Þjóðviljinn - 18.03.1964, Page 3

Þjóðviljinn - 18.03.1964, Page 3
Miðvikudagur 18. marz 1964 ÞJÓÐVILIINN síða 3 Gyðingamorðing- inn loks fyrir rétti KÖLN 17/3 — Werner Sehönemann, fyrrverandi kapteinn í SS, var á þriðju- dag dreginn fyrir rétt og ákærður um að hafa myrt að minnsta kosti 3197 Gyðinga, konur, karlmenn Og börn, í byrjun herferð- arinnar gegn Sovétríkjun- um sumarið 1941. Schönemann er einnig á- kærður fyrir að hafa skot- ið sovézka fanga og hafa verið þátttakandi í morði 800 annarra Gyðinga. Schönemann, sem stund- að hefur verzlunarstörf í Köln síðan Gyðingamorð- unum sleppti, gaf sig sjálf- krafa fram við lögregluna, og hefur setið í fangelsi frá í maí 1961. Averell ti! Afríku Þrjár milljónir manna gera verkfall í Frakklandi í dag PARÍS 17/3 — Um það bil þrjár milljónir verka- manna og starfsmanna í ýmsum atvinnugreinum hafa ákveðið að leggja niður vinnu á miðviku- dag til að mótmæla stefnu stjórnar Pompidous í launamálum. Búizt er við því að mikill hluti alls atvinnulífs lamist meðan á verkfallinu stend- ur. Verkfallið mun standa einn sólarhring, en ekki talið líklegt að það verði framlengt. í París mun aðeins helmingur I flugfélagsins Air France á Oriy- strætisvagna og neðanjarðar-1 flugvellinum taka þátt 1 verk- brauta borgarinnar ganga, og fallinu, og hefur því ríkisstjóm- in gripið til þess ráðs, að reyna að notast að einhverju leyti við Averell Harriman WASHINGTON 17/3 — Averell Harriman, varaut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna,. heldur á morgun í heimsókn til Ghana, Níger- íu og Kongó. Næstu mán- uði mun Harriman heim- sækja allmörg Afrikuríki önnur. Létust í ofviðri LONDON 17/3 — Saman- lagt hafa nú fimm Bretar látið lífið í ofviðri því, er geisað hefur undan- farna daga á Bretlands- eyjum. í gær fannst rúm- lega tvítugur skátaforingi látinn i læk. Undir fallöxina PARÍS 17/3 — Hálfþrí- tugur Júgóslavi, sem fund- inn var sekur um morð á sjötugri konu, var á þriðjudagsmorgun leiddur undir fallöxina. Er þetta í fyrsta skipti síðan 1960 sem fallöxin hefur verið notuð við aftöku afbrota- manna. Burt með Bítlana! TEL AVIV 17/3 — Yfir- völdin í ísrael hafa neit- að Bítlakvartettinum enska um ferðaleyfi til Landsins helga. Þetta var tilkynnt opinberlega í Tel Aviv á þriðjudag. ríkisstjómin hefur tekið um 3 hundruð herbifreiðar til fólks- flutninga. Takmarkað er þó hve margt fólk er unnt að flytja með því móti, og er því fyrir- sjáanlegt að fjöldi fólks komizt ekki til vinnu sinnar. Umferða- ljós loga ekki sökum verkfalls- ins og getur það enn orðið til að auka umferðavandamálin. Umfcrð stöðvast. Frá París ganga vanalega um þrjú hundruð jámbrautalestir út á landsbyggðina daglega, en að- eins 47 þeirra munu ganga á miðvikudag. Umferð um Orly- flugvöllinn verður að heita má engin. Níu þúsund starfsmenn annan flugvöll og láta herinn annast afgreiðsluna. Verðbólguhættan . . . Pompidou forsætisráðherra lét svo um mælt á sunnudag, að sökum verðbólguhættunnar þoli efnahagur Frakklands í hæsta Iagi Iaunahækkanir, sem nemi einu prósenti á ársf jórðungi. Flest verkalýðssamböndin gera þó margfallt meiri Iaunakröfur. Flest hinna stærri verkalýðs- sambanda hafa lýst