Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 12
Hæstiréttur kveður upp dóm í ,olíumálinu': Fyrning afbrotsins bjargaði Vilhjálmi Þór frá refsingu! Fangelsisdómur Hauks Hvannbergs óbreyttur, en refsingar annarra hinna ákærðu mildaðar ■ Hæstiréttur kvað á dögnnum upp fullnaðar- dóm í olíumálinu svonefnda. .Voru refsing-ar flestra hinna ákærðu mildaðar, en Vilhjálmur Þór seðlabankastjóri, fyrrum stjórnarformaður Olíufélagsins h.f., var sýknaður. Taldi Hæstirétt- ur að brot Vilhjálms á gjaldeyrislöggjöfinni hefði verið fyrnt þegar frumrannsókn málsins hófst á árinu 1958. Prentarar sömdu am 15 % til níu mánaða Til allra stuðnings- manna Þgóðviiians Það hefur verið föst regla hingað til að fresta ekki happdrætti Þjóðvilj- ans. 1 þetta skipti hefur þó nú um skeið ríkt ástand í landinu, sem teija verður til undantekninga. Verk- fall tuttugu þús. manna einmitt tvær síðustu vik- umar fyrir dráttardag veldur þvi að fjölda manna myndi veitast mjög erfitt að gera þau skii í happdrættinu, er þeir gjarnan vildu. Til þess að tryggja við- unandi árangur í happ- drættinu hefur það því verið talið óumflýjanlegt að fresta happdrættinu til 16. janúar næstk. Annar frestur verður ekki tekinn. Góður árangur í yfir- standandi happdrætti Þjóðviljans hefur megin þýðingu fyrir fjárhagslegt öryggi hans. Það má ekki bregðast, að hann geti staðið við greiðsluskuld- bindingar sínar. Við heitum á alla þá sem eiga þess nokkum kost, að gera skil fyrir selda miða nú fyrir jól. Og alla stuðningsmenn, hvar sem er á iandinu, hvetjum við til þess að nota þann frest, sem nú gefst. til þess að greiða á allan hátt fyrir fnllum sisrri í liappdrætti Þjóð- viljans. Sósíalistaflokkurinn. Þjóðviljinn Dómsorð Hæstaréttar fer hér á eftir, en forsendna verður get- ið síðar. Ákærði Vilhjálmur Þór á að vera sýkn af kröfum ákæru- valdsins í máli bessu. Ákvæði héraðsdóms um refs- ingu ákærða Hauks Hvannbergs á að vera óraskað. Akærði Jóhann Gunnar Stef- ánsson greiði kr. 200.000,00 sekt í rikissjóð, og komi varðhald 9 mánuði í stað sektar, ef hún verður ekki.greidd, áður en liðn- ar eru tvær vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði Helgi Þorsteinsson greiði kr. 100.000,00 sekt tíl rík- issjóðs, og komi varðhald í 5 mánuði í stað sektar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvcl ögmundsson grciði hver 75.000,00 sekt til rikissjóðs og komi varð- hald 4 mánuði í stað sektar hvers þeirra, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upp- töku fjárhæða staðfestast. Kl. 4 síðdegis í gær var hald- inn sameiginQegur fundur í Ein- ingu á Aknreyri og Bílstjóra- Ákærði Haukur Hvannberg greiði Hinu íslenzka steinolíu- hlutafélagi h.f. kr. 65.568,50 $ 131.773,55 og fi 11.079-11-8 ásamt 7% ársvöxtum af hverri fjárhæð frá 9. marz 1962 til grei'ðsludags. Málsvarnarlaun verjanda á- kærða Vilhjálms Þórs i héraði og fyrir Hæstarétti, Sveinbjarnar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 50.000,00, greiðist úr rikis- sjóði. Ákærði Haukur Hvannberg Framhald á 3. síðu. félagi Akureyrar og var fund- urinn mjög fjölsóttur. Sam- þykkt var einróma tillaga þess Samningar tókust í kaupdeilu prentara í gær og fengu prentar- arnir 15% kauphækkun á allt kaup og sömdu til 1. október. Bókagerðarfélögin boðuðu félagsfundi á fimmtudagsmorg- un og munu stjórnir þeirra hafa verið bjartsýnar um það eftir viðræður við atvinnurek- endur að þar yrði hægt að leggja fram samkomulag um efnis að aflýsa vinnustöðvun- um félaganna og auglýsa nýjan kauptaxta sem er 15% hærri en kauptaxtar þeir er giltu hjá félögunum fyrir verkfallið. Einnig felur nýi taxtinn í sér nokkrar smávægilegar leiðrétt- ingar á fyrri samningum. Nýi kauptaxtinn gildir til 15. maí næsta ár eða skemur, ef samn- ingar takast við atvinnurekend- ur fyrir þann tíma um önnur kjör. Framhald á 3. síðu. 15% kauphækkun og að auki einhverjar sérkröfur samþykkt- ar svo sem þriggja daga við- bót við sumarfrí. Þegar á fundina kom reynd- ust samningar enn í óvissu. Fram kom á fundi Hins ísl. prentarafélags tillaga um gagn- tilboð til atvinnurekenda, en var felld. Fundurinn sam- þykkti hins vegar tvær tillögur frá Stefáni Ögmundssyni um að leita til alþjóðasamtaka prentara um fjárhagsstuðning og að kannaðir yrðu möguleik- ar á að gefa út blað félagsins, Prentarann, til trausts og halds verkfallsmönnum almennt. 