Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞJðÐVILIINN Laugardagur 12. október 196;. Sálrænir erfiðleikar hjá 151 af hver jum 100 skólabörnum! Rannsóknir í mörgum Evrópulöndum, þeirra á meðal Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Bret- landi, sýna að allí að 15 af hverjum 100 skóla- bömum bera þess merki að þau eiga við sálræna eriiðleika að stríða á vissum skeiðum. Meðal þessara erfiðleika eru árásarhvöt, agaleysi, feimni og taugaspenna, og þarfnast slík börn að- stoðar sérfróðra manna. I>etta kom fram á ráð- stefnu um skólann og heilbrigði barna, sem Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gekkst nýlega fyrir í Hollandi. .—...- ...... ..... ...............=i Opinber yfirlýsing Kennedys: USA selur Sovét- ríkjunum hveiti Sovét hefur þegar fengið tilkynningu frá forsetanum Fréttir frá Washington herma, að ákvörðun hafi verið tekln i Hvíta húsinu um að sclja Sovétríkjunum mikið magn af hveiti, og að þegar sc búið að tilkynna þeim þessa ákvörðun. Búlgaría, Ungverjaland og Tékkóslóvakía hafa einnig lagt fram umsókn fyrir útflutnings- leyfi á hveiti frá Bandaríkjun- urn, og er redknað með að hveiti verði flutt út til sósíal- ísku landanna fyrir um 300 milljónir dollara — þ.e. um 13500 milljónir íslenzkra króna. Aí þeirri upphæð fá Sovétríkin hveiti fyrir um 250 milljónir dollara. Vildu frest Sex öldungadeildarmenn, þar af tveir demókratar og fjórir repúblikanar, vildu að ákvörð- un yrði frestað, þangað til öld- ungaráðsnefnd hefði kynnt sér allar mögulegar afleiðingar slíkrar verzlunar. Hugh Seott, öldungadeildarmaður úr flokki demókrata krafðist þess hins vegar að bandarísk flutninga- skip fái að flytja a.m.k. helm- ing hveitisins, sem sósíalísku löndin kaupa. Hann lagði einn- ig til, að erlend skip, sem hafa siglt.til ICúbu s.L ár verði lát- in sitja á hakanum við flutn- ing komsins. Á blaðamannafundi, sem Kennedy bauð til í Hvíta hús- inu í fyrrakvöld mun forsetinn hafa skýrt frá því, hvers vegna stjómin tók þessa ákvörðun. Á þessari ráftstefnu var eink- um fjallað um vaxandi ábyrgð heilbrigðisyfirvalda í skólum I á sálraenni og félagslegri þró-' un bamanna. Fyrsta atríðið sem taka verður tlUit til er fjölskylda bamsins. Allar rann- sóknir á börnum verða að ná til f j ölskyldu aðstæðnann a. Hjúkrunarkonur skólanna eru í þessu sambandi bezt fallnar til að heimsækja heimili bam- anna og halda sambandi við íoreldrana, meðan bamið er á skólaskyldualdri. í vissum skilningi er upp- fræðsla foreldranna einnig htutverk sem heiibrigðisyfir- völd í skólum ættu að rækja. Þessi fræðslustarfsemi ætti að hefjast jafnskjótt og barnið byrjar skólagöngu. Vellíðan og þroski barnsins, ásamt frammi- stöðu þess í skólanum, hljóta að verða fyrir áhrífum frá for- eldrum, sem eru óeðlilega metnaðarigjarnir eða rífast að staðaldri, af sundruðum heimilum eða af ,,hálfri fjöl- skyldu“, þar sem annað hvort faðirinn eða móðirin er látin. Skólinn verður líka að veita bamiriu hollt og gott umhverfi. Afstaða kennarans — sem stundum er ögrandi, stundum alltof gagnrýninn — er mjög mikilvæg. Qft er meðal bam- anna keppnisandi, sem kennar- inn ýtir undir. Þetta getur ver- ið skaðlegt. Þegar á fyrstu ár- um bamaskólans eru 10 af hverjum 100 bömum talín vera „misheppnuð". Á ráðstefnu WHO voru sér- fræðingar frá heilbrigðiseftir- liti skólanna í 25 löndum, m.a. fulltrúar frá Islandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. (Frá S.Þ.). Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag voru lagðar fram til- lögur umferðanefndar um bann við bifreiðastöðum sem hér segir: a) á Bergþórugötu, norðan megin, frá Vitastíg að Frakkastíg, b) á Bergstaða- stræti, suðvestan megin, írá Balduregötu að Barónsstíg, c) á Vesturgötu. brunjatryggingar ALMENNAR TRYGGINGAR hf Enda þótt allt sé með kyrrum kjörum á yfirborðinu suður í Karíbahafi, stcndur Kúba á verði, og stássmeyjamar gcta þurft að draga skammbyssuna upp úr skúffunni á snyrtiborðinu sínu þegar minnst varir, því að Bandarikjamcnn bafacnn ekki gefið innrás upp á bátinn. Við birtum þessa mynd af Iandgöngubátum Bandaríkjanna, sem alltaf cru á sveimi við Kúbustendur, ti) þess að minna ykkur á, að ekki ganga menn alls staðar eins áhyggjulausir um götur, og í Rvík. Sala ómettaðrar mátarolíu eykst geysilega Ótti vii hjartaslag breytir mataræði Bandaríkjamanna Rannsókn hcfur Ieitt í Ijós, að sala ómcttaðrar matarolíu (t.d. sojaolíu) hefur aukizt mjög greinilega og eykst enn með hvcrjum mánuði í öllum matvðruvcrzlunum Bandarikj- anna. Árið 1962 