Þjóðviljinn - 18.03.1964, Page 5

Þjóðviljinn - 18.03.1964, Page 5
Miðvikudagur 18. marz 1964 ÞIÓÐVILIINN SlÐA g Frimann Helgason skrifar frá Tékkóslóvakiu: ÓSKURINN FYRIR UNGVERJUM OLLI MIKLUM VONBRIGÐUM Eftir frammistöðu ís- lands við Svía á laug- ardagskvöldið voru það nokkur vonbrigði, að ekki skyldi betur til takast en raun varð á í Ieiknum við Ung- verjaland. Það var þö nærri víst að liðinu myndi ekki takast að leika annan leik í röð eins og við Svíana, það hefði í rauninni verið til of mikils ætlazt. Fagnaðarlæti Ungverja á áhorfendapöllunum. Kveðjur og úrslit í Bratislava Maður hefði gert ráð fyrir nokkuð jöfnum leik, með til- liti til þess, að Svíar unnu Ungverja með miklum yfir- burðum, og leikur þeirra við Egypta var slakur. Vitað var þó að þeir mundu gera það sem í þeirra valdi stæði til að sigra Island með 6 marka mun. en þess þurftu þeir með, til að tryggja sér að komast áfram. Island mátti því ekki tapa nema með 4 mörkum til að fara í milliriðilinn. Var því gert ráð fyrir að jafn leikur yrði, og það myndi duga. Þetta leit vel út til að byrja með og þegar á 7. mínútu stóðu leikar 5:3 fyrir ísland, og þegar 25 mínútur eru af leik standa leikar jafnir 7:7. En þá skeður það sem er næsta ótrúlegt að á næstu 20 mínútum leiksins skora Ungverjar 8 mörk. en Island ekkert einasta! Standa leikar þá 15:7. Þetta var það áfall, sem ísland gat ekki jafnað aft- ur. Island komst þó í 16:9, og fékk þá vítakast sem Gunn- laugur setti yíir markmann en knötturinn fór í slána. Þetta var á 18. mín. og Ragnar skor- ar rétt á eftir, 16:11. Hefði þetta ef til vill getað hert liðið upp i að minnka bilið, en það fór á aðra Iund, eins og kunn- ugt er. Það var íyrst og fremst vörnin, sem nú vann ekki eins og áður, og þá vörnin eigi að nokkru sinn þátt i því að markmenn, og þó sérstaklega Hjalti var ekki svipur hjá sjón, stóðu sig mjög laklega. Viðbrögð og geta var langt Framhald á 8. síðu. Ásbjörn Sigurjóns- son, formaður HSÍ, af- henti góðar og sérstæð- ar gjafir í kveðjuhófi, sem haldið var að loknum leikjum í Bratislava. Að lokinni keppni í gærkvöld var boðið til kveðjuhófs í ákaf- lega skemmtilegum sal sem er einn af nokkrum í svokölluðu Hvíldar- og menningarheimili borgarinnar. Er þar um að ræða bæði sali fyrir hljómleika og íþróttir og danssali sem • eru opnir alla daga vikunnar nema á mánudögum og þess- vegna gátum við verið þar þetta kvöld. Fékk ég upplýs- Framhald á 8. síðu. Jón Pétursson fíýr af hólmi S.l. laugardag var hér á síðunni leiðrétt fávísleg frá- sögn Jóns Birgis Péturssonar í Vísi af Flokkaglímu Reykja- víkur, og hrakin rakalaus ó- sannindi hans um að Ármanni Lárussyni hafi verið meinuð þátttaka í mótinu. Á íþróttasíðu Vísis í gær víkur Jón aftur að málinu. en tekur nú hálfu aumingja- legar á því en áður. Jón við- urkennir þó að hann hafi farið með rangt mál, og gerir enga tilraun til að hrekja leiðréttingar mínar, enda bjóst enginn við slíku, sem þekkingu hefur á þessum málum. En Jóni er svo sárgramt i geði yfir því að flett skuli hafa verið ofan af fávizku hans, að hann getur ekki á sér setið að kasta að mér fúkyrðum, og læt ég mér það í léttu rúmi liggja. Ennþá er Jón svo skyni skroppinn. að hann þekkir ekki mun á héraðs-íþrótta- móti og landsmótum, þar sem menn úr öllum íþróttafélögum landsins hafa jafnan rétt til þátttöku. Jón skrifar: „Er nú svo komið að Ármann J. Lárusson hefur TVÖ tækifæri til að keppa á opinberum mótum, sem ekki er mikið fyrir toppmann i íþrótt”. Ekki veit ég hvað kemur Jóni Péturssyni til þess að bera þessa sérstöku umhyggju fyrir einum glimumanni fremur en öðrum. Ármann J. Lárusson hefur í þessu efni nákvæmlega sömu aðstöðu og allir aðrir glímumenn