Þjóðviljinn - 20.03.1964, Page 1

Þjóðviljinn - 20.03.1964, Page 1
LÖMUNARTILFELU Á NORÐFIRÐI? NORÐFIRÐI, 19/3 — Sl. nótt kom báturinn Gullfaxi inn með veik- an háseta og var hann lagður hér inn á sjúkrahúsið. Reyndist hann máttvana í fótum og ágerðist lömunin er á daginn leið. Samkvæmt ráðleggingum Iandlæknis var hann fluttur til Reykjavíknr í dag. Kom Bjöm Pálsson hingað með sjúkraflugvél sína klukkan 16.00 þrátt fyrir dumbungsveður og sótti sjúklinginn og fylgdi Jón Ámason yfirlæknir honum suður. EKKI VILDI yfirlæknirinn fullyrða að hér væri um mænuveöd að ræða en úr því fæst væntanlega skorið fljótlega. Maðurinn sem veiktist er átján ára piltur búsettur í Norðfjarðarsveit. Breytíngar á hvera- svæíinu í Haukadal Haukadal, 19/3 — Tveir skóg-j ræktarmenn voru á ferð hér' um dalinn í gærdag og hafa • veitt athygli breytingum á hinu j fræga hvérasvæði þar um slóð- i ir. Til dæmis skoðuðu þeir nýj- an leirhver í túnbrekku fyrir ofan hverasvæðið, sem mynd- aðist þar í vetur. Er þessi hver nokkuð lífleg- ur. Þá skoðuðu þeir gamlan hver, sem hefur legið niðri í áratugi og heitir hann Fata. Er hverinn á milli Strokks og Geysis og var gróið yfir hinn gamla rennslisfarveg frá honum. Þetta er nú orðinn líf- legasti hver og settu þeir græn- sápulög í hann og gaus hann fimmtíu metra gosi. Hefur nann gosið einu sínni áður í vetur. I gosinu í gærdag kom mikið af aur og möl upp úr hvemum. Þar á meðal gamall skaftpottur frá ómunatíð. Lítið líf var í gamla Geysi, en Strokk- ur gýs á mínútufresti síðan Er kuldi að taka við af hlýindunum? Spá Veðurstofunnar var í gær þessi fyrir morgundcginum: All- hvasst eða hvöss norðanátt með snjðkomu og frosti á Vestfjörð- um og Noröurlandi. Bjart veður á S-Vcstur-landi en austan kaldi á S-A-Iandi og Austfjörðum. Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur sagði Þjóðvil.ianum í gær, að meðalhitinn það sem af er marzmánuði hefur verið 6,5 stig. Marzmánuður allur hefur áður verið langhlýjastur árið 1929 og var meðalhitinn þá 6,1 stig. Það sem af er árinu hefur meðalhitinn verið 4,3 stig. en hlýjasti ársfjórðungur áður var vorið 1929. þá var meðalhitinn 4,0 stig. Jarðborahir rikisins boruða f hann í ágúst á síðastliðnu Bunwi. — S. B. Færeyskum stúdent meinuð fundarseta Það hefur nú komið í að færeyskum student «c meinuð fundarseta á nor- rænni formannsráðstefnu, sem haldin er þessa daga á Hótei Sögu hér í Reykjavík. Eni það dönsku stúdentamir á þessari ráðstefnu, sem mót- mæla fundarsetu færeyska stúdentsins. Færeyski stúdentinn heitir Ámi Ólafsson og kom hingað fljúgandi frá Kaupmanna- höfn sem fulltrúi fyrir Stúd- entafélagið í Færeyjum. BSr: hann hagfræðistúdent við Kaupmannahafnarháskóla. Þessi norræna formanna- ráðstefna hófst hér sl. þriðju- dag og lýkur á laugardag. Er hún að þessu sinni hald- in í Reykjavík með þátttöku stúdenta frá öllum Norður- löndum og jafnframt' situr ráðstefnuna Joyti Shankár Singh. framkvæmdarstj óri 'Al- þjóðasambands stúdenta. (I.S. C.) Á ráðstefnunni eru rædd hagsmunamál stúdenta á Norðurlöndum og jafnframt undirbúningur undir alþjóðá- mót stúdenta næsta sumar. • Á ráðstefnunni sitja ellefú íslenzkir stúdentar, 2 danskir, 2 norskir, 3 sænskir og tveir finnskir. Finnsku, norsku og íslenzku stúdentamir vildu leyfa setu færeyska stúdents- ins, sænskir vom hlútlausir Framhald á 