óx sala ómettaðrar matarolíu um 25°/rt> — sem er einsdæmi í matvælaiðnaði, þar sem nokkurra prósenta aukn- ing þykir mjög mikið. Og fyrra hluta ársins 1963 var aukningin enn lygilegri. Ekki eru enn til endanlegar tölur þar að lútandi, en reiknað með að aukningin hafi verið um 40n/r« miðað við 1962. Ef salan heldur áfram að aukast jöfn- um skrefum verður ómettuð olía brátt nauðsynjavara á borð við brauð. Hvaða munur er á mett- aðri og ómettaðri matarolíu Hann er aðallega fólginn í því að mcttuð feitiefni inni- halda flelrí vatnsefnisatóm en ómettuð. Viðamiklar rannsókn- ir hafa leitt í ljós, að ef mett- uð fituefni verða of rúmfrek á matseþlinum aukast líkum- ar á hjartaslagi til muna. Og á hinn bóginn — fólk, sem borðar lítið af mettuðum fitu- efnum fær sjaldan hjartaslag. Læknar hafa nú um langt skeið brýnt þetta fyrir mönn- um, og má sjá árangurinn í þessarl gífurlegu söluaukningu. Mettuð fituefni Mettuð fituefni eru í kjöti og mjólkurafurðum. I lýsi, hvalspiki og selspiki er- þó 6- mettuð fita. Ómettuð fituefni eru einnig í jurtaolíu (nema ólífuolíu). Þar sem erfitt er fyrir húsmæður að gera grein- armun á fituefnum, ráðleggja læknar þeim að fara eftir tveimur gullvægum reglum: 1. Nota sem minnst af dýrafeiti við matargerð. 2. Nota í henn- ar stað jurtaolíu, t.d. soja- eða maísolíu. Þessar tvær fituteg- undir innihalda meðan þær eru hráar svo' mikið af ómett- aðri oliu, aðþær má með sanni telja til ómettaðrar matarfeiti. Auk þess er talið að þessar tegundir feiti haldi kolisterol- ínnihaldi blóðsins í skefjum. Utvarpssamband milli Hond- uras og umheimsins var rofið á sunnudagsmorgun. í fréttum frá Reuter segir, að stórt hóte! standi í björtu báli og bardag- ar hafi brotizt út í höfuðborg- IHnn gullni mcðalvcgur Læknar mæla með, eins og áður var sagt, breyjtingu á •"ataræði, en bæta við: Þó ,„ega menn ekki halda að með aukinni notkun jurtafeiti sé hjartaslag úr sögunni. Þar kemur margt annað til greina. Burtséð frá mataræði, er beim alltaf hættara við hjartaslagi, sem hreyfa sig lítið. Ofnotkun ómettaðra fituefna er fitandi og offita er mjög skaðleg. Er olían skcmmd í fram- Iciðslu? Mikið er rætt um það i Bandaríkjunum, hvort holl ó- hrif þessarar tegundar fituefna séu rýrð við framleiðslu þeirra. Áðan var tekið fram, að þessi olía værí ómettuð meðan hún er hrá, — en er hún það beg- ar búið er að meðhöndla hana’ Marglr framleiðendur selja svonefnda hydrogeneraða olíu, og hún þykir geymast betur. En hydrogenering er einmitt fólgin í því að pressa vatns- efnisatóm inn í olíuna, þ.e. metta hana. Almenningur kaupir svo þessa feiti i þeirri trú að hún sé ómettuð, cn raunverulega er hún mettuð — einmitt það sem kaupandinn ætlaði að losna við. Þess er nú krafizt, að skrif- að sé á umbúðir, hvort feitin sé hydrogeneruð. Svo góðan málstað má ekki kæfa í pen- ingagræðgi. inni Tegucialapa, milli þeirra, sem meft völd fara og stjórn- arandstöðunnar. Foringi herforingjaklíkunnar, sem náðu völdum af Morales Framhald á 7. síðu. Enn virðist róstu samt í Honduras Þýzkur sjómaður 15 tíma úti á rumsjó Féll í Atlanzhafið; var bjargað eftir 15 tíma Liðsforingi í þýzka sjóhernum var veiddur upp úr Atlanzhafinu eftir að hafa svamlað í sjón- um rúma 15 tíma, án björgunarvestis, og kval- inn áf hræðslu við hákarla. Liðsforinginn, Franz Stryc- haryczk, féll fyrir borð á býzk-ameríska flutningaskipinu ,Freiburg“. Hann var að spila oóker við félaga sína, fór ú' i þllfar til þess að fá sér frískt ,oft og tók útbyrðis, þegar •ikipið valt allharkalega. Stryc- haryczk var í nærþuxum ein- jm klæða. Þótt hann hrópaði á hjálp, hvarf „Freiburg" í myrkrið, og lét Franz eftir að berjast við ógnir hafsins, þreytuna og — bað, sem hann óttaðist mest — hákarlana. Smáfiskar, sem oft lokka sér hékarla, byrjuðu að narts í nærbuxur liðsforingjans. hann þann kost vænstan fara úr buxunum, með boK' afleiðingum, að fiskainir K nú í beran bjórinn. Ég var hræddur wm að smáfiskarnir lokkuðu til sín hákarla, og ætlaði að fremja sjálfsmorð. Fyrst ætlaði ég að kyrkja m;g f buxunum. Síðan datt mér í hug að bíta mig á slagæð, en hélt þó áfram að synda og synda eins og vitlaus maður. Fimmtán tímum síðar kom bandarískt strandferða- skip auga á Strycharyczk, og var hann tekinn um borð, Var hann þá svo bugaður af þrevtu ng brunasárum eftir sól og »alt. að hann féll meðvitundar- 'aus á þilfarið. Eftir nokkra tíma var hann ’ó búinn að ná sér svo. að '’nnn gat sagt frá því sem fyr- ir hafði komið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.