Þjóðviljinn - 18.03.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.03.1964, Blaðsíða 12
EMBÆTTIOG VÖLD ÍRU FRAMSÓKN AÐALA TRIÐI ■ Loforðin sem gefin hafa verið, samningamir sem undirritaðir eru, hugsjónimar sem flaggað er með — allt þetta er Framsóknarmönnum aukaatriði. Embættin og völdin eru aðalatriði. Eitthvað á þessa leið fórust Einari Olgeirssyni orð í neðri deild Alþingis í gær, er hann svaraði í hvassri og rökfastri raeðu málflutningi Þórarins Þór- arinssonar (F) við 2. umræðu i deildinni um frumvarp Einars um áætlunarráð og heildarskipu- lag á þjóðarbúskapnum. Sýndi Einar fram á að afstaða Fram- sóknarflokksins til verkalýðs- flokkanna hefði jafnan mótast af ofríki, þegar um stjómar- samstarf hefði verið að ræða milli fyrrgreindra flokka. Einar Olgeirsson rakti í löngu máli dæmi þessu til stuðnings. Minnti hann t. d. á að Fram- sókn hefði, þegar stjómarsam- starf var með henni og Alþýðu- flokknum árin 1934 til 1933, beitt sér gegn flestum þeim málum sem AlþýðuÐokknum var mest mun að framkvæma, t. d. öfl- un nýrra atvinnutækja sjávarút- vegsins til úrbóta i atvinnumál- unum. Ræðumaður drap einnig á af- stöðu Framsóknarflokksins til atvinnuuppbyggingarinnar á tím- um nýsköpunarstjómarinnar í í lok síðustu heimstyrjaldar og vék að samstarfinu í vinstri- stjóminni 1956—58. Frumvarpi Einars Olgeirssonar um áætlunarráð hefur áður ver- ið rækilega lýst hér í blaðinu, svo og þeim umræðum sem áður höfðu orðið um þetta mál í neðri deild. Hofsjökuli' nýtt skip JÖKLA h/f S.1. þriðjudag klukkan fjögur eftir ísl. tíma hljóp af stokkun- um í Grangemouth í Skotiandi nýtt kæliskip, sem h.f. Jöklar eiga þar í smíðum. Var skipinu gefið nafn og skírði Ólöf Einars- dóttir það Hofsjökul. Ólöf er 7 ára, dóttir Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns og stjórnarfor- manns h.f. Jökla. Hún bar við þetta tækifæri fslenzka þjóðbún- inginn, upphlut og möttul. Viðstaddir athöfnin voru ýms- ir forystumenn Grangemouth og skipasmíðastöðvarinnar. Af hálfu skipafélagsins Jöklar voru mætt- ir Ólafur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri og Sturlaugur H. Böðvarsson útgerðarmaður. og frú og Gísli Ólafsson, fram- kvæmdastjóri og frú. Hofsjökull er 2500 brúttólestir að stærð, með 2500 ha Deutz- dieselvél. Skipið verður vænt- anlega tilbúið til afhendingar í maí — júní n.k. Er þetta fjórði Jökullinn. Fyrir á félagið kæli- skipin Vatnajökul, Langjökul og Drangajökul. Nýr erindaflokkur um heimspeki og kristindóm ■ Nýr erindaflokkur er að hefjast á vegum Félags- málastofnunarinnar og verða fluttir fyrirlestrar flesta sunnudaga í apríl og maí næstkomandi í kvikmyndasal Austurbæjarskólans. Fjallar þessi erindaflokkur um Heim- spekileg viðhorf og kristind&m á kjarnorkuöld. TVÖ LANDSLIÐ FARA UTAN Unglingalandsliðið í handknattieik. Frá vinstri: Björn Einarsson, Ólafur Friðriksson, Frimann Vilhjálmsson, Viðar Símonarson [(fyrirliði), Jón Carlsson, Jón Ágústsson, Gylfi Jóhannsson, Einar Hákonarson, Jón Breiðfjörð, Jón Gestur Viggósson, Kúnar