Þjóðviljinn - 04.03.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 04.03.1964, Síða 10
JQ SÍÐA ÞlðÐVILIINN ARTHUR C. CLARKE íMÁNARYKI Miðvikudagur 4. marz 1964 SKOTTA . . . og hvað heldurðu, Anna fullyrðir að hún sé trúlofuð Sigga og fer svo á stefnumót við aðra stráka! Ég sagði henni að svona fram- koma væri . . . Ár mikilla ótaka Enginn vissi nákvæmlega hvern- ig Lawrence yfirverkfræðingur ætlaði að ná þeim upp, en hann þurfti aðeins að taka eina að- ferðina fram yfir aðra. Héðan af var fangavist þeirra aðeins ó- þægindi, ekki hættuspil. Og það bætti mikið úr skák þegar matarpakkarnir fóru að detta niður loftpípurnar. Þótt aldrei væri hætta á hungri, þá var matseðillinn orðinn afarein- hliða, og vatnið hafði verið skammtað um tíma. Nú var bú- ið að dæla niður nokkur hundr- uð lítrum af vatni til að endur- fylla geymana sem næstum voru tómir. Það var skrýtið. að Hansteen, sem yfirleitt hafði hugsun á öllu, skyldi aldrei spyrja sjálfan sig hinnar einföldu spumingar: „Hvað varð af öllu vatninu sem við höfðum í upphafi? Þótt hann hefði ýmis nærtækari vandamál að stríða við, hefði allt þetta vatn sem kom um borð, átt að valda honum áhyggjum. En það gerði það ekki fyrr en um seinan. Pat Harris og Lawrence yfir- verkfræðingur áttu jafna sök á yfirsjóninni. Það var eina veil- an í fallega skipulagðri áætlun. Og auðvitað þurfti ekki nema eina veilu. Verkfræðideildin á Jarðhlið var enn önnum kafin, en þetta var ekki lengur æðisgengið kapphlaup við klukkuna. Nú var tími til að gera líkön af ferj- unni, sökkva þeim niður i Hafið í nánd við Roris virki og reyna ýmsar aðferðir til að komast inn í þau. Ráðleggingar — skynsam- Iegar og hið gagnstæða — streymdu ennþá inn, en enginn sinnti þeim lengur. Búið var að ákveða aðferðina og nú yrði ekki hætt við hana. nema einhver óyfirstíganleg hindrun kæmi til. Tuttugu og fjórum stundum eftir að íglúið hafði verið sett upp. var búið að koma öllum útbúnaðinum út á flekann. Það var met sem Lawrance vonaði að hann yrði aldrei að hnekkja HÁRGREIÐSLAN Hárgrélðslu og snyrtlstofa STEINTJ og DÓDÖ Langavegl 18 ITl h. (lyfta) SfMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgrelðslu- og snyrtlstofa. _ Dðmur! Hárgrelðsla «uð allra hæfl. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megln. — SfMl 14662. hArgreiðslustofa AOSTGRBÆ.1AR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SfMI 14656. — Nuddstofa á sama stað. og hann var mjög hreykinn af mönnunum sem gert höfðu þetta kleift. Verkfræðideildin fékk sjaldan þá viðurkenningu sem hún átti skilið: eins og með loft- ið. allir töldu það sjálfsagt — og gleymdu að það voru verkfræð- ingamir sem sáu fyrir því lofti. Þegar Lawrence var reiðubú- inn að hefjast handa, var hann fús til að tala — og Maurice Spenser var meira en fús til að þóknast honum. Þetta var stund- in sem hann hafði beðið eftir. Að því er hann bezt mundi 36 var þetta líka í fyrsta sinn sem sjónvarpsviðtal hafði farið fram með fimm kílómetra fjarlægð milli myndavélar og persónu. Þessi gífurlega stækkun gerði myndina auðvitað dálítið óljósa og minnsti titringur í stjórn- klefa Aurigu lét hana dansa um tjaldið. Þess vegna var allt hreyfingarlaust um borð og slökkt hafði verið á öllum vélum sem hægt var. Lawrence yfirverkfræðingur stóð á flekabrúninni klæddur geimbúningi og studdi sig upp að litla