Þjóðviljinn - 22.01.1964, Page 8

Þjóðviljinn - 22.01.1964, Page 8
~r g SÍÐA ÞI6ÐVIUINN Miðvikudagur 22. janúar 1964 jr Avarp Alexandrcvs ambassadors í fréttaauka sl. smnudag Alexander M. Alexandrov, ambassador Sovétríkjanna á ís- Iandi, flutti ávarp það sem hér fer á eftir í fréttaauka út- varpsins sl. sunnudagskvöld, en daginn eftir hélt hann heim- leiðis. Góðu áheyrendur, Kæru íslenzku vinir. Þið vitið kannski. að diplo- matar hafa þann sið að kveðja vini og kunningja sína áður en þeir fara úr landi þar sem þeir hafa dvalizt um nokkurt skeið ævi sinnar. En enginn sendiherra hefur tök á því að koma í síðustu heimsókn til allra þeirra sem hann vill gjaman kveðja, og þess vegna er ég mjög þakklátur til s.tjórn- ar ríkisútvarpsins sem hefur veitt mér þetta tækifæri að segja hér nokkur kveðjuorð. 1 þau rúmu fimm ár sem ég hef dvalizt hér á Islandi átti ég kost á því að ferðast víða um landið og kynnast mörgu og margvíslegu fólki. Og það mun ekki orðum aukið að segja að ég mun alltaf eiga ánægjulegar endurminningar um landið og bera hlýjan hug fál margra þeirra sem ég hef liitt hér. Sovétstjórnin setti mér sem ambassador það meginverkefni að stuðla á allan hátt að aukn- um samskiptum milli þjóða okkar, að þróun efnahagslegra og menningarlegra tengsla milli Sovétríkjanna og Islands, og greiða fyrir gagnkvæmri, vxðtækri og dýpri þekkingu sovézku og íslenzku þjóðanna hvor á annarri. Ég vil gjarnan segja nú, að í starfi mínu sem miðaðist við þetta mark hef ég notið aðstoðar af hálfu bæði opinberra fulltrúa og ýmissa fálagssamtaka á Islandi. Það er mér og til mikillar ánægju að ríkisstjóm Islands hefur metið svo mikils starf- semi mína hér sem ambassa- dor Sovétríkjanna að hún hef- ur ákveðið að sæma mig ísl. orðu. Ég álít að þessi orðu- veiting sé fyrst og fremst við- urkenning og mat á friðsam- A. Alexandrov legri utanríkisstefnu Sovét- ríkjantoa sem miðar að því marki að bæta sambúð Sovét- ríkjanma við ö1!! lönd, og þar á meðal að alhliða heppilegri þróun og auknum samskiptum við ykkrar land — en þetta er sú stefna sem ég hef reynt að framkvæma eftir megni. Einn af síðustu atburðunum, sem bera vott um stefnu frið- samlegrar sambúðar af hálfu Sovétríkjanna, er nýársorð- sending okkar forsætísráðherra hr. Krústjoffs til leiðtoga rikja og ríkisstjóma. þar sem lagt er til að alþjóðasamningur yrði gerður um að leysa allar deilur um landsvæði með frið- samlegum hætti, en þessi orð- sending hefur hlotið góðar móttöknr almennings i heim- inum. Við er-jm sannfærðir um að tíllögur settar fram í þess- ari orðsendingu eru i sam- ræmi við hagsmuni allra þjóða og að samþykkt og framkv. þeirra mundi skapa heilbrigð- ara andrúmsloft í alþjóðamál- um. Að lokum vil ég óska hinni dugmiklu íslenzku þjóð friðar og velmegunar og láta í Ijós þá von mína að á nýbyrjaða árinu muni ný skref stigin til þess að draga úr viðsjám á alþjóðavettvangi, bæta sambúð milli ríkja og stuðla að á- framhaldandi heppilegri þróun í samskirjtum milli Islands