Þjóðviljinn - 22.01.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.01.1964, Qupperneq 4
4 SÍÐA HÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Verður íhaldið fundvíst gnn er farið á flot með íhaldslista í Dagsbrún Enn gefst verkamönnum kostur á að velja Bjöm frá Mannskaðahóli formann stærsta og öfl- ugasta verkamannafélags landsins. Sjálfsagt ganga ekki allir þeir verkamenn, sem nafn sitt eiga á íhaldslista í Dagsbrún, til þess leiks með ljúfu geði. Kunningjum þeirra og vinnufélögum er það árleg ráðgáta hvers vegna menn láta þvæla sér í þetta, aðrir draga í efa að allir frambjóð- endur íhaldslisfans í Dagsbrún kjósi hann, og huggi sig við að engin hætta sé á sigri hans. En engum verkamanni er sómi að því að leggja na'fn sitt við það fyrirtæki að reyna að afhenda íhald- inu Verkamannafélagið Dagsbrún, og þó félagar þeirra brosi að tilburðunum er brosið kalt. Því hér er mikið í húfi; ekki einungis fyrir verka- menn í Reykjavík, heldur alþýðu landsins alls, fyrir verkalýðshreyfinguna 1 heild. Því þá væri illa komið íslenzkri verkalýðshreyfingu og al- þýðumálstað, ef íhaldið næði tökum á Dagsbrún. Varla mun finnast sá Dagsbrúnarmaður, hvað sem líður nokkrum játningum í Morgunblaðinu dag- inn sem kosið er, sem í alvöru vildi hugsa sér þau umskipti að í stað Eðvarðs Sigurðssonar og félagá hans væru í næstu viku komnir Björn frá Mannskaðahóli og kumpánar til að stjórna Dags- brún. u,.,.... «. ..M munu ekki verða þau úrslit kosninganna. Samt er framboð íhaldsins í Dagsbrún með ráði gerf. B-listinn er ekki boðinn fram vegna áhuga Dagsbrúnarmanna sjálfra, heldur þrýst fram af ulanaðkomandi öflum. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinnuveitendasambandið svonefnda hafa Dags- brúnarkosningamar fyrir árlega liðskönnun. Framboð Bjöms frá Mannskaðahóli og kumpána gefur andstæðingum Dagsbrúnar tækifæri til þess að reyná að draga reykvíska verkamenn í dilka e’ftir stjórnmálaflokkum, tiltæki sem hlyti að trufla samhug og samheldni í kjarabaráttunni, e'f íh’aldinu yrði svo ágengf að stór hluti félagsmanna legði því lið. Og það er auðskilið að einmitt nú leggi andstæðingar Dagsbrúnar óvenju mikla á- herzlu á þessa iðju og spari hvorki fjáraustur, áróður né bílakost. g jálfstæðisflokknum og Vinnuveifendasamband- inu svonefnda kom á óvart samheldni og einhug- ur alþýðunnar 1 baráttunni gegn þvingunarlög- um ríkisstjórnarinnar og ekki síður einhugur verkfallsmanna 1 desember. Andstæðingum verka- manna, sem komnir voru á fremsta hlunn að banna allar kauphækkanir og verkföll með lögum, kom á óvart skyndiverkfall hafnarverkamanna í Reykjavík, snöggt, algert, áhrifamikið. Andstæð- ingum verkamanna kom á óvart einhugur Dags- brúnarmanna í desemberverkfallinu, órofa ein- beitni þeirra í baráftunni. íhaldið fann ekki „sína menn“. Þeirri viðureign er ekki lokið. Og fátt myndi fremur auðvelda reykvískum verkamönn- um baráttuna, sem hlýtur að verða háð af mik.1- um þunga næstu mánuði, en að íhaldið fyndi heldur ekki menn sína í Dagsbrún um helgina, þegar þeim er stefnt til að kjósa íhaldsframboð í félaginu. — «. Miðvikudagur 22. janúar 1964 Úrskuriur yfirnefndar um fersk- fiskverðið og sératkvæðin tvö Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, hefur yfirnefnd kveðið upp úrskurð sinn um ferskfisk- verð á vetrarvertíðinni. Úrskurðurinn fer í heild hér á eftir, ásamt sératkvæðum fiskseljenda og fiskkaupenda. Á fundi Verðlagsráðs sjáv- arútvegsing hinn 20. des. 1963 kom í Ijós, að eigi mundi fást samkomulag um verðlagningu ferskfisks á komandi vetrar- vertíð og var þá samþykkt, að visa málinu til yfirnefnd- ar samkv. 