Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA MÖÐVILIINN Laugardagur 21. desember 1563 Cteefandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Sósialistnílokk- urinn. — Rltstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson fób.t. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 10. Sími 17-500 (5 linurt. Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Sarrmingar l$]u-félaganna: IÐJA í REYKJAVÍK RAUF SAMSTÖÐUNA A F A N G I J^jaldan eða aldrei hefur íslenzk ríkisstjórn kveð- ið upp yfir sjálfri sér annan eins áfellisdóm og sú sem undanfarna 11 daga hefur borið ábyrgð á raunverulegu allsherjarverkfalli um land allt, langvíðtækas'ta verkfalli íslenzkrar sögu. Til slíks verkfalls kemur ekki nema alþýða manna sé komin í raunverulegan uppreisnarhug, samstaðan var rökrétt afleiðing af óðaverðbólgu þeirri sem ríkisstjórnin hefur skipulagt yfir þjóðina og al- geru getuleysi hennar gagnvart afleiðingum sinn- ar eigin stefnu. Verklýðshreyfingin hafði gefið ríkisstjóminni tækifæri á tækifæri ofan til frið- samlegra samninga alla daga síðan í vor, ríkis- stjómin sleppti hverju tækifæri, skipulagði að lokum sjálf yfir sig verkföllin miklu og dró þau seinast á langinn með herfilegum vinnubrögð- um. Stjórnarstefnan hefur beðið svo algert gjald- þrot að hún á sér enga viðreisnarvon. ■ gtjómarvöldin hafa tvívegis beðið stórfelldan ósigur fyrir verklýðssamtökunum á þessu hausti, og raunar eru þeir atburðir samtengdir. Fyrst var hún neydd til þess að falla frá kúgun- arfrumvarpi sínu um að skipa kjaramálum verka- fólks með valdboði. Nú hefur hún neyðzt fil þess að fallast á 15% almenna kauphækkun, þótt hún teldi sjálf 3—5% algert hámark fyrir hálfum mán- uði. En þessi tvöfaldi og stórfelldi ósigur ríkis- stjórnarinnar er að sjálfsögðu enginn fullnægj- andi sigur. fyrir verklýðssamtökin; þau komust mun skemur en skyldi vegna þess að samheldni brást á örlagastund. 15% kauphækkun vegur að vísu ríflega upp þá óðaverðbólgu sem dunið hef- ur yfir í sumar og haust, og nemur nú 11,4% frá því í júní, en ef að vanda lætur mun haldið áfram að skerða kaupið með nýjum verðhækkunum, þannig að eftir nokkra mánuði mun aftur taka að halla undan fæ'ti. Þannig mun þetta samkomu- lag aðeins standa skamma stund, verði ekki gerð- ar ráðstafanir til þess að bæta við það veigamikl- um atriðum. Þar ber hæst kauptryggingu og markvissa styttingu á vinnutíma án skerðingar á heildarkaupi, en meðan þau atriði eru óleyst fást engir viðunanlegir kjarasamningar á íslandi. ■ jþrá'tt 'fyrir þær alvarlegu veilur sem fram komu í verkfallinu er sú víðtæka samheldni sem einnig einkenndi það einn dýrmæfasti árangur þess, þótt hann verði ekki reiknaður í neinum prósentum. Stjórnmálaandstæðingar störfuðu þar saman af trúnaði og heilindum, og ef sá hugur helzt og styrkist geta samningarnir nú orðið áfangi á leið til mun stærri markmiða. Alþýðu- ^mtökin í heild þurfa. þótt verkföllum sé lok- ið. að halöa kjarasamningum áfram næstu viV ur og mánuði og gera skilyrðislausar kröfur um kauntrvggingu og styttingu á vinnutíma. Geti valdhafarnir, rikisstjórn og atvinnurekendur, nokkuð lært af reynslunni og eigin ófarnaði, ætti á næstunni að sjá einhver merki þess. — m. S.l. sunuudag gerðust þau tíðindi í verkfallsmálunum að Iðja í Reykjavík sagði sig úr samstarfsnefnd verkalýðsfé- Iaganna og hóf samninga við atvinnurekendur ein út af fyrir sig. Höfðu Iðju-félögin í Reykjavík, í Hafnarfirði og á Akureyri áður haft með sér samstarf í kjarabaráttunni en nú skarst Iðja í Reykjavík þar úr leik án samráðs við hin félögin. Stóðu samninga- fundir á mánudag og þriðju- dag með Iðju og atvinnurek- endum og náðist samkomulag aðfaranótt miðvUrndags er var samþykkt-í félögunum síðdeg- is á miðvikudag. Aðalatriði Iðjusamninganna voni þau að allir kauptaxtar félagsins skyldu hækka um 14% og jafnframt voru gerð- ar nokkrar smávægilegar breytingar á öðrum greinum samningsins, svo sem á á- kvæðum um