Þjóðviljinn - 07.02.1964, Síða 8
g SÍÐA
MÓÐVILIINN
Föstudagur 7. febrúar 1964
Thor gegn Kristmanni
Framhald af 7. sídu.
sé: „ . . . . lok þjóðsögu . . . .“,
varla þarf að taka fram hvaða
þjóðsögu er átt við.
Ónákvæmni í um-
gengni við
sannleikann
Greinar Sverris Kristjáns-
sonar um sama verk eru enn-
fremur lagðar fram, sbr. dskj.
nr. 17 og nr. 18 til frekari i-
hugunar: snjöll athugun og skil-
merkileg sem vænta mátti af
svo gáfuðum manni. Þar fjall-
ar Sverrir um sjálfskynningu
stefnanda sem á að vera. Þar
er lítillega vikið að ónákvæmni
stefnanda í umgengni við sann-
leikann, svo sem þegar stefn-
andi segist hafa lesið Das
Kapital eftir Karl Marx en
stefnandi segir í ísold' hinni
svörtu að hann hafi setið:
dögum saman á
Landsbókasafninu og las „Das
Kapital“ spjaldanna á milli og
vandlega . ” Þegar þess
er gætt að Das Kapital er ekki
skemmtirit heldur margslung-
ið og tyrfið fræðirit ng ritað
á geimegldri þýzku, þá verð-
ur ekki annað séð en afköst
stefnanda megi kallast goðum-
lik, og hefur vart annað eins
spurzt síðan Gargantúa leið.
Einnig er upplýst að Lands-
bókasafnið hafði ekki eignazt
verkið fyrr en 1933 (allnokkru
síðar en hinn frægi lestur fór
fram) og þá aðeins 1. bindi,
en skammt er síðan öllu verk-
inu snjóaði inn um dyr þeirr-
ar stofnunar Rejmdar hefur
stefnandi síðar látið í veðri
vaka að hann hafi rogazt með
doðrant þennan inn á safnið
dag hvem til að lesa þar.
Þegar Sverrir Kristjánsson
bendir á að stefnandi telji sig
hafa. samnevtt Olav Bull þrem
árum eftir að það norska skáld
lézt '(sbr. dskj. nr. 181 svarar
stefnandi einsog ekkert sé að
hann hafi aðeins verið „. . • að
rita ævisögu mfna. en hvorki
annála né vísindalega sagn-
fræði“ (ísold hin gullna bls.
296).
Krisfmann
og Goethe
Dskj. nr 19 sýnir hvernig
stefnandi fer að því að þýða
og túlka heimsbókmenntirnar.
Þar kemur greinilega ’ liós
hvert reeindiún skilur Lið hæ-
verska ljóð Goethe og snilli
stefnanda sem getur af sér
eftirfarandi;
Allt til efstu hnjúka
er kyrrð:
nemur nótt mjúka
nánd og firð:
vart brá er bærð;
öll söngvabörn sofa í náðum,
bíð í ró, bráðum
veitist þér værð.
(Heimsbókmenntasaga bls. 154
I., dskj. nr. 27)
Getur allsherjarmunurinn 'á
frumtexta og þýðingu sem
birtist i sjálfri Heimsbók-
menntasögunni stafað nf van-
kunnáttu i þýzku hjá manni
sem gleypti í sig allt tcrfið ur
Das Kapital á nokkrum dög-
um í ónæðissömum lestrarsal
Landsbókasafnsins? En af
hverju þá? Hirðuleysi? Skyn-
leysi? Hroka? Eða öðru nafni
skorti á lítillæti gagnvart
stórmeisturum heimsbókmennt-
anna? Kannski stefnandi hafi
ofmetnazt af ritdómi sem hann
birtir í sjálfsævisögu sinni, Is-
old hinni gullnu bls. 301, eft-
ir mann að nafni dr. Emst
Harms í Berliner Tagblatt
1932: „Furðulegt að orð skuli
geta skapað svo voldugan og
jafnframt mildan samhljom.
Engu orði er ofaukið. Hver
þáttur er ofinn spenningu hins
óvænta, og þeir eru samtengd-
ir með velvitandi listtækni.
