Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 12
Sovézk sjónvarps- tæki ryðja sér til rúms á íslandi Undanfarið hefur mikið verið rætt um sjónvarp á ís- landi. Flestir munu því sammála, að æskilegt sé að ís- lenzk sjónvarpsstöð rísi hér sem fyrst, og heyrist jafnvel nefnt, að ekki muni líða nema eitt ár eða tvö áður en svo verði. Um hitt hefur minna verið rætt, hver tækin verði. Eins og nú standa sakir, virðist þó ýmislegt benda til þess, að mikill hluti þeirra verði rússneskur að gerð. Almenningseign Fréttamaður J^óðviljans gerði sér ferð ekki alls fyrir löngu niður í Tryggvagötu 4. Erindið var að hafa tal af Ingvari Helgasyni, en hann hefur um- boð fyrir mjög ódýr, rússnesk sjómvarpstæki. I fyrstu sendingu komu 25 tæki, og seldust þau þegar upp. Ætlunin er, að Ingv- ar fái hundrað tæki fyrir áramót. Er næsta sending þegar seld, og fólk tekið að skrifa sig á bið- lista fyrir þá þriðju. íslenzkt sjónvarp — Þessi tæki eru afar ódýr, segir Ingvar, kosta aðeins 8950 kr. — eða með öðrum orðum litlu meira en vandað útvarp! Verðið er þó sízt af öllu í bví fólgið, að gæði séu lakari en á öðrum tækjum. Ég hef látið sjónvarpsvirkja rannsaka hvert tæki, sem selt var, og hafa þau öll reynzt í ágætu lagi. Enn hafa engar kvartanir borizt. Það er eðlilegt, að fólk sé dálítið tortryggið, en það er með öllu ástæðulaust. Þetta tæki, ,em heitir Temp, er eitt mest selda sjónvarptækið í heiminum nú, ég man ekki í svipinn, hvað mörg tæki eru í umferð, en það er gífurlegur fjöldi. — Það er reikanð með því, heldur Ingvar áfram, að íslenzk sjónvarpsstöð risi hér eftir tvö eða þrjú ár, eða jafnevl fyrr. Til þess að hægt sé að starfrækjá stöðina verða að vera íyrir fimm eða sex þúsund tæki í landinu. Ég geri mér vonir um það, að mikill hluti þeirra tækja verði af þeirri gerð, sem ég hef umboð fyrir. — Svo er á það að líta, að þessi tæki geta orðið til þess að gera sjónvarp að almennings- eign í landinu. Þau sjónvarps- tæki, sem nú tíðkast hér, kosta kannski 24 þús. krónur og allt upp í 40 þús. Verkamaður hefur engin efni á að eignast slíkt tæki og borga svo kannski 500 kr. af því á ári. En tæki, sem kostar tæpar níu þúsundir, geta flestar fjölskyldur veitt sé£, Svo er einnig hægt að fá tæki með afborgunum. Uppsetningarkostn- aðurinn er ekki mikill og hlýtur að fara lækkandi, hann er nú eitthvað um tvö þúsund krónur. — Þessi tæki eru gerð fyrir amerískt kerfi, en með h'tilli fyrirhöfn er hægt að breyta því fyrir evrópska kerfið. Ann- ars er það vandamál, sem allur heimurinn glímir nú við, að koma því svo fyrir, að aðeins þurfi að þrýsta á hnapp til að flytja milli kerfa — og vafalaust tekst það fljótlega. Þessi tæki eru með 17 tommu skermi, venjuleg tæki hér hafa 23 tommu skermi. 17 tommur er að ýmsu leyti mjög heppileg stærð, og fellur vel við algengustu stofustærð hér. 23 tommu skermur þarf hinsvegar talsvert meiri fjarlægð. Ódýr tæki — Sjálft tækið er að mínum dómi mjög smekklegt, segir Ingvar að lokum. Og íslenzk sjónvarpsstöð hlýtur að rísa, Is- land er nú eina Evrópulandið, sem ekki hefur sitt eigið sjón- varp. Og áhuginn er mikill fyrir sjónvarpi hér. Það er ástæðu- laust að amast við sjónvarpi, sé það rekið með menningarbrag — maður gæti alveg eins rexað ut í rafmagn og síma. Ég er sann- færður um það, að þessi rúss- nesku tæki eiga eftir að verða mjög mörg hér, þau eru í fyrsta lagi ódýrust allra tækja — það er ekkert tæki á markaðnum, I band við hátalara og segulband. sem nálgast þetta verð. Svo hafa Að sjálfsögðu verður að koma þau einnig