Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. marz 1964
HðÐVHJINN
SlÐA
5
Frimann Helgason skrifar frá Tékkóslóvakius
SPENNANDI LEIKUR RÚMENA 0G
TEKKA RÉDI ÚRSLITUNUM í HM
PRAG 13. marz 1964. — Aðalleikur kvöldsins
var leikurinn milli heimsmeistaranna Rúmena
og Tékka. Var það störkostlegur leikur, þar sem
tvö lið léku sem höfðu í rauninni allt það, sem
góð lið þurfa að hafa: hraða kraft og frábæra
leikni með knöttinn.
Að sjálfsögðu var leikurinn
allan timann mjög harður og
var alls vísað 10 sinnum útaf,
og eitt sinn voru 3 útaf á
sama tíma, 2 Tékkar og 1
Rúmeni.
Undir þessum skemmtilega
„dúett” lék svo hljómkviða
allt í kring, sem var áhorfend-
urnir sem létu í sér heyra svo
um munaði. Höfðu Tékkar
fjölmennt mjög til þess að
hrópa á sína menn til þess að
sigra, því það þýddi að lið
þeirra komst í úrslit. Hef ég
aldrei verið viðstaddur þvílík-
fyrstu mínútnnni og var það
verk hins markgráðuga og
góða skotmanns Mosers. Tékk-
ar jafna á annari mfnútu og
var þar ein skæðasta skytta
Tékkanna Duda að verki. Enn
taka Rúmenar forustuna. en
Tékkar jafna 2:2. Rúmenar
bæta við og Tékkar jafna enn
3:3.
Nú eru það Rúmenar, sem ná
leiknum í sínar hendur og leika
dásamlegan handknattleik, þó
aðeins of harðan og komust í
8:3 á 15. mínútu. Áhorfendur
láta landa sína ekki í friði,
þeir krefjast að þeir berjist til
síðasta manns, og þeir taka
að sækja á og minnka bilið
Lauk hálfleiknum með þess-
ari tölu. Það var greinilegt að
margt gat skeð enn í þessum
jafna, vel leikna og kappsfulla
hálfleik.
I síðari hálfleik koma. Rúm-
enamir harðari og ákveðnari
en nokkru sinni fyrr og þegar
um 10 mínútur voru af hálf-
leiknum stóðu leikar 15:9 fyr-
ir Rúmena. Þar með var í
rauninni öll von Tékka búin.
En þeir voru nú ekki á því
máli og börðust af þvílíkum
ofsakrafti að undrum sætti og
þeir taka að minnka bilið, og
á 21. mínútu standa leikar 16:12
Áfram halda þeir að saxa á
innistæðu Rúmena og ekki
Það hefur enn engin mynd biryt úr fyrsta leik Islcndinga i HM, sem var við Egypta. Hér
kcn.ur mynd úr leiknum. Það er Gunnlaugur, sem er að skora, án þess Egyptar fái rönd við reist.
an blístur-konsert. óp og sam-
stillt hróp og þarna. Rúmenar
áttu þama líka svolítinn hóp
sem lét í sér heyra til örvun-
ar.
Hraðinn var alveg gífurlegur,
og skyndiáhlaup, þannig að
aldrei mátti slaka á. Rúmenar
byrjuðu að skora þegar á
BfflRiMIB
■jc1 Heimsmeístarinn í þunga-
vigt hnefaleika, Cassius Clay,
sagði s.l. mánudag að hann
vildi gjarnan mæta Floyd
Pattcrson, fyrrv. heimsmeist-
ara í keppni, sem væri þann-
ig skipulögð að sigurvegar-
inn fengi allan gróðann af
keppninni. Ef Clay vinnur. fá
trúarsamtök þeldökkra mú-
hamcðstrúarmanna gróðann,
cn ef Patterson vinnur, fær
kaþólska kirkjan gróðann.
Clay bar þetta tilboð sitt
fram í sjónvarpsdagskrá.
