Þjóðviljinn - 04.03.1964, Page 2
2 &ÍBA
HðÐVSLimN
Háhýsin eru tengd gangorautum á tvcim hæðum.
NYR SVIPUR A
GAMALLI BORG
Undanfarin misseri og
mánuði hafa staðið yfir
merkilegar byggingafram-
kvæmdir í Moskvuborg.
Mikill húsnæðisskortur
hefur verið í borginni, en
mikið gert til úrbóta. Á
síðasta ári voru byggðar í
borginni 110 þús íbúðir, og
er það svipaður íbúðafjöldi
og bvggður var árið á und-
an. íbúðimar eru nú yfir-
leit stærri, þriggja og fjög-
urrá herbergja, eða þaðan
af stærri, en áður hefur að-
aláherzlan verið lögð á
tveggja herbergja íbúðir.
Nú er hafin endurskipu-
lagning á hinu sögulega
Arbat-hverfi í Moskvu.
Hverfið er eitt hið elzta í
borginni en verður að mestu
rifið og upp á að rísa fyr-
irmyndarhverfi í staðinn.
Nú ber þó ekki svo að
skilja, að hér sé verið að
eyðileggja fomfrægt, gam-
alt og minjaríkt borgar-
hverfi. Að vísu hélt Napóle-
on inn í Moskvu um aðal-
götuna Arbat, og hér gusu
upp fyrstu eldarnir í borg-
inni. Allt hverfið brann þá
til kaldra kola; það voru
aðallega kaupmenn sem
reistu það úr rústum á ný
og var heldur lítill menn-
ingarbragur að beirri bygg-
ingarstarfsemi. Þótt hverf-
ið verði nú rifið glatast bví
ekki neinar umtalsverðar,
sögulegar minjar.
í byggingar hins nýja
hverfis verða notuð ný-
tízku byggingarefni, svo
sem alúminíum, gler, sem-
ent og ýmiskonar gerviefni.
Þá er það til nýmæla, að
engar jámalagnir verða í
húsunum, utan í kjallara
og neðstu hæðum. Efstu
sextán hæðimar verða ein-
göngu úr jámsteypuefnum,
sem framleidd eru í sér-
stökum verksmiðjum. Ný
form, nýir litir og ný efni
munu einkenna þetta nýja
hverfi.
Allt er gert til þess að hið
nýja Arbat-hverfi verði í
rauninni sannkallað fyr-
irmyndarhverfi. Allar dag-
legar nauðsynjar munu fást
á neðstu hæð hverrar húsa-
samstæðu, og reynt verður
að hafa sjálfsafgreiðslufyr-
irkomulag þar sem því
verður við komið. Séð verð-
ur fyrir vöggustofum, dag-
heimilum og tómstunda-
heimilum, og blaðasölu-
tumar munu selja blöð
hvaðanæva að úr Sovétríkj-
unum. Þá er heldur ekki
gleymt annarri þjónustu,
rakarastofur munu rísa.
bílaverkstæði, þvottahús.
efnalaugar og ferðaskrif-
stofur, sem jafnframt sjá
um leikhús- og kvikmynda-
ferðir.
Leigjendum til umráða«>-
verða svo í húsunum
veizlusalir og útlánastofn-
anir sem lána allt frá hníf
og skeið upp í segulbönd og
bíla. Tómstundaherbergi
verða eins mörg og helzt
verður á kosið. Það er í
stuttu máli sagt hugsað fyr-
ir öllu.
Svo er til ætlazt, að hið
nýja Arbat-hverfi verði
fyrirmynd annarra slíkra.
Þessi bygging er liður í
20-ára áætlun um heildar-
skipulag Moskvuborgar. Á-
ætluninni á að ljúka árið
1980.
Séð ofan á líkan af hinni nýju breiðgötu og stórhýsum við hana.
