Þjóðviljinn - 30.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.10.1963, Blaðsíða 10
2Q SlÐA NEVIL SHUTE. Ánnar sagði: — Mér er mein- illa við svona tal. Það er ekki ÞIÓÐVILJim rétt að tala svona og það gerir ekkert nema illt. Og svo er ann- að. Það er aldrei ráðlegt að tala um niggara fyrir framan blökkumenn. — Það er alveg satt, sagði sá fyrsti. — Heima tölum við aldr- ei um niggara nema við viljum koma af stað rifrildi. Við köllum alltaf blökkumenn eða litað fólk. Það gerði aðeins illt verra í Trenarth og ekki batnaði sam- komulagið milli hvítu og svörtu hermannanna. Þegar McCulloch ofursti frá Columbus í Georgiu kom til að taka við stjóm hinn- ar nýju stöðvar, komst hann að raun um að loftslagið var raf- magnað milli hinna hvítu og svörtu hermenna, og hinir svörtu áttu samúð þorpsbúa. Suðurríkin hafa ævinlega lagt til álitlegan hluta af yfirmönn- um í bandaríkjaher. McCulloch var góður liðsforingi. staðráðinn í því að láta ekki sitt eftir liggja tfl að vinna stríðið og hafa góða stjóm á undirmönnum sínum. — Sennilega hafa þessir svörtu piltar fengið of frjálsar hendur áður en við komum, sagði hann. — Við verðum að kippa þessu í lag. Til að kippa því í lag ákvað hann að koma á þess konar að- greiningu sem ævinlega hafði gefizt vel i Suðurríkjunum. Hann sendi eftir deild lögreglu- manna sem þjálfaðir voru í að- skilnaðarmálum; það var ekki honum að kenna að þessir lög- reglumenn voru allir hvítir og flestir úr hópi suðurríkjamanna. Hann hélt ráðstefnu með Dean kapteini, svörtum yfirmanni blökkumannadeildanna, kvað hann í kútinn um hvert einasta Hárgreiðslem Hárgrelðsln og snyrtístofa STEINH og DÖDrt Eaugavegl 18 III. h. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SIMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætls- tnegin. — SlMI 14662. HARGREIÐSEUSTOFA ADSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttlr) Laugavegi 13 — SlMl 14656 — Nuddstofa á sama stað. — atriði. Síðan sendi hann ritara sinn. Schultz liðþjálfa, á fund gestgjafans í Hvíta hirtinum. Schultz skýrði erindi sitt. — Ofurstinn álítur að vanda- mál kunni að rísa ef blökkuher- deildimar nota sömu skemmti- staði og hinir, sagai hann. Hann var stórvaxinn maðwr og hrein- skilinn. — I Norwwc-ó'tendi urðu dálítil vandrseði út af þessu, einkum þar sem her- mennimir komu á sömu veit- ingahús. Við urðum að koma á aðskilnaði þar eins og við ger- um heima og ofurstinn ætlar að hafa sama háttinn á hér. 14 — Jæja, sagði herra Frobisher. Schultz sagði: — Ég var að tala við Paddingtonstöðina í símann og starfsfólkið þar ætlar að koma því i kring að veit- ingasalurinn á stöðinni verði opinn til tíu og þar verði fram- reiddir drykkir eins og hér frá næsta fimmtudegi. Og ofurstinn segir að frá næsta fimmtudegi eigi svörtu hermennimir að fara í veitingasalinn á brautarstöð- inni. — Það er nú ekki sérlega notalegur staður, sagði herra Frobisher með hægð. — Ef til vill ekki fyrir yður og mig, sagði lautinantinn. — hann er ágætur handa þeim. Þér ættuð að sjá staðina sem þeir eiga að venjast heima. — Jæja? sagði herra Frobish- er með hægð. Hann var að hugsa. Schultz var ungur og ó- reyndur. Honum þótti málið einfalt. — Jæja, frá næsta fimmtudegi afgreiðirðu enga blökkumenn á þessum stað, sagði hann. — Aðeins hvíta menn. Ég býst við að þú verð- ir feginn að losna við þá svörtu, er ekki svo? Gestgjafinn svaraði ekki. — Að minnsta kosti þarftu ekki að afgreiða þá framar. Herra Frobisher sagði með hægð. — Ég afgreiði þá sem mér sýnist. Það varð andartaks þögn. Lautinantinn gerði sér allt í einu ljóst að þama var eitthvað á ferðinni sem hann skildi ekki fullkomlega. Hann hugsaði sig ögn um og sagði síðan: — Ofurstinn sendi mig hingað til að segja þér