9. gr. laga nr. 97 1961 um varðlagsráð sjávar- útvegsins. Nefndi Verðlags- ráð því næst í yfimefnd af hálfu fiskseljenda þá Tryggva Helgason og Kristján Ragn- arsson. en af hálfu fiskkaup- enda þá Helga Þórðarson og Valgarð J. Ólafsson. Eigi varð samkomulag um odda- mann og nefndi Hæstiréttur til þess starfs Hákon Guð- mundsson. Yfirnefnd hóf störf sín 30. desember 1963. Hefur hún í því skyni að fá sem gleggst yfirlit yfir þau atriði, sem kunna að geta skipt máli við ákvörðun lágmarksverðs á ferskfiski þeim, sem verð- leggja skal, og greiðslugetu fiskkaupenda, leitazt við eftir þeim gögnum. sem tiltæk eru, að gera sér grein fyrir fasta- og reksturskostnaði meðal- frystihúss, miðað við kaup- gjald og annan kostnað á grundvelli þeirra viðhorfa, sem skapazt hafa eftir kaup- gjaldshækkanir þær, sem áttu sér stað í desember s.l. Þá hefur yfirnefndin athugað verðlag á útfluttum freðfiski árið 1963 og söluhorfur á þessu ári. Á sama hátt hefur yfir- nefndin reynt að gera sér grein fyrir útgerðarkostnaði meðalbáts og tekjuþörfum hans til að fá hallalausan rekstur. Er í því sambandi og byggt á gildandi hlutaskipta- samningum milli sjómanna og útvegsmanna, en þar sem út- vegsmenn og sjómenn fá sama verð fyrir fiskinn, ork- ar ákvörðun yfirnefndar um lágmarksverð ferskfisks beint á starfslaun sjómannsins. Um þessar athuganir yfir- nefndarinnar og mat á þeim ber þó að hafa i huga, að hér var eigi um þess konar rannsókn að ræða, að á henni verði í heild byggt sem hrein- um hagfræðilegum grundvelli. þar sem einstakar niðurstöð- ur hennar eru að sumu leyti samkomlagsatriði innan yfir- nefndarinnar, byggt á áætl- unargrundvelli. sem í ýmsum atriðum má rekja til sam- komulags í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins. Ber að hafa þetta í huga, þegar litið er til þessara viðmiðunaráætlana um fasta- og reksturskostnað frystihúsanna og útgerðar- kostnað bátsins. Framangreindar athuganir leiddu til þeirrar reiknings- legu niðurstöðu, að meðalverð það, sem meðalfrystihúsið gæti greitt fyrir hvert kg. hráefnis (þorskur og ýsa) væri kr. 2.55, en hins vegar kom meðalbátur sá, sem við var miðað, út með þörf fyrir kr. 4.06 til þess að rekstur hans yrði hallalaus. Við ákvörðun meðalverðs er það tillaga fulltrúa fisk- kaupenda, að það verði af yflrnefndinni ákveðið kr. 2.87 fyrir kg. (Þorek og ýsu sl. m. haus), en af hálfu full- trúa fiskseljenda er tillagan sú, að meðalverðið verði á- kveðið kr. 3.95 pr. kg. Oddamaður yfimefndar tel- ur, að þegar tekin er ákvörð- un um verð á ferskfiski þeim, sem hér er um að tefla, beri að fylgja ákvæði 1. mgr. 17. gr. laga nr. 97/1961 um verð- lagsráð sjávarútvegsins, en þar segir. að ákvarðanir um lágmarksverð „skuli byggðar á markaðsverði sjávarafurða á eriendum mörkuðum.“ Pram er komið, að nokkur hækkun varð á útflutnings- verði sjávarafla (freðfisks) árið 1963, sem telja má, að orkað geti sem svarar 4—5% hækkun á hráefnisverði. Þar á móti kemur hins vegar mik- il hækkun á framleiðslukostn- aði og fastakostnaði hjá frystihúsunum vegna kaup- gjaldshækkana á árinu 1963, sem eru eigi lægri en 30% og orka beint eða óbeint á venjulegan hluta af fram- leiðslukostnaði frystihúsanna. 1 þessu sambandi er rétt að taka fram, að fiskseljendur hafa réttmætra hagsmuna að gæta um það, að eigi verði annað talið til framleiðslu- kostnaðar en þar á heima og á athugun sú. sem áður er getið, á fasta- og framleiðslu- kostnaði frystihúsanna m.a. að gefa fiskseljendum tæki- færi til hagsmunagæzlu gagn- vart fiskkaupendum að þessu, leyti. Að því er varðar þá 15% kauphækkun, er varð í des- embermánuði s.l., ber sér- staklega að gæta þess, að miðað er við, að frystihúsa- eigendur muni af opinberri hálfu fá aðstoð til þess að mæta þeim kostnaðarauka, er nefnd kauphækkun leggur á framleiðslu þeirra. Er miðað við, að sú aðstoð geti numið allt að kr. 0.30 á hvert kg. hráefnis, þannig að hækka megi áætlað viðmiðunarverð úr kr. 2.55 í kr. 2.85. Þegar þessi atriði eru virt, og litið er til gagna þeirra og upplýsinga, sem tiltæk hafa verið, telur oddamaður eigi fyrir hendi grundvöll