Þjóðviljinn - 18.03.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1964, Blaðsíða 1
NAUÐLENDING A GRÆNLANDSIS I gærmorgun kl. 5.32 hóf sig á loft frá Keflavíkurflug- velli lítil einhreyfla landflug- vél af Ticchio gerð og ætlaði að Djúga án viðkomu til Gæsaflóa á Labrador. Banda- ríkjamaður að nafni Max Conrad var flugmaðurinn og var aðeins einn í flugvélinni. Veður var gott og leiði hið bezta til Grænlands. Kl. 10.55 móttók loftskeytastöðin í Syðra Straumfirði neyðar- skeyti frá flugvélinni og sagðist flugmaðurinn verða að nauðlenda eftir fimm mín- útur. Hann gaf út staðará- kvörðun þrjátiu og fimm míl- ur suðvestur af Narsarssuak í Grænlandi og reyndist staðarákvörðunin nákvæmlega 61 gráða norður og 46 gráð- ur og 38 mínútur eins og sið- ar kom í Ijós. Þegar er send út beiðni frá Syðra Straum- firði að koma flugvélinni til Framhald á 3. síðu. LANDNÁM LÍFS Á SURTSEY RANNSAKAÐ? ■ Undanfarna daga hafa dvalizt hér á landi þrír pró- fessorar frá Duke University í Norður Karolinafylki í Bandaríkjunum til viðræðna við Rannsóknarráð ríkisins og íslenzka náttúrufræðinga um hugsanlegan grundvöll að sameiginlegum rannsóknum þessara aðila á landnámi lífs á Surtsey og haffræðilegum athugunum við eyna. Þjóðviljinn átti í gær tal við Steingrím Hermannsson fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins og innti hann eftir þessum viðræðum. Sagði Stein- grímur að hér væri um mjög merkilegt rannsóknarefni að ræða: þ.e. hvernig lífið næmi land á nýmyndaðri eyju sem við sköpun væri gersamlega sneydd Bruni á Sval- barðsströnd AKUREYRl — 17/3 — Skömmu eftir hádegi í dag kom upp eldur í býlinu Sólbergi á Svalbarðsströnd. Þar voru sambyggð fjós og hlaða og var hluti af hlöð- unni innréttaður til íbúðar, þar sem ekki er lokið byggingu íbúðarhúss á staðnum. Slökkviliðið frá Akureyri var kvatt á vett- vang og var eldurinn þá orðinn svo magnaður, að fjósið og hlaðan brunnu til kaldra kola. Tókst þó að bjarga búpeningi úr fjósinu. Talið er að kvikn- að hafi í út frá gaslampa i hlöðunni. öllum lífrænum efnum og hvem- ig jurtir og dýr legðu þetta nýja land undir sig smátt og smátt. Steingrímur sagði að þessar viðræður væru enn á algeru byrjunarstigi og ekkert ákveðið um það hvort úr þessum rann- sóknum yrði. Bandarísku pró- fessorarnir skrifuðu Rannsóknar- ráði ríkisins fyrir nokkru og báru fram tillögu um þetta mál og síðan komu þeir hingað til frekari viðræðna. Áttu þeir m.a. fund með um 20 íslenzkum vísindamönnum í fyrradag, auk þess sem þeir hafa rætt við Rannsóknarráðið og fram- kvæmdastjóra þess. Tveir hinna bandarísku prófessora eru nú á förum eða famir heim til sín en hinn þriðji dvelst hér fram á föstudag. Munu báðir aðilar athuga þetta mál nánar hver í sínu lagi og ræðast við aftur ef ástæða er talin til. Steingrímur sagði að meðal ís- lenzkra vísindamanna væri vissu- lega áhugi fyrir þessum rann- sóknum, en þær yrðu mjög kostnaðarsamar og við íslending- ar hefðum ekki fjárhagslegt bol- magn til þess að standa straum af kostnaði við þær einir sam- an þar eð við yrðum að láta raunhæfari verkefni sitja í fyr- irrúmi. Kvaðst hann að lokum engu geta um það spáð á þessu stigi málsins, hvort úr fram- kvæmdum yrði. SURTSEY — Myndin er lckin í siðustu viku — (Ejósmynd Þjóðviljixm Ari Kárason). FUNDUR TlU FLUQFÍLAGA UU FARSJÖLD LOFTIEIDA Þriðja frœðsluerindi Jóns Rafnssonar verður í kvöld k Þriðja fræðsluerindi Jóns Rafnssonar um sögu verkalýðs- hreyfingarinnar verður flutt í kvöld klukkan níu i Tjarnargötu 20. ★ Fclagar, fjölmennið á þetta fróðlega erindi og takið með ýkkur gesti. NEW YORK — í yfirlýsingu fulltrúa 10 flugfé- laga, sem halda uppi áætlunarferðum á flugleið- unum yfir Norður-Atlanzhafið og öll erú í IATA, Alþjóðasambandi flugfélaga, segir að líta verði mjög alvarlegum augum á fargjaldasamkeppni Loftleiða, eins og það er orðað. Fram til þessa hafi verið litið á þetta mál fyrst og fremst sem sérstakt vandamál SAS, en