Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 6
SÍÐA ÞJðÐVILJINN Mánudagur 23. desember 1963 Hlutur íslands ekki svo lítill Skuggsjá hefur gefið út f jórðu bókina í bóka- flokknum „Úr ríki nátt- úrunnar“. Þessi nýjasta bók er „Villiblóm í lit- um“ eftir Ingimar Ósk- arsson grasafræðing. Villiblómabókin er nær 300 blaðsíður og hefur að geyma litmyndir eftir Henning Ant- hon og lýsingar Ingimars á 667 tegundum nærrænna jurta. Þetta er mjög þarfleg bók fyr- ir þá sem áhuga hafa á nátt- úruskoðun og ætti að vera kjörin bók í hillum sem flestra heimila. 1 formála bókarinnar segir m.a.: ,,Flestir hafa ánægju af blómum i einhverri mynd; enda hefur ræktun blóma, bæði úti og inni farið ört vaxandi á siðustu áratugum. En villi- bíómin, sem hvarvetna vaxa úti á viðavangi, mörg þeirra jafnvel við hin erfiðustu skil- yrði og án aðstoðar mann.3- ins, eru ekki síður athyglis- verð. Enda er litfegurð nor- rænna villiblóma við brugðið. Margir harma það að vita ek:ki heiti þeirra . blóma, sem á vegi þeirra verða, þegar þeir eru að ferðast um landið sitt í sumarleyfinu. Úr þessu hef- ur verið reynt að bæta með^, bókum með litmyndum af jurt-' unum ásamt stuttum lýsingum af þeim og fræðandi leiðbein- ingum. Hér kemur ein slík bók með myndum og lýsing- um af 667 tegundum nor- rænna jurta. Allar þessar teg- undir vaxa í einhverju af eft- irtöldum löndum: íslandi, Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku. Hlutur Islands er ekki svo lit- 111, þvi að hann er meiri en helmingur allra tegundanna, ef með eru taldar ræktaðar teg- undir og siæðingar. Það er því tilvalið fyrir áhugamonn um villijurtir að hafa þessa bók Ingimar Óskarsson. með sér i sumarferðalög, ekki einungis hér heima, heldur einnig til Norðurlandanna. Með því gætu þeir fengið skemmti- lega innsýn í hinn fjölbreytta villigróður Norður-Evrópu. Við þessa jurtaskoðun er bezt að nota myndir bókarinn- ar til hins ýtrasta. En til ör- yggis er sjálfsagt að fletta upp í tegundalýsingunum. Auk þess fylgir lýsingunum ýmis konar fróðleikur annar: Sagt er í hvernig jarðvegi plantan vex, hve há hún er, hvenær hún blómgast, og í stórum dráttum, hversu útbreidd hún er á jörð- inni. Þegar um íslenzkar plönt- ur er að ræða, er þess getið í hvaða landshlutum þær vaxa. séu þær ekki algengar um land allt. . . .“ / straumkastinu 1 straumkastinu, ein hinna nýlega út komnu bóka, er við- töl sem Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson hefur átt við 33 sjómenn, einn raunar útgerð- armanna. Flest þessara viðtala eru skrifuð í daglegri önn blaðamannsins og bera merki þess. 1 viðtölum þessum er lýst kjörum sjómanna, eink- um eins og þau voru áður fyrr meðan útgerðarmenn skömmtuðu kjörin að vild sinni. og sjómenn voru látnir vaka allt uppí 100 stundir í lotu. Flestar eru þessar frá- sagnir sjóferðasögur og stikl- að á því stærsta, en tilsvör margra veita þó innsýn í við- horf og líf þeirra umfram vosbúð og þrældóm. Margt hefur á daga þessara manna drifið, þeir hafa verið á árabátum, skútum, togurum, flutninga- og farþegaskipum; sumir verið „skotnir niður" í stríðinu 1914—1918, strandað við Island og horft á félaga sína hverfa einn af öðrum í hafið. Og einn hefur m.a. ver- ið kvennabússtjóri í Brasilíu — og það tiltölulega nýverið. Frásagnir Bjarna Brands- sonar, Gests Pálssonar o. fl. eru iíklegar til að lifa í huga lesandans eftir að hann hefur lagt bókina frá sér. Eftir- minnilegust verður þó mynd- in af Jóni