Yfirsýn, skyggni og eðlileg
heilbrigði. sem beinir hugan-
um til verka Goetbe. SjéSfráð
og altæk listvitund. Heill mað-
ur, sem lýstr lífinu á mikil-
fenglegan.og • silbria^an hátt.
sem yrkir lífið sjálft, þann
vitnisburð á þessi íslending-
ur.“
Hér skal játað að stefndur
hefur ekki séð hina þýzku út-
gáfu þessa dóms né heyrt dr.
Harms nefndan í annan tíma.
Kristrruann
og Hardy
Á bls 229 i Heimsbók-
menntasögu stefnanda, dskj.
nr 27. rseðir um Thomas
Hardy sem þar hlýtur að
gjalda bölsýni sinnar að því
bezt verður séð. um hann seg-
ir- „Samúð’ hans er sívökui. en
skilningurinn minni og rök-
festan nær húsgangi en bjarg-
álnum. Hardy var hvorki vit-
ur maður né sérlega gáfaður
og þekkingu hans virðist hafa
verið þröngur stakkur skor-
inn.“
En trúríaðarmaður nins ís-
lenzka riScis í bókmennta-
fræðslu lætur ekki við það
sitja að lefka Hardy svo grátt
sem hann gerir með þessum
vitnisburði. þennan enska
sagnameistara og höfuðskáld,
heldur hefnr stefnandi einnig
lagt tii atífjgu við frægt ljóð
eftir Hardy sem landar hans
velja gjaman í safnrit enskra
úrvalsljóða. það hljóðar svo
á frummálSnu:
In Time of ,.The Breaking
of Nations" I
Only a man harrowing clods
Tn a slow silent walk
With an old horse that stumb-
les and nods
Half asleep as they stalk.
Only thin smoke without flame
From the heaps of couch-grass:
Yet this will go onward the
same
Though Dynasties pass.
Yojider a maid and her wight
Come whispering by:
War’s annals will cloud into
night
Ere their story die.
I Jer.li. 20
Þetta verður svona í is-
lenzkri gerð stefnanda f hinni
miklu Heimsbókmenntasögu
hans:
„'Á ófriðartímum"
Aðeins höldur með herfi
og hestur, leiddur í taumi:
hljóðir um akurinn þramma
þeir,
þreyttir, líkt sem í draumi.
Búverkareykur frá býlum
berst til himins i stillu.
Þannig var það og verður æ,
þótt veröldin skakist af illu.
Maður og kona, sem mynnast
og mjúklát saman fara:
stríðsógnin fellur í þagnanþey,
en þeirra saga mun vara.
Þetta mundi eiga að v-ra
sama íjóðið. En hinn íslenzki
þýðandi hefur leiðrétt bölsýn-
an útlendinginn og gert sér
far um að gera ljóðið jákvætt
samkvæmt sínum sérstæða
skilningi og viðhorfum með
þeim afleiðingum að það dylst
algjörlega „ófróðum lesendum
Heimsbðkmenntasögu" að
Thomas Hardy hafi verið skáld.
Svo er að sjá að höfundur
Heimsbókmenntasögu hafi ekki
gefið sér tíma í sínu furðu-
lega umbyltingarstarfi að fletta
upp ritningargreininni sem
Thomas Hardy vitnar til og
myndi siðuðum mönnum þykja
háttvisi að virða vilja hins
enska skálds að láta þessa
ritningargrein fylgja Tjóðinu
einsog höfundur þess gerði
sjálfur. Hún er á þessa leið
samkv hinni íslenzku þvðingu
Biblíunnar (London 1947); Þú
varst mér hamar, hervopn, til
þess að ég gæti molað stindur
með þér þjóðir og eytt með
þér konnngsríki. (Jer. 51.20)
„Við förum allir
allir upp til himna"
Augljóst er að hið enska
heiti Ijóðsins er nátengt ritn-
ingargreininni. Aftur er hið
íslenzka heiti ljóðsins einsog
fyrirsögn á ritstjórnargrein í
dagblaði eða skólastíl. Enska
gerð ijóðsins er tekin úr: The
Oxford Book of English Verse
1250-—1918. New Edition, Chos-
en and Edited by Sir Arthur
Quiller-Couch. Hvílíkur rr.unur.
