Þjóðviljinn - 04.03.1964, Page 6

Þjóðviljinn - 04.03.1964, Page 6
g SlÐA ÞlðÐVILIINN Midvikudagur 4. marz 1964 / fyrsta íagi var það ekkisvona s/æmt / öðru lagi voru þab bara þrjár milljónir ! þriðja lagi hófum við séð okkur um hönd JOSEF KLEIIR, einn sakborn- inganna, nú 59 ára húsgagna- smiður í Braunscweig, áður SS- Oberscharfiihrer í Auschwitz. Þetta cr viikvæðið hjá hin- um 23 ákærðu í Frankfurt, þar sem nú fara fram við- tækustu réttarhöld gegn naz- ismanum, sem vesturþýzk yf- irvöld hafa nokkru sinni stað- ið fyrir. Fyrir sex árum komst vest- urþýzkur blaðamaður, Thomas Gnielka. af tilviljun yfir gríð- armikið skjalasafn. Gamall maður frá Breslau sagðist hafa fundið þessi skjöl, sem öll f.jalla um Auschwitz, hjá Gestapo í Iok stríðsins og haft þau á brott með sér sem minja- grip. Biaðamaðurinn afhenti skjölin ríkissaksóknaranum Bauer í Hassen. Dr Bauer er sósíaldemókrati. sem tók mik- inn þátt í neðanjarðarhreyfing- unni á stríðsárunum, lenti í fangabúðum og varð landflótta. Bauer vann að undirbúningi AUSCHWITZ málsins í fimm ár og tókst að safna meir en V500 vitnisburð- um. Hinar alræmdu fangabúðir voru staðsettar í pólska bæn- um Auschwitz (12000 íbúar). f þessum búðum Iétu milljónir gyðinga lífið. Þúsundir manna störfuðu við „likframleiðsluna". og pólska ríkisstjórnin hcfur safnað upplýsingum um nöfn 200 þeirra. Mc3 þessum fjórðu Auschwitzréttarhöldum hafa 66 komið fyrir rétt. AHir þessir 23 lifðu venju- legu lífi og undir óbreyttum nöfnum, þegar þeir voru hand- teknir. Baer fangabúðastjóri, lézt úr hjartaslagi i fangelsinu fyrir nokkrum mánuðum, og hinn yfirmaðurinn, hinn al- ræmdi Rudolf Hoess, er einnig dauður. Níu hinna ákærðu eru í fangelsi. en hinir hafa verið ROBERT MULKA, 68 ára vcrzlunarmaður frá Hamborg, fyrrverandi SS-stormsveitar- foringi og aðstoðaryfirmaður i fangabúðunum. leystir úr haldi gegn tryggingu. Skipta má hinum ákærðu í tvo hópa: 1) Þeir sem unnu verkin og höfðu gaman af, ruddar eins og Wilhelm Boger og Oswald Kaduk, sem mörg vitni hafa bent á og væntanlega fá meir en tiu ára fangelsisdóma. 2) Háttsettir liðsforingjar og yfirmenn, sem stjórnuðu öllu, en héldu sig þó i nokkurri f jar- lægð frá glæpavcrkunum og sleppa því sennilega með litla refsingu sökum skorts á sönn- unum. Einn þessara manna er aðstoðaryfirmaðurinn í Ausch- witz, Robert Mulka. Eftirfar- andi orðaskipti eru úr yfir- heyrslunum og birtust í brezka blaðinu Observer. Þannig er haldið áfram, tímunum saman, dag eftir dag. OSWALD KADUK, 57 ára gam- all hjúkrunarmaður í Berlín, áður einn vcrsti böðullinn í Auschwitz ROBERT MULKA, aldraður, silfurhærður verzlunarmaður, hefur verið látinn laus gegn tryggingu. Hann lítur út eins og æruverðugur prestur, á- hyggjufullur yfir að hafa misst af jámbrautarlest. Mulka er nýbúinn að full- vissa dómarann um, að verk- efní sitt í Auschwitz hafi ein- ungis verið að sjá um öflun