Þjóðviljinn - 07.02.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 07.02.1964, Side 1
Fösíudagur 7. febrúar 1964 — 29. árgangur — 31. tölublað. Launafíokkar verzlunarmanna og launa- upphæðir, samkvæmt kjaradómi; er birt á 2. síðu blaðsins í dag. Dómur kveðinn upp um laun verzlunarmanna Hvað líður íþróttahöllinni? □ Kjaradómur sá er Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Yerzlunar- mannafélag Árnesinga og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna sömdu um í lok desemberverkfallsins hefur nú kveðið upp dóm sinn og birti hann klukkan 9 í gærkvöld. □ í þessum dómi er miðað við nýja og breytta launaflokkaskipun verzlunarmanna. Þessi nýja skipun er birt í heild á 2. síðu blaðsins, bæði skiptingin í flokka og það kaup sem kjaradómur skammtar hverjum flokki. □ Kjaradómur kvað á um verulega hækkun frá þeim launataxta verzl- unarmanna sem í gildi er, enda þótt langt sé frá því að verzlunarmenn- irnir hafi fengið hækkunarkröfum sínum framgengt, og verður þó að hafa í huga að mikið hefur verið um að hærra kaup hafi verið greitt en taxt- inn segir til um, vegna þess hve lágur hann hefur verið. Sýður upp úr á Kýpur Neðansj ávargöng undir Ermarsund . fyxir 1970. Misheppnuð herferð á hendur Vietkong. — sjá 3. síðu. SURTUR TREYSTIR VÍG! SITT ■ 'ti, * \ ¥|| 1 ® Helztu breytingarnar aðrar varðandi kaupið sjálft eru þess- ar: •fr Vinnuvikan hjá afgreiðslu- fólki styttist úr 48 stundum í 46. ■fr Orlof verður 21 virkur dag- ur eftir fimm ár (áður eftir 10 ár), og 24 virkir dagar eft- ir tíu ár (áður eftir 15 ár). ýSr Hátíðisdagur verkalýðsins, 1. maí, verður frídagur. tV Kaffitími í verzlunum verð- ur 40 mínútur í stað 30 mín- útur áður. ☆ Kauptaxtar þeir sem kjara- dómúr hefur úrskurðað gilda frá 1. október 1963. Sjá 2. síðu, um flokkaskipt- inguna og kaupupphæðir kjara- dóms. Mátu hagsmuni olíufélaganna meir en hag horgarbúa Tillaga Guðmundar Vigfússon- ar, borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, sem birt var hér í blað- inu í gær, um að borgaryfir- völd sköpuðu borgarsjóði aðstööu til beinna kaupa á olíu og benzíni án milligöngu olíufé- laganna, var rædd á löngum fundi borgarstjórnar Reykjavík- ur í gærkvöld. Urðu um tillög- una margra stunda umræður, þar sem borgarfulltrúar ihalds- ins töluðu sem forsvarsmenn olíufélaganna og fluttu frávís- unartiliögu. Var frávísunartillagan sam- þykkt að loknum umræðum með 9 átkvæðum íhaldsins gegn 6 atkvæðum minnihlutaflokkanna. íhaldsmennirnir níu voru: Sig- urður Magnússon, Birgir ísleifur Gunnarsson, Geir Hallgrímsson, Gísli Haljdórsson, Gróa Péturs- dóttir, Guðjón Sigurðsson, Úlf- ar Þórðarson, Þór Sandholt og Auður Auðuns. Frá umræðunum verður nán- ar skýrt hér í blaðinu síðar. ÍÞRÓTTAHÖLLIN nýja í Laugardal var mikið í fréttum í sum- ar um það Ieyti sem verið var að steypa hvolfþakið mikla yfir hana en síðan hefur fátt um það heyrzt hvað því verki miði að fullgera hana. 1 fyrradag brá Ijósmyndari Þjóðviljans sér þama inneftir tU þess að taka myndir og eins og meðfylgjanai mynd ber með sér þá er enn mikið verk óunnið. ALMENNA BYGGINGARFÉLAGIÐ sem er verktaki við bygg- inguna og á að skila húsinu fokheldu mun ekki gera ráð fyrir að geta skilað húsinu af sér fyrr en í vor og veldur þar nokkru um að staðið hefur á gleri í gluggana. Og þá er enn mikið eftir til þess að hægt verði að taka húsið í notkun. ÝMSIR LEIÐTOGAR Iþróttahreyfingarinnar hafa Iátið hafa það eftir sér að undanförnu að húsið eigi að vera tilbúið til notkunar á næsta hausti. Eftir er svo að vita hvort það stenzt áætlun. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Kefíavíkurmálið eitt umíangsmesta Síðan á laugardag hefur Surtur verið allathafna- samur. Fyrir helgina var hlé á gosinu um skeið en á laugardag varð vart jarðskjálfta í Vestmanna- eyjum og um kvöldið hófst gos að nýju i Surti og hefur gosið verið allmikið og nokkuð með öðrum hætti en áður. I fyrsta lagi gýs nú á tveim stöðum norðvestan á eynni en gamli gígurinn sunnan til á eynni er hættur í bili a.m.k. Ann- að gosið á nýja staðnum er ösku- og vikurgos eins og var í gamla gígnum en hitt gosið er að sögn Sigurðar Þprarinssonar jarðfræðings er'flaug þama yfir í fyrradag samskonar gos og var í öskju. Stend- ur eldtunga um 250 metra