og Sovétrík j anna. Þökk fyrír athygli. Af viðskiptareikningi nr. 4138 sést að í júlí-mánuði 1955 er upphæðin $ 139.98 skuldfærð á reikningnum. I ágústmánuði 1955 kom til landsins vörusending af gólf- flísum (Linotile Flooring). ! | Skv. farmskírteini er viðtak- ™ andi vörunnar varnarliðið og sendandi Esso Export Corp- oration. Fyrir dómi 13. maí 1959 var ákærður Haukur Hvannberg spurður um vöruinnflutning þennan. Gaf hann sömu skýr- ingu á innflutningi þessum og k hann gaf varðandi lið 2. hér \ að ofan. Knútur Hoiriis er fyrir dómi spurður um vörusend- k ingu þessa 15. október 1959. Jl Veit hann ekki til, að gólf- v flísar hafi verið notaðar í J byggingu HlS á Keflavíkur- ■ flugvelli. * Fyrir dómi er ákærður Haukur Hvannberg aftur spurður um vörumnflutning þennan 27.7. 1960. Kannaðist hann þá ekkert við þessar gólfflísar og neitaði því, að t þær hefðu farið í hús sitt að | Ægissíðu 82, hér í borg. 22. k ágúst 1960 ítrekaði Knútur Hoiriis fyrri framburð sinn k fyrir dómi. Akærður Haukur Hvannberg ítrekar fyrir dómi k 25. nóvember 1960 fyrri fram- ™ burð sinn og neitaði því, að | umræddar gólfflísar hefðu J farið í hús sitt að Ægissíðu ■ 82, hér í borg. Ólafur Stefánsson, starfs- | maður HÍS, var yfirheyrður k fyrir dómi 29. nóvember 1960 I um vöruinnflutning. Gaf k hann sömu skýringu á inn- f flutningi þessum og um get- k ur hér að ofan, sbr. liður 2. Ákærðum Hauki Hvann- k berg var fyrir dómi 1. des- J ember 1960 kynntur fram- m burður Ólafs Stefánssonar. C Kvaðst ákærður Haukur B hvorki geta játað frarpburð J Ólafs Stefánssonar réttan né mótmælt honum sern röngum. k Með framburðum þeim, B sem raktir eru hér að fram- k an, svo og með vísan til fyr- B irliggjandi gagna í málinu, k svo og með framburði á- B kærða Hauks Hvanr.bergs | sjálfs, þykir nægjanlega J sannað, að ákærður Haukur g hafi dregið sér úr sjóði HÍS - andvirði gólfflísa að upphæð $ 139.98. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, er því brot þetta réttilega heimfært und- ir 247. gr. alm. hgnl. nr. 19, 1940. 4. Gögn málsins geyma upplýsingar um, að á reikn- ingi nr. 4137 hjá Esso Export Corporation, New York, er upphæðin $ 1.600.00 skuld- færð í júnímánuði 1955. Sama upphæð er eignfærð á sama reikningi í desember 1955. Á reikningi HÍS nr. 4138 hjá Esso Export Corporation er upphæð þessi $ 1.600.00, end- anlega skuldfærð í desember 1955. þessari fjárráðstöfun. Ákærð- ur Haukur heldur því fram, að hann hafi varið andvirði þessara $ 1.600.00 til risnu fyrir HlS. Ákærður Haukur hefur hins vegar ekki getað lagt fram neina reikninga til sönnunar slíkum útgjöldum í þágu HlS, og ekki benda gögn málsins til þess, að fyrirfundizt hafi neinir reikn- ingar í bókhaldi HÍS fyrir risnu, sem svarar upphæð $ 1.600.00 eða ísl. kr. 26.112.00. Með vísan til þess, sem fram er komið í málinu, þyk- ir nægilega sannað, að með atferli sínu hafi ákærður dregið sér úr sjóði HlS kr. 26.112.00, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. alm. hgnl. 19, 1940. 