Hin þrúgandi einmanakennd
er rofin af þýðandanum. Það
er líkt og Thomas Hardy ein-
angri mann og hest en stefn-
andi sameinar þá í tilbúnum
draumi sem er ekki til i texta
Hardys. Hljómblæinn spreng-
ir hann, myndum Hardys glutr-
ar hann fyrir borð, merkingin
gjörbreytist. örþreyta hestsins
„that stumbles and nods“ er
gerð draumljúf svo það ligg-
ur við sjálft að manni komi
í hug hið vinsæla dægurlag úr
Ríkisútvarpinu sem hefst á
fyrirheitinu: Við förum allir
aliir ailir upp til himna. Hardy
minnist ekki á draum.
Svo kemur annað vers: Að-
eins mjór reykjartaumur án
þess eldur sjáist upp úr hrúg-
um af iljgresi, í ljóði Hardys
verður mjög óvænt hjá stefn-
anda: „Búverkareykur frá býl-
um berst til himins í stillu.”
Hvílíkt heljarstökk. Hinu
draumsæta er hraðdiktað upp
af þýðandanum órafjarri frum-
textanum sem býður hugar-
sjóninni alls ekki upp á neima
bóndabæi.
Þó veldin hrynji að velli
verður þetta þó áfram óbreytt,
eitthvað á þá leið segir
Hardy. Stefnandi segir aftur á
móti: „Þannif var það og verð-
ur æ, 7 þótt veröldin skakist af
illu.” Thomas Hardy minnist
hvorki á gott né illt.
1 þriðja-versi serir Hardy
ósköp einfaldlega frá því að
þarna fari kona og maður
hvíslandi hjá, og notar um
manninn orðið „wight” sem er
úr fornu máH og þýðir helzt
persóna eða mannleg vera og
er þáttur f þeirri dularfullu
stemmu sem þýðandinn og
stefnandinn hefur sópað burt,
hann er hinsvegar ekki fyrr
kominn á vettvang en það er
farið að kyssast, — að Hardy
forspurðum. Hann breytir tví-
púnkti Hardys á eftir parinu 1
semíkommu og segir næst:
„Strfðsógnin fellur í þagnar-
þey, en þeirra saga mun vara“.
Thomas Hardy segir:
„War's annals will cloud
into night 7 Ere their story die.”
„War's annals” verður að
„Striðsógn” og það að hverfa
í myrkur nætur eða kannski
myrkvast af nótt með þeim
drunga sem í mynd Hardys
felst verður að hinni draum-
ijúfu dul sem felst í orðlnu
„þagnarþeyr”. sem þýðir í
kyrrþey eða með leynd, þetta
pukur kemur undarlega fyrir,
kynlegt er að láta „Stríðsógn-
ina” hverfa í kyrrþey. Til þess
að hinn hæverski þýðandi þurfi
ekki að skyggja á hið bág-
stadda enska skáld þegar á ís-
lenzka sviðið er komið fær
lesandinn ekki að lesa frum-
textann f Heimsbókmennta-
sögunni. Sama er uppi í sam-
bandi við þýðingu stefnanda
úr verkum hins spænska skálds
Calderon de la Barca. Víst
væri fróðlegt ef mér leyfðist
hér í réttarsalnum að ræða
við stefnanda þýðingu hans á
Calderon og væri okkur báðum
gert að mæla á spænska tungu.
Um klassískan ritdóm Steins
Steinarrs um stefnanda sbr.
dskj. nr. 20 þarf hér ekki að
segja margt né um hinar ágætu
undirtektir helzta gagnrýnanda
Morgunblaðsins Sigurðar A.
Magnússonar sbr. dskj. nr. 21
(bls. 121).
Eftir lát Steins Steinars hef-
ur stefnandi komið upp þeirri
sögu sem dskí nr. 21, bls. 120,
sýnir. (Kristmann segir að
Steinn hafi sagzt hafa verið
„brúkaður til þess drukkinn”
að skrifá greinina!). En þeir
sem þekktu Stein og til þeirra
tel ég mig, líta á þá sögu sem
ósanna; ekki fegrar það áiit
mitt á stefnanda sem varia
mátti versna, eykur það enn
við tilefni greinar minnar.
Að ofan var vikið að dskj.
nr. 23 og vísast til þess sem
þá var sagt.