Bach, sem fjarver- andi var kosinn fyrsti for- maður Sjómannafél. Reykja- víkur (þá Hásetafélagsins) — en stéttin bar ekki gæfu til að njóta forustu hans nema fyrsta árið. En einmitt á því ári hafði félagið gengið gegn- um eldskírn sína: Hásetaverk- fallið 1910. Jón Bach hefur verið mjög óvenjulegur maður. Hann byrjaði 17 ára að róa frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn. En hann vildí sjá meira af heiminum og stærri skip en róðrarfleyturnar fyrir austan, og því lærði hann ensku, tók sér fari með brezkum togara og sigldi með „þjóðum“ í nokkur ár, en hvarf síðan heim aftur. Honum er svo falið að fara til Englands og kaupa fyrir aðra fyrsfa tog- arann sem gerður var út frá Reykjavik. Síðan hélt hann áfram að vera háseti, — en hann var mjög óvenjulegur háseti. Þegar hásetar á einum Kvöldúlfstogaranum gerðu kaupkröfur sumarið 1913 áður en þeir fóru á síldina, þá var þvi vitanlega tekið sem fjar- sfæðu — og létu félagar Jóns sér þnð vel líka, en hann sagði við skipstjórann: „Eg er farinn í land, vertu sæll“. Þegar svo skipsfélagar hans komu heim til hans til að fá hann til að hætta þeirri vit- leysu að ganga af skipinu svaraði Jón Bach: „Þó að þið hinir séuð all- allir þau lítilmenni að þora ekki að standa við það sem þið hafið sagt, þá þarf ég ekki endilega að vera það iíka. Er á mína fátækt, en ég á líka mitt stolt.“ Það var 1923 að Sjómanna- fél. Rvíkur fékk Jón Bach til að fara til Eondon þeirra er- inda að félagið yrði tekið í Alþjóðasamband flutninga- verkamanna. Fésýslumenn hafa löngum átt eitt sameig- inlegt föðurland: peninginn. Islenzkir útgerðarmenn sendu slíkar „upplýsingar“ til Eng- lands á undan Jóni, að við komuna þangað var hann um- svifalaust fluttur i tugthús og aftur um borð við brottför skipsins. En Jón Bach lét slíkt ekki á sig fá, heldur lagði land undir fót í Khöfn Framhald á 2. *tðu Téif nýjar bækur frá Ægisútgáfunni Ægisútjfáfan (Guðmundur Ja- kobsson) gefur út 12 bækur nú fyrir jólin og hefur 6 þeirra verið getið áður hér í blað- inu. en það eru Undir fönn eftir Jónas Árnason, Þér að að segja, veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar skráð af Stefáni Jónssyni Dætur Fjallkonunnar eftir Hugrúnu, Töfrar iss og auðna eftir danska landkönnuð- inn Ebbe Munck, Hjúkr- unarnemínn ©ftir Kenée Shann og Brimgnýr og boðaföll eftir Jónas St. Lúðvíksson. Hinar 6 bækurnar eru þcssar: 1 BJÖRTU BALI er frásögn Guðmundar Karlssonar blaða- manns og fyrrum slökkviliðs- manns, af brunanum mikla í Reykjavík. árið 1915. Þetta er 229 blaðsíðna bók í stóru broti og prýdd fjölda mynda frá atburðinum og af mönnum þeim, sem helzt koma við þessa sögu af mesta eldsvoða á Is- landi. Kaflarnir eru tuttugu og tveir: Reykjavík 1915, Dag- inn áður, Brúðkaupsveizlan Herbergi nr. 28, Eldur! Elduri Maður brennur inni. Neyöar- hringing, Bardaginn hefst, Cheviot úr Syndtkatinu, Víg- stöðvarnar, Lúðrablástur, Byss- an og Biblían, Blóð og bruni, Eikki verður feigum forðað, Fyrsta véldælan, Þar sem hætt- an er mest, Kassinn dularfulli, Lágspenna — lífshætta, Húsin sem brunnu. Daginn eftir, Heiðruðu viðskiptavinir og loks Til þess eru vítin að var- ast þau. UNDIR GARÐSKAGAVITA eftir Gunnar M. Magnúss. 360 blaðsíðna bók í stóru broti, prentuð á gljápappír og prýdd fjölda mynda. Þessi bók hefur að geyma sögu byggðarlaganna tveggja, Garðs og Leiru, allt frá landnámsöld. 