Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞlðÐVILIINN Sunnudagur 1. desember 1963 árla morguns sæll og endur- nærður. Þaðan sem hann lá gat hann séð garðinn útum opinn gluggann og bakvið hann appel- sínutré. éldtré og skóginn há- vaxinn og dökkgrænan. Lát- skrúðug blómin, blár himinninn, fyrstu sólargeislamir og tifandi skógarrottumar hrifu hann; honum þótti þetta himneskur staður og ekki spillti vissan um það að Nay Htohn svaf undir þessu sama þaki. Honum fannst allt í einu sem hún myndi koma samstundis, ef hann fengi mar- tröð og ræki upp óp. Við til- hugsunina um það, féll hann aftur í mók og svaf i klukku- 6tund í viðbót. Morgunverðurinn var sams- konar málsverður og þau höfðu fengið kvöldið áður, hrísgrjón og krydd og te handa Morgan. A eftir sat hann úti á veröndinni og reykti vindil, en síðan fannst honum hann vera fær i allan sjó og gekk út á götuna til að svipast um. Nay Htohn kom hlaupandi á eftir honum. Hún sagði; — Þú átt ekki að ganga; þú átt að hvíla fætuma. — Eg þarf lika að hvíla á mér bakhlutann, sagði hann. — Auk þess langar mig til að sjá mig um. Hún sagði: — Má ég koma með þér? Hún hikaði. — Sumir landar mfnir eru kviðafullir yfir endurkomu Bretanna. Þú ættir að hafa einhvem með þér sem getur talað mál þitt og túlk- að fyrir þig. Hann sagði; — Komdu þá. Hvað er gata á burmversku — til dæmis þessi gata sem við göngum núna? Þau gengu gegnum brunn- inn og ömurlegan miðbæinn. Karlar. konur og böm höfðust Hárgreiðslan r Hárgrelðsln og snyrtlstofa STEINT7 or DÖDrt Laugaveei 18 III. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. ' SÍMI 33968. HárETeiðslu- ne snyrtlstofa. Dðmurf Hárgreiðsla við ailra hæfl TJARWARSTOFAN. TjamarBðtu 10. Vonarstrætis- tnegin. — SfMI 14662. HARGREIÐSLDSTOFA ADSTDRBÆ.IAR fMarfa Guðmundsdóttirl Laugavegi 13 — SÍMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — við í rústunum; sumir höfðu sett upp smápalla til að selja dálítið grænmeti eða ávexti. Flugmanninum þótti þetta öm- urleg sjón; ekkert var gert til að hjálpa þessu fólki, því að enginn var til taks til að hjálpa. Það var engin neyð að sofa úti meðan veðrið var svona milt, en innan hálfs mánaðar myndi monsúnninn skella á. Hann minntist á þetta við Nay Htohn. — Hvað gerir það? spurði hann. — Er ekkert skýli handa þeim? Stúlkan yppti öxlum. — Ekk- ert. Þau reyna að byggja sér 33 kofa — sjáðu, þama er maður að byggja einn. En það er lítill bambus og pálmalauf 1 nágrenn- inu — hér er of fjölmennt. Það verður mikil hitasótt þegar regn- ið skellur á og fólkið hefur ekkert skjól. — Það er slæmt. Getur það ekki fengið bambus og efnivið upp ána? Stúlkan sagði: — Það eru eng- ir bátar eftir. Morgan vissi að þetta var satt. Með fram öllum árbakkanum frá Yandoon höfðu legið ónýtir og laskaðir bátar, sumum höfðu Japanimir sökt, öðrum brezki flugherinn. — Það eru meira en þrjátíu tonn af bárujámsplötum 1 Taun- saw, en það er enginn möguleiki á að koma þeim hingað, sagði hún. — Það eru engir vörubílar eftir og Japanimir hirtu megn- ið af uxavögnunum. — Hvar er Taunsaw? — Sextíu kílómetra héðan, niður með jámbrautinni til Bass- ein. Þar er breitt gljúfur og brúna yfir það sprengdu RAF í janúar. — Hvað er að jámbrautinni? spurði flugmaðurinn. — Ég veit það ekki. Hún hef- ur ekki starfað í þrjú ár, síð- an Bretamir fóru. Flugmaðurinn spurði: — Er allt í lagi með teinana? Ég á við, að það hlýtur að vera til einhver ganghæfur vagn. Ef það em bárujámsplötur þama í Taunsaw, gætum