Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Vinnuþrælkunin ¥ forystugreinum Þjóðviljans hefur síðustu daga - verið minnt á tvær aðalkröfur verkalýðshreyf- ingarinnar á þessu hausti, kauphækkun og verð- fryggingu kaupsins. Þriðja aðalkra’fan he'fur verið sfytting vinnutímans, krafan um að verkamenn og aðrir launþegar á íslandi geti unnið sómasam- lega fyrir sér og fjölskyldum sínum með því að vinna hóflegan vinnudag. Allar eru þessar kröfur í rauninni aðeins þættir sömu kröfunnar: Kröfu alþýðufólks á íslandi um skilyrði til þess að lifa lífi sem mönnum samir. 17" rafan um styttingu vinnudagsíns, um afnám “■ vinnuþrælkunarinnar, um sómasamlegt kaup fyrir hóflegan vinnudag, er krafa sem ekki verð- ur gengið fram hjá, krafa sem ekki verður þögg- uð niður fyrr en leiðir finnast úr ófremdarástand- inu. Svo viðurkennt er þetta í orði, að samþykkt var einipma fyrir nær tveimur árum á Alþingi þingsályktunartillaga frá þingmönnum Alþýðu- bandalagsins um nefnd til rannsóknar á vanda- málinu og tillögugerðar um lausn þess. Andstæð- ingar verkalýðshreyfingarinnar töldu sig hafa vel gert að samþykkja slíka tillögu, og frá þeim tíma hefur ríkissfjórninni og blöðum hennar verið 'tamt að vitna til þingsályktunarinnar og nefndar- innar sem skipuð var samkvæmt henni. Oft eru þær hugleiðingar og raunar fleiri um kjaramál- in fengdar skrafi um vinnuhagræðingu og vinnu- rannsóknir sem flestra meina bót í kjaramálum. Nú síðast í umræðunum um þvingunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar vitnaði Gunnar Thoroddsen um vilja ríkisstjómarinnar að vinna þannig að kjara- málum verkamanna. |>jörn Jónsson alþingismaður, einn mikilhæ’fasti og reyndasti forystumaður íslenzkrar verka- lýðshreyfingar, svaraði ráðherranum. Skýrði hann frá, að vinnutímanefndin, sem Björn á sjálfur sæti í, hefði sumarið 1962 gert ákveðna tillögu fil ríkisstjórnarinnar, tillögu sem nefndin taldi mikilvæga, ef starf hennar ætti að koma að gagni i framtíðinni. Lagt var til að ríkið kostaði mennt- un allmargra manna, frá samtökum launþega og atvinnurekenda, í vinnuhagræðingu og vinnu- rannsóknum. Nefndin taldi sig hafa ástæðu til að vænta skjótra og jákvæðra svara og ákvað að íres'fa frekari störfum þar til svar ríkisstjórn- arinnar væri fengið. En það svar er ókomið enn og starf nefndarinnar mun hafa lagzf niður síðan. Ahugi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins á beitingu vinnuhagræðingar og vinnurannsókna við íslenzkt atvinnulíf og til lausnar kjaramálum reyndist ekki meiri en þetta í reynd, þrátt fyrir allt gasprið Og vandamál vinnuþrælkunarinnar og hins óhóflega langa vinnudags liggur óleyst. En það mál verður að leysa, með samningum ef fært reynist. með valdi yerkalýðshreyfingarinnar ef aðrar leiðir lokast — & ÞTðÐVIUINN SKÁKÞÁTTURINN ÚRSLITAKEPPNI Á HAUSTMÓTINU 12.