Þjóðviljinn - 22.01.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.01.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 22. 'janúar 1964 — 29. árgangur — 17. tölublað. Vinningsnúmerin í Happdrætti Þjóðviljans 1963 eru birt á 12. síðu blaðsins í dag. Þar eru ennfremur birt úrslit í deildasamkeppninni svo og nöfn þeirra er hlutu söluverðlaunin í deildasamkeppninni. Sagan hans Hjalta litla á rússnesku Nýlega kom út i Moskvu hinn þjóðkunna bamabók Stefáns Jónssonar „Sagan hans Hjalta Htla“, og er þetta fyrsta bók höfundar sem þýdd er þar tim dóðir. Bókin er gefin út í 65 þústtnd eintökum og mynd- skreytt af einum þekktasta teiknara landsins, Orett Vereiskí, sem dvalizt hefur á fslandi og gefið út smábók um för sína. Þýðinguna gerðu Vladímír Ja- kúb og Birgir Karlsson, stúdent við Moskvuháskóla. Það fylgir fregninni að bókinni hafi verið ákaflega vel tekið, af sovézkum lesendum. ÓLGA MEÐAL SJÓMANNA ÚT AF FISKVERÐINU LEITA SER NU AÐ ANNARRI ATVINNU □ Úrskurður yfimefndar um verðlagningu á ferskfiski á komandi vetrarverfíð sem kveðinn var upp í fyrrakvöld og s'tuttlega var frá skýrt í blaðinu í gær hefur vakið mikla athygli. í fyrsta lagi þýðir úrskurður þessi það að sjómenn eiga á næstu mánuðum að búa við óbreytt kjör á sama tíma og flaumur dýrtíðar æðir yfir. í öðru lagi er úrskurðurinn felldur af oddamanni yfir- nefndar einum og er hann byggður á annarri málsmeðferð en áður hefur tíðkazt í yfirne'fnd- inni. Þannig er nú veiðikostnaðurinn í fyrsta sinn ekki mefinn sem jafnrétthár þáttur við verðlagn- inguna eins og vinnslukostnaðurinn. ir sjávarútveginn í heild og skal fyrst vikið að þeim þætti þessa máls er varðar sjómenn- ina. Hér á eftir verður rætt nokkru nánar um þýðingu þessa úrskurðar yfirnefndarinnar fyr- ÞAKKIR Um leið og vinningaskrá Happdrætt- is Þjóðviljans er birt, viljum við færa alúðarþakkir öllum þeim stuðnings- mönnum Þjóðviljans nær og fjær, er á einn eða annan hátt greiddu götu happdrættisins. Sósíalistaflokkurinn — Þjóðviljinn. Eiga að búa við óbreytt Þessi úrskurður þýðir það fyrir sjómennina að þeir munu standa í stað í launum á sama tíma og dýrtíðaraldan flæðir yfir landið þar sem kjarasamn- ingum þeirra hefur ekki verið sagt upp. Að óllum líkindum verður útkoman sú að laun sjó- manna standa í stað í tvö ár. í árslok 1962 voru sett verð- ákvæði þau er giltu allt síð- asta ár. Nú hafa þessi verð- lagsákvæði verið framlengd til 5 mánaða eða fram í maílok en aðstaða til þess að fá fram breytingar með vorinu eru vart fyrir hendi þar sem aðalþorsk- fiskframleiðslan er á vetrar- vertíðinni sem nú er að hefj- ast. Má því gera ráð fyrir því að verðlagsákvæði þessi gildi út þetta ár. Árið 1962 höfðu margir sjó- menn góðar tekjur vegna ágætr. ar síldveiði en á sl. ári var um lækkandi tekjur sjómanna al- mennt að ræða vegna minni afla og raunar hafa margir sjó- menn haft rýran hlut bæði ár- in, þ.e. 1962 og 1963. Og nú er ætlazt til að sjómenn búi enn eitt ár við óbreytt kjör. Breytt málsmeðferð Úrskurður sá sem nú var felldur af oddamanni yfirnefnd- ar ef