Þjóðviljinn - 07.02.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 07.02.1964, Qupperneq 10
|0 SIÐA HðDVIUINN Föstudagur 7. febrúar 1964 ARTHUR C. CLARKE í MÁNARYKI menn gerðu þetta daglega. Og ef eitthvað yrði að leitartækinu, var að minnsta kosti hugsanlegt að hann gæti lagfært það. — Hér er búningur af yðar stærð, sagði Lawrence. — Mátið hann — kannski hjálpar það yð- ur til að taka ákvörðun. Tom fór í mjúkan en þó krypplaðan búninginn, renndi upp lásnum að framan og stóð berhöfðaður og fannst hann vera eins og auli. Súrefnisflaskan sem fest var við búninginn, sýndist fáránlega lítil og Lawrence tók eftir kvíðafullu augnaráði hans. — Hafið engar áhyggjur; þetta er bara fjögurra stunda vara- forðinn. Þér notið þetta alls ekki — aðalbirgðimar eru á skíðun- um. Gætið að nefinu á yður, þama kemur hjálmurinn. Hann sá af svip þeirra sem umhverfis stóðu, að þetta var stundin sem aðskildi karlmenn frá unglingum. Þar til hjálmur- inn var settur á. var maður ennþá hluti af mannkjminu; eft- ir á var maður aðeins í örlitlum vélrænum einkaheimi. Að vísu gátu verið aðrir menn í fárra sentimetra fjarlægð, en maður þurfti að horfa á þá í gegnum þykkt plast, tala við þá í sendi- stöð. Það var ekki einu sinni hægt að snerta þá nema gegnum margfalt lag af gervihörundi. Einhver hafði eitt sinn ritað, að það væri mjög einmanalegt að deyja i geimbúningi; í fyrsta sinn gerði Tom sér ljóst hvaða sannleikur fólst í þessum orð- um. Rödd yfirverkfræðingsins óm- aði allt í einu úr litla hátalar- anum sem festur var innaní hjálminn. — Eina mælaborðið sem þér þurfið að hugsa um er talsam- bandið —• það eru hnappamir til hægri. Yfirleitt verðið þér tengdur ökumanninum; sam- bandið verður opið allan tím- ann sem þið eruð báðir um borð, svo að þið getið talað sam- HÁRGREIÐSLAN Hárgreíðslu og snyrtistofa STEINTJ og DÓDÖ Laugavegi 18 m. h. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsia víð allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SfMI 14662. hArgreiðsldstofa AUSTURBÆJAR. (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656. — Nuddstofa á sama stað. — an eins og ykkur sýnist. En strax og þið lokið því sambandi verður að nota útvarpið — eins og við gerum núna. Þrýstið nú á hnappinn sem merktur er ÚT- SENDING og svarið mér. — Til hvers er rauði neyðar- hnappurinn? spbrði Tom þegar hann var búinn að hlýða þessum fyrirmælum. — Ég vona að þér þurfið ekki að nota hann. Hann setur af stað neyðarmerki yfir kallstöð þangað til einhver kemur og finnur yður. Snertið ekkert í búningnum nema við gefum fyr- irmæli um það — allra sízt þann hnapp. 15 — Ég geri það ekki, lofaði Tom. — Við skulum koma. Hann gekk, fremur klunnalega — því að hann var hvorki vanur búningnum né loftþyngdinni — yfir að Rykskíðum tvö og sett- ist í athugunarsætið. Einfaldur strengur sem festur var við hægri mjöðm, tengdi búninginn við súrefnis- og orkugeymslu skíðanna. Þessi útbúnaður gæti haldið honum lifandi, þótt ekki væri það sældarlíf, í þrjá eða fjóra daga í einu. Litla skýlið rúmaði aðeins skíðin tvenn og það tók dælum- ar aðeins nokkrar mínútur að tæma loftið. Þeðar búningurinn varð stinnur utanum hann, fann Tom til skelfingar. Yfirverkfræð- ingur og ökumennimir tveir horfðu á og hann vildi ekki gera þeim til geðs að sýna á sér hræðslu. Enginn maður gat að sér gert að finna til ónota, þegar hann fór út í tómið í fyrsta sinn á ævinni. Sogdymar lukust upp; það var eins og draugafingur toguðu í búninginn um leið og síðasta loftið sogaðist út. Og svo blasti við eyðileg flatneskja Þorsta- hafsins, flöt og grá, svo langt sem augað eygði. Sem snöggvast virtist óhugs- andi að hér, í aðeins nokkurra metra fjarlægð, væri raunveru- leikinn að baki myndunum sem hann hafði rannsakað utanúr geimnum (Hver skyldi nú vera að