Þjóðviljinn - 01.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1963, Blaðsíða 7
Föstudágur 1. nóvember 1963 H6ÐVILIINN SfÐA 7 LOFAÐU SVO EINN AÐ ÞÚ LASTIR El ANNAN í nýútkomnu hefti Tímarits Máls og menningar er stutt grein eftir Baldur Ragnarsson, skrifuð í þeim tilgangi að sanna ágæti esperantós, að mér skilst, og held ég það vera góðan til- gang. Greinin er skrifuð af miklum lærdómi og með lipr- um stílsmáta. En lofaðu svo eánn að þú lastir ekki ann- an. Það sem mér líkar ekki eru hnútumar, sem Magnús Ás- geirsson verður fyrir hjá þess- um mjög sjálfdæma manni, fyrir þýðingu hins fyrmefnda á L'albatros eftir Baudelaire. Mig hefði langað til að bera af henni blak. Ekki veit ég hvemig Magnús Ásgeirsson vann. Samt ætla ég að reyna að gera mér þetta í hugarlund. Ég gizka á, að fyrst hafi hann lesið kvæði sfn, sem hann átti eftir að þýða, — ekki vandlega, að sagt er, og ekki af því að hann hafi ein- faldlega hugsað sér að fara nú að lesa þetta, heldur af því að hvað laðaði annað að sér, ljóðmæli og skáld, kvæðið vildi að hann læsi sig, því bækur eru ekki allar þar sem þær eru séðar — og hann hlaut að gegna þessu kalli. Síðan tók kvæðið hann fanginn, og áður en hann vissi af voru hug- myndir þess afklæddar allri frönsku (eða var það einnig enska?) og lágu sem „í grasi”, „kulvísar og naktar”, eins og sálarhró Hadríans keisara, og þurfti að hafa hraðar hendur að reifa þetta orðum. því ann- ars hefði það króknað. Seinna mátti svo hagræða reifunum. Kom það sér þá vel fyrir skáldið að hafatiltækan orða- FRÁSAGNABÆK- UR FRÁ HILDI Bókaútgáfan Hildur sendir frá sér fimm bækur innan skamms, sagði Gunnar Þor- leifsson forstjðri útgáfunnar f viðtali við Þjóðviljann í gær. Em þetta viðtals- og frásagn- arbækur og þýddar skáldsögur. SKIP OG MENN nefnist ein bókin og er Jónas Guðmunds- son stýrimaður höfundurinn. 1 bókinni eru skráðar frásagnir af svaðilförum við Islands- strendur. Á sl. ári kom út bók- in *,60 ár á sjó“ eftir Jónas og varð ein af metsölubókunum. ÚT ÚR MYRKRINU er heiti sevisögu Helgu Earsen frá Engi sem Gísli Sigurðsson ritstjóri hefur skráð. Þar er sagt hisp- urslaust frá stormasamri ævi. LAX Á FÆRI, innlendar og erlendar frásagnir af lax- veiðum, skráðar af Víglundi Mðller. Myndskreytt bók, um 200 síður að stærð. Þýddu skáldsögurnar, sem Hildur gefur út, eru Erfinginn eftir Ib Hendrik Cavling og Hjartað ræður eftir Sheila Jónas Guðmundsson Brandon. Eftir fyrmefnda höf- undin hafa áður komið út 4 bækur á íslenzku, en síðar- nefndi höfundurinn er Eng- lendingur, sem safnað hefur að sér stórum lesendahópi á skömmum tíma. forða móðurmálsins, ogaðvera með því fæddur, að geta ekki skeikað í því, en finna jafnan af hugviti sínu og brjóstviti það orð sem bezt ótti við í hvert skipti, en leikni þessa held ég hann hafi öðlazt óvartaðmestu leyti, eins og flest gott gerist. Við slíka umbreytingu (met- amorphosis) gerist nokkuð ann- að en það, að orð séu flutt af einu móli yfir í annað til þess að gefa á því hina sömu merk- ingu eða nauðalíka, ósnerta af nokkru, sem hreyfði sér á með- an á verkinu stóð. I þessum merkilega samsetta mekanisma, sem sumir kallá sál og anda, en væri það mælikvarði á gildi þýðingar, að hve miklu leyti frumtextinn er þræddur hárrétt og nákvæmlega, mætti eins hafa rafeindaheila til að vinna verkið. jó. hann er að því leyti betri en jafnvel hið bezta skáJd (svo sem Stephan George eða Magnús Ásgeirsson). Samt er ég hrædd um að ég kjósá heldur að lesa þýðingar þessara ófull- komnu manna en vélarinnar.já, „vi'llur” þeirra kann