byggður á annarri máls- meðferð en tíðkazt hefur hing- að til í sambandi við verðlagn- ingu í verðlagsráði sjávarút- vegsins og yfimefndinni. Verðlagsráð hefur jafnan unn- ið þannig að það hefur reynt að ná samkomulagi á samnings- gmndvelli, enda eiga sæti í því bæði fulltrúar fiskseljenda og fiskkaupenda. Ef samkojnu- lag hefur ekki náðst í verð- lagsráðinu er málinu vísað tfl. úrskurðar yfimefndar, þ.e. lagt í gerðardóm. í yfimefndinni hefur oddamaðurinn komið fram sem einskonar sáttasemjari. Hann hefur leitað eftir sam- komulagi og síðan komið með miðlunartillögur þar sem farið hefur verið bil beggja, þannig að þeir aðilar sem eiga hlut að máli, þ.e. fiskimennirnir annars vegar og fiskvinnslustöðvamar hins vegar, hafa verið jafn- réttháir. Ef söluverð fiskafurða Framhald á 12. síðu. Skagstrendingar vilja fá framleiðslufyrirtæki Alþýðubandalagið boðaði tB almenns fundar á Skagaströnd 9. janúar síðastliðinn og voru framsögumenn Kagnar Arnalds, alþingismaður, Friðjón Guð- mnndsson málari og Fálmi Sig- urðsson. Fnndinn sóttu uxn 70 manns og var einróma sam- þykkt áskorun til stjóraarvald- anna að gera róttækar ráðstaf- anir í atvinnumálum staðarins, en á Skagaströnd er nú atvinnu- leysi og hreint neyðarástand. í upphafi fundarins sagði Ragnar Amalds fréttir af Al- þingi en síðan voru atvinnumál- in tekin á dagskrá og voru framsögumenn Friðjón Guð- mundsson og Pálmi Sigurðsson. Ragnar Amalds gerði grein fyr- ir væntanlegri þingsályktunar- Framhaid á 12. síðu. Rúmlega 70 manns sóttu fund Alþýðubandalagsins á Skagaströnd. Friðjón Guðmundsson, málari, er í ræðustóL TRYGGJUM DAGSBRÚN STYRK 0G REISN MEÐ ÖFLUGUM SIGRIA-LISTANS □ Valdhafarnir vilja Dagsbrún sundraða. Dagsbrúnarmenn þurfa að vera einhuga, Dagsbrún þarf að halda styrk sínum og reisn. Það gerir hún aðeins með því að listi Dagsbrúnarmanna, A-listinn, vinni öflugan sijpir í kosningunum á helginni — Að þeim sigri þurfa allir Dagsbrúnar- Þriðji maðurinn látinn af völdum umferðarslysa Klukkan 16,25 í fyrradag lézt þriðji maðurinn af þeim er slös- uðust í hinum mörgu bifreiða- slysum í síðustu viku. Það var Þorlákur Guðmundsson, 68 ára gamall maður, til heimilis að Njálsgötu 80, en á þeirri götu varð hann fvrir tiifreið síðast- liðinn fimmtudag. menn að vinna. Kosningafundur Dagsbrúnar var í Iðnó í gærkvöldi. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar flutti framsögu af hálfu A-listans. Hann kvað s.l. ár hafa verið viðburðaríkt i sögu Dagsbrúnar, þrisvar á árinu hefði Dagsbrún þurft að semja um hækkað kaup Dagsbrúnar- manna. Ástæðuna vissu allir, þá að s.l. ár var metár i dýrtíð og verðbólgu. A þcssu eina ári hækkaði vísi- tala framfærslukostnaðar um 18 stig Qg vísitala matvara, en hún sýnir bezt hækkunina á brýn- íisíu nauðsynjum verkamanna — hækkaði um 33 stig. Síðan 1960 hcfur vísitala matvöru hækkað um 80 stig. Slíkt ástand er óþolandi fyrir alla aðila, verkamenn, atvinnu- rekemdur og bjóðarbúið, sagði Eðvarð. Þá rakti hann samninga- málin á árinu, verkföllin og með hve mikilli einingu verkalýðs- samtökin svöruðu