Fjárskorturinn veldur
töfum á framkvæmdum
Dr. med. Bjarni Jóns-
son, yfirlæknir St. Jós-
efsspítala í Landakoti,
hefur sent Þjóðviljan-
um eftirfarandi til birt-
ingar:
Herra ritstjóri,
1 heiðruðu blaði yðar 29.
febrúar, er mynd frá Landa-
kotsspítala, og sýnir hún
hvemig umhorfs er nú á lóð-
inni framan við spítalann, eftir
að gamla timburhúsið var rifið,
og steyptur kjallari, sem það
stóð á brotinn niður. Var þess
getið undir myndinni, að hér
væri þörf bráðra aðgerða að
fegra lóðina og losna við brak-
ið.
Ég er yður sammála.
Væri hirðuleysi einu um að
kenna — og þeir sem ekki
þekkja nánar til, vita ekki
annað — þá væri það ámælis-
vert og þó ekki einsdæmi i
okkar landi að umgengni utan
húss sé ábótavant.
Hér liggja aðrar orsakir til.
Enn er ekki lokið byggingu
spítalans í Landakoti. Meðal
annars er óbyggt smáhýsi
framan við spítalann. verður
bað ein hæð, og staðseft þar
sem gamla og nýja húsið mæt-
^st. Þar verða aðaldyr spítal-
ans. skrifstofur og fatageymsla,
en nú .verður að ganga inn í
kjallara baka til. Framan við
þessa byggingu verður að
hækka lóðina svo hægt sé að
aka rakleitt að útidyrum. Rúst-
irnar af kjallaranum eiga að
fara í þessa uppfyllingu, og
væntanlega líka steingirðingin
sem nú er íraman við lóðina
við Túngötu.
Fjárskortur veldur þvi að
ekki hefur verið hægt að byrja
á þessum framkvæmdum nú í
góðviðrinu. En stjórn spítalans
er svo bjartsýn, að hún vonast
til að úr megi rætast áður en
langir tímar líða.
Það kostar fé að flytja kjall-
ararústirnar burtu og þau út-
gjöld verða tvöföld þegar aftur
þarf að sækja uppfyllingarefni.
Fjárhagur spítalans berst í
bökkum og rekstur hans væri
óhugsandi með þeim greiðslum,
sem hann fær, ef systumar
gæfu ekki 50 dagsverk á hverj-
um degi árið um kring.
Það er af þessum sökum,
sem það er lagt á Reykvíkinga
að horfa á brakið og verður
gert enn um hríð. Mest mæðir
það á okkur sem vinnum þar
og höfum þetta fyrir augum
dag hvern, en við vitum hvað
veldur og sættum okkur við
hvemig umhorfs er, en ég get
fullvissað yður um að við sjá-
um það og óskum að biðin
verði stutt, bar til verkinu er
iokið.
Hinu tel ég mig geta lofað
fyrir hönd St. Jósefssystra, að
þegar byggingin er fullgerð,
muni ekki skorta snyrti-
mennsku í umgengni utan húss,
frekar en innan dyra.
Til frekari skýringar móli
mínu, leyfi ég mér að senda
yður mynd af líkani af spítal-
anum. Er hún tekin frá líku
sjónarhomi og sú sem birtist
1 blaðinu.
Með þökk fyrir birtinguna.
Vinsamlegast,
Bjami Jónsson, dr. med.,
yfirlæknir.
★
(Umrædd mynd af spítalalík-
aninu er birt á öðrum stað í
blaðinu. — Ritst.).
Ný tiilaga um
vinaheimsóknir
BERLÍN 2/3 — Austurþýzka
stjórnin hefur enn lagt fram til-
lögu til að auðvelda íbúum Vest-
ur-Berlínar heimsóknir til vina
og ættingja í AusturrBerlín. Sam-
kvæmt henni yrði komið á fót
fastri skrifstofu í Vestur-Berlín
þar sem austurþýzkir embættis-
menn gæfu út vegabréf handa
öllum þeim sem vildu fara til
Austu r-Berlínar.
I