------exRd4 13. DxD a7xD 14. b3 Betra er b4 strax. Tveir ungir áhugamenn um skák, Bragi Björnssón og Þorsteinn Skúlason, hafa tekið að sér ritstjóm skák- þáttar Þjóðviljans fyrst um sinn að minnsta kosti. Um leið og þeir era hoðnir vel- komnir til stárfa er Sveini Kristinssyni, sem sá um skákþáttinn um margra ára skeið af miklum dugnaði og einstakri samvizkusemi, færðar beztu þakkir fyrir ágætt starf í þágu blaðsins. Ritstj. Úrslitakeppni meistaraflokks í Haustmóti Taflfél. Reykja- vikur stendur nú yfir, en keppni er lokið í neðri flokk- unum. Úrslit urðu sem hér segir: Undanrásir í meistarafl.: A-riðiII: Vinningar 1. iBjami Magnússon 8 2.—4. Bragi Björnsson 6 2.—4. Pétur Eiríksson 6 2.—4. Sigurður Jónsson 6 5. Jónas Þorvaldsson 5% 6.—7. Bragi Kristjánsson 5 6.—7. Magnús Gunnarss. 5 8.—9. Bjöm V. Þórðarson 4 8.—9. Haukur Angantýss. 4 10. Ólafur Bjömsson 3 11. Sævar Einarsson 2Yz B.-riðill: 1. Jón Kristinsson 8 2.—3. Bjöm Þorsteinsson 7 2.—3. Trausti Bjömsson 7 4. Björgvin Víglundss. 6V2 5.—6. Benóný Benediktsson 5% 5.—6. Jóhann Sigurjónss. 5-Yt 7. Hermann Jónsson 5 8. Benedikt Halldórss. 4 9. Geirlaugur Magnús. 3 10. Ársæll Júlíusson 2Y2 11. Guðjón Stefánsson 1 I. flokkur: Vinn. af 11. 1. Guðmundur Sigurjónss. 8V2 2. Jón Þóroddsson 8 3. Jóhann Þ. Jónsson 6V2 Þessir þrír flytjast allir upp í meistaraflokk. n. fl. A-riðill: yinn. af 7. 1.—2. Bergur Óskarsson 5% 1. —2. Jón Briem 5Vá n. fl. B-ríðiII: Vinn. af 8. 1. Jón G. Jónsson 6V2 2. —3. Fjölnir Stefánsson 6 2.—3. Úlfar Guðmundss. 6; Þessir fimm flytjast.i; aílir upp í I. flokk. vf; Þeir, sem nú taka þátt í úrslitakepþni meistaraflokks og fceppa um Jtitiliiin Skák- meistari T.R. 1963, er'u Bjarai Magnússon; Bragi; Bjo'ríissón, Pétur Eiríksson og Sigurður Jónsson sem urðu í efstu sæt. unum í A-ríðli, Bjöm Þor- steinsson, Trausti Björnsson, Björgvin Víglundssqn og Jó- hann Sigurjónssón úr B-riðli. Jón Kristinsson, séái sig.raði í B-riðli, getur ekki verið með í úrslitum og kemur Jóhann Sigurjónsson í hans stað. Benóný Benediktsson var reyndar jafn Jóhanni, en hann mun vera á rjúpnaveiðum norður í landi og er því lög- lega forfallaður. Auk þessara átta, sem nú voru nefndir, var tveim mönnum boðið sérstak- lega til úrslitakeppninnar, en það eru þeir Gunnar Gunn- arsson, sem varð meistari T.R. í fyrra og Guðmundur Ægústsson, sem skoðást" sem fulltrúi eldri kynslóðarinnar í mótinu. Þegar þetta er rittó, hefur Guðmundur tekið for- ystuna ásamt Trausta Bjöms- syni. Ekki er að efa, að keppni þessi verður mjög spennandi og tvísýnt um úr- slit. Vill þáturinn engu spá þar um, en hvetja sem flesta til þess að horfa á þessa skemmtilegu keppni, því að sjón er sögu í'íkari. Teflt er í Hafnarbúðum á sunnudögum, mánudögum og miðvikudögum og biðskákir á föstudögum. Hér er evo ein skák úr 1. flokki. Sá, sem stýrir hvítu mönnunum er nú nýbakaður meirtari: Hvítt: Jón Þóroddsson. Svart: Ólafur Ólafsson. PIRC-UFIMZEWVÖBN 1. e4, d6 2. d4, Rf6 3. Bd3 Betra er talið 3. Rc3. 3. ---g6 Nákvæmara er e5 eða c5. 4. f4, Bg7 5. Rf3 0—9 6. 