Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.12.1963, Blaðsíða 1
Mánudagur 23. desember 1963 — 28. árgangur — 266. tölublað. MIKILL EINHUGUR Á FUNDI TRÉSMIÐA G Trésmiðafélag Reykjavíkur hélt fund í Sig- túni í gærdag kl. 4 síðdegis. Var fundurinn mjög fjölsóttur og fundarmenn algerlega einhuga um að halda áfram verkfallsbaráttunni þar til sigur fengizt í deilunni við atvinnurekendur um ákvæð- isvinnukjörin. Eins og írá var skýrt hér í blaðinu í gær neituðu atvinnu- rekendur að semja við trésmiði imi samsvarandi hækkun á á- kvæðisvinnutöxtum eins og sam- komulag hafði orðið um á tíma- vinnu og halda trésmiðir því á- fram verkfalli sínu. Á fundinum í gær hafði Sturla H. Sæmundsson varaformaður Trésmiðafélagsins framsögu Qg skýrði frá gangi samningatil- raunanna og því hvernig málin stóðu er slitnaði upp úr samn- ingunum. Þá talaði formaður fé- lagsins, Jón Snorri Þorleifsson, og einnig tóku fiórir aðrir fund- armenn til máls. Hvöttu þeir allir til áframhaldandi baráttu fyrir réttmætum kröfum félags- ins. Fundinn sóttu á þriðja hundr- að félagsmenn og var mikill einhugur ríkjandi meðal þeirra. Eru trésmiðir staðráðnir í að hvika ekki frá kröfum sínum og bera þær fram til sigurs. Hafa atvinnurekendur þegar samið við húsgagnabólstrara um hlið- stæða hækkun á ákvæöisvinnu þótt þeir vilji synja trésmiðum og málurum um sama rétfc Mál- arar hafa hins vegar enn ekki boðað verkfall. Nýr samningafundur hefur enn ekki verið boðaður í. kjaradeilu trésmiða og atvinnurekenda. HUI Á HAMLET- ÆFINGU Jólaleikrit Þjóðleikhúss- ins í ár verður það fræga stykki „Hamlet" eftir William Shakespeare. Á næsta ári eru liðin 400 ár frá fæðingu skáldsins og er afmælisdagsins minnzt á þessu leikári um allan heim með sýningum á leikjum Shakespeares. — Myndin var tekin á æf- ingu í Þjóðleikhúsinu á dögunum og eins og sjá má áður en hafnar voru sviðsæfingar \ réttum Ieik- búningum. Á myndinni sjást þau Kúrik Haralds- son, sem leikur Hóras, og Þórunn Magnúsdóttir, sem leikur Ófelíu. — Ljósm. Þjóðv. A. K. 5ja ennfremur á 12. síðu ¦..... í -¦¦¦,-;•¦¦.-- ¦..;;..;! MjólkurfræBingar semfa Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær felldu mjólkurfræðingar á fundi 'í fyrrakvöld að undirrita samninga og aflýsa verkfalli sínu við vinnslu mjólk- urafurða, og var ástæðan ýmsar sér- kröfur um réttindi félagsins og félags- manna.- Að fundinum loknum hóf sáttasemjari fund með mjólkurfræðing- um og fyrirsvarsmönnum M-jólkufsam- sölunnar, og náðist samkomulag um sáttakröfurnar kl. 1 um nóttina. Hófst vinnsla m'jólkurafurða í gærmorgun, og ætti því ekki að verða rjómaskort- ur um hátíðarnar. Enn er ekki að fullu séð hvort samkomulag verður um skipan landbúnaðarmála í Efnahags- bandalaginu fyrir áramótin eins og de Graulle hefur krafizt, en hann hefur látið í það skína að ef ekki yrði gengið að úrslitakostum Frakka, kynnu þeir að hætta samvinnunni við hin sex- veldin. En þótt óvíst sé, hvernig fer í Brusscl, má telja vist að hvaða málamiðlunarlausn sem finnst þar muni enn magna fjandskap bænda i aðildarríkjunum í garð bandalagsins, ekki hvað sizt í Vestur-Þýzkalandi. — Myndin er tekin í Hamborg fyrir nokkrum dögum þegar hundruð bænda úr nærsveitum héldu þangað á traktorum sinum til að mótmæla landbúnaðar- . . stefnu stjórnarinnar. Srrandar samkomulag á Unilever? Nú aftur betri horfur á ai sættir muni takast í EBE BRUSSEL 22/12 — Utanrikis- og . landbúnaðarráðherrar sexveldanna í Efnahagsbandalagi Evrópu sátu á fundi alveg fram til kl. hálf sex í morgun, en tókst þó ekki að ná samkomulagi úm skipan landbúnaðarmála. Það er hins vegar talið, að líkur á sáttum hafi eitthvað auk- izt og jafnvel svo að vænta megi samkomulags fyrir áramót. Það er þó allsendis óvist enn. A fundinum i nótt tókst að jafna verulega ágreining stjórna Fraikklands og Vestur-Þýzka- lands, þótt enn sé ekki haegt að fullyrða að bilið milli þeirra verði brúað. Verðlagsjðfnun Einkum hafði reynzt erfitt að ná sárhkömulagi