Þjóðviljinn - 22.01.1964, Blaðsíða 3
MiCvikuda"ur 22. janúar 1964
mwmnm
SÍÐA 3
Strætisvagnar handa Kúhu
Vinir Bandaríkjaima eru orðnir þeim harla óþægir og ekki lengur fúsir að láta þá segja sér fyrir
verkum. De Gaulle fer sínu fram í afstöðunni til Kína og brezka stjórnin þverneitar að skipta sér af
viðskiptum brezkra fyrirtækja við Kúbu, hvað sem líður viðskiptabanni Bandarikjanna. Nú síðast
hefur það vakið mikla óánægju I Washington, svo að ekki sé meira sagt, að brezka fyrirtækið
Beyiand Motors hefur samið við Kúbustjóm um sölu 400 almenningsvagna. Forstjóri fyrirtækis-
ins hlær að ásökunum Bandaríkjamanna að með þessu séu Bretar aö stofna öryggi Bandaríkjanna
Viðurkenning Frakka á Alþýðu-Kína
Frðnsk og brezk blöð fagna
ákvðriun de Gaulle forseta
PARÍS 21/1 — Ákvörðun de Gaulle forseta að viður-
kenna alþýðustjórnina í Peking og taka upp stjómmála-
samband við hana hefur að sjálfsögðu hlotið misjafnar
undirtektir. í Bandaríkjunum sætir de Gaulle harðri gagn-
rýni, hins vegar eru frönsk og brezk blöð yfirleitt sam-
mála um að fagna ákvörðun forsetans.
Frönsku blöðin segja að hún
sé „rökrétt" og ,,raunsæisleg“ og
þau brezku eru á sama máli.
„Le Figaro" bendir á að önn-
ur ríki Atlanzbandalagsins hafi
viðurkennt Kína og haft við það
stjómmálasamband lengi án þess
að Bandaríkin teldu ástæðu til
að amast við því. Þessi ríki eru
Bretland, Holland, Danmörk og
Noregur. Bandaríkjastjóm hafi
því enga ástæðu til að setja út
á ákvörðun frönsku stjómarinn-
ar að gera slíkt hið sama.
„Cornbat" tekur mjög í sama
streng og segir að viðurkenning
Pekingstjómarinnar sé í fullu
samræmi við alla utanrikis-
stefnu Frakka og hún sé gerð að
vel athuguðu máli.
Jafnvel „l’Aurore“, málgagn
kaþólska flokksins sem gagnrýnt
hefur ákvörðun forsetans, viður-
kennir að „ekki sé hægt að virða
að vettugi 700 milljón manna
þjóð og lifa í þeirri blekkingu
að stjóm Kína hafi aðsetur á
Formósu".
„Bandaríkin einangrast"
Viðtal við Faure
Edgar Faure, fyrrverandi for-
sætisráðherra, sem mestan þátt
hefur átt í þessari ákvörðun
frönsku stjómarinnar, hefur rætt
um hana við fréttamann Lúx-
emborgarútvarpsins. Hann komst
þá m.a. svo að orði:
„Frakkland hefur sögulegu
hlutverki að gegna í heiminum
og ber ábyrgð á gangi heims-
mála. Af þeim sökum verða
Frakkar að breyta afstöðu sinni
gagnvart Kína. Frakkland á
ekki lengur neinar nýlendur í
Asíu, en Frakkar þekkja Asíu
öðrum betur. Vegna þessa sögu-
lega hlutverks, vegna þess ætl-
unarverks sem Frakka bíður í
Asíu, ber þeim að opna Kína
þjóðum vesturlanda".
„Ekkert þeirra þriggja megin-
viðíangsefna sem framtíð okkar
allra er komin undir“, hélt hann
áfram, „hvorki friðsamleg sam-
búð, afvopnun né aðstoð við
þróunarlöndin, verður leyst ef
700 milljón manna þjóð er virt
að vettugi. Mér er þannig spum,
hvort til er nokkur viti borinn
maður í heiminum sem ímyndar
sér að hægt sé að gera sátt-
mála um afvopnun án Kína“.
Gerðir samningar
Blaðið „France Soir“ skýrir
svo frá að ákvörðunin um viður-
kenningu Kina hafi verið tekin
á ráðuneytisfundi í Paris 8. jan-
únar sl. og þá um leið ákveðið
að de Gaulle myndi tilkyrma
þetta á blaðamannafundinum 31.
janúar. Einnig hafi þá verið á-
kveðið að gera viðskiptasamning
milli ríkjanna og einnig samning
um menningar- og tæknisam-
vinnu.
Minni fjárveiting
til vígbúnaðarins
í bráða hættu og segir að varla farl Kúbumenn til innrásar í Bandaríkin í strætisvögnum. —
Myndin sýnir strætisvagna Kúbumanna í smíðum hjá Leyland.