horfa gegnum hundrað senti- metra sjónaukann? Var einhver starfsbróðir hans einmitt nú að rýna í þennan stað úr sæti sínu hátt yfir Tunglinu?) En þetta var engin mynd sem máluð var á tjald af fljúgandi rafeindum; þetta var raunveruleikinn, þessi undarlegi óskapnaður af efni sem hafði gleypt tuttugu og tvær manneskjur án þess að skilja eftir af þeim tangur né tötur. Og yfir það ætlaði hann, Tom Lawson nú að leggja leið sína á þessum veigalitla fleka. Hann hafði lítinn tíma til þess að vera með vangaveltur. Skíðin titmðu undir honum og spað- amir fóru að snúast; síðan runnu þau hægt á eftir Skíðum eitt út á nakið yfirborð Tungls- ins. Lágir geislar hinnar hækkandi sólar skinu á þá um leið og þeir komu út úr löngum skugg- um bygginganna. Þrátt fyrir hlífamar var hættulegt að horfa á móti bláhvítri skjannabirtunni á austurloftinu. Nei. Tom leið- rétti sjálfan sig, þetta er Tungl- ið, ekki Jörðin; hér kemur sól- in upp i vestri. Og við stefnum í norð-austur inn í Roris víkina, eftir brautinni sem Selena fylgdi en aðeins aðra leiðina. Nú þegar lágar hvelfingar virkisins voru að hverfa í átt að sjóndeildarhringnum, fann hann ósjálfrátt til hrifningar yf- ir hraðanum. Sú kennd stóð að- eins i nokkrar minútur, þar til ekki var fleiri kennileiti að sjá og engu var líkara en þeir stæðu kyrrir á miðri endalausri sléttu. Þrátt fyrir rótið kringum spaðana og hægt og hljóðlaust fall rykagnanna fyrir aftan þá, var eins og þeir væru hreyfing- arlausir. Tom vissi að þeir fóru með hraða sem kæmi þeim yfir hafið á tveimur klukkutímum, en samt varð hann að berjast við óttann við það, að þeir væru týndir í margra ljósára fjar- lægð frá hverri björgunarvon. Það var þegar hér var komið sem hann fór að finna til örlítils virðingarvotts fyrir þeim mönn- um sem hann var að vinna með. Þetta var ágætur staður til að byrja að reyna tækin. Hann setti leitartækið í samband og beindi því fram og aftur yfir sléttuna að baki þeim. Með rólegri á- nægju sá hann Ijósrákimar tvær liggja yfir dimmt hafið. Þessi prófun var auðvitað hlægilega auðveld; milljón sinnum erfið- ara yrði að greina dofnandi hita- rákina frá Selenu í vaxandi sól- arhitanum. En þetta var samt uppörvandi; ef þetta hefði mis- tekizt, hefði verið tilgangslaust að halda lengur áfram. — Hvemig reynist það? spurði yfirverkfræðingurinn, sem hlaut að hafa fylgzt með hon- um af hinum skíðunum. — Samkvæmt áætlun. svaraði Tom varfæmislega. — Allt virð- ist eðlilegt. Hann beindi leitar- tækinu að minnkandi jarðsigð- inni; það var ögn erfiðara mark, en þó ekki sérlega erfitt viðfangs því að ekki þurfti sérlega mikið næmi til að ná upp mildri hlýju móður jarðar gegnum ískalda geimnóttina. Já, þama var hún — Jörðin í infrarauðu, undarleg sjón og í fyrstu næsta torskilin. Því að hún var ekki lengur skýr og snyrtileg sigð, heldur óregluleg- ur sveppur með stilkinn um miðbaug. Tom var fáeinar sekúndur að túlka myndina. Bæði heimskaut- in höfðu verið skorin af — það var skiljanlegt, því að þau voru of köld til þess að komast á blað. En af hverju stafaði bung- an yfir ólýsta næturhlið plánet- unnar? Þá áttaði hann sig á því að hann sá útgufunina frá höf- unum kringum miðbaug, sem vörpuðu frá sér hitanum sem þau höfðu safnað að sér yfir daginn. Á infrarauða sviðinu var hitabeltisnóttin bjartari en heimskautadagurinn. Þetta var staðfesting á því, sem enginn vísindamaður ætti nokkru sinni að gleyma, að mannleg skilningarvit sjá aðeins örlitla og rangsnúna mjmd af al- heiminum. Tom Lawson hafði aldrei heyrt um dæmisögu Plat- ons um hlekkjuðu fangana í hellinum, sem horfðu á skugga- myndir á vegg og reyndu af þeim að gera sér hugmyndir um raunveruleikann utan hellisins. En hér var líking sem Plato hefði kunnað að meta; hvor Jörðin var ,.raunveruleg“ — reglulega sigðin