Þjóðviljinn - 07.02.1964, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 07.02.1964, Qupperneq 3
Föstudagur 7. febrúar 1964 ÞIÚÐVELHNN EÍ3A 3 Ófríðlegt ó Kýpur ! Minnst 11 Gríkkir og 25 Tyrkir drepnirídag NICOSÍA 6/2 — Fréttir frá Kýpur herma, að minnst 11 Grikkir hafi verið drepnir í dag og fjöldi manna særður, þegar til bardaga kom milli Grikkja og Tyrkja á eynni. Ekki er vitað hve marga menn Tyrkir. misstu í þessum átökum, en þeir munu ekki vera færri en 25. Talsmaður þeirra segir, að mannfallið hafi verið mikið og væri þetta harðasti bardaginn, sem orðið hefði síðan um jól. Skotizt var á 20 kílómetrum sunnan við höfuðborgina, Nícos- ja, á milli gríska þorpsins Aþeníos og tyrkneska þorpsins Ayios ' Sozemenos. Óstaðfestar fréttir herma, að skothríðin hafi hafizt með því, að einhver úr liði Tyri:ja hafi skotið á grískan lögregluþjón og hafi hann þá svarað í sömu mynt. Brezkir hermenn voru kallaðir á vett- vang, og fengu þeir í fyrstu ekki við neitt ráðið, en eftir langar samningaviðræður við báða aðila tókst að fá þá til að hætta skot- hríðinni. Mjög mikið mannfall varð í bardaganum, sérstaklega misstu Tyrkir marga menn. Talsmaður tyrkneskra Kýpurbúa sagði í dag, að þetta væri harðasti bardag- inn, sem orðið hefði frá því um jól. Minnst 11 Grikkir og 25 Tyrkir voru drepnir og mjög margir særðust. Sú saga gengur f Nícósía, að Makaríos forseti hyggist bráð- lega fara til New York til þess að ræða málamiðlunartillögu Breta og Bandaríkjamanna, um að senda blandað gæzlulið til eyjarinnar, við öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna. Ú Þant sneri við úr Afríku- för sinni til New York vegna hins ískyggilega ástands á Kýp- ur. Hann sagði, að mál Kýpur beri að taka fyrir í öryggisráð- inu, ef stjóm Kýpur óskar þess Hins vegar sagði hann, að eng- in lausn væri hugsanleg á mál- inu fyrr en stjóm Kýpur haf: fallizt á hana. Hörkubardagi í Suður- Vétnam SAIGON 6/2 — 1 dag urðu all- harðir bardagar í Suður-Vjet- nam. Ilugðist nýja stjómin með þessari árás sýna hreysti sína, bæði yfirboðurum sínum í Bandaríkjunum og þegnum heima fyrir. Bandaríkjamenn eru mjög óánægðir með árangurinn af herferðinni, sem var bæði óhemjudýr fyrir þá og árangurs- Iítil. Ráðizt var á skæruliðana á stórum óshólma. Bardaginn stóð nokkuð lengi og féllu þarna 6 bandarískir liðsforingjar og einn breskur. t)r liði skæruliða féllu um 20 manns og voru 100 manns handteknir. Þessi árás var vel undirbúin og var miklu til henn- ar kostað af hálfu Bandaríkja- manna. Kúba skrúfar fyrir vatn tii Cuantenamo MIAMI 6/2 — Stjórnin á Kúbu lokaði í dag fyrir vatns- leiðslur til bandarísku herstöðvarinnar Guantenamo og var stjórn Bandaríkjanna tilkynnt, að ekki yrði opnað fyrir vatnið fyrr en sjómennirnir 36, sem Bandaríkjamenn handtóku nýlega væru látnir lausir. lsrezKa iierlióio, scm sent var til þess að stilla tii i'rióar i Austur-Asiu, var ckki sérlcga mjúkhent við innfædda, er það var að bæla niður hermannauppreisnina. Þótt hermennirnir sýndu ekki hinn minnsta mótþróa, og sætu hinir rólegustu í herbúðunum eftir að stillt hafii verið til friðar, urðu nokkrir afrískir hermcnn að gjalda með lífi sínu og aðrir með heilsu fyrir að láta brezka her- menn „stilla“ sig. — Á myndinni er sýnd ein þeirra aðferða, sem brezkir notuðu til þess