Þjóðviljinn - 25.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.10.1963, Blaðsíða 10
10 SlöA ÞJÓÐVILJINN Föstudasur 25. október 1963 S K OTTA Já, dóttir mín er heima, en ísskápurinn er tómur . . . viltu ^amt koma inn? bridge lagað, sagði herra Turner, und- ir venjulegum kringumstæðum. Phillip Morgan ílugforingi í flughemum mátti fara á faetur í fyrsta skipti, tveim dögum áð- ur en Brent liðþjálfi var flutt- ur burt af stofunni og færður til London til yfirheyrslu. Haim hefði aldrei átt að liggja á fangastofu og honum grandist þetta geysilega. Hann var tekínn úr ílaki Hudsonvélarinnar með brotinn fót og þrjú brotin rif og fluttur ásamt hinum í litla stofu á Penzance sjúkrahúsinu. Þegar það kom á daginn að hinir tveir sem eftir lifðu voru fangar, var vörður settur við stofuna, en það var ekfcert ann- að rúm til handa Morgan flug- foringja, svo að hann varð að vera þama kyrr. Og í uppeldis- legu tilliti hafði hann býsna gott af því. Hann var tuttugu og tveggja ára gamall; skólinn og flugher- inn höfðu gert hann það sem hann var. Hann hafði ekki aðra reynslu að baki; stóð ráðþrota ahdspaenis hverju vandamáli sem hann hafði ekki lært að leysa á skólanum eða flughern- um. Faðir hans hafði verið bankastarfsmaður í Kensington og dáið þegar hann var dreng- nr; móðir hans var rúmföst og bjó í Ladbroke Square á mörk- um betri borgarhluta í London. Þar dvaldist hann skólaleyfi sín og græddi lítið á; þegar stríð- ið skall á, gekk hann í flugher- inn sem flugmaður. Þar þrosk- aðist hann töluvert; árið 1940 var hann settur á námskeið fyr- ir orustuflugmenn. Vorið 1941 Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINTJ og DÖDÖ Laugavegi 18 ni. h. flyftal SlMI 24616. P E B M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmurl Hárgreiðsla við ailra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjamargötn 10, Vonarstrætis- tnegin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nnddstofa á sama stað. — flaug hann Spitfire-vélum yfir Englandi. Eftir það var hann þrjá mánuði á jörðu niðri; árið 1942 flaug hann í Norður-Afr- íku og fékk viðurkenningu. Eft- ir þetta mátti hann velja sér starf; hann kaus að fljúga flutn- ingavélum; hafði einhverja ó- Ijósa hugmynd um að slíkt gæti komið honum að gagni eftir stríðið. Sem slíkur flaug hann sem aðstoðarflugmaður á Hud- sonvélinni. Hann var óreyndur og fáfróð- ur unglingur, en hann gat flogið flugvél með prýði. Hann kom að Comwall-ströndinni þennan sumardag í sjöhundruð feta hæð og lækkaði óðum á lofti, 10 því að annar hreylillinn var ónýtur og hinn laskaður. Bak- við hann voru dánir og deyjandi menn: í sætinu við hlið hans sat flugstjórinn líflaus og slóst öðru hverju fram á stýrið, svo að Morgan varð að halda líkinu í skefjum með annarri hendi og flugvélinni með hinni. Samsíða honum flugu tvær Spitfirevélar úr hópnum sem unnið hafði á árásarvélinni; þær flugu með húddin opin, og flugmennimir horfðu á flugvélarflakið sem þeir voru að leiðbeina án þess að geta nokkuð gert til bjarg- ar. Og þó var návist þeirra ein mikil hjálp. Plhil Morgan var fyrst og fremst Spitfire flug- maður; hann