ég að taka fram yfir hinn keiprétta, vél- ræna al-fiullkomleika. Hvf þá það? Það kann að koma fram í því sem á eftir fer. Af þýð- ingu M. Á. er svo að sjá, að hann hafi, auk þess að skilja kvæðið vel, vitað kappnóg um fugl þenna (sem hann sá víst aldrei), og úthöfiin, sem hann ^ flýgur um, — reginhöfin á suð- urhveli jarðarinnar, vitað að hann eitir skip í von um æti, dögum saman og jafnvel vik- um, án þess að setjast, og má slíkt flug kallast ólþreytandi enda er lítið um sker og eyj- ar svo langt frá löndum, eyja- klasar fylgja einkum strand- lengjum meginlanda. Það er tdl marks um stærð fuglsins. að vængjahafið getur náð að vera þrír metrar. Ég vil taka það fram, að franska skáldið er i kvæði þessu að lýsa því sem hann sá tvítugur á sigl- ingu sinni frá Frakklandi og fyrir suðurodda Afriku áleiðis til eyjarinnar Bourbon, en á- fangastaðurinn var Indland. Þangað komst hann raunar aldreá. Þá kem ég að hinum stóru á- göllum ísL þýðingarinnar, sem höf. greinarinnar þykja vera, ónákvæmninni, slappleikanum. smekkleysinu. Fyrst rekur lesandinn ság á það. að í franska textanum er fyrst talað um marga fugla, og mun það einkum helgast af því að illa mundi fara í frönsku að hafa orðið „oft” (so- uvent), um einstakan fiugl, mundi þá líta svo út sem sami fuglinn væri veiddur aftur og aftur. Þetta gizka ég á, en í ísl. fer afar vel á þessu og jafnvel betur, og er þetta eng- inn galli, enda átelur B.R. það ekki. „Sjófugl öllum stærri” sé ég ekki að sé neitt slappt orðaval móts við ,,vastes oiseaux des mers” (tröllauknár úthafsfugl- ar), öðru nær, og kallla ég þetta hótfyndni og hórtoganir. Þá vantar í ísl. þýð. jafn- gildi orðsins „indoflent”, sem samkvæmt mólvenju þýðir „latur” eða „letilegur” en ég held að C.B. hafi haft I huga hið frjálslega skeytingarleysi fuglsdns um annað en eigin geðþótta, sem lýsir sér í hinum hægu, hnitmiðuðu tökum risa- vængjanna á fluginu. Þessi skilningur mun koma fram hjá Kalocsay. Nei, geðvonzkan gengur úr hófi! Nú má ekki segja „loftin blá”, það kallast útjaskað, en hvar flaug fuglinn, nema hafi það verið «m loftin blá (fleir- tölu fer betur á að hafa um þessi miklu víðerni). „Gouffres Magnús Ásgeirsson amers” er engin leið að þýða nákvæmlega, eftir orðanna hljóðan. Djúp þessi kunna að mega kallast ískyggileg, jafn- vel voðaleg, en ætli það mundi ekki þykja fara nokkuð fjarri frumtextanum? Það kann að vera að einhverja umsögn væri gott að hafa um „hin beizku djúp”, en raunar sé ég ekki mikáð eftir þessu, sjórinn kem- ur í öllu sínu voðavéldi í hug manns um leið og þýðing M.A. er lesdn, svo nákvæm er hún að miðla því sem mestu skiptir. Enn kemur spaðaskur: línan: „En þegar má á þiljum kóng þann líta”, er dæmd lágkúru- leg. En eldoi sé ég það skipti máli hvort sagt er að fiuglinn hafi verið settur niður á þil- farið eða að hann sjáist þar, — auðvitað má líta hann þar og svo það hvemág hann ber sig til, fuglinn er einmitt skoð- aður, leiddur augum, en ekki þuklaður, þefað af honum né hlustað ó hann. Og hverju skiptir hvort lýsingarorðin eru tvö eða þrjú, úr því öll lýsa því rétt sem um er að ræða, og helzt mætti ekkert missast? Það kann að vera að ekki sé að marka mig, en mér hef- ur ætið sýnzt þessir löngu vængir, svona þróttlausir. votta rænuleysi fuglsins. Betra orð get ég ekki kosið á. Fuglinn er svo yfirkominn af hrell- ingu, að hann gleymir að fljúga, man ekkii að hann hafi vængi, æ, þetta lýtur að nokkru sér- stöku í sálarlífi jafntskáldasem óskálda, og vist fugla lika, og ekkert orð gat miðlað þessu betur. ,,Voyageur