Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. október 1963 ÞlðÐVlLIINN SfÐA J Dr. Páll Isölfsson er fædd- ur á Stokkseyri 12. október 1893, sonur h.iónanna í. Páls- sonar, organleikara, og konu hans Þuríðar Bjarnadóttur. Páll kom ungur til Reykja- víkur og hóf m.a. nám í prentiðn. Hann hvarf þó fljótt að tónlistarnámi og þá fyrst og fremst orgelleik og stundaði nám við kgl. tónlist- arháskólann í Leipzig á árun- um 1913—1918. Prófessor hans þar var dr. Karl Straube og varð Páll aðstoð- arorganisti og staðgöngumað- ur hans við Sánkti Tómasar- kirkjuna tvö seinustu náms- ár sín í Leipzig. Auk tón- leikahalds víða um Evrópu, stjórnaði Páll hljómsveitar- tónleikum m.a. í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, að námi loknu, en 1925 stundaði hann framhaldsnám í orgelleik hjá prófessor Joseph Bonnet í París. ☆ ☆ ☆ Páll var stjómandi Lúðra- sveitar Reykjavíkur í tólf ár, organisti við Fríkirkjuna 1926—39 og við Dórhkirkjuna frá 1939. Hann var skóla- stjóri Tónlistarskólans frá stofnun hans 1930 til 1957; hefur auk þess kennt við guðfræðideild HÍ og víðar. Páll átti sæti í fyrsta út- varpsráði (1928) og var tón- listarráðunautur útvarpsins frá stofnun þess og þar til fyrir nokkrum árum að hann lét af því starfi; er óþarfi að fara mörgum orðum um hið mikla gagn er Páll gerði tónlistinni í landinu á frum- býlingsárum útvarpsins og alla tíð síðan. Af öllum þeim tón- verkum sem Páll hefur sam- ið fyrir pianó, einsöng, kór, orgel eða hljómsveit, verða hér aðeins nefnd Alþingis- hátíðarkantata 1930, Paissa- caglia fyrir hljómsveit og Chaconne fyrir orgel. Verk Páls eru hverjum landsmanni að einhverju kunn en þó mun hann eiga ekki minna í handritum en út hefur ver- ið gefið. Ritstörf hefur Páll og stundað: var um tíma ritstjóri söngmálablaðsins „Heirnis". Páll er heiðurs- doktor Oslóarháskóla og hef- ur verið sæmdur mörgum orðum, erlendum og innlend- um. ☆ ☆ ☆ Páll er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Kristínu Norð- mann, missti hann 1944 en þau áttu þrjú börn: Þuríði óperusöngkonu, Jón Norð- mann flugvirkja og Einar Pálsson leikara. Páll giftist í annað sinn 1947, Sigrúnu Eiríksdóttur (Ormssonar) og eiga þau eina dóttur barna. Manninum er að nokkru Þeir, sem guðimir elska, deyja ungir og til að sanna þetta verður eitt af eftirlæt- um þeirra, Páill Isólfsson sjö- tugur í dag. Það er ugglaust ekkert á- hlaupaverk fyrir viðvaning, að hafa afmælisviðtal við mann, sem frægur ritstjóri hefur rætt svo mikið við að fyUir heila bók — og kannski aðra til. „Hamingjunni sé lof“, segi ég við sjálfan mig, „að þetta er hann Páll, sem gnæfir yfir mörgum minningum bernsku minnar og borðaði stundum baunir heima hjámóður minni. En ekki get ég þó farið að fíló- sófera við hann um Stokkseyr arbrimið — ekki viðeigandi að byrja á þvi að minnsta kosti. Uppá hverju á ég þá að fitja — skyldi hann vera búinn að segja Matthíasi allt? En þegar til kom var það Páil, sem hóf samtalið: „Já* það er farið að halla undan fæti. en ég finn þó ekki mikið til þess á sjálfum mér. Honduras Framhalld af 6. síðu. forseta fyrir skömmu, Arellano ofurstb gaf út stjómaryfirlýs- ingu, þar sem hann m.a. segir. að Honduras muni halda sömu stefnu í utanríkismálum og áð- ur. Klíkan, sem nú fermeðvöld, mun þó enn nokkuð völt í sessi. Tvær alistórar borgir 1 Vestur-Honduras eru enn f höndum borgarhersveitanna, sem halda tryggð við forset- ann. Öljósar fréttir herma, að þessar hersveitir hafi haldið uppi leyniárásum á hersveitir Arellanos í Tegucigalpa síðan klíkan komst til valda. Ekki er ljóst að hve miklu leyti pað eru slikar leyniárásir, sem nú hafa brotizt út 1 opinn bar- daga. leyti Jifað" segir Páll ísólfsson sjötugur En það er nú einmitt það“. bætir hann við, „séra Jóhann hitti séra Bjama á götu. Séra Bjami var tekinn að reskjast og hafði verið veikur. „Þykir þér ekki, að þér sé farið að fara aftur Bjarni minn?