var hrifinn af Spitfirevélum, návist þeirra var honum huggun x erfiðleikunum. Þar serri hann kom að strönd- inni eru klettamir næstum þrjú hundruð feta háir; þegar hann kom yfir engin var hann naum- ast nema fjögur hundruð fet fyrir ofan þau. í nágrenninu voru flugbrautir, en hann var svo lágt á lofti og læfckaði óð- um, svo að hann þorði ekki að beygja í áttina til hinnar næstu; hann vissi að beygjan yrði til þess að hann lækkaði enn. Hann kæmi alla vega niður eftir nqkkrar míriútur; hann yrði að lenda beint af augum og innan næstu fimm mílna. Það var ekki um margt að velja; akur- inn sem hann valdi var afgirt- ur með steinvegg. Hann var svo sem tvö hundmð metra langur, ekki líkt því nógu langur til að magalenda Hudsori-vél, en mörkin lengra burtu sýndust vera limgerði og handan við þau annar akur. Hudson-vélin kom með belginn niður í grasið fimmtíu metrum frá gerðinu og hægði ögn á sér áður en húri kom að steinveggnum sem lim- gerðið huldi. Þegar Morgan flug- stjóri vaknaði, var hann á spít- ala og í næsta rúmi við hann svartur hermaður úr Banda- ríkjaher. Þetta tók hann sem persónulega móðgun. Hann létti á hjarta sínu við Tumer kaptein, þegar hann kom til hans í fyrsta sinn. Þegar hér var komið var búið að taka umlbúðimar frS hægra auga Turners og han-n gat séð dálít- ið með því, þótt það væri mjög blóðhlaupið og hann verkjaði í það ef hann hafði það opið lengi; þess vegna var hlífin ennþá höfð í kringum rúmið hans. Morgan flugforingi gat því talað við Tumer í eins kon- ar næði; þótt hann vissi að svertinginn gæti heyrt allt sem hann sagði, þá gerði hlífin þetta einkasamræður. Næstum hið fyrsta sem hann hóf mál-s á var þetta nærtæka vandamál. Eftir að þeir höfðu skipzt á nöfnum, sagði hann: — Heyrðu, vinur, veiztu að það er negradjöfull í stofunni með ofckur? Hreyfingarlaus í rúminu sagði Turner; — Ég veit það. Brerit sagði mér það. Er hann ekki hérna núna? — Hann er í næsta rúmi við mig. Mér finnst það einum of langt gengið í fjandans ósvífn- inni. Ég ætla að skrifa Flug- málaráðuneytinu bréf út af meðferðinni á mér hérna. — Þeir hafa verið ágætir við mig, sagði herra Turner. Morgan sagði: — Já, ég veit gamli, en það er dálítið öðra máli að gegna með mig. Hann hikaði andartak og sagði síð- an: — Ég á við, í rauninni er engin ástæða til að hafa vörð um mig. Það er í rauninni fjandans móðgun að hafa vörð við dyrnar á stofunni. Og að setja okkur svo á stofu með lægra settum hermönnum — það er fulllangt gengið, jafnvel þótt það sé þröngt hjá þeim. Við tveir ættum að vera í liðsfor- ingjastofu. Og ofaná allt sam- an sikella þeir negrablófc inn til okkar, það er eirium of mikið. Ég sagði það við hjúkrunarkon- una og lækninn lika. —• Hvað sögðu þau? — Læknirinn var með fjand- ans merkilegheit. Sagði að þetta væri sjúkralhús fyrir óbreytta borgara og við værum allir héma af sömu ástæðum. Hann sagði, að ef hann heyrði minnzt á þetta framar, myndi hann kæra það fyrir flughem- um og segja þeim að hirða mig héðan, hvort sem ég þyldi flutn- inginn eða ekki. Ég vildi óslka að hann gerði það. Þetta er hel- vdti hart, finnst þér ekki? — Synd og