frá UÞB) Fréttamyndir landi á þessu hausti til að mótmæla lögum sem skerða verk- fallsrétt stéttarfélaga og verklýðssamtaka. — Myndin: Rafvirkj- ar í París mótmæla Iögunum á fjiilmennum fundi. SOVÉTRÍKIN — Fyrir skömmu var olíuhreinsunarstöjí tekin i notkun í Hvíta-Rússlandi. — Myndin er þaðan, frá Folotsk- olíuhrcinsunarstööinni. -.j*•<. • ’« «: ftí- •■■■«■: .■■■y. ■ <-.; v;. w>x<. y £ y. < .v. y>»-y v-w x' w„ •=' W'y'. ■yý,-<r- -rtý.y - } v .■ 'T •’ ~ '• <■ ■■■ ■■ ■'» '.'■. ■ ^ ■#; .. S'.ryy, ',"y,<, ■».■■>>»■'l&SX, ""',yy"'y, X ■ $ J*'V' S >&*' S' ■ , . .. " y. 'f’., ■■■’■■ «■> ", V :<• <.>« w -.- t". JÍVXWi«/■ >■.»« ^ ,y y'f»(sv"-' 'f yy, sy sý." y ý&&. ss ; • •:• ■• ■ •«. -■■ • •: •■••• ■,■,■:■", y-;." :• .Z«y, x -ý'<s. o- w> ^ o ■*■ o -s_ '■" . ^ . -y "■ '< <'■>: wr w.«-«-■■■ w «-«••<.• <<<«. « "///, >■ •...• <S> " 9» M " ■'.''' <"SS.-9S y vö-íc 'v<«: 8 ■Jy-y*</.■■.■/.'-•■• '■ ■■■. '.■: :■>:■ '• ■"">■ ■:'■ ".' ■■• ■, ". ■•>■'«' £ // x. .</// ■,<w>y*"'»" s>. ■ "/,■■■ "/sxsyyy, ft „ , KUBA Eins og skýrt hefur verið tra i íretiuni neíui oísa- lcgur fellibylur geisað um eyna síðustu dægrin og valdit: gíf- urlegu tjdni. Á myndinni sjást nokkrar veglegar byggingar i Havana, höfuöborginni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.