nú verði að telja það orðið umfangsmeira. Yfirlýsing þessi var gefin í lok fundar félaganna 10 i New York á mánudaginn, en til þess fund- ar var boðað til að fjalla að nýju um leyfi það er gert var á IATA-fundinum í janúar 1963 um sérstök fargjöld með skrúfu- vélum yfir Norður-Atlanzhafið. Sérleyfi þetta gildir til 21. marz n. k. og hefur SAS notfært sér það og boðið farþegum ódýrar ferðir með DC-7C flugvélum milli New York og Björgvinjar. Á New York-fundinum s. 1. mánudag voru fulltrúarnir sam- mála um að hvorki væri sann- gjarnt né fjárhagslega heilbrigt að binda félögin við ákveðnar upphæðir á sama tíma og eitt félag byði allmiklu lægri far- gjöld á sömu flugleiðum. Varð samkomulag um að málið yrði JarSskjálftarnir vestra í rénun? \ Þjóðviljinn átti í gær tal við Sigurð Hannesson bónda á Ármúla f Nauteyrarhreppi og spurði hann frétta af jarð- skjálftunum fyrir vestan. Sagði Sigurður að þeir virt- ust í rénun, bæði liði lengra Myndin er tekin s.l. laug- ardag að Ármúla af Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi og sýnir hún þá ræðast við Sig- urð Hannesson og Stefán Jónsson fréttamann en viðtal þeirra birtist í fréttaauka i útvarpinu á iaugardagskvöld- ið. á milli kippanna og eins væru þeir orðnir vægari en áður. Síðasti kippurinn sem fannst var í gærdag kl. 12.51. Sigurður sagði einnig að drunurnar sem fylgdu jarð- skjálftakippunum færu dvín- andi og sagði hann að menn þar vestra væru að vona að þessum ósköpum færi nú senn að linna. Einna mest ó- þægindi hafa verið af jarð- hræringunum að Ármúla eins og áður hefur verið getið í fréttum en Sigurður sagði að fólkið þar hefði þó tekið þessu með ró og ekki sýnt nein óttamerki. I rætt frekar af fuUtrúum flug- félaganna, sem fundinn sátu, og viðkomandi ríkisstjórnum, og síðan yrði boðað til nýs fundar félaganna 25. ágúst í sumar. Á þá að ganga frá frekari ákvörð- unum áður en vetrarfargjöldin taka gildi í októbermánuði. I NTB-frétt var það haft eftir talsmanni SAS, að hann væri á- nægður með niðurstöðu fundar- íns, jafnframt því sem hann minnti á að skandinavíska flug- félagið hefði tjáð sig reiðubúið til samstarfs við Loftleiði. Bætti hann því við, að nú mætti vænta frekari samningaviðræðna milli framangreindra flugfélaga. SAS hættir ferðum mei skrúfuvélum □ Stokkhólmi. — Frá því var skýrt í Stokk- hólmi í gær, að SAS myndi hætta ferðum sínum yfir Norður-Atl- anzhafið með skrúfuvél- um frá og með 1. apríl næstkomandi. Þessi yfirlýsing var gefin út í tilefni fnndar IATA-flugfélag- anna 10 í New York á mánu- daginn, en frá þeim fundi er sagt á öðrum stað hér i blaðinu. 1 frétt NTB um þessa ákvörð- un SAS-manna segir, að við því hafi alltaf verið búizt að ferðir félagsins með DC-7C flugvélun- um yrðu Iagðar niður cftir að IATA-félögin höfðu samþykkt stórfelida Iækkun á fargjöidun- um með þotum yfir Norður- Atlanzhafið. Einnig cr vitað að þessar ferðir SAS með skrúfu- véiunum hafa ckki gcngið allt- of vel, flugvélarnar verið alla jafna þunnskipaðar á leiðunum yfir hafið. Karl Nilson, forstjóri SAS sagði í Kaupmannahöfn í gær, að hann væri sannfærður um að skandinavíska flugfélagsins byðu bjartari tímar 1 framtíðinni, enn um ókomin ár mætti - gera ráð fyrir auknum farþegaflutn- ingum flugvéla félagsins og út- lit væri fyyrir góða fjárhagsaf- komu á næstu árum. • Fékk spýtu íaugað SAUÐÁRKRÓKI, 16/3 — Það slys varð hér á Sauðárkróki í síðustu viku er tveir drengir voru að leika sér að því að skilmast með spýtum eða tré- sverðum að önnur spýtan brotnaði og Ienti brotið í auga annars drengsins og skaddað- ist það talsvert. Var drengur- inn fluttur til Reykjavíkur þar sem gerður var uppskurð- ur á auga drengsins til þess að reyna að bjarga því. Drengurinn sem rr ellefu ára gamall heitir Hörður Gunnar Ólafsson og er sonur hjónanna Guðrúnar Svan- bergsdóttur og Ólafs Gísla- sonar starfsmanns á pósthús- inu hér. — h.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.