Þjóðviljinn - 22.01.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 22.01.1964, Qupperneq 7
Miðvikudagur 22. janúar 1964 MðÐVILIINN SlÐA 7 Líkan af fyrirhuguðu ráðhúsi við norðurenda Tjarnarinnar ognæstu byggingum: Alþingishúsinu, húsinu. Þegar stórar ákvarðanir eru teknar um staðsetningu og byggingu stórhýsa sem standa eeiga um aldir ag eru sam- eign þjóðarinnar. er ekki nema sjálfsagt, að um það sé rætt opinberlega svo misjöfn sjón- armið komi fram. Því það er eins og þar stendur: „Það skal vel vanda sem lengi á að standa”. Það er almennt við- urkennt og ekki síður af þeim, sem hafa ráöið þessari borg, að mest ailt skipulag hennar er hreinasta hörmung, margir fegurstu staðir hennar eru gjöreyðilagðir, vil ég þar minna á nokkra staði: örfiris- ey var eitt sinn tilvaldasta svæði fyrir skemmtigarð, sjó- minjasafn. Það var siður bæj- arbúa áður fyrr að sumrinu að fara þangað kvöld- eða morgungöngu og á sunnudög- um var þar krökt af fólki. Á þessum fagra stað er nú verk- smiðjuhrúgald og olíugeymar. Hin fagra strandlengja frá IngólfSstræti inn fyrir Laug- ames er gjöreyðilögð. Þar æg- ir ölTu saman, sláturhús, jám- smiðjur, vöruskemmur og frystihús. Það er dapurlegt fyr- ir Esjuna okkar að horfa upp á framferði Reykvíkinga. I Rauðarárholtinu dansar allt hvað innan um annað: íbúðir. verksmiðjur, danshús og kirkj- ur. Við Elliðárvog er ö'llu hrært saman, og á hinum fagra Ártúnshöfða speglar Sorpeyð- ingarstöðin sig í sundum og vogum. „Til þess eru vítin að varast þau”. Við höfum blátt áfram ekki efni á að eyðileggja meira í þessari borg. Stórar fram- kvæmdir, sem eru mjög um- deildar á ekki að reka áfram með meirihlutavaldi í borgar- stjóm Ráðhúsmálið hefur ekkert verið á dagskrá, svo heitið geti, síðan 1955, þegar það skeði, að allir þeir 15, sem þá vora bæjarfulltrúar lentu í Tjörninni á einni nóttu. Strax þá myndaðist svo sterk and- staða gegn því að byggja Ráð- hús niðri í Tjöminni, að málið varð nokkurs konar feimnis- mál bæjarstjómarmeirihlutans. Þóttust þá flestir þess full- vissir, að hugmyndin fengi hægt andlát og Tjöminni væri bjargað. Flestar þjóðir myndu fagija því að eiga fagra tjörn með fuglalífi í hjarta höfuð- borgarinnar, og viða erlendis era búnar til slíkar Tjamir með æmum kostnaði. Því hefði vart verið trúað fyrir nokkr- um áratugum, að árið 1964 samþykkti stjóm Reykjavíkur nær einróma að, láta byggja 8 hæða stórhýsi niðri i Tjörn- inni og það tvöfalt stærra en áætlað var 1955. Það þarf mikla hugkvæmni til að láta sér detta slíka ósvífni í hug. Auk staðarvals verður vitan- lega að líta á fjárhagshliðina og hvað verkið er aðkallandi. Þó við Islendingar um þessar Eftir HJÁLMTÝ PÉTURSSON mundir þykjumst geta allt og sóum fjármunum fyrirhyggju- laust, virðast þó verkefnin æði mörg, sem blasa við ef litið er á þjóðarheildina. Við höf- um daglega fyrir augum tvö risastór sjúkrahús hálfsmíðuð vegna fjárskorts og enginn veit hvar á að afla fjár til reksturs þeirra. Hjúkranar- kvennaskóli er hálfsmíðaður vegna fjárskorts. Ekki bólar á nýju raforkuveri, þó rafmagns- skortur sé á næsta leiti. T. d. getur Áburðarverksmiðjan ekki starfað að fullu vegna raf- magnsskorts. Hvar era millj- óna hundruðin i hin fyrirhug- uðu hafnarmannvirki? Öll út- hverfi bajjarins hafa moldar- götur með forarvilpum. Eiga íbúamir að vaða aurinn á næstunni fyrir þá von að eign- ast Ráðhus á Tjamarbotnin- um, og síðast en ekki sízt, borgaramir í þessari borg, þeir sem ekki geta byggt og enga íbúð geta fengið leigða. Ráð- húshugsjónin verður þessu fólki lítið skjól. Það væri ólíkt myndarlg«ra verkefni fyrir borgastjónina á næstu fimm áum að losa bæ- inn vi ðbraggahverfin