skömm, sagði Tumer vélrænt. — Hvað er svertinginn annars að gera héma? Hann var ekki með okk- ur í Hudson-vélinni, eða hvað? — Nei — hann er staðsettur einhvers staðar hérna í grennd, með bandaríska hemum. Fór inn í loftvarmabyrgi og skar sig á háls, rétt hjá spítalanum héma, vegna þess að herlögreglan var á hælunum á honum fyrir eitt- hvað. Nú er hann allur í kýl- um og með hita allan tímann. Blóðeitrun eða eitthvað, segja þeir, en það mætti segja mér að það væri kynsjúkdómur. Allir niggarar er-u með kynsjúk- dóm. Þú ættir að vara þig, gamli — láttu þá ekki gefa þér bolla eða neitt sem hann hefur notað. Þessi blók ætti alls ekki að vera í þessari deild. Hann þagnaði og sagði síðan: — Hann ætlaði að lána mér blað um daginn sem hanm hafði verið að lesa og anda yfir það allt saman. Ég var fljótur að láta hann heyra það. Hann átti líka að lesa sann- ar mannraunasögur fyrir Turn- er kaptein og eins og Brent lið- þjálfi, þótti honum þær mesta torf. — Ég vildi að þeir hefðu eintak af Flugvélinni eða Fl-ug- málum, sagði hann. — Ef við værum í almennilegum herspít- ala en ekki í þessari rottuholu, þá hefðu þeir þau og banda- rí-sku útgáfurnar líka. Hann upp- hóf langt mál um kosti Spitfire- vélanna fram yfir Mustangvél- arnar og Turner kapteinn fór að móka. Hanm gat ekki talað um neitt nema flugvélar auk hinna und- arlegustu skóladrengjafordóma. Hann kallaði alla útlendinga dagóa og setti þá alla undir einn hatt hvað snerti siðleysi og fyrir herra Turner voru þessar skoðanir nýstárlegar, enda hafði hann ekki notið fræðsl-u í enskum framhalds- skóla. Hann þóttist hafinn yfir þessa dagóa, vegna þess hve lágar kröfur þeir gerðu til lífs- ins og hann þóttist hafinn yfir bandaríkjamennina vegna þess að þeir græddu of mikið. Hann áleit peningagrams mjög au- virðilegt, enda hafði hann sjálf- ur aldrei þurft að standa í slíku. Hann var enginn heimskingi, én hann var algerlega óþroskaður og staða hans í flughemum sem hafði gert hann að yfirmanni, án verulegrar fyrirhafnar af ha-ns hálfu, hafði 'gert hann furðu- legan seobb. Hann var bama- legur í fáfræði sinni og aumk- unarverður eins og bam í mis- tökum sínum. Eitt sinn sagði haon: — Ert þú giftur? — Já, sagði Turner. — Ég giftist í byrjun strlíðsins. — Þú hefur þá þekkt hana fyrir stríðið? — Við unnum á sömu sfcrif- stofu, sagði herra Tumer. — Svo fómm við að fara saman út á kvöldin og eftir nokkra stund gengum við í hjónaband. Það var í október 1939, rétt áður en ég gekk í herinn. — Er það? Pilturin-n starði á hann. •— Það hlýtur að hafa verið skrýtið að vinna á sömu skrifstofu og hún. — Ég veit ekki.*-Það-" Var- kannöki dálítið traflaridi. — Flestir kynnast kærustiun- um sínum í partýum, er það ekki? sagði fl-ugmaðurinn. — Þannig hitti ég Joyce. Og það var nú partý í lagi! í Nautinu í Stevenage. Við vorum öll alveg blakuð. — Þú ert þá giftur? spurði herra Turner. Pilturinn virtist svo ungur. — Ég er giftur, svaraði hann. — Það er rúmlega ár síðan, áð- ur en ég fór í aðra ferðina mína. Það var dálítil hreykni í rómnum. — Það var ljómandi, sagði herra Turner. — Eigið þið nokk- ur böm ennþá? — Nei, nei, sagði