Páls- son, Hiimar Björnsson og Hermann Gunnarsson. Á myndina vantar Stefán Sandholt. (Ljósm. Bj. Bj.), I dag halda tvö íslenzk (- þróttalandslið utan til keppni. Landsliðið í körfuknattleik fer til Helsinki og tekur það þátt f Polar Cup-keppninni, sem er Norðurlandameistaramót og jafn- framt svæðUmót fyrir Evrópu- keppnina. Fararst.jóri þess hóps verður Bogi Þorsteinsson, for- maður KKÍ, og einnig verða með f förinni Guðjón Magnússon dómari og Einar Matthíasson fréttamaður. Unglingalandsliðið í hand- knattleik fer til þátttöku í Norð- urlandameistaramóti unglinga í handknattleik, sem háð verð- ur í Eskilstuna í Svíþjóð. I far- arstjórn eru Ásbjöm Sigurjóns- son .formaður HSÍ, Valgeir Ar- sælsson og H.jörleifur Þórðar- son. Karl Benediktsson, Iands- þiálfari, verður cinnig með í í jrinni. — Landsliðið í körfuknattleik. Fremri röð frá vinstri: Gutt- ormur Ólafsson, Bavíð Helga- con, Viðar Ólafsson (fer ekki vegna ve'kinda), Ólafur Thorla- cius og Þorsteinn Hallgrímsson (fyrirliði). Aftari röð: Helgi Jó-| Einar BoIIason, Kristinn Stef- hannsson, landsþ.iálfari Birgir j ánsson og Sigui'ður Ingólfsson. Birgis, Hólmsteinn Sigurðsson, I — Á myndina vantar Anto i Bjarnason, sem kemur í staðinn fyrir Viðar. — (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). Hvergi fæst bein úr sjó Þórshöfn 14/3 — Illa árar til sjávar á Norðausturlandi. Hefur þó verið einmuna góð tíð að undanförnu. Þórshafnar- | bátar hafa róið út um allan sjó og síðustu daga suður fyTÍr ! Langanes. i Hvergi fæst bein úr sjó að ráði. Fimm stærri bátar róa héðan og er þá átt við stærð- ina sex til fimmtán tonn og sex minniháttar trillur og þyk- ir mönnum leitt. að aflasæld fylgir ekki góðu tíðinni. Er aflinn oft innan við tonn eftir róðurinn. Sömu sögu er að segja af Raufarhafnarbátum og Bakkafjarðarbátum. Hinsveg- ar árar vel til landsins og gróð- ur þýtur upp og er gras orðið yíða sex sentimetra hátt. Tré bruma eins og að vori Gunnhildargerði 17/3 — Hér í Hróarstungu hefur verið ein- dæma veðurblíða undanfarnar vikur og eru tré farin að bruma eins og að vori til og er kom- inn beygur í skógræktarmcnn á Héraði. Margir bændur eru búnir að sleppa fé sínu og rásar það um biár og ieirur en þeir vilja þó ekki sleppa því upp á heið- ar. Aldrei kemur dropi úr Iofti og hæg sunnanátt iöngum með frostkuli einstaka nótt. Nokkr- ir glöggir veðurspámenn hafa dagað uppi með svartsýnisspár frá þorra og góu og hafa nú hægt um sig. Friðrik tefldi við Akurnesinga AKRANESI 16/3 — Friðrik Ólafsson stórmeistari tefldi fjöl- tefli hér síðastliðinn suxmudag á vegum Taflfélags Akraness. Teflt var á 21 borði og vann Friðrik 18 skákir en þrír Akur- nesingar náðu jafntefli við meistarann. Þessir þrír voru: Ámi Böðvarsson sparisjóðsst.jóri, Guðmundur Bjarnason fisk- matsmaður og Þórður Egilsson, pípulagningameistari. Teflt var í félagsheimilinu RÖST og reyndist húsnæðið allt of lítið og nær ómögulegt fyrir áhorfendur að fylgjast með skák- unum. Jók fylgi sitt um hundrað prósent Raufarhöfn, 17/3 — Einn daginn