ýmislegt, sem ekki er reynsla á þessi tæki, en sjálfur vanalega á öðrum sjónvarps- er ég sannfærður um að hún tækjum, t.d. má setia þau í sam- I verður góð. Miðvikudagur 9. óktóber 1963 — 28. árgangur — 217. tölublað. Ríkissjóður kaupir eignir Fiskivers hf. á SauBárkróki I fyrradag fór fram á Sauð- árkróki na’uðnngaruppboð á eignum Flsldvers h.f. en eigandi þess að f jórum fimmtu lilutum er bæjarsjóður Sauðárkróks. Boðið var upp hraðfrystihús, síldar- og fiskimjölsverksmiðja Síldveiðiskipstjórar skipa rannsóknanefnd Hávær gagnrýni var meðal síldarsjómanna í sumar vegna löndunarskilyrða hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn. Þótti dragast úr hömlu að taka á móti síld- inni eftir að hún var farin að veiðast í upphafi vertíðar og einnig þótti slysahætta stafa af löndunarkrönunum við löndun úr skipunum. Sdðastliðinn laugardag var kosin þriggja manna rannsókn- amefnd á fundi í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni og er hlutverk þessarar nefndar að athuga nánar háværa gagn- rýni meðal síldarsjómanna í sumar um löndunarskilyrði hjá Síldarverksmiðjum rikisins á Raufarhöfn. Gagnrýnin virðist aðallega vera tvíþætt: 1) Móttaka á síld dróst úr hömlu hjá verksmiðjunni á Raufarhöfn í upphafi vertíðar og verksmiðjan óþarflega van- búin að taka á móti síld í fyrstu hrotunni. 2) Slysahætta þótti stafa af löndunartæikjum verksmiðjunn- ar eftir að þau hefðu staðið uppi óhreyfð yfir veturinn. Þrír síldarskipstjórar vom Ritstjérar Vísis dæmdir Gunnar G. Schram, ritstjóri Vísis, og Hersteinn Pálsson, fyrrv. ritstjóri, hafa verið dæmdir til að greiða samtals kr. 7.400,00 vegna sérstaklega rætinna blaðaskrifa um Ey- stein Þorvaldsson blaðamann, fyrrv. forseta Æskulýðs- fylkingarinnar. Var rógburður þeirra og álygar dæmdur ómerkur og þeir dæmdir í fjársektir að auki. Borgardómur hefur nýlega kveðið upp úrskurð í máli þessu sem Eysteinn Þorvaldsson höfð- aði gegn ritstjórum Vísis, vegna rammagreinar í Vísi 30. apríl 1962. Þessi Vísisgrein var þátt- ur í hinum hamslausu blaða- skrifum íhaldsblaðanna vegna einkabréfs til Einars Olgeirsson- ar, sem stúdentar í Austur- Þýzkalandi skrifuðu honum árið 1958. Morgunblaðið komst yfir þetta bréf og birti það með til- heyrandi útúrsnúningum og rangtúlkunum. Dagblaðið Vísir gekk svo langt að bera það á forseta Æskulýðsfylkingarinnar, Framhald á 2. síðu. kósnir í þessa rannsóknamefnd. Sigurður Magnússon, skipstjóri á Víði SU, Andrés Finnboga- son, skipstjóri á Svan RE og Guðmundur Ibsen, skipstjóri á Pétri Sigurðssyni RE. Þjóðviljinn átti stutt viðtal í gær við Guðmund Ibsen, skip- stjóra og spurði hann um störf nefndarinnar. Kvað hann þau á byrjunarstigi. Ætlunin væri að semja rökstudda samþykkt og senda Öryggiseftirliti ríkisins og stjórn S.R. til athugunar og úrbóta í þessum efnum. Þá átti Þjóðviljinn stutt við- tal við Steinar Steinsson, verk- smiðjustjóra S.R. á Raufarhöfn. Steinar kvað það ekki eiga við rök að styðjast, að slysahætta stafaði af löndunarkrönum á Raufarhöfn. Það hefði verið venja að láta löndunarkranana standa uppi yfir veturinn, en rafmótorar væra yfirfamir á hverju ári og vírar teknir niður og látnir liggja í smurlegi yfir veturinn. Splúnkunýjar skúffur og keðjur hefðu verið settar í löndunardragara síðastliðið vor og sér vitanlega hefði aldrei hent slys við löndun á Raufar- höfn. Steinar var hinsvegar orð fár um móttöku síldarinnar í fyrstu hrotunni. svo og slátur- og fislanóttöku- hús og keypti ríkissjóður allar þessar eignir fyrir samtals 6 millj. 