Þjóðviljinn - 18.03.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 18.03.1964, Síða 6
g SlÐA ÞI6ÐVHIINH Miðvikudagur 18. marz 1964 Uppreásn skæruliðanna í Angóia varð m. a. til þ3SS að hrinda af stað uppreisninni í „móðurland- inu”. — Hér sjást skæruliðar i frumskógum Angóla. SALAZAR ERU BRUGGUÐ LAUNRÁÐ NÓTT OG DAG Fyrsti áfangi var áhlaupið á Beja Rétt upp úr hádeginu á nýársdag 1962 nálguð- ust fjórir portúgalskir liðsforingjar herbúðir fótgönguliðsins í Beja. Vveir þeirra vortt úr fót- gönguliðinu, og samkvæmt fyrirskipun þeirra var hliðið opnað. Á svipstundu þustu vopnaðir borgarar inn í herbúðimar og tókst að ná þeim á sitt vald. Fremstur í fylkingu fór Joao Var- ela Gomes, hershöfðingi í portúgalska hemum. Uppreisnarmönnum tókst að ná herbúðunum á sitt vald. en þegar þeir komu inn á skrif- stofu yfirmanns fótgönguliðs- ins, Calapez Martins, dró hann upp skammbyssu sína og særði Varela Gomes mjög alvarlega. Martins tókst síðan að flýja bygginguna til þess að síma eftir hjálp. Eftir að liðsstyrkur hafði borizt hófst skammur en harð- ur bardagi. Uppreisnarmenn máttu ekki við margnum og flúðu herbúðimar í bifreiðum, sem staðið höfðu utan við her- búðimar í þessa þrjá tíma, sem þeir höfðu haft þær á valdi sínu. Fyrsta uppreisnin Áhlaupið á herbúðirnar í Baja var upphafið að öðru og meira. Fram til þessa hafði aldrei verið gerð uppreisn gegn Salazar einræðisherra öll þau 30 ár, sem hann hefur setið við völd. Áhlaupið varírökréttu fram- fcaldi af undanfarandi atburð- um. 1 marz 1961 var vamar- málaráðherra landsins ásamt nokkrum háttsettum liðsfor- ingjum. bolað burt, eftir að upp komst, að þeir höfðu ætlað að gera uppreisn gegn Salazar. f sama mánuði hófst uppreisn skæruliða í Angóla. Og síðast en ekki sízt voru það kosningamar í nóvember 1961, sem komu stjómarand- stöðunni í skilning um, að þeim tækist aldrei að breyta stjómarfari landsins eftir þing- ræðislegum leiðum. Þessar kosningar voru eins ólýðræð- islegar og mest mátti vera. Varela Gomes, sem var einn af frambjóðendum stjómarand- stöðunnar í kosningunum, dró líka þessa ályktun. Höfuðvígið Beja Herbúðimar í Beja voru ekki valdar af handahófi, þegar uppreisnin hófst. Beja er um 150 km suð-austur af Lissabon. og liggur í Alentejo-héraðinu, sem frægt er orðið þar í landi. 1 þessu héraði búa æfintýralega ríkir aðalsmenn, sem ekki vita hjarða sinna tal. Lönd þeirra Humberto Delgado — leiðtogi stjórnarandstöðunnar gcgn Salazar. Framkvæmdastjóri portúgalska kommúnístaflokksins, Alvaro Cunhal. Eftir að honum tókst að flýja úr fangelsi, tókust samningar milli hans og Del- gados, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar. Nú hefur stjórnar-<S> andstaðan myndað breið sam- tök, scm spanna yfir komm- únista annars vegar og kon- ungssinna hins vegar. teygja sig yfir ómælisvíðáttu. En hvergi í Portúgal er eins mikið atvinnuleysi. Landbún- aðarverkamenn Alentejo-hér- aðsins eru atvinnulausir mest- an hluta ársins og búa við vesöl kjör. Þann stutta tíma úr árinu, sem þeir hafa vinnu verða þeir svo að