lands- ins. Það em aðeins háð tvö glímumót á Islandi þar sem menn úr öllum íþróttafélögum landsins hafa þátttökurétt — Íslandsglíman og Lands- flokkaglíman. Allir ættu að geta verið sammála um að slík glímumót þyrftu að vera fleiri, en slík landsmót. í glimu heyra undir ISÍ, en ekki mig persónulega né glimudeild Ármanns, og þetta vita áreiðanlega allir íþrótta- fréttaritarar nema Jón Pét- ursson. Þess skal þó getið hér, Jóni Péturssyni til upp- fræðslu að Ármann Lámsson hefur auðvitað tækifæri til að keppa á mótum í sínu í- þróttahéraði (og þar keppa ekki menn úr Reykjavíkurfé- lögunum), auk þess sem hann hefur að sjálfsögðu tækifæri til að keppa á „Landsmóti UMFÍ”, eins og aðrir ung- mennafélagar, og á þeim mót- um hefur Ármann einmitt sigrað oft undanfarin ár. 1 grein sinni í Vísi í gær þrýtur Jón allar röksemdir, og hann kýs að flýja af hólm- inum og reyna að rifja upp mál, sem á ekkert skylt við Flokkaglímu Reykjavíkur. Það mál er löngu útrætt í ræðu og riti. en Jón má mín vegna glíma við sjálfan sig eða „skuggann” sinn á þeim vettvangi. En ókarlmannleg- ar gat hann tæplega farið að ráði sínu, og öllu rækilegar gat hann ekki undirstrikað rökþrot sín í málinu um Flokkaglímu Reykjavíkur. Að svo mæltu vænti ég þess, að þetta litla deiluefni okkar Jóns megi hafa góð uppeldisleg áhrif á hann og verða til þess að hjálpa hon- um í ábyrgðarmiklu starfi hans sem íþróttafréttaritari. Ef honum er eins annt um góðan íþróttaanda, og hann vill láta í veðri vaka, þá mun liann væntanlega fram- vegis hugsa sig dálítið bet- ur um áður en hann skrifar aftur annan eins sleggjudóm og hann skrifaði um Flokka- glímu Reykjavíkur. — E.Þ. Úrslit í firmakeppni SKRR MARTA SIGRAÐI FYRIR BORGARÞVOTT AHÚSIÐ Sl. laugardag voru haldin tvö skíðamót í Skálafelli. Þar fór fram úrslitakeppni í firma- keppni Skíðaráðs Reykjavíkur, og ennfremur var keppt f svigi í tilefni af 25 ára afmæli Skíðaráðsins. 1 úrslitamóti í firmakeppni Skíðaráðs Reykjavikur kom- ust 30 firmu í úrslit. Fremst- ir í úrslitakeppninni urðu: 1. Borgarþvottahúsið Marta B. Guðmd. KR 27,5 2. Jöklar h.f. Kristinn Þorkelss. KR 27.6 3. Rakarastofar Harðar Jakobína Jakobsd. IR 28.1 4. Columbus Davíð Guðm. KR 28.2 5. Flugfélag Islands Valdim. Örnólfss. IR 28.6 6. Brunabótafélag Islands Ásg. Christiansen Vík. 28.9 7. Samvinnubankinn Har. Pálsson IR 29.0 8. Nesti Ásgeir Úlfarss.'KR 29.1 9. Sindri h.f. Eyþór Haraldss. IR 29.5 10. Stilling h.f. Vald. Örnólfss. IR 29.6 11. Sveinn Egilsson Þorb. Eysteinss. iR 29.7 12. Teiknistofan Tómasarh. Ágúst Björnsson iR 29.9 13. Eimskipafélag Islands Björn Ólafsson Vík, 30.4 14. S. Árnason & Co. Ingólfur Eyfells IR 31.5 15. S.I.S. Einar Þorkelss. KR 32.0 AfinaBlismót SKRR Ennfremur var keppt í svigi (Sveitarkeppni í tilefni af 25 ára afmæli Skíðaráðs Reykjavikur). Hliðin voru 48, brautar- lengd 300 metrar og fallhæð 320 metrar. Sveit IR vann með saman- lagt 266.3. I sveitinni voru: Sigurður Einarsson, Haraldur Pálsson, Þorbergur Eysteins- son og Valdimar Örnólfsson. Nr. 2 var sveit KR með 306.1. I sveitinni voi-u: Davíð Guðmundsson, Hinrik Her- mannsson, Ásgeir Úlfarsson og Kristinn Þorkelsson. Nrr 3 var sveit Víkings með 364.8. I sveitinni voru: Björn Ólafsson, Snorri Ólafsson, Magnús Jónsson og Ásgeir Christiansen. Mótstjóri var heiðursforseti ÍSl Benedikt G. Waage. Framkvæmdastjóri: Ragn- ar Þorsteinsson Skfr., Guðjón Valgeirsson Á., Sigurjón Þórðarson IR. Eftir keppnina var verð- launaafhending og flutti mótsstjóri við þetta tækifæri hvatningarræðu. Brautarstjóri var Haukur Sigurðsson. Sigurvegarinn, Marta B. Guðmundsdóttir og forstjóri Borgar- þvottahússins, Sigurjón Þórðarson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.