nauðsynja. Enda þótt hann væri aðstoðaryfirmaður fanga- búðanna, hélt hann sig stöðugt á skrifstofu sinni. þar sem hann var niðursokkinn í bréfa- skriftir. „Það kann að virðast undarlegt, en sannleikurinn er sá, að ég steig aldrei fæti inn fyrir sjálfar fangabúðimar." (Kærunautar Mulka á saka- mannabekk brosa kaldhæðnis- lega). Dómarinn: Reynduð þér aldr- ei að kynnast högum þessara 60 þúsund manna, sem þama voru innilokaðir? Höfðu þeir fæði og klæði? Fengu þeir nokkurn tíma heitan mat að borða? Fengu þeir vatn? Mulka: Ég heyrði engan kvarta. Dómarinn (þyrstur): Hver var í aðstöðu til að kvarta? Og hvert átt,i hann að snúa sér? Mulka: Enginn fékk leyfi til að fara inn fyrir. Við því lá dauðarefshig. Dómarinn.: Horfið á þetta kort. sjáið gráu bygginguna. torgið. Vissuð þér um þetta? Mulka: Nci. Dómarinn: Vissuð þér ekki, að á þessu t'-roi vnni tvpír gálgar9 Mulka: Tveir hvað? Dómarinn: GÁLGAR. Gálgar, þar sem fólk var hengt. Mulka: (Lágnmæltur) Ég gat ekki séð þá úr glugganum mín- um. Dómarinn: Gerðuð þér yður aldrei ljóst, að mjög, mjög slæmir hlutisr væru að gerast í Auschwitz? Mulka: Ég spurði aldrei um ncitt. Ég var varkár. Dómarinn: Hvað gerðuð þér. þegar menn voru barðir til bana? Mulka: Ég fékk ekkert að vita. Dómarinn: Heyrðuð þér aldr- ei um hin svokölluðu kanínu- búr? Mulka: Nei. Dómarinn: Vissuð þér ekki um, að fólk var rekið inn í raf- magnsgirðinguna og skotið? Mulka: Ég man ekki eftir neinu slíku. Dómarinn: Hvemig var það til dæmis, þegar hundrað fang- ar voru sprautaðir í hjartastað og dóu — var ekki gefin skýrsla? Mulka: Hún hefur kannski verið send til pólitisku deild- arinnar? Dómarinn: En þér voruð hægri hönd fangabúðastjórans — hægra eyra hans? Mulka: Ég naut ekki trún- aðar hans. Dómarinn: Hvers vegna vor- uð þér þá gerður aðstoðarmað- ur hans. Mulka: Því get ég ekki svar- að. Dómarinn: Sagði Hoess nokk- um tíma, að hann væri óá- nægður með yður? Mulka: Já, já. Dómarinn: Viljið þér nefna réttinum einhver dæmi. Mulka: Já, það var mikill pappirsskortur. Ég hafði sér- staka aðferð við að loka um- slögum. Hoess varð öskuvond- ur. Dómarinn: Var aðbúnaður góður í Auschwitz fyrir starfs- liðið? Mulka: Já, mjög góður. (Lýs- ir fiskstampinum og hænsna- húsinu) Ég gat jafnvel sent pakka heim. Nokkrum sinnum komu mikilvægir gestir í heim- sókn. Dómarinn: GESTIR? Mulka: Herramenn frá I.G. Farben . . . . I sambandi við rafmagnsútbúnað. Dómarinn: Hvemig lífi lifðu undirmenn yðar? Mulka: Eins og allir her- menn. Þeir sungu og spiluðu á spil. (Hann talar um hljóm- svcit) Stórkostleg hljómsveit. (Aðallega byggð upp með þátt- töku fanga, sem höfðu leikið í Sinfóníuhljómsvcit Varsjár- borgar). Hljómsveitin spilaði fyrir utan hcimili fangabúða- stjórans á hverjum supnudags- morgni. Og við höfðum skemmtanir, Iciksýningar cða eitthvað því um Iíkt minnst einu sinni í viku. Dómarinn: (hvasst): Leiksýn- ing? Mulka: Um það bil 2000 SS- menn voru staðscttir í Ausch- witz, bæði f aðalstöðvunum og Auschwitz II og III. Dómarinn: Herra Mulka, til hvers haldið þér eiginlega, að þessar búðir hafi verið? Mulka: Varnarbúðir. Staður þar sem óvinir Ríkisins voru aldir upp á ný. Dómarinn: Gegn hverju var verið að verja þá? Sáuð þér listann með nöfnum fanga, sem voru að koma? Mulka: Slíkir listar voru til. Dómarinn: Vissuð þér, að , svartir krossar voru við mörg nöfnin? Mulka: Ég hcld mig rámi eitthvað í það. Dómarinn: Vissuð þér, hvað svörtu krossamir táknuðu? Mulka: Nei. Dómarinn: Þeir táknuðu: heimferð ekki æskileg. „Ruk- kehr unerwunscht". Vissuð þér um svarta múrinn? Um klef- ann, sem aðeins var unnt að standa í? Um fjöldagrafimar? Vissuð þér, að matarskammtur- inn var við það miðaður, að fanginn gæti ( mesta lagi lifað í þrjá mánuði? Mulka: Nei. Nei. Nei. Dómarinn: Spurðuð þér nokkum tíma um holræsið úr gasklefunum? Mulka: Ég skipti mér ckki af því. Dómarinn: Vissuð þér um gasklefana? Muika (löng þögn): Já. En ée hafði aldrci tækifæri til að minnast á þá. Dómarinn: Aldrei við vfir- mann yðar? Mulka: Rudolf Hoess var Frá réttarhöldunum í Frankfurt ■ I tír fangabúðum nazista furðulega óaðgengilegur maður. Ég forðaðist að leggja fyrir hann spurningar. Dómarinn: Hefðuð þér getað sent skýrslu til Oranienburg eða Berlín? lýlulka: Ég er handviss um, að það hefði verið minn dauðadómur. Dómarinn: Vissuð þér hvað „sérstök meðhöndlun" táknaði (Sonderbehandlung) ? Mulka (þegir en hrópar svo skyndilega): ,,Sérstök með- höndiun" var morð. Ég var skelfingu lostinn, þegar ég komst að því. Dómarinn: Hvers vegna var það köliuð „sérstök meðhöndl- un“? Mulka: Vegna þess að þctta var Mesfa T.eyndarmál Ríkis- ins. Dómarinn: Samt vissuð þér um það? Ekkert svar. Dómarinn: Sjáum til. Hverj- ir fengu slíka meðhöndlun? Fangar? Sem komu í vörulest- um? Var tilkynnt um komu þeirra með símskeyti? Tókuð þér við símskeyti um 964 gyð- inga frá Berlín, þar af 473 konur og börn. Mulka: Skeytið hefði verið afhent pólitísku deildinni ó- opnað. Dómarinn: Vissuð þér um þá almennu reglu, að öll böm yngri en 16 ára átti að myrða með gasi ásamt mæðrum sín- um? Mulka: Ég sá aldrci nein >>örn. Dómarinn: Fenguð þér skeyti um flutning á Hollendingum? Vitið þér, hver kallaði út hundasveitina, SS-liðið, sem átti að umkringja lestina? Stjómuðuð þér því, sem gerðist á brautarpallinum? Mulka: Mér var aklrci falið neitt verkefni á brautarpallin- um. (Hann scgist hafa verið slcginn niður, orðið veikur og legið bjargarlaus). Ég sá það út undan mér. Það kom mér ekki við. Það var pólitíska deildin. Dómarinn: Og hvað voruð þér að hugsa, þegar þúsundir fanga komu með þessum hætti til fangabúðanna? Mulka (vcikt og fálmandi, gamall maður, sem finnur jörðina gliðna undir fótum sér): Það var ætlunin að losa Ríkið við gyðingana.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.