frumvarpi rík- isstjómarinnar um kaupbinding- arlögin. Eðvarð kvað litlar líkur á þvi, að þeir samningar sem síðast voru gerðir yrðu lengi varanleg- ir. Nú vasru stjómavöldin með á pjónunum nýjar álögur tfl fjár- öflunar, og myndu að vanda taka meira en kauphækkanimar gæfu tilefni til. Myndi t.d. sölu- skatturinn verða stórhækkaður. Eðvarð kvað tímabært að verkamenn athuguðu hin næstu verkefni og nota þyrfti tímann sem framundan er til að finna nýjan grundvöll svo ekki þyrfti að koma til verkfalla. Við teljum að stefna beri að f fyrsta lagi verðtryggingu kaupsins. Það hlýtur að verða svar verkamanna gegn siendur- teknum verðhækkunum að hækka kaup sitt, og stjómar- vöidin hafa séð og reynt að verkalýðssamtökin sækja aftur hlut sinn — þótt vísitölugreiðsl- ur á kaup hafi verið afnumdar. f öðru lagi styttur vinnutími án skerðingar á tekjum. f við- ræðum við ábyrga ráðamenn hefur komið fram skilningur á nauðsyn þess, en atvinnurek- endur hafa allt á móti slíkum ráðstöfunum. f þriðja lagi þarf almennt að sækja fram til bættra kjara. Slíkt er hægt með ýmsum öðr- um atriðum en beinum kaup hækkunum, og hefur stjórn Dagsbrónar lagt áherzlu á það í hverjum samningum. Skattstigar eru gersamlega úr- eltir og miðaðir við allt annað en nú er. Hin gífurlegu skattsvik hér á landi em á allra vitorði. Það gætu orðið cl júgar tekj- ur sem mættu vera skattfrjáls- ar eftir að komið hefði verið í veg fyrir hin stórfelldu skatt- svik sem nú tíðkast. Þá vék Eðvarð að atvinnu- leysistryggingasjóðnum, sem samið var um í verkfaflinu 1955, en hann er nú orðinn 500 millj. kr. Hefur verið lánað úr hon- um til atvinnuframkvæmda og húsnæðismála. — lána á vegum húsnæðismálastjórnar — en hann hefur ekki komið að notum þeim sem eiga sjóðin, verkalýðs- samtökunum. Kvað hann nauð- synlegt að koma því á að hægt væri að hjálpa með viðbótarlán- um úr s'jóðnum þeim félögum verkalýðssamtakanna sem verst eru settir. Þá gat Eðvarð þess að í Styrktarsjóði Dagsbrúnarmanna væru nú röskar 2 milljónir, en sjóðurinn tók til starfa X. }an. 1963 og greiddi rösldega hálfa millj. kr. til 170 Dagsbrúnar- manna á árinu. Þá vék hann að húsmáli Dags- brúnar, en skrifstofur Dagsbrún- ar verða fluttar í nýja húsnæð- ið á Lindargötu í þessari viku og þar verður kosið um helg- ina. Nokkrum orðum vék hann að framboði B-listans. Nokkur hluti þeirra sem á honum væru hefðu þurft að koma sér vel við valda- menn af persónulegum hags- munaástæðum — slíkir menn væru ekki líklegir til stórræða'. Á listanum væru einnig menn sem væru alltaf og allstaðar andstæðingar verkalýðssamtak- anna og vildu hag þeirra sem minnstan. Sameiginlegt væri þessum mönnum öllum það eitt að láta utanaðkomandi öfl scgja sér fyrir verkum. Ræðu sinni lauk Eðvarð á þessa leið: Valdhafar og atvinnurekendur vilja Dagsbrún sundraða. Dags- brúnarmcnn þurfa sterka og ein- hruga Dagsbrún. Dagsbrún þarf að halda reisn sinni og styrk, en það gerir hún ekki nema með öflugum sigri A-Iistans £ kosn ingunum á laugardag og sunnu- dag. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.