3. síðu. Prófessor J Andenæa. Listvinahúsið ú Skólavörðuholti brotið niður I dag kl. 5.30 síðdegis flytui prófesscr Andenæs annan fyrir- lestur í hátíðasal Háskólans, að þessu sinni í boði lögfræðinga- félags Islands og nefnist fyrir- lesturinn „Hugleiðing um banda- risk lög og lagaframkvæmdir". en prófessorinn var gistiprófess- or sl. haustmisseri við banda- rískan háskóla. Fyrirlesturinn er fluttur á norsku og er öllum heimill aðgangur. Þessa skemmtilegu mynd tók ljósmyndari ÞjóSviljans á Skólavörðuholti f gær er verið var að vinna við það að brjóta niður Listvinahúsið. Þetta hús á merkilega sögru að baki, en hér er ekki rúm til þess að rekja hana, en á sínum tíma var þáð mikil lyftistöng í listalífi bæjarins. Nú hefur þaí liins vegar orðið að vikja fyrir öðrum byggingum þarna á holtinu. — Ljm. Þjóðv. A.K. MATVÆLI HAFA TVÖ- FALDAZT í VERÐI □ Það er einkenni óðaverðbólgunnar að hún magnast með vaxandi hraða. Verðhækkanirnar að undanförnu hafa verið örari en nokkru sinni fyrr og er þá mikið sagt. í febrúarmánuði hækkaði vísitalan fyrir matvör- ur þannig um 11 stig, og er hún nú komin upp í 198 stig; matvæli hafa þannig því sem næst tvöfaldazi í verði af völdum viðreisnarinnar. Er það mjög athyglisverð staðreynd, að matvæli hafa hækkað meira en nokkuð annað af völdum stjórnarstefnunnar. ★ í FEBRÚARMÁNUÐI hækkaði vísitalan fyrir „hita, rafmagn o.fl.“ um eitt stig og er nú komin upp í 148 stig. ★ VÍSITALAN fyrir „fatn- að og álnavöm" hækkaði um tvö stig og er nú 152 stig. ★ VÍSITALAN fyrir „ýmsa vöru og þjónustu“ hækk- aði um tvö stig og er nú 179 stig. ★ AÐ MEÐALTALI hafa „vörur og þjónusta“ — lífsnauðsynjar vísitölufjöl- skyldunnar — hækkað um sex stig í febrúarmánuði, og er sú vísitala nú 180 stig. Almenn dýrtíð hefur þannig aukizt um fjóra fimmtu af völdum við- reisnarinnar ★ HIN OPINBERA „vísitala framfærslukostnaðar" — þar sem einnig er reikn- að með sköttum, fjöl- skyldubótum og óbreytt- um (!) húsnæðiskostnaði — hækkaði um fimm stig i febrúarmánuði og er nú 158 stig. ★ FRÁ ÞVÍ SAMIÐ var um 15% kauphækkun í des- ember hefur hin opin- bera vísitala framfærslu- kostnaðar hækkað um 12 stig eða rúm 8%. Miðað við hana var þannig 1. marz búið að ræna aftur meira en helmingnum af kauphækkuninni. Mat- vöruvísitalan hefur síðan í des. hækkað um 10%. LISTAHÁ TÍÐ í tilefni 20 ára afmælis lýðveldisins Þjóðviljinn hafði fregn- ir af því í gær að í undir- búningi væri hiá Banda- lagi íslenzkra listamanna að efna til mikillar lista- hátíðar í vor í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldis- ins íslenzka. Ætlunin mun að hinar ýmsu listgreinar leggi hver um sig sitt af mörkum til hátíðarinnar og að þarna komi fram það bezta sem íslenzkar listir hafa upp á að bjóða í dag. Kostnaður við hátíðina mun áætlaður allmikill og leggja bær og ríki væntanlega nokkuð af mörkum til þess að styrkja bandalagið i þess- ari merku viðleitni. Föstudagur 20. marz =1964 — 20. árgangur 67. tölublað. FL YTUR HÁSKÓLA- FYRIRLESTUR Cm þcssar mundir dvelur hér I irlestur í hátíðasal Háskólans á landi í boði Háskóla íslands, dr. juris Johannes Andenæs frá Oslóarháskóla og flutti hann fyr- síðdegis í gær í boði lagadeild- arinnar. Ræddi hann um norsku stjómarskrána frá 1814 og þró- un norsks stjómarskipunarrétt-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.