ailé” kemur að nokkru leyti fram í annarri línu næstsíðasta erindis, ogM. Á. tekur þama saman í eitt hálfgildings tvítekningu hjá C.B., steypir hugmyndina upp í færri orð án þess að breyta Framhald á 2. síðu. Hjálparbeiðni Svo sem alþjóð er kunnugt af fréttum, urðu hjónin í Hömluholtum fyrir þvi tjóni. að íbúðarhúsið brann ofan af þeim aðfaranótt mánudags s.L Þar með urðu átta böm heim- ilislaus á aldrinum 9 mán. til 15 ára. öllum má ljóst vera bjargar- leysið eftir slíkt áfall og hve hörmulegt það er að horfa upp á fríðan bamahóp tvístraðan eftir áfalíið. Landsmenn hafa oft brugðið skjótt við til hjálpar í slíkum tilfellum, þess vegna er það von sveitunganna að með sam- eiginlegum fjárstyrk verði unnt að bæta tjónið. Því leita ég nú á náðir al- mennings um fjárhagsaðstoð, svo hægt verði, hið fyrsta, að veita hjónunum og gáfuðum og efnilegum bömum þeirra heimili að nýju. Blaðið hefur góðfúslega orð- ið við beiðni um að veita íjár- framlögum viðtöku. Ami Pálsson sóknarprestur. Tökum höndum saman og efíum ÞJÓÐVILJANN! I meira en aldarfjórðung er biaðið okkar, Þjóðviljinn búinn að gegna því hlutverki að vera skeleggasti og oft eini málsvari alþýðu þessa Iands í baráttu hennar fyr- Ir bættum lífskjörum. Það gefur auga Ieið, að það kost- ar ekki alllítið fjármagn að halda úti heilu dagblaöi, enda munu þeir enn til sem trúa því bókstaflega að blaðið okkar sé kostað af Rússum. Við, sem staðið höfum í eld- raun þeirri að selja happ- drætti og safna pcningum handa Þjóðviljanum ár eftir ár vitum aftur á móti vcl hverjir það eru sem staðið hafa straum af útgáfu blaðs- ins. Við þekkjum þann cin- staka skilning sem íslenzk al- þýða, og ekki sizt reykvísk hefur sýnt því að gefa út þctta blað. ★ Mér er minnisstætt þegar blaðið var stækkað I 8 síður, seinna þegar það var stækkað í 12 síður og nú síðast þegar það var stækkað í fyrra, hve mikið það gladdi okkur öll og hve hreykin við vorum þegar hverjum áfanga var náð. Hinsvegar vitum við einnig að hver stækkun krefst meira f jármagns, við vitum að eftir hverja stækkun verðum við að fara enn dýpra ofan í vasa okkar til þess að borga ú tgáfukostnaðiim. Einhver fcann e.tv. að segja að, svona té ekkl hægt aft halda afram um alla framtíð. Þeim vil ég svara með ofur einfaldri : spumingu: „Vildir þú missa | ÞJÓÐVIEJANN, eða láta • minnka hann aftur?” Ég er ] hrædd um að það yrðu færri, : sem það vildu. Nei, þegar { við höfum tekið þá ákvörð- : un, að gefa út blað þá vcrð- [ um við að standa við hana HVAÐ SEM ÞAEV KOSTAR. j Við verðum að bjarga Þjóð- : viljanum og cfla hann með j ölln móti. Ekki eingöngu ; með fjársöfnun, heldur einn- ig og ekki síður verðum við j að útvega honum nýja áskrif- endur. takmarkið á að vera: ■ ÞJÓÖVIEJIKTN inn á hvert ] einasta alþýðuhcimili í : Reykjavík! ■ ■ María Þorsteinsdóttir. ; Menningarunnandi eða bara menningarstjóri? Sem betur fer elur ísland ennþá marga föðurlandsvini, unnendur þeirrar trangu og þeirra menningarverðmæta, sem gera innbyggja þessa fá- tæka eylands að þjóð meðal þjóða. Þeim blöskrar að von- um það vamarleysi, sem ís- lenzk menning á nú við að búa. Þeir sjá geigvænlegar hættur steðja að. og þeim er ljós sá sofandaháttur, sem er ríkjandi meðal forráða- manna þjóðarinnar. Yngsta kynslóðin í höfuð- staðnum elst nú upp í annar- legu umlhverfi, þar sem til- viljunarkenndur hrærigrautur ihins bezta og hins versta í menningu fjarlægra þjóða æg- ir saman. Uppeldisstarfið er í molum vegna vinnuþrældóms foreldra og ólífrænnar ítroðslu í skólum. Hvarvetna verða peningar æðstu