hvað við ætlum að gera, svo að við gætum unnið saman. Við kærum okkur ekki um óþægindi eða uppistand á þessum stað. — Það hefur aldrei orðið neitt uppistand hér, sagði herra Fro- bisher. — Blökkupiltamir hafa verið hér í sex vikur og það hafa aldrei orðið hér illdeilur og þvi síður slagsmák Af hverju má ekki láta þetta eiga sig? — Ofurstinn segir, sagði Schultz. að frá fimmtudeginum verði þeir að nota veitingasalinn á brautarstöðinni. Herra Frobisher tók útúr sér pípuna og rétti úr sér, vtrðuleg- ur þótt snöggklæddur væri. — Ég hef verið hér í tuttugu og sjð ár, sarfli hann. — Og faðir minn á undan mér og lögreglan hefur sldrei haft n*S» viö i«tet- ur minn að athuga. Ég ákveð h»*rja óg afgíeiði hér, en ekki ofurstinn yðar. Ef ég segist ætla að afgreiða blökknpdta. þá geri ég þ*ð og svo er ekki meira um það. Sehultz var ráðþrota. — Ég get ekki farið til ofurstans og sagt honum þetta, sagði hann. — Viltu ekki hugsa málið bet- ur? — Ég hef hugsað meðan þú hefur talað, sagði Frobisher. — Ég vil ekki setja mig upp á móti ofurstanum þínum. Ef þið haldið að það verði slagsmál ef hvítu heimennimir ykkar koma hingað ásamt blökkumönnunum nú, þá er ekki annað en láta þá hvítu nota veitingasalinn á brautarstöðinni og leyfa þeim svðrtu að halda ífram að koma hingað. Það finnst mér. Lautinantinn starði á hann agndofa. — Herra Frobisher, sagði hann. — Það er ekki hægt. Það er miklu lélegri staður! — Nú jæja, sagði gestgjafinn. — Látið þá alla halda áfram að koma htngað. Það verða engin slagsmál í mínu húsi, því get ég lofað ykkur. 1 tuttugu og sjö ár hef ég haft þetta veitingaleyfi, og það hefði ég ekki gert ef ég hefði liðið slagsmáL — Ég býst ekki við að ofurst- inn samþykki þetta, sagði Schultz. — Hann vill hafa þetta eins og við emm vanir heima. — Jæja, hann er ekki heima hjá sér núna, það er staðreynd, sagði herra Frobisher. — Hann er í Trenarth og við höfum kannski öðru vísi siði en þið eig- ið að venjast heima hjá ykkur. Ég vil ekki valda ykkur erfið- leikum en ef ég færi að neita að afgreiða menn vegna þess að mér líkaði ekki liturinn á hör- undi þeirra, þá myndi ég fljót- lega missa veitingaleyfið. Það er satt og víst. Ég hætti ekki að afgreiða svarta menn fyrr en veitingalögin '’mæla svo fyrir. Ekki meðan þeir haga sér vel. Lautinantinn gerði sér ljóst að hann átti í höggi við mikinn þverhaus. — Jæja, sagði hann. — Ég verð þá að fara og segja ofurstanum hvað þér hafið sagt. Ég býst við að hann komi sjálf- ur og tali við yður í dag. — Já, sagði gestgjafinn vin- gjamlega. — Segið honum að líta inn. Kannski hefur mér þá dottið eitthvað gott í hug. Þetta gerðist um morguninn og hefði McCuIloch getað litið inn sama daginn, áður en skoð- anir herra Parsons bárust um nágrennið, þá hefði allt farið öðru vísi. Því miður tafðist hann og kom ekki fyrr en dag- inn eftir. Ezekiel Parson var áttatíu og sex ára gamall. Hann hafði ver- ið vinnumaður í sveit á yngri árum og hafði aldrei farið lengra frá Trenarth en til Penzance. Hann kunni hvorki að lesa né skrifa og hann heyrði mjög illa. Trenarth var mið- punktur heimsins í augum herra Parsons; hann leit á fólk úr fjarlægum þorpum sömu augum og úr öðrum löndum. Konan hans var löngu dáin og afkom- endumir dreifðir; hann bjó i | litlu loftherbergi á ellilaunum sínum og smástyrk frá bömun- um og sat í homi á veittnga- stofu Hvíta hjartarins hvem einasta dag, frá morgni tíl kvölds, frá þvi að opnað var og , fram að lokun. Það var eina á- nægjan hans að sitja þama og horfa á fólkið. Hann var elztí 1 íbúi þorpsins og hann var með sítt, hvítt kjájátwlwgg. Jerry Bowman, bjórekillinn þekikti hann vel. Þennan morgun bauð Jerry gamla manninum upp á glas af mildum og spurði: — Hvað finnst þér um alla