sem augað sá, rytjulegi sveppurinn sem glóði á infrarauðu tjaldinu eða hvorug? Skrifstofan var lítil, jafnvel af Roris virki að vera — sem var þó aðeins viðkomustaður milli Jarðarhliðar og Ytri hliðar og endastöð fyrir farþega sem ætl- uðu út á Þorstahaf (Ekki svo að skilja að það yrði eftirsóttur staður á næstunni). Virkið hafði átt sitt stutta frægðarskeið fyr- ir þrjátíu árum sem athafna- svæði eins af örfáum glæpa- mönnum Tunglsins — Jerry Budkers, sem auðgazt hafði á því að selja falskar menjar úr Lunik II. Hann var ekki eins spennandi og Hrói höttur eða Billy the Kid, en hann var það mesta sem Tunglið hafði upp á að bjóða. Maurice Spenser var feginn því að Roris virki var svona ró- legur staður undir einni hvelf- ingu, þótt hann hefði grun um að friðsældin stæði ekki öllu lengur, einkum þegar starfsbræð- ur hans í Clavius áttuðu sig á því að Skrifstofustjóri Alheims- frétta virtist hafa sezt þar að í stað þess að flýta sér í suður- átt til stórborgarinnar (íbúatala 52.647).# Orðvart skeyti til Jarð- arinnar hafði séð um yfirmenn- ina, sem myndu treysta dóm- greind hans og skilja hverju hann var á hnotskóg eftir. Fyrr eða síðar mjmdu keppinautam- ir geta upp á hinu sama — en þá vonaði hann að hann hefði sjálfur fengið ríflegt forskot. Maðurinn sem hann var að ræða við var skipstjórinn á Aur- igu, sem ennþá var geðvondur og hafði rétt í þessu verið að tala langt og ófullnægjandi sam- tal við umboðsmenn sína í Clavius og reyna að útvega far- kost fyrir farm sinn. Mclver. McDonald, MaCarthy og Mc- Culloch h7f, virtust álíta það hans sök að Auriga hafði orðið að lenda í Roris; Xoks hafði hann skellt á, en hafði þó áður sagt þeim að hafa samband við aðal- skrifstofuna. Og nú var sunnu- dagsmorgunn í Edinborg, svo að þetta ætti að halda þeim niðri smástund. Anson skipstjóri bráðnaði lítið eitt eftir annað whiskýglasið: maður sem gat fundið skota í Rorisvirki var þess virði að þekkja hann og hann spurði Spenser hvemig hann hefði far- ið að því. — Vald pressunnar, sagði hann hlæjandi. — Fréttamaður skýrir aldrei frá uppsprettu sinni; ef hann gerði það ætti hann ekki langa framtíð fyrír sér. Itomdu hvutti minn, ég er hérna með matinn þinn. Góði vertu ekki að æpa þetla, ég fann lyktina af matnura í JSO raetra fjarlæg1 Flýttu þér nú með þetta gamli minn. Hvers vegna þarf hann alltaf að hanga y£ir mér -meðaa é? barða? Sjá hvernig hann gleypir þetta í sig. Hann kann sann- ariega að meta matreiðslu- hæfileika mína. Ja, svei, ég mundi ekki líta við þessu guiasi ,.4«j .... ef ég vissi ekki sem væri að kettinum þykir þetta hið mesta hnossæti. SKOTTA Eitt atriði veitir mér alltaf örugga vitneskju um að ég sé ástfang- inn .... ég missi allan áhuga fyrir sjónvarpinu. Vinningsnúmer í HÞ 1963 Eftirtalin númer hlutu vinninga í Happdrætti Þjóðviljans 1963: 32997 — sðfasett frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar 23223 — ferð með Gullfossi fjrír tvo til Kaupmannahafnar og heim 38168 — málverk eftir Þorvald Skúiason 285 — Simson-skeilinaðra (vespugerð) 5581 — hringferð umhverfis landið með Esju fyrir tvo 15028 — fiugferð með Loftleiðum til Kaupmannahafnar og heim 29285 — flugferð með Loftleiðum til London og heim aftur 18970 — vegghúsgögn frá Húsgagnaverziun Axels Eyjólfssonar 6882 — fjögurra manna tjald frá Borgarfelli 39000 — Ijósmyndavél (Moskva). Handhafar vinningsnúmeranifa eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofu happdrættisins að Týsgötu 3, sími 17514. - SÓFASETT SVEFNSÓFAR HN0TAN, húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 Lausu hverfin - ; VESTURBÆR: Fálkagata Melar AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS Skólavörðustíg 19 — sími 17-500. Auglýsingasíminn er 17-500 fimmlínur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.