krananum sem vissi útaf brúninni. Niðurúr honum hékk stór steinsteypuhólkur opinn í báða enda — fyrsti hluti pípunn- ar sem sökkva átti niður í ryk- ið. — Eftir talsverða íhugun, sagði Lawrence við hina fjar- lægu myndavél — en umfram allt við mennina og konumar fimmtán metrum fyrir neðan hann, ákváðum við að hafa þennan háttinn á. Þessi hólkur sekkur af eigin þyngd og hvöss neðri brúnin skerst gegnum ryk- ið eins og hnífur gegnum smjör. — Við höfum nægilegt magn til þess að ná niður að ferjunni; begar þangað kemur og búið er að loka hólkinum að neðan — brýstingur hans við þakið trygg- ir það — förum við að ná burt rykinu. Strax og því er lokið verður þama op eins og dáh'till brunnur sem liggur niður til Selenu. — Þá verður hálfur sigur unninn, en aðeins hálfur. Þá þurfum við að tengja göngin við eitt af íglúunum okkar, svo að enginn loftmissir verði, þegar við opnum þakið á ferjunni. En ég held — ég vona — að þessi vandamál séu tiltölulega auð- veld viðureignar. Hann þagnaði andartak. velti fyrir sér hvort hann ætti að fara út í smámuni. sem gerðu þetta verk miklu vandasamara en það sýndist vera. Svo ákvað hann að gera bað ekki: beir sem skildu það, gátu séð það með eigin augum —1 hinir hefðu ekki áhuga eða héldu að hann væri með gorgeir. Þessi almenni á- hugi (um það bil billjón fylgd- ist með dagskránni að sögn Ferðamálafulltrúans) olli honum engum áhyggjum meðan allt gekk vel. En ef eitthvað bæri útaf .... Hann lyfti handleggnum og gaf kranastjóranum merki. — Niður með það! Hægt og hægt seig hólkurinn niður í rykið unz hann var sokkinn að undanskildum mjó- um hring seni stóð uppúr. Þetta hafði gengið viðstöðulaust og auðveldlega; Lawrence vonaði að hinir hlutimir létu eins vel að stjóm. Einn verkfræðing- anna var að kanna brúnina með hallamæli til að ganga úr skugga um, að hólkurinn gengi beint niður. Fljótlega rétti hann upp þumalfingurinn til merkis um að allt væri f lagi og Law- rence svaraði á sama hátt. Sú var tíðin að hann gat haldið uppi löngum og býsna tæknileg- um samræðum með merkjamáli einu saman. Það var einn liður- inn f menntun geimfara, því að útvarpið bilaði stundum og það kom fyrir að ekki var heppilegt að þurfa að teppa rásimar sem tiltækar voru. — Númer tvö má koma! sagði hann. Þetta gat verið varhugavert. Það varð að halda fyrsta hlut- anum föstum meðan næsti hluti var skeyttur við hann án þess að hann haggaðist. í rauninni þurfti tvo krana við þetta, en röð af stuðningsbjálkum sem festir voru fáum sentímetrum fyrir ofan yfirborðið, gátu hald- ið uppi byrðinni þegar kraninn var annað að gera. Engin mistök núna, í guðs bænum! hugsaði hann. Hluti tvö var losaður af sleðanum sem hafði flutt hann frá Roris virki og þrír tæknifræðingar réttu hann við. Við svona verk skipti munurinn á þyngd og massa miklu máli. Þessi svífandi steypuhólkur var tiltölulega léttur — en hreyfiafl hans var hið sama og á jörðinni og hann gæti banað manni sem fyrir honum yrði. Og þama var enn eitt sem var sérkennilegt fyrir tunglið — hin hægfara sveifla þessa bákns. f þessari loftþyngd var pendull tvisvar og hálfu sinni lengur að sveiflast leið sfna en á jörðinni Þetta sýndist alltaf óeðlilegt nema fyrir mann sem fæddur var á Tunglinu. Nú var búið að reisa annan hlutann við og skeyta hann við fyrsta hlutann. Þeir voru festir saman og aftur gaf Lawrence