0 Samþykkt með 92:69 Sáttafundir hófust að nýju, og drógu atvinnurekendur til baka öll vilyrði um sérkröfur prentara og fól samkomulagið sem lagt var fyrir fund í Hinu íslenzka prentarafélagi kl. 6 í gær einungis 15% hækkun á öllu kaupi prentara og að samningstíminn skyldi vera til 1. október 1964, en þann tíma árs telja prentarar sér hag- stæðan til samninga. Öllum sérkröfum var hins vegar hafn- að af atvinnurekendum og mun hafa verið hart að þeim Framhald á 3. síðu. Sérstaða verklýðsfélaga norðanlands og austan Verkalýðsfélögin á Norður- og Austurlandi, sem stað- ið hafa í verkföllum, héldu flest fundi í gær þar sem samþykkt var að aflýsa verkföllunum og jafnframt sam- þykkt að auglýsa kauptaxta er gilda skuli til 15. maí n.k. ef samningar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Hafa fé- lögin haft samráð sín á milli um þessa afstöðu en þau vilja ekki binda sig af samningum til sex mánaða vegna síldarvertíðarinnar norðanlands og austan á sumri kom- anda. Aflamenn eftir Asa í Bæ, Indriða G. Þor- steinsson, Stefán Jónsson, Bjöm Bjarman, Jökul Jakobs- son. Jónas Árnason sá um út- gáfuna. Skemmtileg og fróðleg bók um þjóðfræga sjósóknara og aflaklær. 49 myndasíður. Verð kr. 320 + söluskattur. Borin frjáls eftir Joy Adamson. Gísli Ölafs- son þýddi. Heillándi frásögn af samlífi og vináttu manna og ljóna. Bók sem hefur vakið sjaldgæfa athygli og nýtur mikilla vinsælda um allan heim. 80 myndasíður, þar af 8 í litum. Verð kr. 270 + söluskattur. Jóhann Kristófer eftir Romain Rolland. Sigfús Daðason þýddi. Fjórða bindi þessa fagra og mikilfenglega skáldverks hins franska meist- ara er nú komið út á íslenzku. Verð kr. 320 + söluskattur, í skinnbandi kr. 360 + sölus'k. Óljóð eftir Jóhannes úr Kötlnm. Vekjandi bók þjóðskálds sem er síungur í anda. Fáein eintök óseld hjá forlaginu. Verð kr. 240 + söluskattur. Vegurinn að brúnni eftir Stefán Jónsson. Af ýmsum ritdómendum talin merkasta skáldsaga síðari ára. Verð kr. 350 + söluskattur. Á íslendingaslóð- um í Kaupmanna- höfn eftir Björn Th. Björnsson. Bókin bregður upp lifandi myndum úr þeim þáttum ísl. sögu og menningarsögu sem gerðust í Kaupmannahöfn á liðnum öldum. 24 myndasiður. Verð kr. 380 + söluskattur. Andlit Asíu eftir Rannveigu Tómasdóttnr. Höfundurinn hefur óvenjulega hæfileika til að lýsa fólki og siðum fjarlægra landa svo að eftirminnilegt verði. Bókin er prýdd teikningum eftir Bar- böru Ámason. Verð kr. 260 + söluskattur. Tuttugu erlend kvæði og einu betur Þýtt og stælt hefur Jón Helga- son. Óvenjulegur bókmenntavið- burður. Verð kr. 230 + söluskattur, í skinnbandi kr. 280 + sölusk. Tvær kviður fornar Völundarkviða og Atlakviða með skýringum. Jón Helgason tók saman. Bók sem gerir hin fomu kvæði eins aðgengileg almenningi, ekki sízt íslenzkri æsku, og frekast er kostur. Verð kr. 240 + söluskattur. Grískar þjóðsögur og æfintýri Friðrik Þórðarson snéri úr grísku. Þýðandi hefur hlotið mikið lof fyrir vandaða þýðingu hinna skemmtilegu og sérkennilegu grísku þjóðsagna. Verð kr. 220 + söluskattur. Ritgerðir II eftir IVIao Tse-tung. Brynjólfur Bjamason þýddi. „Rit sem hafa verið samin til að „útskýra" Kína gætu fyllt heil söfn, — en hinar fróðleg- ustu bækur sem hafa verið rit- aðar til að svara þeirri spum- ingu hversvegna kommúnism- inn sigraði í Kína, eru að öll- um líkindum eftir þann mann sem vísaði þjóðinni veginn þangað sem hún er nú stödd, — Maó Tse-tung,“ segir Edgar Snow í síðustu bók sinni um Kína. Verð kr. 260 + söluskattur. Hundabærinn eða Viðreisn efnahags- lífsins eftir Dag Sigurðarson. Einn djarfmæltasti fulltrúi ungu kynslóðarinnar gerir upp reikningana við viðreisnarþjóð- félagið. Verð kr. 200 + söluskattur. Reiknivélin eftir Erling E. Halldórsson. Merkileg tilraun í leikritagerð eftir ungan höfund. Verð kr. 170 + söluskattur. Um sumarkvöld eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Ný útgáfa barnabókar sem er þegar orðin klassísk. Verð kr. 85 + söluskattur. HEIMSKRINGLA I 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.