og heiis- uspillandi íbúðarkjallara og skúra, áður en hornsteinninn er 'V gður að ráðhúsi. Herra borgarfulltrúar. Etv. mynduð þið nú hleypa inn húsnæðislausu fólki í gierhöll- ina á Tjarnarbotninum? Samkvæmt rannsókn, sem gerð hefur verið á botni Tjarn- arinnar með borunum, eru 15 metrar niður á fast frá botni hennar. Það gætu þannig auð- veldlega staðið hús á stærð við Landsbankann eða Arnarhvál undir Ráðhúsinu; eða 8 borgar- stjórar gætu staðið þar, hver j öxlum annars, þó þeir væru al'lir jafn glæsilegir á vöxt og Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Um ráðhúsmálið er það að segja, að bygging stórhýsis er ekkert aðkallandi mál. Það er ósk sumra að fá fína veizlu- sali til að halda erl. gest- um veizlur, en nægjanlegt hús- rými virðist ti'l þess á Hótel Sögu og Borg. Fyrir borgar- fulltrúana 15 er meira en nóg húsrými í harðviðar loftsal hinum rrýkla, sem Gunnar Thoroddsen lét gera í verk- smiðjuhúsi við Skúlagötu. Ráðhús framtíðarinnar? Á það aðeins að vera fyrir yfir- stjórn borgarinnar með til- heyrandi aðstöðu eða á það um lei ðað vera almennt skrifstofu- hús fyrir flestar greinar starf- seminnar? Fyrri kosturinn virðist vera sjálfsagður, hinar almennu skrifstofur eiga að vera sérstök bygging sem ligg- ur vel við samgöngum og hef- ur næg bílastæði. Ráðhús þarf ekki að vera stórt, en fögur bygging á fögr- um stað. Þennan stað höfum við milli Laufásvegar og Tjam- arinnar, þar sem stendur gamla Herðubreið, Kvenna- skólinn og hús Thor Jensens. Þetta era a'llt gömul hús sem enginn eftirsjón er í. Þessi staður er móti sól og suðvestri. Bílastæði þarf ekki mörg, ef hinar almennu skrifstofur eru annars staðar. Ef hugsað er stærra í þessum málym um Stór Reykjavík, allt svasðið til Hafnarfjar^ar og upp að Graf- arvogi, myndi ráðhús sóma sér vel á Golfskálahæð'nni, þar er mikið landrými, sem borgin á. og þaðan er útsýni fagurt og þetta er nokkurn vegin miðsvæðis. Þetta svæði mun hafa verið hugsað sem bæjar- kjami og Fossvogsdalurinn sem skemmtigarður borgarbúa. Þama þarf ekkert land að kaupa og engin hús að rífa niður. Stjórnarráð. Á stjómarárum þeirra Tryggva Þórhallssonar og Jón- asar Jónssonar keypti rikið miklar lóðir milli Bankastrætis, Lækjargötu og Amtmannsstígs. Staður þessi virðist vera hinn ákjósanlegasti og ætti þar að rísa veglegt stjómarsetur fyrr en síðar, því húsakynni ríkis- stjórnarinnar era fjærri því að vera viðunandi. Stjómarráðs- bygging er langtum meir að- kallandi en ráðhúsbygging. Alþingishús. Hvar á hin nýja þinghöll að vera? Það viðurkenna allir að þinghúsið gamla hefur senn lokið sínu hlutverki, en þess gæti beðið nýtt hlutverk, t. d. að vera dómhús Hæstaréttar, Á síðastliðnu hausti sendi Krabbameinsfélag íslands eft- irfarandi bréf til 60 bama- skóla á landinu: „1 viðleitni vorri til að hamla gegn tóbaksreykingum bama og unglinga, teljum vér mikilsvert að eiga samvinnu við skólastjóra landsins. Að þessu sinni sendum vér yður filmræmu, ásamt is- lenzkum texta, sem gjöf til skóla yðar. í trausti þess að þér notið þessi gögn til að fræða nemendur yðar um skað- semi reykinga. Dómkirkjunni og Oddfellow- til þess er það mjög vel fallið. Það er mjög ákjósanlegt að Þinghús og stjórnar-setur séu ekki langt hvort frá öðru. Bezti staðurinn fyrir alþingis- hús er þar sem menntaskólinn stendur og þær lóðir sem hon- um tilheyra. Á þessum stað var Þjóðfundurinn ha'ldinn og þar starfaði Alþingi um hríð. Menntaskólahúsið er gamalt og hefur gegnt með sóma sínu hlutverki og að það geti staðið um aldur og ævi er vonlaust. Sú hugmynd, sem nú er uppi hjá ráðamönnum menntamála, að byggja þar smekklausar viðbyggingar í allar áttir