fyrirmæli um að reka hólkinn niður. Viðnám ryksins fór vaxandi en hólkurinn hélt þó áfram að síga rólega undan eigin þunga. — Átta metrar komnir, sagði Lawrence. — Það táknar að við erum liðlega hálfnaðir. Þriðji hlutinn má koma. Eftir þetta kæmi aðeins einn bútur enn — þótt Lawrence hefði haft varabút til öryggis. Hann hafði mikla trú á hæfileik- um Hafsins til að gleypa áhöld. Enn sem komið var höfðu þeir ekki tapað nema fáeinum skrúf- um og boltum, en ef steypu- hólkurinn félli af króknum, myndi hann hverfa samstundis. Þótt hann sykki ef til vill ekki langt, einkum ef hann kæmi niður á langhliðina, þá yrði samt ekki hægt að ná til hans. Þeir höfðu engan tíma til að standa í björgunaraðgerðum á eigin björgunartækjum. Þama seig þriðji hlutinn nið- ur og fór mjög hægt I lokin. En hann hreyfðist þó; eftir fá- einar mínútur myndu þeir koma niður á þak ferjunnar, ef heppn- in væri með þeim. — Tólf metrar komnir, sagði Lawrence. — Við erum aðeins þremur metrum fyrir ofan ykk- ur, Selena. Þið ættuð að heyra til okkar von bráðar Og það gátu þeir og hljóðið var dásamlega uppörvandi. Meira en tíu mínútum áður hafði Hansteen tekið eftir titr- ingi á súrefnispípunni þegar hólkurinn straukst við hann. Það var hægt að sjá þegar hann stanzaði og þegar hann fór af stað aftur. Aftur kom þessi titringur, og nú fylgdi honum dálítið ryk- hrun ofanúr loftinu. Loftpípum- ar höfðu nú verið dregnar upp, svo að nú stóð tuttugu sentí- metra bútur niður úr loftinu og hraðvirkt steinlímið, sem notað var í öllum geimfarartækjum hafði dreifzt kringum opið sem þær voru reknar innum. Það virtist vera að losna, en þessi litlii-rykýringur var of smávægi- legur til að neitt væri að óttast. Samt sem áður áleit Hansteen rétt að hafa orð á þessu við skipstjórann, en það var óvíst að hann hefði tekið eftir því. — Þetta er skrýtið, sagði Pat og leit á pípustúfana. — Þetta steinlím ætti að halda, jafnvel þótt pípan titri. Hann steig upp á stól og að- gætti loftpípuna nánar. Stundar- kom sagði hann ekki neitt; síð- an steig hann niður gramur og ringlaður á svip — og mjög á- hyggjufullur. — Hvað er að? spurði Han- steen lágum rómi. Hann þekkti Pat nógu vel til að lesa úr svip hans eins og opinni bók. — Þessi pípa er að togast uppum þakið, sagði hann. Einhver á flekanum er skolli kærulaus — hún hefur stytzt um sentímetra að minnsta kosti síð- an ég setti límið þama. Svo þagnaði Pat og skelfingu brá fyrir í svipnum. — Guð minn góður, hvíslaði hann. — Ef það er nú okkur að kenna — ef við erum enn að sökkva. — Þó svo væri? sagði geim- siglingaforinginn hinn rólegasti. — Það er ofur líklegt að rykið haldi áfram að þjappast saman undan þunga okkar — það tákn- ar ekki endilega að við séum í hættu. Eftir pípunni þarna að dæma höfum við sigið um sentímetra á tuttugu og fjórum tímum. Þeir geta alltaf lengt pípumar ef á þarf að halda. Pat hló dálítið skömmustuleg- ur. — Auðvitað — það er skýring- in. Ég hefði átt að vita þetta sjálfur Við höfum sennilega ver- ið að færast neðar allan tím- ann, en þetta er fyrsta tækifær- ið sem ég hef haft til að ganga úr skugga um það. En samt er vissara að ég tilkynni Law- rence þetta — það kann að breyta einhverju um útreikninga hans. Framhald af 7. síðu. inn, og hófst því verkfall, sem stóð þar til samningar tókust að kvöldi 20. des. Samstarf sem þarf að auka