Sovétríkin munu veita Kúbu
enn aukna efnahagsa&stoð
MOSKVU 21/1 — Stjórnir Sovétríkjanna og Kúbu hafa
gert með sér samning sem tryggja mun efnabag Kúbu
fyrir verðsveiflum á sykurmarkaðinum. Samningurinn mun
emnig gera kleifa uppbyggingu atvinnulífsins á Kúbu
til frambúðar.
þeir Krústjoff og Castro til Kíeff
en þar í nágrenninu ætla þeir
á veiðar nasstu daga.
Málgagn brezka Verkamanna-
flokksins „Daily Herald“ er
sömu skoðunar. Það segir m.a.:
„De Gaulle lætur ekki blekkjast
af þeirri bamalegu tálvon að hið
kommúnistíska Kína muni með
einhverjum hætti líða undir
lok. ef menn láta aðeins sem
það sé ekki til. Bandaríkin eru
að einangrast. tJ ti lok unarstefna
þeirra gagnvart Kína er mark-
leysa ein. Því fyrr sem öll vest-
urlönd viðurkenna Kina og
landið er tekið í SÞ, þvf betra“.
„Daily Express" segir: „Á-
kvörðun frönsku stjómarinnar
miðar að því að koma samskipt-
um Kína og annarra ríkja heims
í samt lag. Því ber að fagna.“
WASHINGTON 21/1 Johnson for-
setl hefur sent Bandaríkjaþingi
fjárlagafrumvarp sitt fyrir fjár-
hagsárið 1964—65 og er í því
gert ráð fyrir að útgjöld tii
hemaðar verði minnkuð um 1,3
milljarða frá því sem var á síð-
asta árL
Niðurstöðutölur fjárlaganna
eru 97,9 milljarðar dollara, eða
heidur lægri en í síðustu fjár-
lögum Kennedys forseta.
Gert er ráð fyrir að verja
einum milljarði dollára vegna
sérstakra ráðstafana gegn fá-
tækt o.g örbirgð í Bandaríkjun-
um. Lofað er auknum spamaði
í opinberum rekstri og gert ráð
Kröstjoff forsætisráðherra
skýröi frá þessu í hófi sem Fidel
Gastro var haldið í Kreml í dag.
Hann nefndi ekki einstök atriði
samningsins, en talið er víst að
hann feli 1 sér enn aukna efna-
hagsaðstoð Sovétríkjanna við
Kúbu til að vega upp á móti
því mikla tjóni sem viðskipta-
barm Bandaríkjanna veldur
Kúbumönnum.
Rffleg aðstoð
Aðstoð Sovétríkjanna við Kúbu
er þegar mjög rífleg og talið að
hún nemi sem næst einni milljón
dollara á dag. Liklegt má telja
að meginatriði samningsins sé
að Sovétríkin kaupi framvegis
sykur af Kúbu á föstu verði,
hvað sem líður sveiflum á heims-
markaðnum, en þær hafa verið
mjög miklar síðustu árin. Sykur-
verð er þannig óvenju hátt um
þessar mundir þó að það hafi
aftur lækkað nokkuð frá þvi í
haust. Hin miklu sykurkaup Sov-
étríkjanna frá Kúbu voru hins
DAR—ES—SALAAM 21/1 —
Julius Nyerere hélt útvarpsræðu
1 dag og kvað uppreisnina hafa
verið bælda niður.
vegar gerð áður en verðið hækk-
aði.
Þega Batista einvaldsherra var
við völd á Kúbu og sykurekr-
urnar voru að verulegu leyti
í eigu bandarískra auðfélaga
keyptu Bandaríkin sykurinn af
Kúbu á föstu verði sem var all-
miklu hærra en heimsmarkaðs-
verðið.
Castro ánægður
Castro mætti til fagnaðarins
í Kreml í óbreyttum kakifötum,
en hafði þó hnýtt á sig hálsbindi
til hátíðábrigða. Hann kvaðst
vera mjög ánægður með niður-
stöðumar af viðræðum hans við
Krústjoff síðan hann kom til
Moskvu 13. janúar. — Heims-
valdasinnum líður illa. Þróunin
er á móti þeim, en okkur í vil,
sagði hann. Horfur á alþjóða-
vettvangi hafa batnað og bylt-
ingin á Kúbu er nú tryggari en
nokkru sinni fyrr. í fimm ár
höfum við staðið vörð um bylt-
inguna, en í ár ríður á mestu
að tryggja efnahaginn.
Á veiðar
Viðræðunum í Moskvu mun
nú vera lokið, en að afloknu
hófinu í Kreml í kvöld héldu
Johnson forseti sendir boðskap til Genfar
Vonir um að árangur verði
af afvopnunarviðræðunum
fyrir að greiðsluhallinn á fjár-
lögunum verði minnkaður tim
nær helming frá því sem nú er.
