Þjóðviljinn - 22.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.11.1963, Blaðsíða 12
Úrbótatiilögur iags tii umræðu í borgarstjórn □ Umræður um margar tillögur, sem borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins fluttu, settu mestan svip á fund borg- arstjómar Reykjavíkur í gær. Tillögur þessar fjölluðu um ýmis þýðingarmestu hagsmunamál borgarbúa, svo sem skóla- og uppeldismál, húsnæðismál, eflingu atvinnu- vega borgarbúa o.s.frv. — mál sem íhaldsmeirihlutinn í borgarstjóm hefur jafnan látið sitja á hakanum. Borgarstjómarfundurinn í gær stóð fram eftir kvöldi og er því e*gi unnt að skýra í þessu blaði frá umræðunum um framan- greindar tillögur Alþýðubanda- lagsins né afgreiðslu þeirra, en það verður gert nasstu daga. Þó skal lítillega drepið á meginefni þessara tiUagna hér á eftir. Skóla- og uppeldis- mál ADDA BARA SIGFÚSDÖTT- IR flutti sex fiillögur um skóla- og uppeldismál. I einni þeirra er gert ráð fyrir að hjálparbekkir fyrir tomaem böm. með há- markstölunni 15 böm í deild, skuli starfrækfiir í öllum skólum bæjarins og þeim kennurum, sem slíkar deildir annast veitt sú stytting kennslutíma, sem kjaradómur gerir ráð fyrir. Þá fjalla tvær aðrar tillögur öddu Jarisegulsviðsrannsóknir Upp úr hádegi í gær kom til Reykjavíkur bandarísk flug- vél, er vinnur að jarðsegulsviðs- rannsóknum á hafsvæðum heimsins. Skoðuðu fréttamenn vélina, en hún hefur undanfar- ið haft bækistöð sína á Kefla- víkurvelli. Er þetta „Skymast- er“ flugvél úr sjóher Bandaríkj- anna, eða nánar til tekið DC-4. Tólf manna áhöfn er á vélinni. Jarðsegulsviðsrannsóknir eru taldar mjög mikilvægar til end- urbóta á siglinga- og segulsviðs- kortum, Mikið af þeim upplýs- ingum, sem notaðar eru við seg- ulsviðskortagerð nú, eru byggð- ar á meira en 30 ára gömlum mælingum. Vegna óþekktra og ófyrirsjáanlegra breytinga á segulsviði jarðar, eru þessar upplýsingar orðnar ófullnægj- andi, en verður nú sem sagt úr bætt. Báru um kennslu afbrigði'legra barna. I einni þeirra er gert ráð fyrir að tekin verði upp al- menn leikskólakennsla fyrir 6 ára börn, I annarri að unnið verði að því að nám fari að mestu leyti fram £ skólunum sjálfum en heimavinna minnki að sama skapi, og loks tillaga um að leitað sé álits forstöðumanna | Geðvemdardeildar barna og Sál- fræðideildar skóla á því, hvort ekki sé eðlilegt og hagkvæmt að sameina þessar tvær stofnanir. Fastari skipan starfsráðninga ADDA BÁRA flutti einnig til- lögu um að komið verði á fastari skipan á ráðningu starfsliðs borgarirmar og fyrirtækja henn- ar, með því m. a. að borgarráð haldi skrá um störf og eðlileg- an fjölda fastra starfsmanna á skrifstofum borgarinnar. í stofn- unum hennar og fyrirtækjum, og að auglýstar séu allar fastar stöður, sem losna, og nýjar sem stofnað verður til. Bygging H iúkrunarskólans ALFREÐ GÍSLASON flutti eft- irfarandi tillögu um Hjúkrunar- skóla Islands: ,,Borgarstjóm Reykjavíkur á- lyktar að skora á heilbrigðis- stjóm landsins að gera nú þeg- ar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að lokið verði hið fyrst byggingu H,iúkrunarskóla Is- lands.” Crbætur á húsnæðis- vandræðunum Þá flutti Guðmundur Vlgfús- son merka tillögu. þar sem gert er ráð fyrir að borgarstjóm beiti Framhald á 2. s(ðu Föstudagur 22. nóvember 1963 — 28. árgangur — 248. tölublað. Forsetaheimsókninni til Bretiands lokiS ★ Hinni opjnberu heimsókn forseta fslands til Bretlands Iykur I dag með því ad fulltrúi drottningar, Nugent lávarður, kemur & hótel forsetahjónanna og kveður þau formlega. ★ I gærmorgun heimsótti forsetinn Oxford en í gærkvöld hélt hann kveðjuveizlu að Claridge Hotel. Sóttu boðið 54 gestir, þeirxa á meðal Home forsætisráðherra og Butler utanrikisráðhema, Hai> man yfirborgarstjóri í Lundúnum, Harold Wilson, Nugent lávarður og fleiri stórmenni. Fögur máiverkabók Cunniaugs Blöndals Komin er út hjá Helgafelli ný, glæsileg málverkabók og fjallar hún um list Gunnlaugs heitins Blöndals. Er þetta sjöunda málverkabók Helgafells helguð íslenzkum málurum, en auk þess hefur forlagið gefið út bók um norræn-a málaralist. Bók Helgafells um Gunnlaug Blöndal er sém fyrri málverka- bækur þess forkunnarvönduð og vegleg. Eru og í henni fleiri litmyndir en nokkurri fyrri bók- anna eða alls 48 síður auk fjög- urra síðna af svart-hvítum mynd- um. Hins vegar er texti bók- arinnar nokkru styttri en fyrri