860 þús. kr. Hinsvegar var frestað til 15. nóv. n.k. uppboð á vélskipinu Skagfirð- ingi SK 1, sem Fiskiver átti hlut í ásamt fleiri aðilum. Skuld Flskivers h.f. voru um 20 millj. króna svo að andvirði hinna seldu eigna hrekkur skammt upp í þær. Fiskiver h.f. var stofnað af Sigurði Sigfússyni kaupmanni en 1958 keypti Sauðárkróks- kaupstaður fyrirtækið ásamt Verzlunarfélagi Skagfirðinga. Hefur rekstur þes gengið mjög illa undanfarin ár og bærinn því orðið fyrir stórtapi á hcm- um. Rikissjóði var slegið hrað- frystihúsið á 4 millj. króna en á því hvíldu 10 millj. króna skuld, að langmestu leyti víð ríkissjóð. Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjan fór hins vegar á 2 millj. 350 þús. kr. en á henni hvíldi skuld á áttundu milljón. Slátur- og fiskmóttökuhúsið fór á 510 þús. krónur en skuldir sem á því hvfldu voru um hálf milljón. Boði ríkissjóðs í hraðfrysti- húsið og fiskimjölsverksmiðj- una fylgdi krafa um útlagningu á eignum fyrirtækjanna til handa ríkinu upp í ófullnægðar kröfur. Eins og áður sagði voru skuldir þeirra að langmestu leyti við ríkissjóð. Macmillan er mjög sjúkur LONDON 8/10 — Macmillan forsætisráðherra Bretlands, veiktist skjmdilega í gær meðan á þingi brezkra íhaldsmanna stóð. Var hann fluttur í sjúkra- hús. Fyrr í dag hafði Macmill- an lýst því yfir að hann myndi halda áfram forystu í íhalds- flokknum. Lundúnasamningurinn frá 1959 hefur nú tekið gildi SÁPUVERKSMIÐJAN FRIGG REISIR H ÚS Myndin hér að ofan er af nýju verksmiðjuhúsi sem Sápugerðin Frigg cr að láta reisa í Garðahreppi en þar hef- ur verksmiðjan fengið 18 þús. fermetra lóð og er ætlunin að þar rísi upp verksmiðjubygg- ingar 6 þú* f.iyrnc.tn"! 'ihvt- armáli. Bygging sú sem mynd- in er sýnir er 1300 fermetrar að flatarmáli og á að fiytja hreinlætisvöruframl. verk- smiðjunnar í þetta húsnæði þegar það er fullbúið. Er þetta aðcins fyrsti áfangi byggingar- framkvæmdanna. — (Ljósm. Þjóðv. t). Hjv.). ■ í lok septembermánaðar var haldin í Lund- únum ráðstefna til þess að undirbúa framkvæmd rvacmnings, er undirritaður var 1959 og fjallaði um fiskivernd og fiskiveiðar. Þó samningurinn væri undirritaður 1959, öðlaðist hann ekki gildi fyrr en hlutaðeigandi þjóðþing höfðu staðfest hann. Allt slíkt hefur tilhneygingu til þess að dragast á lang- inn, en nú hafa öll aðildarlönd staðfest samning- inn. íslendingar voru með þeim fyrstu sem það gerðu, fullgiltu samninginn þegar 1960. Samningur þessi fjallar um fiskveiðar Norðausturatlanzihafs- ins. Aðilar að samn- ingnum eru allar þær þjóðir, er lönd eiga að Atlanzhafinu, allt frá Portúgal og Spáni að strönd Sovétríkjanna, að eyríkjum meðtöldum.. Inntak samningsins er í örstuttu máli það, að nú aukast mjög allir möguleikar til fiskverndunar, svo og að gerða, er að henni stuðla. Samn- ingur þessi er allmiklu víðtæk- ari en sá, er 3Öur gilti. Gefur hann meiri möguleika til fisk-' verndunar á tilteknum tima og tilteknum svæðum. Einnig gef- ur hann meiri möguleika til strangari ákvæða um veiðar- færanotkun. Forsaga þessa samnings er sú, að 1946 var gerður samningur í London, og fjallaði hann um svipað efni, en var þó hvergi nærri eins víðtækur. Sá samn- ingur fellur nú úr gildi. 1955 var haldin ráðstefna í Róm á vegum Sameinuðu þjóðanna, og fjall- aði hún um verndun auðæfa hafsins. 1958 var gerður alþjóð- legur samningur, sem ísland undirritaði, um vemdun líf- rænna auðæfa hafsins og reglur þar að lútandi. Árið eftir var svo Lundúnasamningurinn und- Framhald á 3. síðu. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.