GENF 21/1 — Fyrsti ftmdur afvopnunarráðstéfmi SÞ í
þessari lotu var haldinn í Genf í gær og hafði ráð-
eipnig gert tillögu um þær. Hitt
kann að reynast erfiðara að
, - ,, _ . _ i semja um framkvæmd þeirrar
stefnunm þa borizt boðskapur fra Johnson Bandarík]a-| tillögu, eins og t.d. hvar koma
forseta sem lýsir þeirri von sinni að mikilsverður árang-
ur náist í viðræðunum, svo að jafnvel megi búast við að
þær marki þáttaskil í sögunni.
UTBOÐ
Tillboð óskast í að bygg'ja 6 vinnuskúra.
gagna skal vitja í skrifstofu vora gegn
skilatryggingu.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR.
— Útboðs-
500 króna
Forsetmn segir að það gefii fyr-
irheit um árangur af ráðstefn-
unni að bæði Sovétríkin og
Bandaríkin hafi ákveðið að
minnka fjárveitingar sínar til
vígbúnaðar. í boðskapnum eru
einnig tillögur Bandaríkjanna í
fimm liðum:
1) Johnson tekur undir þá til-
lögu Krústjoffe í áramótáboð-
skap hans að öll ríki heijris
skuldbindi sig til að leita frið-
samlegrar lausnar á landamæra-
deilum, en bætir við að einnig
skuli banna undirróður og ó-
löglega vopnaflutninga.
2) Dregið verði úr almennum
vígbúnaði undir alþjóðlegu eft-
irliti.
3) Míkilsvert væri ef takast
mætti að banna frekari fram-
leiðslu á kjamakleyfu efni til
hemaðar.
4) Bandaríkin eru reiðubúin
hefja vife-æður i því skyni
að koma í veg fyrir að stríð
hefjist fyrir slysni eða misgán-
ing og einnig hindra skyndi-
árásir.
5) Hindrað verði að fleiri ríki
komist yfir kjamavopn en hafa
þau nú, samvinna tekin upp um
friðsamlega hagnýtingu kjam-
orkunnar og síðan gerður alþjóða-
sáttmáli um algert bann við
kjamavopnum.
Eftirlitsstöðvar
1 boðskap forsetans er ekki
minnzt á þá tillögu sem talið er
víst að bandaríski fulltrúinn
á ráðstefhunni, William G. Fost-
er, hafi í pokahominu, að komið
verði upp eftirlitsstöðvum á
mörkum þeirra landssvæða sem
hemaðarbandalög stórveldanna
ráða yfir. Það er talið einna
Mklegast að samkomulag geti
teldzt um slíkar eftMitsstöðvar,
þar sem sovétstjómin hefur
skuli upp slikum stöðvum, hve
margar þær skuli verða og
hverjir skuli manna þær.
Butler og Gromiko til Genfor
Það er nefnt til marks um
það hve miklar vonir menn
binda við afvopnunarráðstefnuna
að þessu sinni að víst er talið
að þeir Gromiko og Butler, ut-
anríkisráðherrar Sovétríkjanna
og Bretlands, muni væntanlegir
til Genfar áður en langt líður.
Skagaström/
Framhald af 1. síðu.
tillögu sinni í atvinnumálum
Norðurlandskjördæmis vestra,
en þar er víða mikið atvirmu-
leysi. Auk framsögumanna tóku
til máls Þorfinnur Bjarnason,
oddviti, og Jóhannes Hinriks-
son. Fundarstjóri var Sigmar
Hróbjartsson. í lok fundarins
var einróma samþykkt eftiríar-
andi tillaga frá Friðjóni Guð-
mundssyni og Pálma Sigurðs-
syni:
„Aimennur fundur haidinn á
Skagaströnd 9. janúar 1964
bendir á hið aivarlega ástand,
sem verið hefur í atvinnumái-
um staðarins nú um nokknrt
skeið. Tugir manna standa uppi
atvinnulausir nokkurn tíma á
hverju ár og verðmætt vinnuafi
fer í súginn.
Fundurinn telur það sjáif-
sagða skyidu ríkisvaldsins að
gera sérstakar ráðstafanir, þeg-
ar svo stendur á, að sveitarfé-
Iagið fær ekki að gert, og telur
því sjálfsagt, að reist verði á
Skagaströnd cinhver þau fram-
Ieiðslu- cða iðnaðarfyrirtæki,
sem þörf er á að reisa og heppi-
Iegt er talið að staðsetja á
Skagaströnd. Bendir fundurinn
sérstaklega á niðurlagningar-
verksmiðju, dráttarbraut, tunnu-
verksmiðju eða Iýsisherzlu.
Fundurinn skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að láta þegar
fara fi-am skipulega rannsókn á
þvi, hvaða ráðstafanir séu
heppilegastar til að tryggja at-
vinnuástand á Skagaströnd".
IIIIII | lllllll
liiTi
Dóttir okkar og systir
SIGRÚN JÓNASDÓTTIR
andaðist að heimili okkar Hofteigi 40, aðfaranótt þúðju-
dagsins 21. þessa mánaðar.
Ingibjörg Björnsdóttir
Björn Jónassoa
Jónas Guðjónssoi
Ragnar Jónasson.