Þjóðviljinn - 05.03.1964, Síða 2

Þjóðviljinn - 05.03.1964, Síða 2
2 slÐA HOÐVttTINN HAFNARFJARÐARBIÖ Að leiðarlokum eftir INGMAR BERGMAN Hafnarfjarðarbíó sýnir mjög lofsvert framtak í því að koma mjmdum Ingmars Bergmans á framfseri við okkur. Auk þeirrar myndar sem hér veröur getið má bú- ast við því að húsið sýni tvær Bérgmanmyndir á þessu ári — er ekki ólíklegt að þær verði nefndar „Andlitið“ og „Eins og í spegli“. Það hillir meira að segja undir hina nýju mynd meistarans „Þögn- in“ sem undanfama mánuði hefur séð skandinövum fyrir umræðuefni. Aldraður læknir, prófessor ísak Borg, ekur snemma morguns frá Stokkhólmi suð- ur eftir landi ásamt tengda- dóttur sinni, Marianne. Á þessum degi mun gerast sá atburöur sem er hátindur hálfrar aldar starfs hans — hann verður kjörinn heið- ursdoktor við háskólann í Lundi. Hægt líður virðuleg gömul límúsína undir bjartri sól um landið með gamlan mann, ekkert virðist lengur geta raskað kaldri ró elli hans, spumingum ævi hans virðist öllum svarað. En ýmis atvik verða til þess að þessi frægðarferð prófessorsins verður að erf- iðri pílagrímsferð hans um fortíð sína. Tengdadóttirin, Marianne. segir honum und- anbragðalaust að hann, þessi vingjamlegi, kurteisi og vin- sæli maður sé í raun og veru með afbrigðum eigin- gjam og kaldlyndur. Þessi hörðu orð sem ísak Borg tekur reyndar með mestu ró- semi, verða til þess að með honum vakna ýmsar óþægi- legar spumingar — þó er spumingar í raun og veru mjög ófullnægjandi orð: það lifna í huga hans ýmsar end- urminningar um löngu liðinn tíma og tengjast á ýmsan hátt erfiðum draumum. Og ekki aðeins orð Marianne eru aflvaki í þessari endurskoðun aldraðrar sálar að leiðarlok- um. Þar gegna einnig sínu hlutverki annarsvegar við- felldnir unglingar sem slást í förina, stúlka, sem ber nafn æskuunnustu Isaks og tveir stúdentar; hinsvegar ákaflega skuggaleg skyndimynd af djöfullegri sambúð miðaldra hjóna sem einnig verða sam- ferða stuttan spöl vegna smá- vægilegs bílslyss. f þessari kvikmynd er spurt um mannleg samakipti, um kaldlyndi og eigingimi og þá refsingu sem ofríki þeirra býður heim — einmanaleik- ann. Og Ingmar Bergman velur sér ekki að persómi siðferðilegan aumingja — hann velur fágaðan, mennt- aðan, sjálfsagaðan egóista, mann sem við sjáinn að minnzt er með djúpu þakk- læti fyrir merkileg verk. Og einmitt slíkt val gefur höf- undinum mikla möguleika til að túlka alla dýpt þeirra á- hyggna sem maðurinn fær honum. Margt í viðhorfum Ingmars Bergman getur verið , manni fjarlægt. En mikil- vægi viðfan gsefnisins og hin Victor Sjöström fer með aðalhlutverkið sterku listrænu tök sem hann nær á því eru ótvíræð og fullkomlega sannfærandi. Og þótt hinn aldraði prófessor sé að lokinni pdagrímsferð sinni að einhverju leyti breyttur maður, þá tekst Ing- mari Bergman að komast hjá listrænum hættum svo farsælla leiðarloka — hann lokar ekki á eftir sér, sér svo um að okkur er ekki leyft að gleyma því sem hann hefur sýnt okkur. Það er freistandi að tala um þessa hægu og þróttmiklu kvikmynd lengi; um hinn sterka leik ljóss og skugga, um hinn frjálsa lefk að tírna, draumum, núveruleik og end- urminningum, um