1 þessari miklu bók Gunnars M. Magn- úss er reynt að gefa skýr- ingu á því þreki og þeirri atorku, sem gerði þeitn Suður- nesjamönnum fært að sækja jafn fast sjóinn og um var kveðið. Mun lesandinn undrast kynsæld hinna fornu Suður- nesjamana, því furðulegur fjöldi nafntogaðra atorku- manna, sem efst ber á landi hér í dag, á ættir að rekja undir Garðskagavita, sam- kvæmt fræðum bókarinnar, og ljóst verður einnig af lestrin- um, að aflasæld formanna gengur að verulegu leyti í erfðir. ALLTAF MÁ FÁ ANNAÐ SKIP heítir fyrsta bók Sig- urðar Hreiðars, blaðamanns. 230 bls. og geymir farmennsku- minningar Rikka í Höfnum, sem er nú góður og gildur borgari síns byggðarlags. en sigldi fyrrum á erlendum skipum um heimshöfin. Rikki í Höfnum segir sína sjóara- sögu af því æðruleysi og þeirri hreinskilni, sem slíkum frá- sögnum hæfir bezt og Sigurð- ur Hreiðar hefur fært hana í skemmtilegan búning. EINFALDIR OG TVÖFALD- IR — ný bók eftir Gísla J. Ástþórsson, safn smásagna í léttum dúr með litilsháttar í- vafi af alvöra, sem Gísla læt- ur einkar vel. Höfundur hefur sjálfur gert nokkrar spaugi- legar teikningar sem prýða bókina. Gísli J. Ástþórsson hefur öðlazt slíkan sess í hug- skoti íslenzkra lesenda, að mönnum hefur jafnan þótt líða of langt á milli bóka hans, og þessi er vissulega hæfileg til þess að lýsa upp skammdegisrökkrið, fremur en hitt, og hjálpa mönnum til að brosa. Þessi bók er 140 blað- síður. Kom með eldinn Nú hafa þeir það rólegt hjá Slökkviliðinu við Tjarnargötu sem betur fer og þurfa lítið að hreyfa sig. Einn borgarbúi kom þó með eld færandi hendi á sjálfa Slökkvistöðina og var hann að sjálfsögðu slökktur. Hafði kviknað i framsæti fólks- bifreiðar á ökuferð um bæinn í fyrrinótt og ók bílstjórinn á Slökkvistöðina. Þetta var bifreiðin R-7091. Alfreð Flóki: Nýi landshöfðinginn Teiknibók Flóka Nýlega var gefin út bók með allmörgum teikningum Alfreðs Flóka. Myndamót eru gerð í prentmyndagerð Helga Guð- mundssonar en hún er unnin í prentsmiðjunni Leiftri h.f. Upplag hennar mun ekki vera stórt. Alfreð Flóki var lítillega kynntur i jólablaði Þjóðviljans í ár en er reyndar löngu all- kunnur fyrir óvenjulega drátt- listarhæfileika. Hann hefur stundað nám í myndlistarskól- anum hér heima og í mörg ár við konunglega listaháskólann Kaupmannahöfn (grafik). Hann hefur haldið tvær sýningar á verkum sínum í Bogasalnum, en auk þess í Bandaríkjunum og þar er nú m.a. í undirbún- ingí sýning á myndum hans i einum merkasta sýningarsal New York-borgar. Bókin Teiknibók Flóka, sem er til- einkuð konu hans, geymir á fjórða tug mynda hans frá undanfömum árum. Flestar eru myndir þessar i einkaeign og fylgir bókinni skrá um eig- erndur þeirra. Fremst í bókinni er og drepið á helztu æviatriði listamannsins. Loks má geta þess, að með bókinni er birt ald-löng hugleiðing um Alfreð Flóka og list hans eftir vin hans, skáldið Jóhann Hjálm- arsson. Verði bókarinnar er undarlega i hóf stillt og fæ ég ekki betur séð en að hér sé á ferðinni „tilvalin gjöf til vina yðar erlendis“ og reyndar góð eign og verðmæt fyrir hvern sem er. Eldur í Skýrslu- vélum Á fimmtudagsmorgun varð eldur laus í vinnustofu Skýrslu- véla h.f. við Skúlagötu og mun- aði mjóu að stórtjón hlytist af. Þeir fyrstu sem komu til vinnu um morguninn uppgötvuðu eld- inn og slökktu hann. ekkert heimili án husbúnaöar laugavegi 26 shni 20B 70 SAMJBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA r rjf\Wa Kaupið jólabækurnar í Bókabúð Máls og menningar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.