upp úr gígnum og glóandi hraunkleprar þeytast upp og hlaðast í kringum gíg- inn. Ekki hefur þó enn orðið vart við hraunr nnsli. Sigurður sagði í viðtali Framhald á 3. síðu. fjársvikamálið á Islandi? □ Rannsóknardómarinn í nýjasta fjársvikamálinu á Keflavíkurflugvelli, Ólafur Þorláksson, verst allra frétta af málsrannsókninni, en þó getur Þjóðviljinn fullyrt að eftir því sem rannsókninni miðar áfram kemur æ betur í ljós, að hér er um að ræða eitt stórfelldasta fjárglæfra- mál, sem komið hefur fyrir dómstóla á íslandi. | | Eru margir við málið riðnir, jafnvel svo skiptir mörgum tugum, jafnt bandarískir hernámsliðar og inn- lendir hermangarar. Eru í síðari hópnum menn, sem látið hafa á sér bera og gegnt trúnaðarstörfum innan annars stjórnarflokksins, þ.e. Sjálfstæðisflokksins. Tilbúin nöfn Eftir sögusögnum að dæma virðist þetta fjársvikamál vera fjórþætt og bundið við rekstur á svokölluðum klúbbum á Kefla- víkurflugvelli, en þeir eru starf- ræktir sem hressingar- og skemmtistaðir fyrir bandariska hermenn og aðra bandaríska starfsmenn á Vellinum en jmarg- ir íslendingar hafa af náð feng- ið að heimsækja þá á undan- íömum árum. Fyrir það fyrsta virðast nöfn hafa verið búin til á vinnulist- um yfir menn, sem hafa átt að vinna við reksturinn og hafa jafnvel launamiðar í sambandi við útsvarsálagningu verið send- ir til bæjarfélaga, aðallega hér á Suðvesturlandi, og hefur eng- inn kannast við þessi nöfn á viðkomandi stöðum. Þá hefur verið gefið í skyn, að núllum hafi verið bætt aftan við launa- upphæðir og þá hjá völdum tnönnum og í samráði við þá. Tilbúin fyrirtæki f öðru lagi er þess getið, að hin og þessi fyrirtæki hafi verið búin til á pappírnum og þau hafi sent reikninga fyrir veitta þjónustu eða unnin verk fyrir klúbbana og fengið þá hindrun- arlaust borgaða, án þess að slík þjónusta hafi verið fyrir hendi. Stolið af vörubirgðum í þriðja lagi eru sögusagnir um hreinan þjófnað af vöru- birgðum klúbbanna eins og á- fengi, tóbaki og sælgæti og hafi söluhringur annazt dreifingu á þessum vörum eins og hverjum öðrum smyglvarningi í landinu. Sviknar ávísanir í fjórða lagi mun um að ræða sviknar ávísanir og hafa þær þegar verið sendar vestur um haf til rannsóknar á rithandar- sýnishornum og er þetta eina vitneskjan, sem komið hefur fram í stjómarblöðunum og var gefin- upp á fyrsta degi rann- sóknarinnar. Síðan hefur algjör- lega verið skrúfað fyrir þetta mál í blöðunum. Milljóna tugir Margar upphæðir hafa verið nefndar um hver.su stórfelld fjársvik hér eru á ferðinni. Hafa sumir nefnt tíj. milljónir, aðrir tuttugu til þrjátíu millj- ónir í íslenzkum krónum. Hér mun þó vera um að ræða fjár- svikamál, sem dreifist yfir mörg undanfarin ár og munu upp- hæðirnar nokkuð markast eftir því, hvað mörg ár eru tekin með í reikninginn. Tveir höfuðpaurar Tilgreindir hafa verið tveir höfuðpaurar i þessum fjársvika- hring og er annar þeirra banda- rískur maður að nafni Stanley Roff og er kvæntur íslenzkri konu og búsettur um árabil í Ytri-Njarðvík. Mun hann hafa annazt skiptin á bandarísku hliðina með aðstoð yfirbar- þjónsins, sem gengur undir nafninu Herby og er þýzkur maður að uppruna og mun nokkuð iþekktur á reykvískum börum. Sá maður sem virðist halda á höfuðþráðum íslendinga meg- in heitir Jósafat Arngrímsson og hefur um árabil verið inn- kaupastjóri og bókhaldari fyrir klúbbana á Vellinum. Honum var hinsvegar vikið frá þessu starfi síðastliðið haust. Jósafat virðist einkum hafa haft sam- band við Lionsfélaga í Ytri- Njarðvík og mun talið heitt á ýmsum Njarðvíkurljónunum. Jósafat Arngrímsson er einn af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins á Suðumesjum og. er formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna þar. Nýlega var hann kosinn sem formaður Sjálfstæðisfélags Ytri-Njarðvík- ur og neitaði að taka kosningu nema með samfelldu lófataki, hvað gert var. Bið eftir fomanninum Síðastliðinn föstudag var boð- aður fundur i fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna á Suðumesjum og átti að halda þennan fund í Keflavík og mætti þar hin dygga hjörð Hinsvegar bólaði ekki á formanninum og biðu fundarmenn nokkurn tíma. Bið- in lengdist og ekki dúkkaði for- Framhald á 2. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.