þessa Ameríkana í Tren- arth, herra Parsons? Gamalmennið svaraði skrækri röddu: — Mér líkar vel við þá, já reglulega vel. Okkur semur vel við þá héma. En mér lízt samt ekkert á þessa hvítu sem eru að koma núna. Ég vona að við fáum ekki fleiri af þeim. Þetta var of gott til að þegja um það; það barst eins og eldur í sinu meðal hvitra og svartra samdægurs. McCulIoch ofursta var sögð þessi skemmtilega saga um kvöldið. En honum þótti sagan ekki góð. Honum fannst þetta satt að segja afleit saga og hann hugsaði um hana alla nótt- ina. 1 býti næsta morgun sendi hann eftir Anderson lautinant, yfirmanni lögregludeildarinnar. Anderson lautinant kom frá Little Rock í Arkansas og hafði starfað þar í lögreglunni; hann vissi sitt að hverju um svert- ingja. Ofurstinn sagði: — HeyTðu Anderson. það eiga eftir að hljótast vandræði af þessum niggurum. Þeir hafa vaðið uppi alltof lengi og þess- ir sveitamenn héma standa all- ir með þeim. Anderson lautinant sagði: — Það er alveg rétt, ofursti. Þeir hafa verið einir hér alltof lengi og fyllzt hroka. Ofurstinn sagði: — Alveg rétt. En reyndar höfum við yfir engu að kvarta enn sem komið er nema hvað þeir fara út með þessum ensku skjátum sem fylla þá af mikilmennsku. En ég veit og þú veizt hvað leiðir af slíku. Þeir fyllast hroka og þá em vandræðin á næsta leiti. — Alveg rétt. ofursti. — Jæja, það verður að sýna þeim alvöm. Ég á ekki við það að beita neinni hörku og hleypa i þá illu blóði — aðeins alvöra. Við verðum að koma málunum í rétt horf. Halda þeim niðri og stugga við þeim ef þeir haga sér ekki eins og þeim ber. Það sakar ekki að finna nokkur tíl- felli; ef þú hefur upp á ein- hverju sem hægt er að senda fyrir herrétt, til dæmis þá skal ég sjá um að engin miskunn sé sýnd. Ég hef orðið fyrir svona löguðu áður og ég veit hvað getur gerzt ef allt er látið danka. Það er sjálfsagt að sýna réttlæti og gefa þeim tækifæri. En þegar þeir em staðnir að einhverju, þá verður að sýna al- vöm. Anderson lautinant sagði: — Allt í lagi. ofursti, ég er með. Ofuretinn sagði: — Ég ætla beint til þessa veitingamanns og koma vitinu fyrir hann. Hann ók þangað í embættisbíl sínum að finna herra Frobisher og í fylgd með honum var Schultz lautinant. Hann hitti gestgjafann þar sem hann stóð snöggklæddur við að fága glös, því að þetta var um miðjan dag- inn og barinn tómur. Hann sagði: — Herra Frobish- er, mér skilst að það hafi orðið einhver misskilningur milli ykk- Hvaða vvandræði! Límið á Og það er alveg sama, þótt ég reyni að strauja það fast. Jæja ég verð þá að taka frímerkimi er alveg énýtt. til minna ráða. Miðvikudagur 30. október 1963 SKOTTA . . > • og önnur mjög athyglisverd vísindaleg staöreynd um mán- ann er . « . Aðalfundur ANGLIA verður haldinn í Sigtúni (Sjálfstæðishúsinu) annað kvöld kL 8.30. Skenuntiatriði: ^ 1. Einsöngur, frú Alfheiður Bjömsson 2. Listdans, Ingibjörg Bjömsdóttír 3. Skemmtiþáttur, Ómar Ragnars 4. Dans til kl. 2 e.m. 5. Verðlaun veitt o. fl. STJÓRNIN. Samkeppni um gagnfrœSaskóla á SeHossi Hreppsnefnd Selfoss hefur ákveðið að efna til samkeppni um Gagnfræðaskólabyggingu á Sel- fossi samkvæmt útboðslýsingu og samkeppnis- reglum Arkitektafélags íslands. Heimild til þátttöku hafa allir meðlimir Arki- tektafélags íslands og námsmenn í byggingarlist, sem lokið hafa fyrri hluta prófi við viðurkennd- an háskóla í byggingarlist. 1. verðlaun kr. 90.000,00 2. verðlaun kr. 45.000,00 3. verðlaun kr. 25.000,00 Samkeppnisgögn eru afhent af trúnaðarmanni dómnefndar Ólafi Jenssyni, Byggingaþjónustu A. 1, Laugavegi 18A — Tillögum skal skilað til trúnaðarmanna dómnefndar í síðasta lagi 14. fe- þrúar 1964 kl. 18. Skilatrygging kr. 300,00. DÓMNEFNDIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.