við þá ekki hóað saman mönnum og fengið þá til að ýta vagni þangað og sækja farm? Hún leit á hann undarlegu augnaráði. — Það kynnu að vera Japanir neðar við brautina. Hann brosti til hennar. — Kannski — og kannski er Sjálfstæðisher Burma þar og lít- ur eftir þeim. Við skulum Hta á lámbrautina. Vagnar stóðu á uppgrónum teinunum. flestir höfðu orðið fyrir skotum en sýndust þó sæmilega nothæfir. I vélaskýl- inu voru þrjár eimreiðar, ryðg- aðar og illa útlítandi, dapurleg- ar að sjá. I öllum voru tvær gapandi holur sitt hvoru megin við ketilinn. Augljóst var að þama vantaði hluta en flugmað- urinn vissi ekki hvaða hlutar það voru né hvert hlutverk þeirra var. Gufuvélar voru hon- um lokuð bók um þær mundir. — Þama hefur einhver fikt- að við þær, sagði hann. Burmabúi klæddur longyi og vesti hafði fylgt þeim eftir inn í skýlið og sagði nú eitthvað. Nay Htohn spurði einhvers og þau töluðust við nokkra stund meðan Morgan beið. Loks sneri hún sér að honum og sagði: — Hann segir að þessir hlutar hafi verið teknir úr þegar Bret- amir fóru burt og lestarst.iórinn hafi sagt Japönunum að Bret- amir hafi tekið þá með sér. Hann segir að það hafi ekki ver- ið satt; lestarstjórinn hafi sjálf- ur falið þá. — Hvar er lestarstjórinn? Hún spurði manninn. — Hann er dáinn. Hann vann á viðgerð- arverkstæði í Insein og fórst í loftárás. — Hvaða vandræði. Flugmað- urinn hugsaði sig um andartak. — Veit hann hvaða hlutar þetta voru eða hvar þeir eru niður- komnir? Hún spurði og sagði svo: — Hann veit ekki meira en þetta. Hann er bara maðurinn sem hreinsar vagnana. — Eru nokkrir lestarstarfs- menn eftir í Henzada? Hún spurði aftur. — Hann segir að þeir hafi verið sendir i Rangoon að vinna við aðal- línuna. Morgan sagði aftur: — Hvaða vandræði. Það var ekkert við þessu að gera og þau sneru við og héldu heim í húsið aftur. Þegar þangað kom voru fætum- ir á honum mjög bólgnir og hann var feginn að geta lagt þá upp á stól úti á veröndinni. Nay Htohn sagði: — Þetta er mjög merkilegur stóll. Þetta er stóll japanska herforingjans. Hann brosti. — Það er mikill heiður. Hún færði honum vindil og síðan hagræddi hún sér á gólf- inu hjá honum með handavinnu. Hann leit á hana og sá að hún var að staga í upplitaðar og slitnar buxumar af hermanna- búningi hans, sem nú var búið að þvo og pressa. Hún var að gera við litla rifu með smá- gerðum spomm og notaði þráð úr efninu sem hún hafði rakið úr við saum. Hann þakkaði henni fyrir og hún sneri blússunni við. Hún hafði verið vandlega þveginn og vængimir og höndin komu skýrt fram á upplituðum dúknum. — Segðu mér hvað þetta táknar, sagði hún. Hann sagöi henni frá vængj- unum og hvemig menn fengju þá og lýsti fyrir henni starfinu við flugið. — Og þetta, sagði hún. — Eru þetta ekki heiðurs- merki? Hann sýndi henni stjömuna frá 1940 og sagði henni hvað hún táknaði. Þá benti hún á hina. — Og þetta? — Þetta er flugkrossinn, sagði hann. — Hann táknar ekkert sérstakt. Þeir senda hann út með skömmtunarseðlunum. Hún leit hikandi á hann. — Fá allir hann? Honum varð allt í einu ljóst hvað hann neitaði henni um mikla ánægju. — Ekki allir, sagði hann vandræðalega. — Maður fær hann ef maður er heppinn. Hún var hissa. — Hvemig heppinn? — Nógu heppinn til að halda lífi, sagði hann.