Dskj. nr. 24 (ummæli norska
bókmenntafræðingsins Elster)
skýrir sig sjálft en hér þótti
ástæða til að leyfa rödd að
heyrast úr Noregi, þar sem
stefndi starfaði sem rithöfund-
ur um skeið og hefur mikið
látið af frægð sinni þar og skal
ég ekki skifta mér af því að
öðru leyti.
Dskj. nr. 26 (grein eftir
Austra í Þjóðviijanum) sýnir
einu gagnrýnina sem ég hef
orðið var við á gre’.n mína. T
dskj. nr. 1 og nr. 2 er alls
engin grein gerð fyrir því
hvað stefnandi telur athuga-
vert við grein mína.
Varðandi dskj. nr, 27 og nr. 28
(bæði bindi Heimsbókmennta-
sögunnar) óska ég eftir að mér
verði gefinn kostur á að leggja
fram sérstaka athugun mína á
Heimsbókmenntasögu stefn-
anda og veittur frestur til þess
að ganga frá henni, og verði
hún skoðuð sem þáttur þess-
arar greinargerðar.
Fágæt tilþrif
í Vikunni
Hér á undan þykist ég hafa
leitt fram öflug vitni til að
sýna að ég er ekki einn um
þá skoðun að stefnandi sé ekki
merkiiegur rithöfundur bó
hann sé að mörgu leyti sér-
stæður einsog sýnt hefur verið
fram á með misjafnlega skraut-
legum dæmum. Að vísu er
aldrei hægt að færa fram að
fullu júridíska sönnun fyrir
skoðun manna að einn maður
sé lélegt skáld. Og réttarrann-
sókn hlýiur ekki sízt að byggj-
ast á því hvaða kostum og
hæfileikum sá maður er bú-
inn sem verið er að reyna að
sannfæra um hæfni eða van-
hæfni skálds, hvaða kostum
hann er búinn til að meta list-
ræn verk. Til frekari ítrekun-
ar og til að taka af tvímæli
leyfi ég mér að leggja fram
sem dskj. nr. 22 síðasta verk
stefnanda, skáldverk: Tilhuga-
Iíf. Jafpframt leyfi ég mér
sérstaklega að vekja athygli
háttvirts dómara á fágætum
tilþrifum stefnanda í gaman-
semi í þessu ritverki hans 9.
hluta eða 19. kapítula eftir at-
vikum (bls. 48). Um þetta
skáldverk hafa ennþá engir rit-
dómar birzt enda þótt hér sé
um að ræða höfund sem var f
hæsta flokki listamannalauna
þegar ég skrifaði mina grein
í Birtingi. Má hér furðu gegna
þar sem ný listaverk eftir bá
sem hafa hlotið sæti í hæsta
flokki listamannalauna ættu að
þykja tíðindum sæta einnig
meðai ritdómara. Hér fylgir
aðeins sýnishom af undirtekt-
um lesenda Vikunnar dskj. nr.
29.
Sérstæð bók-
menntakynning
Ég vænti þess að rétturinn
líti svo á að mér sé ekki nema
vorkunn að blöskra að jafn
gallaður fræðimaður og ég hef
sýnt fram á að stefnandi sé,
og vænti þess að eiga
kost á að gera það enn betur
með athugun minni á Heims-
bókmenntasögu sem mér hefur
ekki unnizt tími til að ljúka,
— hann sé látinn njóta mennta-
skólakennaralauna frá ríkinu
fyrir að ferðast milli skóla
iandsins til að kynna bók-
menntir en mér er nær að ætla
að það sé skyldara bólusetn-
ingu gegn bókmenntum en
fagnaðarboðskap. Til þess
benda þær upplýsingar sem
ég hef. Ég áskil mér rétt til
að leggja siðar fram gögn til
að sýna að stefnanda hafi ekki
verið tekið jafn vel í skólum
landsins og hann vill vera láta,
og kaila vitni ef þörf krefur
til staðfestingar orðum mín-
um um ókæti meðal forráða-
manna skólanna sem sumir
mæltust jafnvel undan því að
hann kæmi oftar í þeirra skóla.
Annars gæti verið fróðlegt
að fá að heyra hvaða fræðslu
stefnandi hefur flutt nemend-
um í skólunum að sínum eig-
in dómi. Æskilegt væri að
hann legði fram þau erindi
sem hann hefur flutt og efn-
isskrá.