bókanna. Formála fyrir bókinni ritar Kristján Karlsson en um lista- manninn sjálfan hefur Eggert Stefánsson söngvari ritað. Var Eggert m'i'kill vinur Ústamanns- ins og óskaði Gunnlaugur sjálf- ur eftir því að hann ritaði texta bókarinnar. Hafði Eggert nýlok- ið því verki er hann lézt. Þá er birt í bókinni greh) um Gunr,- laug Blöndal er Tómas Guð- mundsson skáld hefur ritað og loks ritar Ríkharður Jónsson myndhöggvari kveðjuorð um Gunnlaug. Greinar Eggerts og Tómasar eru blrtar á fimm tungumálum í bókinni. þ.e. ís- lenzku, dönsku, ensku, þýzku og frönsku en formálinn á íslenzku Togarasala í gær 1 gær seldi togarinn Víkingur í Cuxhaven í Þýzkalandi 287 tonn fyrir 181 þúsund mörk. og ensku. Þá er og í bókinni myndaskrá. I viðtali við fréttamenn í gær sagði Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells að unnið hefði verið að undirbúningi þessarar bókar í 3 ár og átti hún raunar að koma út fyrir jólin í fyrra en vegna andláts Gunnlaugs Blöndals seinkaði útgáfunni um eitt ár. Sagðist Ragnar telja þessa bók vönduðustu málverkabók Helga- fells til þessa, en hún er að öllu leyti unnin hér á landi, mynda- mót gerð af Prentmyndagerðinni Prentmót h.f., en prentun annað- ist Víkingsprent h.f. og Bókfeil h.f. hefur bundið hana inn Sagði Ragnar að i litprentun stæðum við öðrum þjóðum fylli- lega á sporði nú orðið. Verð bók- arinnar verður kr. 865 eða ná- lega sama verð og var á As- grimsbókinni í fyrra. Ragnar sagði að lokum að aðaljólabækur Helgafells í ár yrðu þessi bók um Blöndal og svo bók eftir Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi er væntan- leg er fyrir mánaðarmótin. Nefn- ist hún Mælt mál og flytur ýms- ar ritgerðir eftir skáldið. Þá er væntanleg fyrir jól ein bók enn hjá Helgafelli. ritgerðasafn eftlr Eínar Ól. Sveinsson prófessor. er nefnist Ferð og förunautar. ★ Myndin er frá heimsókn forsetans til Bretlands og sést hann þar ræða við Home fcrsætisráðherra. Jólamerki Thorvaldsens- félagsins eru komin út Jólamerki barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins í ár er komið á markaðinn, og er það hið skrautlegasta að vanda. Ágóða af sölu merkisins verður varið til að fullgera vöggustofu Thorvaldsensfélagsins við Dyngjuveg, enda þótt stofnun- in hafi þegar verið afhent Reykj avíkurborg. Jólamerki félagsins kom fyrst út 1913, og er þetta 50. merkið sem félagið lætur gera. Merkið frá 1917 komst að vísu aldrei á markað. þar sem það sökk i hafið með skipi á heimsstyrj- aldarárunum fyrri. Thorvaldsensfélagið hefur ný- lega úthlutað úr Líknar- og hjúkrunarsjóði sínum, sem stofnaður var 1906. Veitt er ár- lega úr sjóðnum 19. nóv., af- mælisdag Thorvaldsens, til fólks sem er í nauðum statt vegna fátæktar. veikinda eða slysa. Formaður Thorvaldsensfélags- ins er frú Svanfríður Hjartar- dóttir. en formaður barnaupp- eldissjóðs er Bjarnþóra Bene- diktsdóttir. Flytur fyrir- lestur um náttúruvernd Á samkomu Náttúrufræðifé- lagsins í 1. kennslustofu Há- skólans mánudaginn 25 nóvem- ber kl. 20,30 flytur Úlfar Þórð- arson læknir erindi sem hann nefnir: Om náttúruvernd frá sjóharhóli áhugamanns. Enn fremur verður sýnd stutt kvikmynd. „The Long Flight“, af rannsóknum á ferðum far- fugla, með skýringum eftir Pet- er Scott. Vegir víðast hvar að teppast af snjó Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk í gær- kvöld hjá Snæbirni Jónassyni verkfræðingi hjá Vegagerð- inni hafa flestir aðalvegir úti á landi nú lokazt vegna snjóa og þungfært er orðið víða hér sunnanlands. í fyrrinótt lokaðist Hvalfjarð- arvegurinn en unnið var að því í gær að ryðja hann með ýtum og var því verki að verða lokið í gærkvöld. Vegir fyrir vestan voru hins vegar flestir lokaðir. Þannig eru bæði Brattabrekka og Holtavörðuheiði ófær yfir- ferðar og vegirnir frá Blöndu- ósi voru einnig tepptir, bæði Norðurlandsvegur og Svínvetn- ingabraut. Einnig mun Vatns- skarð vera ófært. í Eyjafirði var komin mikil ófærð í gær. Hafði hríðað þar mikið í logni og hætt við að allir vegir teppist ef eitthvað hvessir. Á Norðaustur- og Austurlandi var komin mikil ófærð og flestir vegir tepptir en Snæbjörn kvaðst ekki hafa haft nákvæm- ar fréttir þaðan í gær. í gærkvöld var Þrengslaveg- ur enn fær stórum bílum en mjög varasamt fyrir litla bíla að ætla að fara hann. Hellis- heiðarvegur er lokaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.