— Nógu heppinn til að komast aftur heim. Hún sagði hægt: — Er hann veittur fyrir mikið hugrekki? Hann ók sér vandræðalega í sætinu. — Ekki beinlínis. Hann er veittur ef manni tekst eitt- hvað sem er erfitt. — Og hættulegt? — Og hættulegt. En manni finnst ekkert merkilegt að fá hann. Sumir gera miklu meira án þess að fá neitt. — Segðu mér frá því, sagði hún. — Hvað var það sem þú gerðir? Hann sagði henni það og hún hlustaði á hann með galopin augu. þar sem hún kraup með hannyrðirnar á hnjánum. Loks sagði hún: — Hver afhenti þér hann? Er einhver athöfn. — Maður fær hann hjá kóng- inum, sagði hann. — Hann af- hendir hann í Buckhaminghöll. Hún sagði lágt: — Áttu við að konunglegi keisarinn afhendi hann? Sástu hann sjálfur? — Hvort ég sá! Hann mældi hann í og kom ekki prjóninum í. Hann sagði: Fyrirgefðu hvað ég er mikill klaufi! Hún starði á hann. — Sagði konunglegi keisarinn þetta við Þig? — Já. Mér fannst það ósköp alþýðlegt af honum. — Hvað sagðir þú? — Tja, ég sagði víst: — Allt í lagi, eða eitthvað svoleiðis. Hún þagði andartak. Svo sagði hún: — Er þér sama þótt ég segi honum föður mínum þetta? — Ef þú endilega vilt. Hann hikaði. — En láttu það samt ekki fara lengra. Ég á við, þetta skiptir svo litlu máli, skilurðu. Það er alveg satt. Hún horfði á hann og brosti ögn við. — Ég held það geri það. sagði hún. Ég held það skipti töluverðu máli. Hann skipti um umræðuefni. — Eg vildi gjaman fara aftur { þessi föt þegar þú ert búin að gera við þau, sagði hann. — Það er betra að vera í ein- kennisbúningi. Stúlkan sagði: — Það tekur ekki langan tíma. Hann sat og hugsaði og virti sér fimlegar hreyfingar hennar þar sem hún sat við saumana. — Þessi lestarstjóri, sagði hann. — Átti hann heima héma? Ég á við áður en hann fór til In- sein og fórst? Nay Htohn sagði: — Ég held það. — Heldurðu að konan hans sé héma ennþá? Ég á við það, að hlutimir sem hann tók úr eim- vögnunum em sennilega í Henz- ada. ef við gætum fundið þá. Hún sagði: — Ég skal komast að þvi. Sama kvöldið áttu þau tal við roskna burmakonu í miðri ösku- hrúgu sem eitt sinn hafði verið hús. Konan var málug og ill- skeytt; Nay Htohn var hvassyrt við hana, oftar en einu sinni greip hún fram í fyrir henni. — Kassinn var grafinn einhvers staðar héma, sagði hún við Morgan. — Undir húsinu. Hér á milli þessara pósta. Þau merktu staðinn, skildu við konuna og gengu aftur heim; eftir nokkra stund fóru þau til baka í fylgd með tveimur mönn- um sem bám skóflu og haka. Eftir hálftíma vom . þeir búnir að finna trékassann sem graf- inn var fet í jörðu; hann var rotinn og ormétinn, en hreyfi- speldin sex voru vafin í striga og vel á sig komin. Þau sneru aftur heim til húss- ins í góðu skapi. og mennimir S K OTTA Þaö stendur ekkert í Tízkubókinni um aö maöur megi ekki vera 9tá föstu“ með tveimur strákum í einu. JT Asprestakal/ Stuðningsmenn SÉRA JÓNASAR GÍSLASONAR, umsækjanda um Ásprestakall, hafa á kjördegi skrifstofu í GAMLA KOMPANÍINU H/F, SÍÐU- MÚLA 23, sími 36500 (3 línur). Þeir sem vilja stuðla að kosningu hans, eru beðn- ir að hafa samband við skrifstofuna, sem veitir nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu við kosning- una. — BÍLASÍMI 36500. Stuðningsmenn. Grensásprestakal/ Stuðningsmenn FELIX ÓLAFSSONAR hafa skrif- stofu á kjördag að Hvassaleiti 151. Beiðnum um upplýsingar eða bíla svarað í síma 38010 og 38011. Vinsamlegast látið skrifstofunni í té allar þær upplýsingar, sem að gagni mega koma. Stuðningsmennimir. Sími 17-500 Nokkur útburðarhverfi losna um mánaðar- mótin. — Afgreiðsla Þjóðviljans. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN, húsgagnaverzlun Nrsgötu 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.