En hér bjóðast æði mörg
rannsóknarefnin. Svo sem það
hvort samrýmist embættis-
skyldum þessa opinbera fræð-
ara að lesa sögu eftir Sigurð
Nordal: Ferðin sem aldrei var
farín, sem áróður fyrir anda-
trú og leagja út af henni sem
slíkri, ætli mundi ekki einhver
telja það misnotkun á aðstöðu
f opinberu starfi. Kannski
hefði Þjóðkirkjan eitthvað tii
málanna að leggja. Er stefn-
andi skipaður í betta starf til
þess að fara í skólana og lesa
upp úr kennslubókum sem beg-
ar eru skyidunámsefni? Það
er skoðun mfn að ekki geri
bað námsefnið iystilegra.
Þakka má að maðurinn tali
sem minnst um bókmenntir
þegar á allt er litið. Ég áskil
mér rétt til að leggja fram
sitthvað fleira í þessu sam-
bandi, ef þörf,krefur enda mun
af nógu að taka, ef óskað er.
Umboðsdómara
sbr. olíumálið
Ég þykist hafa dregið fram
mörg dæmi sem sýna að ég
hef ærið tilefni til að skrifa
einsog ég hef gert i þeirri
helzt til stuttu grein minni
sem liggur hér fyrir til at-
hugunar. Ef rannsaka ætti við-
fangsefnið til hlítar og rekja
þá þræði sem bjóðast væri at-
hugunarvert fyrir dómsvaldið
að setja upp sérstaka stofnun
með umboðsdómurum einsog f
olíumálinu, einum eða fleirum
eftir álitum, til þess að gjör-
nýta úrvinnsluefnin og mundi
þá hægt að raða upp lengstu
forsendum sem sézt hafa fyrir
jafn stuttum dómi og þeim
sem ég leyfði mér i hógværð
minni að skrifa sem þátt i
menningargagnrýni minni í
tímaritinu Birtingi.
Með því sem hér hefur ver-
ið sagt að framan hef ég leitt
sönnur á að ummælin sem
málið er risið af hafi verið á
rökum reist og af marggefnu
tilefni. Stefndur bendir og í-
trekað á að stefnandi hafi áður
veizt að honum með órök-
studdri gagnrýni.
Lögmaðurinn
verði sektaður
Ég krefst þess einsog áður
segir að lögmaður stefnanda
verði sektaður fyrir tilefnislaus
ummæli í greinargerð á dskj.
nr. " þar sem sagt er að grein
mín sé: „ein sú rætnasta, sem
rituð hefur verið um umbj.m.”
Ennfremur: „virðist sá tilgang-
ur augl.jós (Ibr. mín) með
grein þessari að reyna að valda
sp.jöllum á atvinnuafstöðu (lbr.
mín.) umbj. m. auk venju-
legra ærumeiðinga." (lbr.mín.).
Ég fæ ekki betur séð en að í
ummælum þessum geri lög-
maðurinn sig stóriega brotleg-
an með þvi að gera mér upp
tilgang sem alls ekki er fyrir
hendi. Grein mín er skrifuð
af óbiiandi sannfæringu að ég
sé að berjast fyrir þrifnaði í
samfélaginu og á móti ómenn-
ingu og spillingu. Ekkert fær
haggað þeirri sannfæringu
minni að ummæli mín byggist
á réttmætu tilefni. enda hafa
allar undirtektir hnigið í þá
átt að vekja hiá mér vissu um
að almennt sé litið svo á að
með þeim hafi ég iög að mæla.
Ég ieyfi mér að ftreka gerð-
ar kröfur. Ég áskil mér rétt
til frekari gagnaöflunar og
nánari reifunar máisins á síð-
ara stigi.
Reykjavík 8/1 1964.
Virðingarfyllst,
THOR VILHJALMSSON.
(Sign)
HÖFUM OPNAÐ
varahlutaverzlun á Laugavegi 176
(húsi Bílasmiðj unnar)
með
L U C A S
C. A. V. og
GIRLING
vörur
Við munum íram-
vegis hafa úrval.
þessara vara á boð-
stólum.
BLOSSISF.
véla- og varahlutaverzlun
Sími 23285.