f þessu stóra samfloti félag- anna, sagði Eðvarð, sem var í þessari deilu reyndist sérstak- lega erfitt að ná fram nokkr- um sérkröfum og er það einn af lærdómum deilunnar að slíkt samflot er naumast hægt að hafa nema um fáar megin- kröfur. Félögin verða að geta samið um staðbundnar sérkröf- ur við viðsemjendur sína beint, hvert á sínum stað. Eitt það ánægjulegasta við þessi miklu átök var það, að nú tókst, þrátt fyrir allt, sam- starf og samstaða með forustu- mönnum í verkalýðshreyfing- unni, sem oftast hafa verið á öndverðum meiði. Var hér sér- staklega um að ræða samstarf milli Alþýðubandalags- og Al- þýðuflokksmanna. Þetta sam- starf þyrfti að efiast og halda áfram, því á engu ríður verka- lýðssamtökunum meira nú en að hægt væri að lægja inn- byrðis deilur og einbeita kröf- um hennar að velferðarmálum félaganna. f öllum átökum sl. árs var einhugur og samstaða Dags- brúnarmanna með eindæmum góð. Er ekki að efa að þessi einhugur Dagsbrúnarmanna hafði úrslitaábrif á gang allra mála og stuðlaði að farsæili lausn þeirra. V^rðum að vera við búnir Við ætlum engu að spá um næstu framtíð Auðséð er þó að enn magnast verðbólga og dýrtíð Nýir skattar eru á lasð- ir og verðbækkanir dynja stöð- ugt yfir Við verðum því að vera við öllu búnir. Dagsbrún- armenn. einnig bví að lepg.ia til nýrrar atlögu ef á þarf að halda. En bað er skoðun okkar að verkalýðssamtökin í heild þurfi nú að einbeita kröfum sínum gegn dýrtíðar- og verð- bólguþróuninni og fyrir nokkr- um meginkröfum svo scm full- kominni verðtryggingu á kaupið og styttingu vinnudags- ins án skerðingar á tekjum, þótt í áföngum væri. Brimbrjótur ís- lenzkra verkamanna Þá vék Eðvarð að því að 14. októþer sl. hefðu Dagsbrún, Hlíf og Einingin samþykkt að gangast fyrir stofnun sam- bands verkamanna- og verka- kvennafélaganna og ræddi nokkru nánar nauðsyn á slíku sambandi. ^Lokaorð Eðvarðs voru á þá leið, að nú blöstu við mörg og erfið viðfangsefni bæði á sviði kjaramálanna og félags- málanna. En ef við mætum þeim með sama einhug og samstöðu og Dagsbrúnarmenn sýndu á liðnu ári, þá mun stétt okkar vaxa af þeim og félag okkar eflast, sagði Eðvarð. Að lokum þakkaði hann Dagsbrún- armönnum ágætt samstarf á sl. ári og óskaði þeim gæfu og gengis. Þá mun vel takast Sigurður Guðgeirsson, starfs- maður Dagsbrúnar, las reikn- inga félagsins. Guðmundur J. Guðmundsson gerði grein fyrir þeirri tillögu félagsstjórnar að hækka árgjaldið í kr. 700, skólapilta í kr. 350 og pilta innan 16 ára í kr. 200, en sú hækkun er gerð vegna fram- kvæmda þeirra sem félagið stendur j og til þess að geta veitt félagsmönnum betri þjón- ustu. Að loknum umræðum voru tillösur stjórnarinnar um að tvöfalda bótatímabilið úr Styrkt.arsjóðnum og hækka árs- gjatdið sambykktar einróma. Að lokum mælti Sigurður Guðnason nokkur ávarpsorð til stjórnarinnar oa félaesmanna oa saaði að síðustu: ftg vona að Dagsbninarinenn gleymi aldrei að beir hafa vevið brim- briótar íslenzkra verkamanna — np þeir verða alltaf að vera það. Það væri synd að segja að Lúðvík frændi þinn treysti ekki heíðarlcika okkar. Af hverju segir þú það Audrés- ina? Ilann skilur dagbókina sína eftir opna á borðinu. Það er ekki heiðarleiki okkar sem hann treystir . . . . . heldur fáfræði . . . .hann skrifar dagbókina sína á sanskrít I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.