“. „Nei, það finnst mér nú ekki,“ segir séra Bjarni. „Það mundu nú vera fyrstu merkin", anz- aði þá séra Jóhann”. „Þó er ég uppfullur af íde- um“, heldur Páll áfram, ,,og vildi geta skrifað, bæði músík og sitthvað fleira. En vinnan er rgsöm og tekur ínikinn tíma bæði kirkjan og skólinn. Ég er þó að hugsa um að komast til útlanda og vinna eftir ára- mót — veit þó ekki hvort úr því Verður né hvert ég færi.” „Til Leipzig kannski?" __ „Jú, þar væri gaman að koma einu sinni enn. Annars varð hún einna verst úti í stríðinu af þýzkum borgum og öll húsin, sem ég bjó í á ár- unum minum þar — fimm hús víðsvegar um borgina — eyði- lögðust alveg. Og allir mínir gömlu vinir dauðir. Ég kom til Leipzig á heimleið frá Rúss- landi fyrir fjórum árum og sá að þeir voru að reyna að byggja hana upp aftur. En vesalings Þýzkaiand. Hugsaðu þér t.d. borg eins og Köln. Ég kom þar eftir stríð- ið og sá alla viðurstyggðina. Það liggur við að maður missi trúna á mannkynið við að sjá afleiðingar elíks tryllings. Hugsun mín snýst mikið um að ekki verði aftur stríð og gleðilegt að austrið og vestrið talast orðið við af alvöru. Þó held ég að mennimir ráði ekki alveg við þetta sjálfir — manninum er „lifað“. Sjáðu kríuna til dæmis. Hvemig veit hún að hún á að koma hér 14. maí en ekki einhvem annan dag? Það er að nokkru leyti eins með manninn. f Gamla testamentinu er talað um refsi- vendi Guðs. Ekki aðhyllist ég það. Maðurinn má ekki held- ur treysta of mikið á Guð — að Hann geti ráðið þessu öllu saman.” ,,En þetta hefur nú kannski ekkert með tónlistina að gera — og þó, því hvað er inspíra- sjón og hugdetta”. Hugdetta, andskoti er þetta Ijótt orð. Hverjum hefur dottið þetta í hug?“ bætir Páll við. „Jæja, mönnum finnst ég ef til vill vera of gamalsdags og það gerir þá uppeldið og minn klassíski skóli. Þó er ég ekki svo gamaldags að ég meti ekki ungu mennina. Ég hef trú á þeim. En heimsstyrjöldin skap- aði lausung, menn misstu trúna á allt og slíkir eru illa staddir hvort sem það er nú relígíón eða eitthvað annað. Tii dæmis Bach með sína miklu trú og Beethoven með sína stóru ídeu og tradisjón. Þessir menn voru aldrei í vafa, stóðu á herðum hvors annars. Nú viija sumir menn helzt standa á haus og þykjast aldrei vera nógu frumlegir". „Og hvað um þjóðlegheitin?" ,,Jón Leifs reið á vaðið þar og ungu mennirnir semja líka í hefðbundnum stfl með öðru. Svo ég held það sé ekki nein hætta. En aRt mannlegt er for- gengilegt og tónlistin er ef til viil búin að lifa sitt fegursta eða fer inn á nýjar brautir. Möguleikamir í nútímatónlist eru margir. Tilraunir með nýja hljóðfæraskipan og margt ann- að. Ég hef stundum líkt þessu saman við Picasso í málara- listinni. Ef við berum nýrri verk hans saman við hans gömlu meistaraverk, þá verð- um við að taka hann alvarlega líka í dag. Eins er það í tón- listinni". ,,En eletrónska músíkin?" „Eletróníska músíkin getur að minum dómi ekki byggt á þjóðlegri eða klassískri hefð vegna þess að þetta er fyrst og fremst konstrúktsjóns-mús- ík en skírskotar ekki til hjarta eða tiifinninga. En hún getur komið að góðu gagni við kvik- myndagerð og í leikhúsi". Á tónleikum Sinfóníunnar síðastliðinn fimmtudag, flutti hljómsveitin fimm sönglög eft- ir Pál í tilefni afmælisins, en Guðmundur Guðjónsson söng lögin. „Þetta voru lög við kvæði eftir Jónas, Tómas, Grím og Smára og eru öll í sönglaga- heftinu „Sáuð þið hana syst- um mína“. Hljóðfærabúning- inn gerði Hans Grisch. Hann er áttatíu og þriggja ára og er einastl kennari minn sem enn lifir — af átta. Jú, það er víst farið að halla undan — en ekki finnst mér það nú sjálfum" bætir Páll aft- ur við — og kímir. Ú. Hjv. „Þetta portrett er frá mínum ungu dögum í Lcipzig. Það var vinur minn Hans Miilier sem málaði liana og gaf mér. Konan hans var Gyðingur, systir Annýar lians Jóns Leifs. Hann varð að flýja Þýzkaiand eftir valdatöku