um verðlags- Stríðsglæparéttarhöld í Frankfurt Réðu milljónum bana í Auschwitz en voru vírtir borgarar í V-Þýzkalandi FRANKFUÉT 22/12 — Réttarhöld í víðtækasta og jafn- framt óhugnanlegasta stríðsglæpamáli sem komið hefur fyrir vesturþýzkan dómstól hófust í Frankfurt fyrir helg- ina. Sakborningar eru 22 talsins, allir nema einn fyrrver- andi foring'jar í SS-sveitum nazista. Það vekur ekki hvað minnsta athygli við þessi réttarhöld að allir "morðingjarn- ir höfðu komið ár sinni vel fyrír borð í Vestur-Þýzkalandi eftir stríð, voru þar virtir borgarar og máttarstólpar þjóð- félagsins. Þeir eru allir s.?kaðir um morð eða hlutdeild ' í morðum. Enginn veit tölu þeirra sem þeir myrtu, en talið er að i fanga- búðum nazista i Ausehwitz í Póllandi hafi um þrjór milljón- ir mannu láiiö iiiiO. Taka hálft ár Búizt er við að réttarhöldin muni standa í hálft ár. Þrír ríkissaksóknarar hafa unnið ár- um saman að undirbúningi málsins og hafa þeir yfirheyrt 1.300 vitni. Akæruskjalið sjálft er 700 blaðsíður, en fylgiskjölin 17.000 síður. 350 vitni munu verða leidd fyrir réttinn. Eng- inn réttarsalur í Frankfurt var nógu stór fyrir þetta umfangs- mikla mál og er það því háð í borgarþingsalnum. Tilviljun Það er tilviljun ein að hin- ir ákærðu sitja nú á bekk sak- borninga en ekki í virðulegum stöðum í hinu vesturþýzka þjóð- félagi. Hún er sú að einn af þeim Auschwitzföngum, sem sovézk' herinn bjargaði, Emil Vulkan, fann fyrir hendingu nokkurn hluta af skjalasafni „SS und . Polizeigericht IV" í Breslau 1945. Hann hafði skjölin með sér, en gerði sér ekki grein fyrir hvað þau höfðu að geyma. Það var fyrst þrettán árum síðar að hann fékk þau í hendur blaðamanni einum. Aftökulisti Blaðamaðurinn komst að því að þarna var um að ræða skrá yfir þá sem teknir voru af lífi í Auschwitz. Hann kom skjöl- unum til saksóknarans Fritz Bauer í fylkinu Hessen, en Bau- er hefur orð á sér fyrir að gera sér meira far um að koma lög- Framhald á 2. siðu. jöfnun á hrísgrjónum, kjöti og mjólkurafurðum. en svo mjög miðaði í átt til samkomulags i nótt að utanríkisráðherrar Vest- ur-Þýzkalands, Schröder, og Belgíu, Spaak, töldu báðir allar horfur á að það taekist á fundi í morgun. Unilever á móti Ekki er þó allur vandinn leystur með þvi. Eitt atriði í þessu samkomulagi er að lagftor Framhald á 2. sföu. HÆKKUNIN FRÁ TILB0ÐIRÍKIS- STJÓRNARINNAR Það hefur lengi verið fastur siður eftir verkföll á Islandi að málgögn atvinnurekénda hafa reiknað út hvað verkafólk hafi tapað iniklu á kjarabaráttu sinniog hvað menn hefðu hagn- azt mikið á því að semja um lé- legri kjör. Að þessu sinni hefur þó lítið farið fyrir útreikningum af þessu tagi; þó reyndi Vísir í fyrradag að halda því fram að verkamenn hefðu fengið „meiri kjarabætur" með því að ganga að hinu upþhaflega til- boði ríkisstjórnarinnar og bcitir í því skyni ýmsum fölsunum, reiknar til að mynda með því að engin eftirvinna sé unnin á íslandi! En þetta daemi er svo einfalt að ekki ætti að vera hægt að rugla nokkurn mann: * Sé miðað við almennan taxta Dagsbrúnarverkamanna var hann 28 kr. á klukkustund fyrir verk- föllin. Ríkisstjórnin lagði til að hann hækkaði um 8% eða upp í kr. 30,24. Samið var um að taxtinn yrði 32,20. llækkun'frá tilboði ríkisstjórnarínnar kr. 1,96 á klukkustun'd. •k Eftirvinha á þessum taxta var kr. 44,80. Ríkisstjórnin lagði til að hún héldist óbreytt. Sam- ið var um að hún hækkaði .upp í kr. 51,52. Hækkun frá tilboði ríkisstjórnarinnar kr. 6,72 á klukkustund. • • ~k Næturvinna og helgidaga- vinna á þessum taxta var kr. 56,00. Ríkisstjórnin lagði til að það ka-up héldist óbreytt. Sam- ið var um að það hækkaði upp í kr. 64,40. Hækkun frá tilboði rík- isstjórnarinnar kr. 8,40 á klukku- stund. ~k Sé reiknað með 300 vinnu- dögum á ári, og að aukavinna manna jafni sig upp með ein- um eftirvinnutíma og einum næt" urvinnutíma á dag að meðaltali, lagði ríkisst.iórnin til að árstekj- Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.