vinnutíma, skil eftirvinnu og næturvinnu o. fl. Samningurinn gildir til 31. desember 1964 en kaupgjalds- ákvæði hans eru opin til end- urskoðunar frá og með 1. júní 1964. ( Iðjufundurinn var haldinn í Iðnó og var hann mjög fjöl- sóttur, fullskipað var í sæti hússins og fjöldi manna stóð. Var samningurinn samþykkt- ur með öllum greiddum at- kvæðum nema 5 og var verk- fallinu þar með aflýst. Hófst vinna í verksmiðjum hér í Reykjavík á fimmtudags-$> morgun. Páein fyrirtæki urðu þó að senda starfsfólk sitt heim þar eð þau gátu ekki starfað vegna olíuleysis. Framkvæmd verkfallsins gekk árekstralítið en þó bar nokkuð á tilraunum til verk- fallsbrota hjá smærri fyrir- tækjum, einkum þeim sem ekki eru í samtökum atvinnu- rekenda. Iðja á Akureyri Eftir að Iðja í Reykjavík hafði samið héldu hin Iðju- félögin tvö áfram samningum við atvinnurekendur innan samstarfsnefndar verklýðsfé- laganna. Á föstudag náðist samkomulag milli Iðju á Ak- ureyri og atvinnurekenda um 15% kauphækkun og nokkrar smálagfæringar aðrar á samn- ingum. Er gildistími samn- ingsins útrunninn 31. desem- ber 1964. Var samkomulag þetta samþykkt á fjölmenn- um fundi í Iðju á hádegi á föstudag og hófst vinna í verksmiðjum samvinnufélag- anna á Akureyri síðdegis í i gær, en þau samþykktu samn- inginn fyrir sitt leyti. Einka- Banaslys 12/12 — Klukkan rösklega ell- efu í gærkvöld varð það slys a j Akureyri, að 17 ára piltur, Guð- mundur Arason, Aðalstræti 19- Akureyri, féll af palli vörubif- reiðar og beið bana. Slysið varð skammt írá bifreiðaverkstæðinu Þórshamri. Hafði Guðmundur staðið á palli vörubifreiðar ásamt öðrwm manni. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús, en lézt áður en þangað kom. Myndin er tekin í bækistöðvum samstaxfsnefndar verklýðsfélaganna áður en Iðja í Reykjavík gekk úr henni. I hléi frá samningaþjarkinu reyna l>eir með sér í tafli Jón Ingimarsson for- maður Iðju á Akureyri og Guðjón Sigurðsson formaður Iðju í Reykjavik og Magnús Guð- jónsson formaður Iðju í Hafnarfirði (með gleraugu og pípu) horfir á. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). iðnrekendur á Akureyri felldu hinsvegar samninginn og verður samningafundur í dag með Iðju og fulltrúum einka- atvixmurekenda. 1 viðtali við Þjóðviljann í gær, sagði Jón Ingimarsson formaður Iðju, að samningar Iðju í Reykjavik hefðu mjög torveldað Akureyrarfélaginu að ná hagstæðari samningum, einkum varðandi lengd gildis- tíma samninganna. Þá sagði Jón að fram- kvæmd veríkfallsins hefði tek- izt með ágætum, samstaða fé- lagsmanna verið góð og lítið um verkfallsbrot. Iðja í Hafnarfirði Á sámningafundinum á föstudagsnótt fengust at- vinnurekendur ekki til þess að bjóða Iðju í Hafnarfirði upp á hagstæðari samninga en þá sem Iðja í Reykjavík hafði gert. þ.e. 14% kaup- hækkim ög ‘samning -til eins árs. Var tilboð þetta borið upp á fundi í félaginu á föstu- dagsmorgun og þar var það fellt með 13 atkvæðum gegn 12 en 6 sátu hjá. Hélt verk- fallið því áfram í gær. Formaður Iðju í Hafnar- firði, Magnús Guðjónsson, sagði í viðtali við Þjóðviljann, að hann harmaði það mjög að Iðja í Reykjavík Skyldi hafa skorizt úr leik og rofið sam- stöðu Iðju-félaganna. Sagði hann að það hefði mjög veikt aðstöðu hinna félagahftá .íá>. samningunum og gert þeim á allan hátt erfiðara fyrir. SPCKIH 06 SPARIFÖTIN eftir EINAR PÁLSSON er bók allra hugsandi manna. I bókinni er brugðið upp myndum af sárustu stundum mannsins og sfkoplegustu hlið- um yfirborðsmennskunnar í heiminum. Elf þú vilt Iesa góða bók — sem þú minnist lengi — þá lestu Spekina og sparifötin. Þú gleymir henni ekki. Að frágangi er þetta einhver fegursta bók, sem gefin hefur verið út á Islandi, prýdd fjölda mynda eftir listamanninn Baltasar. Þessi mynd fylgir kaflanum um mótið við flugmanninn, sém skaut lslendingana í striðinu. litið á húsbúnaðinn hjá ekkert samband húsgagna framleiðenda laug'avegi 26 simi 20 9 70

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.