pilturinn. — Joyce er ekki svoleiðis. Hún þarf að hugsa um starfið. Hún er á sviðinu. Hún er ægilega fín. Herra Tumer sagði: — Áttu mynd af henni? Morgan var mjög ánægður. Hann haltraði yfir stofuna og sótti veskið sitt í náttborðs- skúffunni, kom með það til Turners og sýndi honum mynd undir sellófanihlíf. Herra Tumer tók við henni og hélt henni á ská móti ljósinu og horfði á hana með betra auganu. Hún var af mjög glæsilegri og eggj- Eitt af því, sem hægterað kalla sameiningartákn allra bridgespilara er það, að þeir vilja allir vinna. Að tapa er móðgun við spilakunnáttu þeirra. sem þó oftast er minni en þeir sjálfir halda. Ég er engan veginn frá- brugðinn fjöldanum að þessu leyti, en ég vil halda því fram að ég sé ekki eigin- gjam í þessu tilliti. Ég er alveg ánægður að ljúka síð- ustu rúbertunni með fjórum hjörtum redobluðum án þess að vinna yfirslag. En því var ekki að heilsa með suður í eftirfarandi spiH: N __________A-...D-J.-3_______ , V A-G . ♦ G-4-3 ♦ A-K-D-G-5 V A A G-9-4 A A-10-7-6 V K-5-4-2 V 8 ♦ A-K-10-8 4 D-9-7-6-2 A 8-2 4. 10-4-3 S A K-8-5 V D-10-9-7-6-3 ♦ 5 4» 9-7-6 Norður opnaði á einu laufi og suður sagði þrjú hjörtu. Eflaust hugsaði hann þetta sem hindranasögn og vonaði að norður myndi segja pass, en maður hafði ekki rönt- genaugu og lyfti í fjögur. Vestur dirfðist að dobla, en norður hafði síðasta orðið og redoblaði. Vestur spilaði út tígulkóng og síðan ásnum. sem suður trompaði. Sigurglaður yfir væntanlegum sigri spilaði sagnhafi hjartasexi og svín- aði gosanum. En þegar hjarta ásinn upplýsti 4-1 leguna dró ský fyrir sólu. Að trompa sig heim á tígul þoldi hann ekki og því spilaði hann spaða í þeirri von að austur aetti ásinn. Ætlunin var að drepa á kónginn, sækja hjartakóng- inn, trompa tígulinn til bakaj taka trompin og laufslagina. En vestur hafði sínar eig- in hugmjmdir um þetta. Þeg- ar hann fór inn á hjarta- kónginn, spilaði hann spaða- gosa og hnekkti þar með spil- inu. Með hjartasvínuninní kvað sagnhafi upp sinn eiginn dauðadóm. Auðvitað á haxm að drepa á hjartaásinn í fyrsta slag og drepa síðan hjartagosann með drottning- unni. Þessi spilamennska gef- ur 1230 stig og skattfrjáls að auki. Bridgefélag Reykjavíkur gengst fyrir nýjung. sem gengur undir nafninu „for- gjafarkeppni". Era þetta fasfc- ar tvimenningskeppnir á þriðjudagskvðldum, sem eru opnar öllu bridgefólki. Er þetta einstakt tækifæri fyrir fólk. sem langar til þess að kynnast keppnisibridge, án þess að binda sig í mörg kvöld. Þessar keppnir em „emskvöldakeppnir“ og eins og nafnið bendir til fá ný- liðamilr forgjölf sem| gerir, þeim kleift að vinna, ef heppnin er með. Margir af beztu bridgespilurum lands- ins eru tíðir gestir í þessum keppnum og það eitt ætti að hvetja fólk til að fjölmenna. Spilað er í hinum vistlegu húsakynnum Hafnarbúða. Stáleldhúshúsgögn Borð kr. .. 950.00 Bakstólar kr. 450.00 Kollar kr. ..145.00 Fomverzlunin Grett- isgötu 31. Viltu losa ruslafötuna um leið og þú ferð Lúövík fraendl Komdu þá með hana í hveiL',i, ég verð að vera kominn í ræðustólinn eftir 10 minútur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.