að stilla innfædda. Þessi aðferð hefur þann kost, að hún hefur engar blóðsúthellingar í för mei sér. Járnbrautargöng undir Ermarsund Frakkar og Bretar hafa komið sér saman um að byggja járnbrautargöng undir Ermarsundið og eiga þau að vera tilbúin fyrir 1970 Göngin verða 52,45 kílómetra löng, þar af verða 36,4 km. undir sjó, og kostnaðurinn er áætlaður um 18 milljarðar íslenzkra króna. Enn er ekki ákveðið hvort hlutaðeigandi ríki sjá um framkvæmdimar eða einka- fyrirtæki undir ríkiseftirliti. Brezka ríkið á að standa undir I einum f-jórða hluta kosnaðarins, franska ríkið einum fjórða hluta og bandarískir auðhringar taka á sig. helming kostnaðarins. Reiknað hefur verið út, að slík göng borgi sig miklu betur en brú, sem byggð væri yfir sundið. Brúarbygging væri helm- ingi dýrari en göng og mundi þar að auki trufla skipaumferð um sundið. Göngin verða tvískipt, þannig að lestir mætast aldrei. Ætlast er til að þama verði mjög mikil umferð og hver lestin reki aðra. Fyrir utan flutninga- og farþega- lestir verða sérstakar lestir, sem flytja bifreiðar yfir sundið. Þessi göng eru afar þýðingar- mikil fyrir Bretland, sem við þetta færist mun nær megin- iandinu. Fyrir nokkrum dögum voru 36 kúbanskir sjómenn teknir fyrir að vera að ólöglegum veiðum innan bandarískrar landhelgi. Þeir voru fluttir til Key West, þar sem þeir sitja nú í varð- haldi. Það er fullyrt á Kúbu, að sjómennimir hefðu verið að veiðum á alþjóðasvæði og hand- takan væri því hreinasta sjó- rán. Sagði stjómin, að Kúbu bæri engin skylda til þess að veita vatni til herstöðvarinnar, sem væá i landinu í fullri ó- þökk landsrnanna, en hefði haldið því áfram til þess að koma í veg fyrir óþarfa deil- ur við Bandaríkin. Hins vegar hefðu Bandaríkin nú enn á ný beitt Kúbu svívirðilegum fanta- brögðum, sem hún mundi ekki þola með þögn og þolinmæði. Jarðskjálfti í Skoplje BELGRAD 6/2 — 1 dag fannst allharður jarðskjálftakippur í makedónsku borginni Skoplje. Ekki hafa borizt neinar fréttir um manntjón eða annan skaða af völdum jarðskjálftans. Þessi kippur var 408. í röðinni, síðan harmleikurinn mikli gerðist í þessari borg í júlí í fyrra. Surtur Framhald af 1. síðu. við Þjóðviljann í gær að meiri líkur væru nú fyrir þvi en áður að eyjan yrði varanleg og stæðist ágang sjávarins. Hún væri nú orðin um 1200 metra löng og 174 metra há og bætti utan á sig í hverri gos- hrinu og hraunklepramir gera sitt til að treysta byggingu eyjarinnar. Þá segjast skipverjar á ögra frá Hafnarfirði hafa orðið varir við gos á nýj- um stað í fyrradag. Sáu þeir gufusúlu stíga upp úr sjónum 1—2 sjómílur suður eða suðvestur af Surtsey en hún hvarf fljótlega aft- j ur. Ritsafn Jóns Trausta 8 bindi í svörtu skinnlíki Ennþá sel ég Ritsafn Jóns Trausta fyrir aðeins 1000 krónur Bókaútgáfa GuBjóns Ó Hallveigarstíg 6A - Sími 14169 Huppdrætti Hóskóla íslands □ Á mánudag verður dregið í 2. flokki. □ Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. □ 2.000 vinningar að fjárhæð 3.680.000 krónur. Happdrætti Hóskóla ís/ands 2. FLOKKUR. 2 á 200.000 kr. 400.000 k'r. 2 á 100.000 — 200.000 — 40 á 10.000 — 400.000 — 172 á 5.000 — 860.000 — 1.780 á 1.000 — 1.780.000 — Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. 40.000 kr. 2.000 3.680.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.