nazista. Fór tii Ameríku og var lengi prófessor við Kólombía-háskólann". — Myndin er tekin á heimiii Páls ísólfssonar nú í vikunni. (Ljm. Þjóðv. A.K.X Páll ísólfsson sjötugur Þegar vegfarandi, sem ieið sína leggur um Stokkseyri, kemur nokkuð austur fyrir þorpið blasir við sjónum hans sérkennilegt hús, sem athygli ferðamannsins vekur. Hús þetta er að nokkru byggt úr sæbörðu grjóti, sem sótt var langt i fjörur fram, grjóti, sem rifið var úr sjávarbotni þar sem það hafði legið óhreyft frá ðr- ófi alda, þar til skapandi hug- ur hins snjalla arkitekts, er listamannshúsið á sjávar- ströndinni skóp, ákvað, í sam- ráði við húsráðandann, að grjótið skyldi flutt í húsveggi þessa. Hagar hendur unnu »vo að þvi að byggja úr þessu framlagi fósturjarðarinnar, sem sótt var undir úthafsöldur At- lanzhafsins, það hús, sem Stokkseyringum þykir vænzt um og hafa sett metnað sinn í að hjálpa til að gera svo úr garði að samboðið væri þeim heiðurshjónum, sem upphaf- lega húsið á þessum stað var fært að gjöf, listamanninuim Páli Isólfssyni og hans ágætu eiginkonu, frú Sigrúnu Eiríks- dóttur. Hafið breytilegt og tilkomu- mikið er nábúi þeirra, sem á Stokkseyri hafa tekið sér ból- festu. Hrikalegt og ofsafengið, þegar hvítfextar öldur „Stokks- eyrarbrimsins" falla með tröll- auknum mætti að ströndu þessa annars hljóðláta þorps. En hafið á líka til að hjala við bleikan fjörusandinn líkt og Framhald á 10. síðu. I i I ÓLÁN í AFÖNGUM „Hún var sprungin," sagði konan stillilega, þeg- ar skálin fór í þúsund mola. En húsbóndanum varð að orði: „Þegar þessi skál sprakk, sagðirðu ósköp rólega: „Hún er bara sprungin.“ Ef eitt- hvað brotnar allt í einu, veiztu ekki þitt rjúkandi ráð, en þú tekur því með bolinmæði, ef það sprine- ur fyrst og brotnar svo.“ Ekki veit ég, hvers vegna ég man svona þýð- ingarlausan atburð eftir þrjátíu ár eða meir. Þetta vita allir, að skyndilegur missir veldur meiri og sárari eftirsjá en ólán, sem kemur smám saman, unz yfir lýkur. Við vitum, að svo má illu venjast, að gott þyki. En þó er það svo, að leika má með undraverðum árangri það bragð, að leiða til sigurs vont mál- efni í mörgum og smáurn áföngum. Þannig er þ?óð, sem kann ótal spakmæli, áður en varir, orðin sátt við hina verstu rang- sleitni. íslendingar tóku fyrir nokkrum árum upp þann tröllasið að leika sér að fjöregginu sínu. Þá kom í það lítil sprunga: Kefla- víkursamningur. Margir hörmuðu þó, að það var ekki lengur alheilt. Enn heyrðist brestur: Atlanzhafsbandálag. Menn hrukku við. Jæja, það brotnaði þó ekki. Og nú gætum við þess betur. Allt var kyrrt um stund. Brast eitthvað enn? Þar kom „varnarlið“ á land. Slæmt! En nú gerist varla fleira. Ár liðu, og sljóleiki vanans færðist yfir þjóð og þing. Menn, sem svitn- uðu af ættjarðarást árið 1940, ef þeir sáu íslenzka stúlku á götu með dáta um hábjartan dag, lit'u nú ekki upp, þó að hótað væri að láta öll lands- réttindi föl á þjóðfrelsis- markaði, sem nefndist Efnahagsbandalag. Sumir héldu líka, að þetta væri allt orðum aukið. Einn brestur í viðbót var raun- ar engin nýlunda. Og, satt að segja. var enn lífsvon í landinu, og sumir héldu einnig gróða- von. Menningu okkar voru að vísu brugguð fjörráð með setuliðssjónvarpinu, en þessháttar var ekki tal- ið með herbrestum. En skyndilega grípur tröllin slíkf æði, að þau taka að fleygja fjöregg- inu okkar hátt í loft blind- andi og með miklui ærslum. — — — Nú hlaða þeir okkr bálköstinn við Hvalfjör erlendu kaupahéðnarni Hlaða og hlaða. Sljóleil vanans hefur sætt men við þá von, að mjög lit ar líkur séu til þess, e kveikt verði í við Hva fjörð. Vissulega eru líkurn; litlar. En þær mega éni ar vera. Það má ekki vera einn möguleiki til þess gegn hundrað. að bjóðin brenni í atómeidi. Þess vegna getur engin siðuð manneskja bolað b'fshættuna við Hvalfiörð degi lengur. Oddný Guðmundsdóttir \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.