voru nokkrir vinnufélagar á vinnustað hér í þorpinu að ræða um málgleði Gylfa Þ. Gísiason- ar og hvað hann hefur gaman af því að hagræða tölum í við- reisninni. Þá sagði einn sem svo: Vitið þið ekki strákar, að Alþýðu- flokkurinn jók fylgi sitt hér í þorpinu um hundrað prósent við síðustu kosningar. Nei, nú ertu að gera að gamnl þínu, sagði einn náunginn. Er þetta ekki vitleysa þér þér, góði minn. Jú, sjáið þið til. Alþýðuflokk- urinn hefur átt eitt atkvæði hér í þorpinu um iangan tima eins og þið vitið. Maður frá Kópa- skeri fiutti hingað f þorpið fyrir síðustu kosningar og kaus AI- þýðuflokkinn. Er þetta ekki hundrað prósent aukning. — L. G. Bjargfuglinn byrjaður að verpa GRlMSEY 17/3 — Einmuna veðurblíða er hér i Norður Is- hafinu og eru tún orðin græn á eyjunni. Bjargfuglinn er kominn í björgin og er farinn að búa sig undir varpið. Er það með fyrra móti. Héðan róa fjórar trillur og er reitingur af afla enda gæftir góðar. Duglegustu sjómenn okkar eru þó ennþá á vertíð syðra. Hér urðu flugfarþegar að bíða nokkra daga vegna veðurblíð- unnar, þar sem jörð var svo þýð þangað til frostnótt kom og flugbrautin fraus. Búa sig undir átök með vori ; Raufarhöfn 17/3 — Nýlega var ! haldinn aðalfundur í Verka- mannafélagi Raufarhafnar og hafði aðeins einn listi borizt og varð hann sjálfkjörinn. Nýr j formaður var kjörinn og heitir | hann Páll Ámason. Varaformað- I ur er Magnús Jónsson, ritari Hreinn Ragnarsson, féhirðir Hilmar Ágústsson og Amþór Pálsson meðstjórnandi. Skuld- laus eign félagsins er 450 þús- und krónur. Þá hefur verið haldinn aðal- fundur Verkakvennafélagsins Orku og varð þar sjálfkjörinn einn listi. Þar var einnig kjör- inn nýr formaður. Er það frú Helga Þórarinsdóttir í Árbliki. Helga er móðursystir Páls Áma- sonar, formanns Verkamannafé- lagsins. Félögin búa sig nú und- ir aðgerðir í kaupgjaldsmálum með vorinu og er ákveðið að hafa sem nánasta samvinnu við félögin á Norður-og Austur- landi. — L.G. ' Gróska í skáklífinu Neskaupstað 10/3 — Taflfélag Norðfjarðar hefuir starfað af miklu fjöri í vetur. 1 desember var haldið Skákþing Norðfjarðar og mætti þar sem gestur Halldór Jónsson skákmeistari Akureyr- ar. Þátttakendur voru átta í I. flokki, fimm i II. flokki og 29 í unglingaflokki. Sigurvegari í I. flokki varð Halldór með 6V2 v. en næstur og jafnframt skák- meistari Norðfjarðar 1964 va.rð Rafn Einarsson. — Eftir áramót- in var haldið annað skákmót með 15 manna þátttöku. Þar sigraði Eiríkur Karlsson. en I hann er jafnframt hraðskák- meistari Norðfjarðar. — Haldin hafa verið nokkur hraðskákmót með þátttöku frá fleiri stöðum á Austurlandi, og i janúar fóru héðan átta skákmenn í Egilsstaði og tefldu við Héraðsmenn. Unnu Norðfirðingar með 5l/2:2l/2. Nú hefur verið efnt hér til skákkeppni milli fyrirtækja í fyrsta sinn, og tefla þar ellefu tveggja manna sveitir frá tíu fyrirtækjum. Má það teljast góð bátttaka í ekki stærri bæ. — Formaður í bessu gróskumikla taflfélagi er Karl Hjelm. — H.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.