er fráleit og öllum til skammar sem að því standa. Mennta- skólinn getur vel unað því hlutskipti að Þinghöll þjóðar- innar rísi á hans helga stað. Nýr Menntaskóli væri mjög vel staðsettur á Melavellinum í nánd við Háskólann. Þar er landrými gott og miklir mögu- leikar til margra hluta. Það er krafa þúsunda Reyk- víkinga að Tjamaræfintýri Félag vort er fúst til að lána skólum kvikmynd (með ísl- tali) um tóbaksreykingar. Enn- fremur er verið að búa til prentunar fræðslubækling um þessi efni og er oss Ijúft að senda ókeypis eintök handa nemum yðar”. Sem dæmi um undirtektir, leyfum vér oss a<t birta eftir- farandi bréf frá skólastjóra á Austurlandi: „Krabbameinsfélag íslands — Reykjavik. Hef í dag móttekið filmræmu ásamt ísl. skýringartexta, og borgarfulltrúanna verði stöðvað áður en slys hlízt af. Tjöm- inni verður að þyrma. Það eru engin skynsamleg rök fyrir því að kasta í þetta æfintýri 4 — 500 milljónum, rifa fjölda húsa, sem geta gegnt sínu hlutverki um langa framtíð. Margt af þessum loftköstul- um er hrein blekking teikni- meistara og verkfræðinga. Tak- ið eftir Reykvíkingar. Við sem erum á miðjum aldri, munum ekki lifa það, að Þórshamar og- V.R.-húsið verði sprengt í loft upp og síðan að Tjamarbrúin verði ritfin. Lítum á fram- kvæmdir borgarinnar í verki. Hekla við Lækjartorg var rif- in, nýstandsett hús, en Smjör- húsið stendur enn og skagar út í umferðargötu. ,.Veltan’! við Austurstræti var rifin, á- gætt hús með mörgum verzl- unum og skrifstofum. Skúrinn hans Steindórs stendur enn og gerir grín að framkvæmdinni. Hver haldið þið að framkvæmd- in verði, þegar á að fara að tæta niður Miðbæinn til að geta myndað hið mikla skugg- sæla torg norðan við Ráðhúsið? Máli þessu er ekki lokið. Það era íbúar Reykjavíkur sem ráða úrslitum. Borgar- stjórn og borgarfulltrúar era starfsmenn og þjónar borgar- anna, hreinn meirihluti getur með vantrausti vikið þeim frá. Þar sem lýðræði er viðurkennt, verða menn að beygja sig fyrir bví. Söfnum undirskriftum og látum vilja Reykvikinga koma ótvírætt í ljós. Reykvíkingar stöndum vörð um Tjömina okkar og forðum henni frá eyðileggingu, lofum öndunum og kríunni að vera þar í friði. örfirisey var tekin frá okkur, en við höldum Tjörninni. beirri náttúrugjöf sem höfuðborginni okkar var gefin. hefi nú þegar kynnt mér hvort tveggja. Ég er sannfærður um að þetta er hin þarfasta lexía, og hvort sem fræðslan má nokk- uð eður ei, þá er þó ekki hægt að segja að ekkert sé gert til að vara við hættunni. Ég þakka yður sendinguna og lofa að kynna nemum mínum efni hennar. Neskaupstað 16/12. ‘63 — Virðingarfyllst Gunnar Ól- afsson skóiastjóri.” Krabbameinfélagið hefur nú Framhald á 10. síðu. A h hania gegn tóbaksreyk ingum barna og unglinga TiI glöggvunar lescndum kvikmyndagagnrýninnar skal það tekið fram, að við gefum kvikmyndunum einkunnir. Hæsta einkunn er sex stjörnur en sú iægsta ein stjama. HAFNARBÍÓ Þrenning óttans ** Þeir, sem ekki hefur runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, geta kynnzt slíkri tilfinningu í Hafnarbíó um þessar mundir. Þar eru á ferð þrjár hrollvekjur með 150 ára gamalli stemningu frá Edgar Allan Poe, sjálíum höfuðpaur og meistara allra hryllissögu- höfunda. Að vísu virðist frjálslega með sögur Poe far- ið í þessari kvikmynd, t.d. er „Svarti kötturinn" með til- leggi úr „Amontilado", en versnar ekki við það. Þetta er amerísk kvikmynd með aðalleikuram af evr- ópskum upprana (Vincent Price, Peter Lorre). Price lcikur aðalhlutverk í öllum sögumim, en nýtur sín bezt í Svarta kettinum, og sú saga tekur mjög fram hinum tveimur sögunum í þessari kvikmynd („Morella" og „Dauði herra Valdemars“). Peter Lorre leikur líka í Svarta kettinum og er aldeilis í essinu sínu, en hann hefur leikið skúrkhlutverk í rúm 30 ár, eða allt frá því að hann sló í gegn í kvikmynd Fritz Lang, „M“, árið 1931 í Þýzkalandi. Hið villta og ógnþrungna ímyndunarafl, sem gagnsýrir sögur meistara Poe, kemur allvel fram í þessari kvik- mynd. Þeir, sem hafa gaman af að glugga í slíkar sögur, ættu ekki síður að hafa skemmtan af kvikmyndinni með jafnágætum leikurum og þar koma fram. c.