sam- kvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. laga nr. 97/1961 til þess að hækka við þessa verðlagn- ingu meðalverð það á fersk- fiski, sem samþykkt var af yfimefnd í janúar 1963 og gilti til loka þess árs. Er at- kvæði oddamanns samkvæmt því það, að meðalverðið kr. 3.24 á slægðum þoreki og ýsu með haus standi óbreytt, enda er við þá ákvörðun höfð í huga batnandi framleiðni frystihúsanna, er gefa á möguleika til betri greiðslu- getu, og svo líkur til þess, að verðlag á erlendum markaði á íslenzkum sjávarafurðum hækki frekar en lækki. Með þvi að tillaga odda- manns um meðalverð liggur þannig milli ffamangreindra tillagna fulltrúa fiskkaup- enda og fiskseljenda, verður samkvæmt venjulegum dóm- skaparreglum meðalverð það, er hún felur í sér, kr. 3.24, það verð. er gilda skal eigi skemur en verðlagstímabilið frá 1. janúar til 31. maí 1964. sbr. 7. gr. laga nr. 97 1961, en tekin verður sér- staklega ákvörðun um það, hvort þessi verðákvörðun skuli gilda lengur. Reykjavík, 20. janúar 1964. Hákon Guðmundsson. Með skirskotun til sérat- kvæðis Tryggvi Helgason Kristján Ragnarsson. Með skírskotun til sérat- kvæðis Helgi G. Þórðarson Valgarð J. Ólafsson. „Fulltrúar seljenda í yfir- nefnd telja að með þessari verðákvörðun sé þrengt svo að starfsemi fiskveiðanna, bæði hvað snertir útgerð og sjómenn. að hún geti ekki gengið með eðlilegum hætti framvegis. þar sem ekki er í verðákvörðuninni að neinu leyti tekið tillit til þeirra miklu verðhækkana, sem átt hafa sér stað frá því síðast var ákveðið verð, þ.e. í árs- lok 1962. Er í verðlagsákvörðuninni nú brugðið frá þeirri venju, sem áður hefur verið við höfð við fiskverðsákvarðanir að meta til jafns framleiðslu- kostnað fiskvinnslunnar í landi og kostnað við að afla fisksins. Fiskseljendur mótmæla því þessari verðákvörðun. þar sem hún hlýtur að leiða til verulegrar hnignunar hjá sjávarútveginum og versn- andi kjara allra þeirra. sem við hann starfa.“ Fuiltrúar fiskkaupenda rökstyðja sératkvæði sitt þannig: Til grundvallar tillögu full- trúa fiskkaupenda um meðal- verð liggja þær kr. 2.55 pr. kg., sem er niðurstaða kostn- aðaráætlunar meðalfrystihúss eftir að ráðið og yfirnefndin hafði um hana fjallað og fært verulega niður frá fram- lagðri kostpaðaráætlun og í ýmsum atriðum gegn atkvæð- um fulltrúa fiskkaupenda. Til viðbtar kr. 2,55 kemur sú auratala, sem upplýst er að ríkisvaldið muni bæta fisk- verkendum til að mæta 15% kauphækkunum í des. s.I. og talin er jafngilda 5,2% af f.o.b.-verði útflutningsafurða, en það svarar til u.þ.b. kr. 0,32 pr. hráefniskáó. Þannig verður tillaga fiskkaupen^a um meðalverð á þorski og ýsu kr. 2.87 pr. kg. miðað við slægðan fisk með haus, enda gert ráð fyrir því, að um- rædd 5,2% komi til góða öli- um útflutningsafurðum ú'r þeim fiski, sem verðákvörð- imin nær til. Aðstoðarmaður óskast í veðurstofuna á Reykjavíkur'flugvelli. • ! Laun samkvæmt 10. flokki launakerfis ríkisins. 'Umsökiíiir'‘'efi' gtéítti' aMur, menntun og fyrri störf. sendist Veðurstofunni fyrir 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar í skrifstofu Veðurstofunnar. Veðurstofa íslands. TILKYNNING Nr. 5/1964. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu. Tilkynning nr. 12/1963 heldur gildi sínu. Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr........ Kr. 10,00 Nonmalbrauð, 1250 gr.............. — 10,00 Séu nefnd brauð bökuð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf- andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 18. janúar 1964. V erðlagsstjórinn. Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 117., 118. og 120. tölublaði Lög- birtingarblaðsins 1963, á kjallaraíbúð Fríðu Ágústsdóttur í Kársnesbraut 3Ö, fer fram á eigninni sjálfri föstudag- inn 24. þ. m. kl. 16 (4 e. h.) BÆJARFÓGETINN 1 KÓPAVOGI.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.