hina beinu, umsagnarlausu skírskotun höfundaríns. En máske verða hinar hélvizku sýnir hvað minnisstæðastar — hvítur og svartur dauðadraumurinn f upphafi myndarinnar, draum- urinn um hinn sénstæða rann- sóknarrétt sem ruddalegur eiginmaður bílslyssins hefur skyndilega sett yfir fsaki Borg. Ingmar Bergman hefur góðum leikurum á að skipa. Af þeim sem fara með minni hlutverk er mér efetur í huga Max von Sydow, einstaklega traustur og sannfærandi rannsóknardómari. I aðalhlut- verkinu er Victor Sjöström, áttræður þegar myndin er gerð, sjálfur gömul aðalper- sóna í sögu kvikmjmdalistar- innar, heimsfrægur kvik- myndameistari þegar á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sjöström vinnur sannan sig- ur í aðalhlutverki fsaks Borg — Kvikmynd Bergmans varð einnig honum verðug leiðar- lok. Menn ættu ekki að láta þessa vesælu tíu kílómetra til ■ Hafnarfjarðar aftra sér frá þvi að sjá þessa mynd. Á.B. Emil Tómasson hefur sent blaðinu eftirfarandi: — Ég, sem þetta skrifa, man ógjörla hve langt er síðan stuttur leiðari hóf göngu sína í ÞJÖÐVILJAmTM undir fyr- irsögninni „Frá degi til dags”. en undirskriftin er Austri. Leiðari þessi lætur lítið yfir sér, kemur þó út flesta daga og venst ágætlega að mér finnst; myndi ég sakna hans ef hann hyrfi úr blaðinu. Það marka ég á því, að mitt fyrsta er, þá ég hef meðtekið blaðið, að horfa eftir — Frá degi til dags — hvort þátturinn sé ekki í blaðinu, og sé svo les ég það, venjulega strax. Þessi pínulitli leiðari verður eins- konar fyrirréttur að öðru meiru sem á eftir kemur. Það er hvorttveggja, að þætt- ir þessir eru prýðilega skrifaðir og lesmálið spennandi. Þar er rætt um allskonar dægurmál, sem þá og þá eru á döfinni og ég held allt upp í stórpólitík. Hér sjást sjaldan stóryrði, ó- kurteisi eða ruddaskapur í rit- hætti, síður en svo. Þó vant- ar ekkert á að vel er sagt til syndanna. En það er gert á þann óvenjulega hátt sem sjaldan sést í islenzkri blaða- mennsku. Það er gáfa út af fyrir sig að geta kryddað setn- ingar sínar góðlátlegu gríni og svíðandi fynctni. En það er ein- mitt skoplega hliðin á flestum málum sem gerir þau létt og áferðarfalleg fyrir lesandann. — Ég tel fyrir mitt leyti að Austra takizt þetta öðrum fremur. Venjulegast er að ég lesi þessa stuttu leiðara oft- ar en einu sinni og leiðist aldrei. Og komið hefur fyrir að þeir skapa mér kátínu sem truflar lesturinn í bili, svo að ég verð að líta upp úr blaðinu og tjá mína ánægju og segi: — Þetta getur maður sagt að sé blaðamennska. I þættinum „Frá degi til dags” þriðjudaginn 18.2 er rætt um „Trúfrelsið” svo og Hallgrímskirkju. Þar eru frétt- ir. Miðvikudag.: ,,Hitt i mark” og ,4 hengds manns húsi”. Svo verður hver að fljúga sem hann er f jaðraður Þegar ég las þessa tvo leiðara þótti mér þeir svo vel sagðir, að þá datt mér fyrst í hug að segja þessi orð sem hér eru sögð og bæti kannski örfáum við. 1 dag, fimmtudag 20.2; Hér er dregin fram í dagsljósið leiðaralestur dagblaðanna varð mér ekki um sel að hlusta á þvílíkan reiðilestur sem stóð í blaðinu Vísi morgun eftir morgun, þar sem ráðizt er á þessa uppáhaldsþætti mína. Blaðið heimtaði ef ég man rétt, Eftir EMIL TÓMASSON skýr mynd af „sýndarmennsku” (ríkisstjómarinnar). 