0—0, c5 7. c3 Hér kemur mjög til greina 7. dxc5, dxc5 8. e5, Rd5 9. a3 og siðan c4 með góðri stöðu fyrir hvítan. 7.----cxd4 8. cxd4, Rc6 9. Rbd2 Eðlilegra er 9. Rc3. 9. -----Rxd4? Svartur hyggst nú draga burst úr nefi hvíts, en hvítur afstýrir voðanum með nokkr- um einföldum, en sterkum leikjum. 10. RxRd4, Db6 11. Rf3, e5 12. Db3! Sterkara en 12. Be3 þar eð nú sfcapast veila í drottning- arvæng svarts. 14.-----Rd7 15. b4, Rb8 16. Bb2, Rc6 17 a3, f5 18. exf5, Bxf5 19. Bc4f, Kh8 20. Rg5, Rd8? Vandræðalegur leikur. Svartur gat reynt 20. — — h6 21. Rf7f, Kh7 22. Rxd6, Had8, því að nú er peðið á b7 eitrað vegna 23.----Hd7 24. Rb5, Be4 25. Hacl. Hc8. 21. Hfel, Hc8 22. Bb3, h6 23. Re4, Rc6 24. Rxd6, Hc7 25. Re8, Hd7 26. RxBg7, Kxg7 27. Hadl, Kh7 28. h3 d3? Tapar nú fljótt. Nauðsyn- legt var 28.------h5. 29. g4, d2 30. He2, Bd3 31. Hexd2, Hfd8 32. Bc3! Ekki Bc2 vegna Bf5! 32. ----Bf5? Hrein uppgjöf í tímahraki. Reynandi var Rb8, en svartur tapar allavega skiptamun. 33. g4xB, HxH 34. fxg6t, Kxg6 35. HxH, HxH 36. BxH, Rd4 37. Bd5, Re2t 38. Kf2, Rd4 39. Bxb7, Kf5 40. Be3, Rc2 og svartur gafst upp. Sunnudagur 17- nóvember 19Í3 Gjöf til Hall- veigarstaöa Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda afhenti nýlega framkvæmdastjóm Hallveigar- staða eitthundrað þúsund krón- ur að gjöf. Ákvörðun um gjöf- ina var tekin á aðalfundi sam- bandsins í sumar. Þessi höfðinglega gjöf, — sem og aðrar gjafir, sem Hahveig- arstöðum hafa borizt undanfarið, — kemur i góðar þarfir nú, þeg- ar bygging kvénnaheimilisins er loksins hafin, eftir margra ára erfiðleika og málaferlL Bygging- in er senn orðin fokheld, og er því farið að laekka í kassanum, enda hafa framlög og gjafir frá fyrri timum rýmað mjög að verðgildi að undanfömu. Þrátt fyrír alla erfiðleika hef- ur framkvæmdastjórinn fullan hug á því að kama bygging- unni upp sem allra fyrst, enda er þörfin fyrir húsnæði fyrir starfsemi kvennasamtakanna í landinu orðin brýn. Framkvæmdastjómin er þakk- lát fyrir allar h'inar rausnarlegu gjafir, sem undanfarið hafa bor- izt, og sérstaklega fyrir þessa stóru gjöf. sem hér er ságt frá. (Frá framkvæmdastjóm Hall- veigarstaða). UTBOÐ Hreppsnefnd Garðahrepps óskar eftir tilboðum í gatna og holræsagerð ásamt lagningu vatnsæða í götumar, Blikanes, Hegranes, Æðanes í Arnarnesi í Garðahreppi. — Hitaveita Amamess óskar samtímis eftir tilboði í hitaveitulagnir í göturnar Blikanes og Æðanes. Teikningar og útboðslýsingar verða afhentar í skrifstofu Garðahrepps Goðatúni 2, Garðahreppi gegn 2 þúsund skilatryggingu. SVEITARSTJÓRINN I GARElAHREPPI. 16. nóvember 1963. SUNNUDA GSKROSSGÁ TA LÁRÉTT : 1 svarkur 4 tré 8 latti 9 draugui- 10 álitleg 11 kaupst. 13 heima 15 stöða 17 tímabilið 19 glima 21 rekuna 23 fuglinn 26 hvíld 27 nokkuð stór 28 flækingunum. LÓÐRETl': 1 vinna 2 samningur 3 grínið 4 agnið 5 bjánar 6 veiðarfæri 7 flakks 12 vangi 14 heiti 16 ýtti 18 voðaleg 20 lifði 22 skynfærin 24 önduð 25 fóðrum 26 neyttu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.