strita í 16 tíma á sólarhring fyrir 18—24 króna daglaun. Mikill hluti þessara verka- manna hefur náð ótrúlegum þroska í félagsmálum, og ekk- ert nema vopnað lögreglulið Salazars hefur getað riðlað fylkingum þeirra í verkföllum. Því varð Beja fyrir valinu, þegar fyrsta áhlaupið var gert á einræðisstjóm Salazars. Það var talið vfst, að neistinn mundi fuðra fljótt upp í mynd- arlegt bál. Steínaldarmaðurínn þekkti heilaaðgerðir Við getum ekkert um það sagt með vissu, hvemig stein- aldarmaðurinn fór að því að lina þjáningar sínar. En með því að athuga hætti dýra, frumstæðra kynflokka og skottulækningar, er unnt að draga nokkrar álykt- anir. Eitt er það, sem ber öruggan vott um, að steinald- armenn hafi stundað iækningar — en það eru leifar af opnuðum hauskúpum. f Evrópu hafa fundizt marg- ar slíkar höfuðkúpur — með einu eða fleiri opum. Sumar fundust f Frakklandi, aðrar í Þýzkalandi og Danmörku. Við rannsókn kom í Ijós, að þess- ar aðgerðir hafa verið framdar á lifandi mönnum, — sár- barmamir hafa, gróið alltof fallega saman til þess að gatið gæti verið gert á líki. Sumar höfuðkúpur hafa verið opnaðar oftar en einu sinni og það eru oft engin smáræðisgöt, sem gerð hafa verið. Stærstu opin, Framhald á 9. síðu, Höfuðkúpa frá steinöld, sem gerð hefur verið slík aðgerð á. Þessi kúpa fannst í Danmörku árið 1933. Dr, Globke: Ég gei talið nasistana í Vestur-Þýzkalandi á fingr- um mér. -----— VITNISBURÐUR DR. GLOBKES Hans Graafls, SS-Obersturmfiihrer, stendur fyrir rétt- inum í Kiel. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt 1550 gyðinga. Vig þetta tækifæri var Hans Globke kallað- ur fyrir sem vitni. Hann hefur að undanfömu vitnað í hverju málinu á fætur öðru. lVz árs fangelsi j Varela Gomes hershöfðingi var alvarlega særður og flutt- ur á sjúkrahúsið í Beja. Þar fékk hann að dúsa í 18 tíma, ! áður en farið var. aö hjúkra honum. Síðan var hann skor- inn upp, en það var of seint. Hann hafði fengið blóðeitrun og eini möguleikinn til þess að bjarga lífi hans var að taka úr honum annað nýrað. Fimm tírjum eftir að upp- reisnin var' bæld niður kom kona Gomes á sjúkrahúsið til þess að sjá mann sinn. Hún var samstundis handtekin, lokuð inni í fangelsi, og þaðan var henni ekki hleypt út fyrr en eftir 11/2 ár. Réttarhöldin Það var ekki fyrr en 2 árum eftir uppreisnina, að réttar- höldin yfir uppreisnarmönn- 1 um hófust. Fram að því höfðu þeir verið í fangelsi, sem til ; náðist. Réttarhöldin hófust 28. jan. i 1964. 86 manns voru kærðir I fyrir þátttöku í uppreisninni. | Meðal þeirra fjórar konur og einn prestur. 8 hinna ákærðu , voru fjarverandi, þeirra á með- , al Humberto Delgato. leiðtogi • stjórnarandstöðunnar, sem er landflótta. Þegar í upphafi réttarhald- anna báru verjendur fram mótmæli gegn því, að áheyr- endapallarnir voru þéttsetnir lögreglumönnum og því var alls ekki hægt að kalla þetta opinber réttarhöld. Dómstóllinn, sem hafði málið með höndum var hinn alræmdi Plenario Tribunal, sem dæmir pólitíska fanga. f þessum réttarsal eru við- staddir nokkrir menn úr