Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. desember 1963 — 28. árgangur — 264. tölublað. Samningafundur hamundir morgun Frásagnirnar um lok verkfallsins hér á síðunni eru miðaðar við horfurnar eins og þær voru þegar blaðið fór í prentun. Verklýðsfélögin samþykktu samningana með því skilyrði að samið yrði við alla. Hins vegar voru enn nokkur óleyst vandamál þegar Þjóðviljinn fór í prentun; m.a. höfðu rafvirkjameistarar enn ekki samþykkt samningana og ósamið var við Iðju í Hafnarfirði. Því stóð samn- ingafundur enn kl. 4 í nótt, en sennilegt var talið að atvinnurekendur létu af þvermóðsku sinni fyrir morguninn. Víðtækustu verkfölíum í sögu verkalýðshreyfíngarínnar lokið 15% kauphækkun eftir 11 allsherjarverkfall ¦ i nótt Iauk víðtækasta verkfalli sem háð hef- ur verið á íslandi, raunverulegu allsherjarverk- falli gegn óðaverðbólgu og æ ranglátari skiptingu þjóðarteknanna. Verkfallið stóð í 11 sólarhringa og málalokin urðu mjög alvarlegur ósigur fyrir ríkisstjórn og atvinnurekendur, þótt því færi fjarri að verklýðsfélögin fengju nauðsynlega leið- réttingu mála sinna — ekki sízt vegna þess að nokkrir sendimenn Sjálfstæðisflokksins innan verklýðshreyfingarinnar brugðust á örlagastundu. ¦ Meginárangurinn sem um samdist í gær og í nótt var 15% almenn kauphækkun á all'a launa- taxta verklýðsfélaganna. Flest 'félögin sömdu til 20. júní n.k., bókagerðarmenn þó til 1. október, en áður höfðu Iðjufélögin samið til áramóta, og verzlunarmenn til tveggja ára með gerðardómi, eins og rakið er á öðrum stað í blaðinu. ¦ Almennu verklýðsfélögin fyrir norðan og austan höfðu yfirleit'f þann hátt á að þau gerðu ekki samninga, heldur auglýstu kauptaxta með sömu ákvæðum og samið var um hér syðra, og gildir hann til 15. maí. ¦ Auk hinna almennu ákvæða urðu nokkrar breytingar á sérsamningum almennu verklýðsfé- laganna. Þannig fékk Dagsbrún óskoruð yfirráð yfir sjúkrasjóði sínum, og var það mjög m'ikil- vægur árangur. Kauptaxti hafnarverkamanna hækkar og jafngildir það 3% kauphækkun í við- bót. Einnig flyzt vinna í síldarverksmiðjum um flokk, kaup vaktmanna hækkar og ýmsar breyt- ingar voru gerðar á samningunum. Guðjón klýfur Eins og skýrt var frá í síð- asta blaði Þjóðviljans, stóðu mál þannig þegar verkföll hófust að atvinnurekendur höfðu boðið 10% kauphækkun f dagvinnu einni saman, og jafngilti það 6 — 7% almennri kauphækkun með þeim vinnutíma sem nú tíðkast. og fyOigdi ekkert annað því boði. Samstarfsnefnd verka- lýðsfélaganna, sem skipuð var fulltrúum urn 60 launþegafélaga, hafnaði því boði algcrlega ein- róma. Þegar svo var komið hurfu Framhald á 3. síðu. Vcrkfallsverðír Dagsbrúnar þurftu í mörg horn að lita á dögunum. Myndin var tekin í f.vrrinótt á þjóðveginum nálægt Korpa í Mosfellssveit, en þar böfðu- verkfallsverðir stöðvað bifreiðir og gætt að farmi þeirra. — (fcjósm. Þjóðv. Ari Kárason). Fjölmennur fundur Dagsbrúnar í gœrkvöld: 15 PRÓSENT KAUPHÆKKUN - YFIRRÁÐ STYRKTARSJÓÐSINS Fjölmennur Dags- brúnarfundur í Gamla- bíói í gærkvöld sam- þykkti með atkvæðum nær allra fundarmanna gegn 5, eftirfarandi: „Fundurinn samþykk- ir að veita stjórn félags- FJÁRMÁLARÁÐHERRA HEFUR I HÓTUNUM Á sama tíma og verið var að ganga frá samningum í gærkvöld — samkvæmt til- boði sem upphaflega var komið frá Bjarna Benediks- syni forsætisráðherra — var Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra að flytja ræðu á Alþingi um efndir ríkis- stjórnarinnar á sainningun- um. Hann skýrði þar frá því að ríkisstjórnin væri ráðin i því að fella niður úr f járlög- um niðurgreiðslur á vöru- verði sem nema 92 milljón- um króna, en afleiðing þess verður mjög veruleg verð- hækkun á mjólk, fiski og ýmsum öðrum nauðsynjum. Heyktist ríkisstjórnin sem kunnugt er á þessari ráð- stöfun í haust og lofaði að hætta við hana — en nú er aftur reitt til höggs. 1 annan stað boðaði Gunn- ar Thoroddsen „nýjar ráð- stafanir í efnahagsmálum" eftir áramótin, en sérfræð- ingar hennar hafa verið með tillögur um stórfellda hækk- un á söluskatti, 300—400 milljónir króna á ári. Nánar verður rætt um þesar hótanir. ins heimild :til að undir- rita samninga á þeim grundvelli, sem lagt hef- ur verið fyrir fundinn og að aflýsa verkfallinu þegar þau félög sem nú hafa samstöðu eru reiðu- búin til þess". Meginatriði samnings- ins eru 15% hækkun á allt kaup Dagsbrúnar- manna, hafnarverka- menn hækka um einn taxta, og — Dagsbrún fær fulla stjórn á Styrkt- arsjóði Dagsbrúnar- manna. Dagsbrúnarfundurinn í gær- kvöld var boðaður með tæprar klst. fyrirvara, en á tilsettnm tíma fylltu Dagsbrúnarmenn Gamla bíó. Guðmundur J. Guð» mundsson varaformaður stjórn- aði fundinum en formaður Dagsbrúnar. Eðvarð Sigurðsson Framhald á 9. siðtu JarnsmiSir sam- þykkja einróma Félag járniðnaðarmanna hélt almennan f élagsfund í húsakynn- um Landssmiðjunnar í gærkvöld og var fullt út úr dyrum. Snorri Jónsson, formaður félagsÍM, flutti skýrslu ura samningana, og Guðjón Jónsson, starfsmaður fé- lagsins ræddi framkvæmd verk- fallsins. Síöan voru nýju wrarn. ingarnir samþykktir móU atkvæðalaust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.