þ. HÁSKÓLABÍÓ Prófessorinn ** Jerry Lewis er í þessari mynd ákaflega seinheppinn prófessor í efnafræði sem öðru hvora sprengir í loft upp vistarverar vísindanna og er þar að auki ljótur og ástfanginn af einni stúdínu sinni. Og ófyrirleitnir sport- menn á kúrsinum sýna hans vesæla kropp mestu harðýðgi. Ut úr þessum vandræðum tekur prófessorinn að leita að nokkurskonar lífselixír og tekst að breyta sér skamma stund í einu í ungan og fima- lega glæsilegan mann sem veitir sér á kvöldin með miklum fyrirgangi allt það sem prófessor dagsins hlýtur án að vera Jerry Lewis færist töluvert i fang — hann er leikstjóri og þar að auki sagður annar höfundur kvikmyndarhand- ritsins. Hann ætlar að sjálf- sögðu að láta menn hlæja. Tekst það misvel — hann skortir hugkvæmni til að halda gríninu uppi í svo langri mynd. Hitt kemur svo á móti að Jerry Lewis er mörgum kostum gamanleik- ara búinn og stendur sig oft ágætlega sem slíkur. Og þó prófessorinn geti stundum verið leiðinlegur þá er hinn svali súpermaður kvöldsins það ekki — á honum nær Jerry skemmtilegum tökum. Um aðra leikara er fátt að segja, enda skipta þeir kannski ekki miklu máli. Það er annars einkennileg árátta frægra gamanleikara að það er eins og þeir þoli ekki neina hæfileikamenn nálægt sér, virðast passa ákaflega vel upp á það að enginn steli sjóinu. Þessi regla virðist svo til undantekningalaus allt frá Hollywood til Moskvu. A.B. NÝJA BÍÓ Hugrakkir landnemar (The Fiercest Heart) Bandarisk (Fox) Framleiðandi og ieikstjóri: George Sherman Handrit eftir skáldsögu S. Cloete: Edmund H North Hljómlist: Irving Gertz. * Myndin er byggð á skáld- sögu, sem á að lýsa tilraun Búa til að brjótast undan kúgun Breta og hefja nýtt og sjálfstætt landnám í Suð- ur-Afríku. Þetta er árið 1837. Vissulega hefði það auðveld- að hinum hrjáðu hollenzku landnemum þá flutninga ef tækni þeirra tíma hefði leift þeim að dóla í stóran hring í fögru og tiltölulega friðsælu umhverfi og tjalda kvöld eft- ir kvöld á sama grasbalan- um. Eða þeir herskáu Zúlú- menn — af einskærum elsku- legheitum — hefðu fallið hver um annan þveran fyrir hverri kúlu þeirra og lagt á flótta þegar þeim varð ljóst að þeir vora að bera þetta vesalings fólk ofurliði svo ekki sé minnzt á heitan rakstur kvölds og morgna hárlagningu fyrir dömumar. sunnudagaföt upp á hvern dag en þvottahús, fatahreins- un og hvað eina í hverjum áningarstað. Ég býzt þó við, að siðferði- þrek þessara púrítönsku píla- grima hefði beðið einhvem hnekki ef hún Juliet Prowse hefði verið á ferð með þeim, ögrandi mönnum með óstýri- látum meydómi og látið eins og hún lætur. Svei attan. Það hefur auðsjáanlega far- ið fram hjá leikstjóra, að einn leikaranna gerir aumkv- unarverða tilraun til að taka hlutverk sitt alvarlega, enda þótt honum takist á engan hátt að raska samræmi þess- arar endileysu. Úhjv. Kraftaverkið í Kópavogsbíói Kópagogshió nef'.u' . förnu sýnt kvikmyndina Kraftaverkið við mjög góða aðsókn. Myndin fjallar um bemskuár Helenar Keller. — Myndin hér að ofan er úr einu atriði Kraftaverksins og sýnir Anne Bancroft og Patti Duke í hlutverkum kennslu- konunnar og Helenar Keller.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.