5. I september 1955 er upp- hæðin $ 757.34 skuldfærð á reikningi nr. 4138. 1 september 1955 kom til landsins frá Bandaríkjunum I I h . .1 dag segir m.a. frá gólfflísum og múr- steinum, sem fóru í húsið við Ægissíðu — og dollaraupphæðinni sem framkvæmda- stjórinn hélt fram að farið hefði í vínkaup til risnu Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Upphæð þessi, $ 1.600.00, er talin jafngilda ísl. krónum 26.112.00. Ákærður Haukur Hvann- berg hefur fyrir dómi 27. júlí 1960 gefið þá skýringu á fjárráðstöfun þessari, að hann hafi útvegað ákærðum Helga Þorsteinssyni $ 1.600.00. Doll- arana hafi ákærður Helgi Þorsteinsson greitt á réttu gengi. Fyrir andvirði doliar- anna segist ákærður Haukur hafa keypt vínföng, er hann notaði til risnu fyiir HlS. Ákærður Helgi Þorsteins- son bar fyrir dómi 18. ágúst 1960, að 1 júnímánuði 1955 hafi hann leitað til ákærðs Hauks Hvannbergs og falazt eftir kaupum á $ 1.600.00, sem hann taidi að ákærður Haukur hefði átt persónulega. Ákærður Helgi greiddi á- kærðum Hauki fyrir þessa $ 1.600.00 í íslenzkum krónum, miðað við þáv. skráð gengi. Guðni Hannesson kom fyrir dóm 19. ágúst 1960. Staðfesti Guðni það, að hann minntist þess, að ákærður Haukur hafi komið til sín og beðið sig að reikna út andvirði $ 1.600.00 í íslenzkum krónum. Að ofan eru rakin atriði þau, er liggja til grundvallar vörusending af múrsteinum, og var viðtakandi vörusend- ingar þessarar vamarliðið (Iceland Air Defence Force). Varan var keypt hjá banda- ríska fyrirtækinu The Mosaic Tile Company, New York. Vörureikningur frá greindu fyrirtæki sýnir að vörusend- ing þessi hefur kostað $ 757.34, en við tollafgreiðslu sendingarinnar var framvísað reikning að upphæð $ 274.36 í september 1955, og varan tollafgreidd miðað við þá upphæð. Ákærður Haukur Hvann- berg gaf fyrir dómi 7. desember 1959 þá skýringu á innflutningi þessum, að fyrir einhver mistök hafi múr- steinasending þessi komið til landsins á nafni varnarliðsins. HlS noti mikið af múrsteini í miðstöðvarkatla, sem HlS og Olíufélagið hafi til sölu. Knútur Hoiriis lýsti því yf- ir fyrir dómi 22. desember 1959, að hann kannaðist ekk- ert við þennan innflutning. Ákærður Haukur Hvann- berg er aftur spurður um þennan innflutning fyrir dómi 27. júlí 1960. Gafákærð- ur Haukur nú þá skýringu á þessum innflutningi, að múr- steinarnir hafi verið pantað- k ir í sambandi við byggingu ' smurstöðvar HlS á Keflavík- B urflugvelli. Ákærður Haukur " ákvað að fá hluta af send- ingu þessari í hús sitt að Æg- issíðu 82, og fékk hann reikn- ing að vestan fyrir sínum hluta af fjárhæðinni $ 274.36, og var sá reikningur lagður fram með tollinnflutnings- skýrslunni við tollafgreiðslu sendingarinnar. Fyrir mistök var öll sendingin tollafgreidd út á reikninginn að fjárhæð $ 274.36. Fyrir dómi 28. júlí 1960 ítrekar ákærður Haukur framburð sinn frá deginum áður. Enn ítrekar ákærður Haukur fyiri framburð sinn fyrir dómi 9. ágúst 1960 þess B efnis, að hann hafi fengið J sendan reikninginn að