1 frásögn Austra er full alvara, en kær- komnar fréttir. Undirrótin að því að ég segi þessi fáu orð um pistla Austra er þessi: Þegar útvarpið hóf með stóryrðum og skætingi, að slíkur málflutningur væri ekki settur á prent. Mér stóð hreint ekki á sama, ef svo færi að Austri þessi missti kjarkinn og legði niður að skrifa sína á- gætu þætti. Því betur heldur Austri skrifum sínum áfram eins og ekkert hafi í skorizt og það er eins og hann hafi ekki heyrt neyðaróp ritstjóra Vísis, Ef Visis-menn hefðu fengið því framgengt að Austri yrði kveðinn niður, þá hefði grein hans .,1 hengds manns húsi“ aldrei orðið til. Hér er glöggur samanburður á hinum gamla og yfirstandandi tíma: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið”, sagði gamli tíminn. En nú er sagt með köldu blóði og stæri- læti: „Þá kemur mér hann i hug, er ég heyri glæpa getiö. Um leið og minnzt er á fjár- svik, falsanir og miljónastuldi á Keflavíkurflugvelli stendur Olíumálið ritstjóranum fyrir hugskotssjónum” o.s.frv. Þessi hógværu skrif og bráðnauðsyn- legu veit ég Vísis-ritstjórar kunna að meta undir vemdar- væng okkar prúða fjármála- ráðherra. Ætli það geti verið satt, að þessi fítonsandi hafi gripið rit- stjórana af því Austri nefndi drengina sem ekki vissu hrein skil á því hvor maðurinn héti Kóka og hvor héti Kóla? Nei, það er alveg ástæðulaus til- finningasemi, hafi svo verið. En þetta hastarlega uppþot Vísis svo árla morguns að fólk var ekki búið að geispa sig út eða nudda stírur úr aug- um, olli því að það fór að stinga saman nefjum út af Kóka-kóla nöfnunum, hvort hér gæti virkilega verið ein- hver fjandinn í dúsunni bams- ins, sem Vísir hefði ógleði af, ef kóka-kóla er nefnt á nafn. Aðrir gátu sér þess til að þó þeir Kóka og Kóla hafi eitt sinn verið góðir vinir, þá er Framhald á 9. síðu. • Fimmtudagur 5. marz 1964 Ný bók eftir Guðbsrg Bergsson Heimskringla hefur gefið út smásagnasafn eftir Guðberg Bergsson og nefnist bókin Leik- föng lciðans. Þetta er þriðja bók Guðbergs en áður hafa komið út eftir hann ljóðabókin Endurtékin orð og skáldsagan Músin sem læðist. Sú saga var af mörgum gagn- rýnendum talin merkilegasta byrjandaverk í óbundnu máli sem út hefði komið í landinu nú um alllangt skeið og því hef- ur nýrrar bókar frá hendi Guð- bergs verlð beðið með eftirvænt- ingu. Lét ekki á sér standa í gær tóku tveir varaþingmenn Framsóknarflokksins sæti á Al- þingi; Kristján Thorlacius deild- arstjóri fyrir Þórarin Þórarins- son ritstjóra, 5. þingm. Reykja- víkur og Matthías Ingibergsson lyfeali fyrir Ágúst Þorvaldsson bónda, annan þingmann Sunn- lendinga. Þórarinn sækir kaup- stefnu í Leipzig í Austur-Þýzka- landi en Ágúst á annríkt heima- fyrir. Matthíasi virtist vera orðið mikið mál að komast á þing og var undirskrift hans undir eið- stafinn ekki þurr orðin þegar hann var kominn í ræðustóL Mun það vera einsdæmi að þing- maður flytji jómfrúrræðu svo stuttu eftir að hann tekur sæti á AlþingL Hreyfilsblað Ut er komið 1. tölublað 2. árgangs af Hreyfilsblaðinu og er það að mestu helgað 10 ára afmæli Taflfélags Hreyfils en sem kunnugt