PIDE, lejmilögreglunni, sem sérfrseð- ingar úr Gestapo voru fengnir til að skipuleggja. Meðvitundarlaus í réttarsal Oft og iðulega lýkur yfir- heyrslum í réttarsal með því. að ákærðir eru barðir þar til þeir missa meðvitund og eru bomir út. Lögum samkvæmt hafa PIDE-lögreglumenn leyfi til að handtaka hvern sem er og halda honum í fangelsi í allt að 6 mánuði, án handtöku- skipunar. Og eins og í laga- safni Francos, eru til lagabók- stafir, sem gera lögreglunni kleift að halda mönnum enda- laust í fangelsi, án þess að dæma þá. Enginn efi er á því, að flest- ir hinna ákærðu hljóta 2—8 ára fangelsisdóm. Þar að auki verður bætt við lítilli klausu, sem gerir lögreglunni kleift að halda þeim í fangelsi ævilangt, ef þess þykir þurfa með. Eina leiðin er uppreisn Allir flokkar og félagssamtök í Portúgal, sem eru í andstöðu við stjómarfar Salazars hafa nú sameinazt í eina fylkingu, þjóðfrelsisbandalag föðurlands- Framhald á 9. siðu. — Ég get ekki talað af eigin reynslu, heldur get ég aðeins vottað það, sem mér hefur ver- ið sagt. var viðkvæðið hjá Globke er hann talaði frá vitnastúkunni. Gátu þeir neitað? Globke hélt því fram, eins og hann hefur alltaf gert, þegar hann vitnar, að undirmenn Hitlers hafi ekki þorað annað en hlýða fyrirskipunum, því annars gátu þeir átt á hættu að vera drepnir sjálfir. — Foringi Þriðja Ríkisins veigr- aði sér ekki við fjöldamorðum og hefði áreiðanlega ekki hik- að við að gera undirmönnum sínum sömu skil. Auðvitað sagðist Globke aldrei hafa haft neitt með slíka hluti að gera, þegar hann var í innanríkisráðuneytinu í Berlín. Hann hafði bara frétt um það af skotspónum hjá hermönnum. sem komu til Saksóknar! rikisíns spurði Globke, hvort hann gæti nefnt eitt einasta dæmi þess, að maður hefði verið skotinn fyr- ir að neita að hlýða skipun um að taka fólk af lífi. Globke gat það ekki. Heimskir eins og naut Globke var hægri hönd Ad- enauers og nánasti samstarfs- maður hans í mörg ár. Hann lét af störfum sem ráðuneytis- stjóri, þegar Adenauer fór frá sem kanslari. Á valdadögum nasista vann hann sér það til ágætis að skrifa skýringar við hin alræmdu Niimberglög. Annar maður var einnig kallaður fyrir sem vitni. Það er Erich von dem Bach-Zel- ewski, fyrrverandi SS-foringi, sem dæmdur var til lífstíðar- fangelsisvistar. Hann sagði, að það hefði verið hugsanlegt fyr- ir SS-foringjana að neita að hlýða skipunum, en fyrir und- irmenn hefði það verið útilok- að. Þeir hafi heldur ekki borið neitt skynbragð á það sem var að gerast. Hann lýsir þeim m.a. svo: — Það er varla hægt að tala um neinn vott af greind hjá þessum mönnum. Þeir vcru nánast nautheimskir. Þeir gáfu skipanir sínar á Goebbels- götumáli. Þeir greindustu voru aldrei sendir þangað Amerísk flugvél villist Enn ein bandarísk herflugvél hefur „villzt” inn yfir Austur-Þýzkaland og verið skotin þar niður þegar flugmennimir neituðu að hlýða fyrirmælum um að Ienda. Að þessu sinni komst cinn af áhðfninni af, en mikið mciddur. Myndin er af flugvcl sömu fegundar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.