verðmætin. Menningarviðleitni hopar af hólmi fyrir fjárplógsstarfsemi. Það er alltaf ánægjulegt að heyra raddir, sem mótmæla þessari þróun og vara við háskanum. Og eins og í upp- hafi var getið, eru þelr marg- ir, sem ekki sætta sig við menningarlega upplausn. Einn þeirra manna, sem er annt um sinn þjóðararf, Helgi nokkur Sæmundsson, kveður sér hljóðs um þetta í Alþýðu- blaðinu fyrir skömmu. Hann gerir þar sérstaklega að um- talsefni slæmar þýðingar 'á er- lendum ritum, jafnvel úrvals- ritum heimsbfemenntanna. Það sé oft því líkast, að þýð- endurnir séu staddir einlhvers- staðar milli Færeyja o'g ís- land*. Þetta rekur hann til gróðasjónarmiðs útgefenda, sem oft kjósi heldur að fá „sriarað” ódýrt og fljótt, held- ur en bíða eftir vandaðri og að því skapi dýrari þýðingu. Greinarhöfundur minnir sér- staklega á hrognamálið á þýddum barnabókum. Þetta eru mjög þarfar á- bendingar. Hér er vissulega gripið á vandamáli. Það má þó ekki gleymast, að það hef- ur fleiri og alvarlegri hliðar. Væntanlega lætur þessi ágæti Helgi ekki staðar numið við að ráðast á óvandaðar þýð- ingar, enda virðist bert af greinarkorninu, að penna hans muni í að stinga á enn vilsu- meiri kýlum. Hann mun vafa- laust hafa eitthvað um þá þróun lífskjara að segja, að allþýða manna til sjávar og sveita verður nú orðið að vinna svo langan vinnudag. að lestur bóka er orðinn sjald- gæfur munaður meðal fjöl- skyldumanna. Hann mun gagn- rýna harðlega kvikmynda- húsaeigendur fyrir val þeirra á kvikmyndum, einkum svo- nefndum barnamyndum. Sjálf- sagt mun hann taka marga til bænar, en síðast en ekki sízt hlýtur hanrt að sveifla svipu sinni yfir höfðum þeirra manna, er ábyrgð bera á nærveru hins bandaríska hers. Það getur ekki farið fram hjá jafn skörpum manni, að nokk- ur þúsund erlendir dátar, sem umgangast þjóðina hindrunar- lítið (ekki sízt unglingsstúlk- ur)’, hafa að mirinsta kosti eins mikil áhrif til afsiðunar og allir fjárplógsmenn sam- anlagðir meðal bókaútgefenda. Og þá mun hann ekki gleyma því, sem orkar meira til nið- urrifs menninau og hióðerni en allar rnsl^AVm^nntir. nrr»^í þýddar og frumsamdar: út- varps- og sjónvarpsstöð Ame- ríkana í Keflavík. Góður gagnrýnandi hefur stígandi í verkum sínum. Þess mun án efa sjá stað hjá Al- þýðublaðshöfundi þeim, sem hér er um talað. Hann tekur fyrst til meðferðar nokkur ytri einkenni núverandi menn- ingarástands. En síðar mun hann færa sig upp á skaftið og beina skeytum sínum inn- ar og innar. Og að lokum mun hann hæfa í miðju skot- marksins, er hann útlistar á- hrif kanasjónvarpsins á menn- ingarstig og þjóðernisvitund æskunnar og rekur afskipti æðstu manna af þessu Ríkis- sjónvarpi íslands. Hann mun taka hin ómerkari atriði fyrst, en geyma þetta þangað til síð- ast í fullri vitund þess, að ameríska hersjónvarpið er orð- ið áhrifameira tæki til upp- lausnar þjóðlegri menningu, heldur en allar góðar bækur, skólar og sjálf hin íslenzka útvarpsstöð er henni til upp- byggingar meðal meirihluta íslendinga. En meðal annarra orða. Get- ur verið, að nefndur greinar- höfundur Alþýðublaðsins, Helgi Sæmundsson, sé sá hinn sami með því nafni, er stjóm- ar Menntamálaráði og Menn- ingarsjóði? Undirmaður þess Gylfa Gíslasonar menntamála- ráðherra, sem vill gjaman vera laus við ábyrgðina af íslenzkri sjónvarpsstöð í Reykjavík? Flokksbróðir sjálfs sjónvarpsmálaráðherrans, Guð- mundur 1.? Sé svo, erhérmeð beðizt afsökunar að hafa far- ið villt á einlægum menningar- unnanda og venjulegum menn- ingarstjóra. h -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.