fjár- fl hæð $ 274.36 frá Esso Export i Corporation, New York, og l| hafi hann beðið greint félag k að gera sérstakan reikning \ yfir sinn hluta í sendingu k múrsteinanna. Fyrir dómi 18. ágúst 1960 B skýrði Sigurður Fjelsted, J starfsmaður HlS svo frá, að I hann kannaðist ekki við inn- ? flutning sem þann, er hér um I ræðir, á vegum HÍS. Knútur Hoiriis er fyrir * dómi 22. ágúst 1960 aftur b spurður um innflutning ® þennan. Upplýsti hann þá, að B veggflísar hefðu verið settar ’ í smurstöðina á Keflavíkur- B flugvelli. Hafi hann ekki vit- að betur en þær hafi verið | keyptar í Reykjavík. Hann ít- ^ rekaði, að hann kannaðist ekki við vörusendingu þá, er hér um ræðir. Að framan hafa verið rakt- ir þeir framburðir, er snerta þennan þátt. Upplýst er, að upphæðinni $ 757.34 hafi ver- ið varið til kaupa á múr- steinum. Ákærðum Hauki hefur eigi tekizt að færa sönnur fyrir því, að hluti af sendingu þessari hafi farið til HlS til nota í sambandi við byggingu miðstöðvarkatla. Hefur ákærður Haukur ekki getað, undir prófun málsins, rennt stoðum undir þá stað- hæfingu sína. Verður því að ætla, að sending þessi hafi alls ekki verið keypt í þágu HÍS. Með vísan til alls þess, er fram er komið í málinu, þyk- ir nægjanlega sannað, að á- kærður Haukur Hvannberg hafi dregið sér úr sjóði HlS andvirði múrsteina, að upp- hæð $ 757.34, og með skír- skotun til þess, er að ofan er rakið, þykir brot þetta rétti- lega heimfært undir 247. gr. alm. hgnl. 19, 1940 ! PILOTV Pilot V penninn hefur bæSi venjulega blekfyllingu og blekhylki fyrir sama pennann. Converter 6 blekhylki ink Spare fylgja pennanum Pilot V penninn er x glæsilegum gjafakassa og fylgja 6 blekhylki hverjum penna. MetS hverju blekhylki má skrifa 10.000 orS VerSiS atieins kr. 215.00 Fæst hjá bóka og ritfangaverzlunum vxSa um land Alvinna Okkur vantar nokkra lagtæka menn |il framleiðslustarfa nú þegar. Upplýsingar 'frá kl. 1 — 3 e.h. næstu daga í síma 40 8 70. JÁRNSMIÐJA KÓPAVOGS. Bifreiðaleigan HJÓL Sinfóníuhljómsveit íslands Ríkisútvarpið TÓNLEIKAR í Háskólabíói, jöstudaginn 24. janúar kl. 21,00. Stjórnandi: GUNTHER SCHULLER. Einleikari: GÍSLI MAGNÚSSON Efnisskrá: Shubert-Webem: Þýzkir dansar :r’ Webern: Sinfónía op. 21 Haydn: Píanókonsert í D-dúr Leifur Þórarinsson: Sinfónía,flutt í fyrsta sinn. Gunther Schuller: Composition in 3 parts. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og bókabúðum Lárusar Blöndals, Skólavörðustíg og Vesturveri. ATH.: Tónleikarnir verða á föstudag, en ekki fimmtudag. Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði TILLÖGUR uppstillingarnefndar og trúnaðarmannaráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn V.m.f. Hlífar árið 1964 liggja frammi á skrifstofu V.m.f. Hlífar, Vesturgötu 10, frá og með 22. jan. 1964. Öðrum tillögum ber að skila í skrifst. V.m.f. Hlífar fyrir kl. 2 e.h. sunnudaginn 26. jan. 1964 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn V.m.f. Hlífar. t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.