stuðningi sínum við verkfallið þeirra á meðal þrjú hin stærstu, sem stjórnað er af kommúnistum, sósíaldemókrötum og kaþólikk- um. Behan heyr nú dauÓastríí sitt DUBLIN 17/3 — Brendan Behan liggur .fyrir dauðanuœ og hefur fengið síðustu smurningu. Þetta er að vísu ekki í fyrsta sinn, sem skáldið er talið af, en hann hefur alltaf gengið með sigur af hólmi í glímunni við manninn með liáinn. Batavonin hefur aukizt nokkuð og í gær töldu læknar hans, að líf og dauði stæðu nokkuð jafnt að vígi. Behan hefur lengi þjáðst af sykursýki og hvað eftir ann- að hefur hann legið á sjúkra- húsum bæði í Dyflinni og Bandaríkjunum. í desember í fyrra var hann lagður inn á sjúkrahús í Ðyflinni. Hafði han<n þá fengið höfuðhögg í drykkjuveizlu og var meðvit- undarlaus, þegar á sjúkrahús- ið kom. Eftir nokkurra vikna Mörg ríki styðja fjárhags- lega aðgerðir SÞ á Kýpur NIKÓSIA 17/3 — Á þriðjudag héldu nokkur hundruð skólabörn í mótmælagöng'u í bænum Famagusta á austanverðri Kýpur. Allt fór það friðsamlega fram, og ekki berast fregnir af óeirð- um neins staðar af eynni. Fleiri kanadískir her- menn voru væntanlegir til Kýpur í dag, en á mánudag komu tvær flugvélar til Nikósía með fyrstu sveitirnar. Jafnramt þessu berast nú hvað- BunThíífþv; fram_í íyríríe’S anæva að tilboð nm að styð3a fjárhagslega aðgerð- i New York í dag, aö endur- Nýr liðssafn- aður í Katanga? teknar fréttir hafi borizt um það frá áreiðanlegum heimildum, að nýr liðssafnaður eigi sér stað í Katanga í Kongó. Bunch bætti því við,' að ekki sé óhugsandi að Tsjombe, fyrrum forseti í Kat- anga, reyni að endurvinna völd sín í héraðinu eftir að lið Sam- einuðu þjóðanna heldur á braut í júni. Fjögur innbrot framin um helgina Um helgina voru framin fjög- ur innbrot hér í Reykjavík. Tvö þeirra voru framin í sama hús- ið. Annað í Trésmiðjuna Meið við Hallarmúla og var stolið þar um 300 kh. úr áhaldaskáp sem brotinn var upp. Hitt inn- brotið var framið í fyrirtækið Snyrtivörur h.f. 1 sama húsi. Var þar engu stolið en talsvert rótað til og skemmt. Þá var brotizt inn í verk- færaskúr Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar við Elliðaár og var stolið topplyklasamstæðu og loks var brotizt inn i kjall- araíbúð að Barónsstíg 31 og stolið þaðan 2 þúsund krónum i peningum úr skáp. ir Sameinuðu þjóðanna á eynni. að Ú Þant skuli enn ekki hafa fundið sáttasemjara í deilunni. Englendingar halda því og fram, að 1100 manna lið Kanada sé hvergi nærri fullnægjandi, og fleiri liðssveitir verði að bæt- ast í hópinn hið skjótasta. Frá ensku sjónarmiði sé það aðal- atriðið, hvort liðssveitir Sam- einuðu þjóðanna skuli mega af- vopna griska og tyrkneska her- flokka á eynni. sjúkrahússvist var hann út- skrifaður með því skilyrði, að hann hætti að drekka og hvíldi sig. Undanfarnar vikur hefur hann kastað sér yfir vinnuna og skemmtanalífið og var lagður inn á sjúkrahús fyrir viku síðan. Tvísýn barátta Á sunnudaginn var misstl Behan meðvitund og hefur legið í dvala síðan. Aðfara- nótt mánudags virtist komið að leiðarlokum, og sögðu lækn- arnir, að öll von væri úti, ef engin batamerki létu á sér bæra fljótlega. Kaþólskur prestur kom og veitti honum síðustu smurningu. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem dauðinn hefur verið kominn svo nærri, að búið var að veita honum síðustu smum- ingu. Hingað til hefur hann sigrazt á dauðanum, þótt mennirnir væru búnir að gefa upp alla von. Og ekkert mælir á móti því, að svo verði enn. í gær sögðu læknarnir, sem stunda hann, að líkurnar á því að hann hafi veikindin af og hinu, að hann deyi mjög bráðlega séu nokkuð jafnar. Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur, lýsti því yfir í dag, að Danmörk muni láta af hendi rakna 75 þúsund dali í þessu skyni. Þá hefur belg- íska stjórnin tilkynnt það, að hún muni veita 100 þúsund dali í sama tilgangi. Finnar af stað f Helsingfors er það tilkynnt, að í byrjun næsta mánaðar muni 700 manna lið verða þjálfað og síðan sent til Kýp- ur. Verður það lið væntanlega komið til eyjarinnar á maimán- uði. Ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að veita 5V2 milljón marka til að standast straum af kostn- aði við þessar aðgerðir. Sjö hundruð Svíar Á þriðjudag lagði sænski varnarmálaráðherrann, Sven Anderson, fram tillögu um 700 manna sænskt lið sem taka skal þátt í aðgerðum á Kýpur. Varnarmálaráðherrann upplýsti það, að Ú Þant hefði veitt full- nægjandi svör við spumingum þeim, er sænska stjórnin bar fram áður en hún tók þá á- kvörðun að taka þátt í að- gerðum Sameinuðu þjóðanna. Rikisstjórnin býst við því, að taka muni um það bil mánuð að koma á fót þessu liði. 1 til- lögunni er farið fram á 12 milljónir sænskra króna til að greiða kostnaðinn. Englendingar óánægðir Frá London berast þær frétt- ir, að enskir ráðamenn séu á- hyggjufullir yfir því, hve seint gangi að fullskipa lið Samein- uðu þjóðanna. Þá eru þeir ó- ánægðir með það, að enn skuli ekki hafa verið settar nákvæm- ar reglur um verksvið liðsins, einnig veldur það vonbrigðum, Naullendiiig á Grænlandsís Framhald af 1. síðu. hjálpar og staðsetja hana ná- kvæmlega. Tvær flugvélar hófu sig þegar á loft frá Nar- sarssuak í Grænlandi og var önnur flugvélin hinn ís- lenzki Straumfaxi, en flug- stjórinn á henni er Þorsteinn Jónsson og hin flugvélin bandarísk herflugvél stödd á þessum slóðum. Kl. 14.32 finna báðar leitarflugvélarn- ar Ticchio-flugvélina og hafði hún nauðlent á isnum fjarri landi. Næst gerist það, að dönsk Catalina-flugvél fer á stúfana með báta innanborðs og lendir skammt frá ís- röndinni. Er síðan róíð á bát- um yf:r að ísröndinni og komust menn klakklaust til hinnar' nauðlentu vélar. Flug- maðurinn bar sig vel og var þó slasaður á hendi og var hann fluttur um borð í Cata- linaflugvélina og flogið með hann til Narsarssuak. Komst hann þar undir læknishendur. Max Conrad er pldri mað- ur og var að vonum þreyttur eftir volkið en hann flýgur kl. 8 í dag með bandarískri herflugvél til Gæsaflóa. Ticchio-flugvélar eru ítalsk- ar að framleiðslu og taka í sæti fjóra farþega, Þær hafa aldrei lent á Reykjavíkur- flugvelli, sagði Geir Hall- dórsson hjá Flugumferða- stjóm í gærkvöldi. Hins vegar hefur Max Con- rad farið oft þessa leið á Ticchio sinni og ekki hlekkst á fyrr. Sennilega er T'cchio flugvéiin eyðilögð og tröllum gefin í Graenlandsísnum. Ds Gaulle og Mateos á fundi MEXICO CITY 17/3 — De Gaulle, Frakklandsforseti, hóf í gær fjögurra daga heimsókn sína i Mexico með undirbúningsvið- ræðum við forseta Mexico Lop- ez Mateos. Viðræður þeirra eiga að leggja grundvöllinn að ýtar- legri samræðum forsetann síð ar, og munu þá utanríkisráð- herrar landanna vera viðstaddir. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að á þessu stigi hafi forsetarnir rætt um Kúbu, Efna- hagsbandalagið og sambandið við ríki Suður-Ameríku. Óvissa um fundarhald STOKKHÓLMI 17/3 — Enn er ekki ákveðið, hvenær forsætis- ráðherrar Norðurlanda koma saman til að ræða heimsókn Krústjoffs á komanda sumri. Það er Tage Erlander, sem þetta tilkynnti á fundi með fréttamönnum í dag. í fyrri viku skýrði Einar Ger- hardsen, forsætisráðherra Nor- egs. svo frá, að slíkur fundur yrði haldinn bráðlega. Væri ætl- unin að undirbúa stjórnmála- viðræðurnar við sovézka for- sætisráðherrann. Víkingaskipið er heilt á húfi B A R I 17/3 — Víkingaskipið sem saknað er í Adríahafi, er ó- fundið enn. Skipið kom til Bari fimmtudaginn í síðustu viku og hélt svo næsta dag áfram og stefndi til Brindisi. Hafnaryfir- völd í Brindúi tilkynntu hins- vcgar á þriðjudagskvöld, að skipsins hefði ekki orðið vart þar. Frá London berast þær frétt- ir, að skipið hafi komið við í Monopoli á laugardag, en sá bær liggur milli Brindisi og Bari. Allir eru bæir þessir á austurströnd ítalíu. Móðir eina Englendingsins, sem um borð var skýrir svo frá að henni hafi borizt símskeyti frá syni sínum þess efnis, að þeir fé- lagar væru komnir heilu og höldnu til Monopoli. Útvarpið i Belgrad skýrir svo frá, að flugvélar og floti lerö nú víkingaskipsins, en án á- rangurs enn sem komið er. Eins og kunnugt er af fréttum átti skipið að halda til Lissabon, en þar áttu fjórir að bætast við á- höfnina áður en lagt væri af stað yfir Atlanzhafið. Júgóslav- neskur kafari, sem viðstaddur var kvikmyndaupptöku í sam- bandi við skipið lét svo um mælt 1 dag að hann gæti vart ímynd- að sér að skipinu hefði hvolft það hefði verið óvenju vel sjó- hæft. Seint í gærkvöld bárust svo þær fréttír, að skipið hefði kom- ið heilu og höldnu til Crotone, sem er lítill hafnarbær við Tar- anto-flóann. Næsta dag ætlaði skipið að halda til Messina. Það er hafnarstjórinn í Crotone sem lét fréttastofu Reuters þessar upplýsingar í té. NauBungaruppboB verður haldið að Síðumúla 20, hér í borg, (Bifreiða- geymslu Vöku) eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykja- vík o.fl., föstudaginn 20. marz n.k. kl. 1,30 e.h Seldar verða eftirtaldar bifreiðir: R-1391, R-1396, R-1498, R-2042, R-2451, R-2889, R-2950, R-3042, R-3363, R-3691, R-4724, R-4970, R-5091, R-5168, R-5370, R-5677, R-5821, R-5901, R-6243, R-6256, R-6957, R-7049, R-7098, R-7195, R-7329, R-7366, R-7922, R-8181, R-8553, R-8564, R-8611, R-8614, R-8621, R8647, R-8649, R-8762, R-8964, R-9534, R-9598, R-9816, R-9845, R-988'9, R-10200, R-10203, R-10249, R-10261. R-10316, R10521, R-11505, R-11593, R-12293, R-12422, R-12608, R-12868, R-13040, R-13438, R-13731, R13757, R-13763, R-13805, R-13949, R-13981, R-14288, R-14312, R-14680, R-14695, R-14786, R-14906, R-15445, R-15582, G-2323 og 2 loftpressur. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.