er iðka Hreyfils- bílstjórar mikið skák og hafa unnið margan frægan sigur. á- þeim vettvangL Flytur ritið greinar og frásagnir af starf- semi Taflfélagsins og fylgir fjöldi mynda. Þá eru í ritinu' greinar um félagsmál og einnig flytur það kvæði o.fL Utgef- endur eru Knattspyrmi- og Taflfélag Hreyfils en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Þórður Sigurðsson. l\r þetta hið mynd- arlegasta rit. Prentsmiðjan Ás- rún hefur p^entað blaðið. Félagsmélanám- skeið Æskulýðssamband Isl. gengst fýrir félagsmálanámskeiði fyrir meðlimi sína og aðra, sem áhuga hafa á félagsmálum, í Hásbólan- um n.k. föstúdagskvöld og laug- ardag, 6. og 7. marz. Verða þar flutt erindi og veitt- ar leiðbeiningar um: ræðu- mennsku, fundarstjóm og fund- arsköp, framsögn, reikningshald áhugamannafélaga, kvikmyndir og kvikmyndavélar. Námskeiðið hefet á fðstudag kl. 20.15 og á laugardag KL 14. HEIMILISVAKA Hér kemur leikur, sem nota má á Heimilisvökunni: Ritdómarínn: Pappír og penni. Nota má eins mörg eintök og þátttakendur eru, þó er það ekki nauðsynlegt — lesa svo upp allt í einu, þeg- ar allir hafa lokið störfum. Efst á blaðið er skrifað eitthvert bókarheiti (nafn á bók). Blað'ð er síðan brotið þannig að nafnið sjáist ekki. Sá næsti skrifar einnig bók- arheiti og skrifar ,,eða” fyrir framan, brýtur svo blaðið. Þriðji skrifar nafn höfundar, fjórði „einkunnarorð”, og fimmti r'tdóm. Dæmi: „Sveitasæla” eða „Margt býr í þokunni” eft- ir Jón Jónsson — Handbók fyrir húsgagnasmiði — Ágæt- is bók. sem gefur góðar leið- beiningar um matreiðslu á einfaldan hátt. -*• "ír Leikur. RAKSTUR: (Rak- bursti, rakvél, raksápa og vatn.) Stúlka er beðin um að sýna, hvernig karlmenn haga sér og líta út þegar þeir raka sig. Henni eru síðan fengin hin venjulegu áhöld, eins og að ofan greinir ásamt handklæði — og þá hefet athöfnin. Þegar eitthvert bamanna á afmæli, er skemmtilegt að hafa búið til pappírshúfur á gestina. Þær fást auðvitað í búðum, en ég mæli nú held- ur með því, að fjölskyldan hafi föndurkvöld til þess að búa til húfurnar. Tyrolahatt- urinn er búinn til úr teikni- pappír eða karton. Mynztrið sjáið þíð á meðfylgjandi mynd. Það er eins og hálf- hringur og fjöðrin klippt um 'leið. Rauf klippt upp í, og límt saman. Mjmdin sýnir einnig, hvernig biómakórón- an og indíánahúfan eru bún- ar til. Sjálfsagt er að lita þetta í skærum og fallegum iitum Ef einhver vill reyna við sveigana, sem myndin sýnir, þá gjÖrið svo vel. En húfurnar eru frekar barna- meðfæri. Veíztu: Að 155 stúlkur og 489 drengir völdu Ijósmynda- iðju sem aðaláhugamál í skólakönnun nemenda á gagn- fræðaskólastigi, sem Æsku- lýðsráð lét framkvæma sJ. haust (í Reykjavík). Að útreiðar og hesta- mennska er mjög vinsælt meðal unglinga 194 stúlkur og 136 drengir völdu það sem aðaláhugamál að sumri til (sama könnun). Gátur: Hvað gera þeir í Þykkvabænum þegar rignir? Ég er móðurlaus, og hann faðir minn er maðurinn minn. Hver er þetta? Hvenær er heimskinginn hyggnastur? Hvað étur maður, þegar maður hefur ekkert að éta? ☆ ☆ ☆ Málsliáttur: Nýir vendir sópa bezt. (Frá Æskulýðsráði Reykjavikur)., I 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.