Patterson hefur oftsinnis
gagnrýnt Clay fyrir samband
hans við hina ofstækisfullu
múhameðstrúarhreyfingu i
Bandaríkjuniim. Patterson
hefur líka boðizt iil að Iccppa
svo að það verður aðeins eins
marks munur 8:7, og er þá
komið nærri lokum fyrri hálf-
leiks eða á 25. mínútu. Enn
skora Rúmenar mark og fær-
ist nú aukin haka í leikinn,
og varð hinn sænski dómari að
rusla þrem útaf, nær því í
einu.
munar nema einu marki. Tím-
inn er að verða búinn. Fyrir
Tékka var leikurinn aðeins of
stuttur, það hékk 1 loftinu að
þeir myndu jafna. Þessi loka-
sprettur Tékkanna var frábær,
og með einhvern annan mann
í marki Rúmena hefðu Tékkar
tryggt sér að leika úrslita-
við Clay án nokkurs gróða,
aðeins ef hann fær tækifæri
til að endurhcimta heims-
meistaratignina.
jfi Ástralska stúlkan Betty
Cuthbert setti nýtt lands-
met í 400 m. hlaupi kvenna
s.l. sunnudag — 53.8 sek.
Þetta er aðcins 4/10 lakari
tími en hcimsmetið, sem
Maria Itkina, Sovétríkjunum,
á. Sin Kim Dan frá Norður-
Kóreu hefur að vísu tvívcgis
hlaupið á 53.0 sek., en það
fæst ekki staðfest sem heims-
met, þar sem Norður-Kórea
er ckki aðili að Alþjóða-
frjálsíþróttasambandinu.
★1 Sænskir frjálsíþrótta-
menn eru þegar teknir að
keppa úti, og hyggjast Ieggja
alla áherzlu á að ná góðum
árangri á olympíuárinu. Á
móti í Krfstianstad nýlega
leikinn, en markmaður Rúmena
Redl Mihai var oft yfimáttúr-
legur í vöm sinni. Varði meira
að segja víti. 1 liði Rúmena
var auk makmannsins beztur
Moser, sem skoraði 6 mörk.
Upp á milli annarra manna
er erfitt að gera.
Af Tékkunum voru beztir
þeir Mares, sem skoraði 4
mörk. Leikur hans var gædd-
ur þvílíku lífi að hann fékk
klapp hvað eftir annað. Duda
var líka góður og fljótur að
staðsetja sig. Hann skoraði 6
mörk.
Dómari var Svíinn Janerstam
og slapp nokkuð vel frá því,
þetta var ákaflega erfiður leik-
ur. og vissulega tók hann ekki
nógu hart á hörðum leik en
eftir ástæðum fór hann nokk-
uð milliveginn og slapp alveg
sæmilega.
Samkvæmt tilkynningu um
leikinn segir að áhorfendur
hafi verið um 18.000 manns.
Eftir leikinn komu rúmensk-
ir áhorfendur með rúmenska
fánann á priki og veifuðu yfir
höfðum sínum af gleði. I leikn-
um sjálfum urðu leikmenn að
láta í Ijós gleði sina og var sá
er skoraði kysstur rækilega!
V-Þýzkaland nig'laði
Svía með hraða og
hörku
Leikur þessi þýddi ekkert
sérstakt fyrir Svía. Það var
sama hvað liðið tapaði með
miklum mun, það var allavega
í úrslitum með sín fjögur stig.
Hvorki Gösta Carlson né Kjell
Jönsson voru með, og munu
þeir hafa verið sparaðir fyrir
síðasta leikinn.
Svíar réðu ekkert við þann
hraða sem Þjóðverjar settu
upp og ekki heldur réðu þeir
við hörku þeirra. Hraði Þjóð-
verjanna var undraverður, og
viðbragðsfljótir voru þeir. Til
að byrja með var leikurinn
nokkuð jafn. Þjóðverjar byrj-
uðu að skora en Svíar jafna
og komast í 3:1, en Þjóðverjar
jafna á 3:3.
Eftir það dró alltaf heldur í
sundur með þeim. I hálfleik
stóðu leikar 8:5, og komst
munurinn í 11:5 nokkru eft-
ir leikhlé.
Svíamir voru heldur óheppn-
ir með skotin, og yfirleitt voru
þeir þungir og vantaði þann
hraða sem þurfti til að mæta
Þjóðverjunum.
Markmaður Þjóðverja, Delfs
Rudl varði oft snilldarlega, og
gaf það liðinu mikið traust.
Skildu Þjóðverjarnir Svíana
oft eftir, og höfðu Svíamir
vann Erik Uddebom kúlu-
varpið með 16.96 m. Annar
varð Stig Eriksson — 16.21
m. og 3. Bo Axelsson með
16.16 m. Kringlukastið vann
Lars Haglund með 50,84 m.
•A'i Sovézka stúlkan Inga Vor-
onina setti á sunnudaginn
nýtt hcimsmet í 3000 m.
skautahlaupi kvenna — 5,05,5
mín, Metið var sctt í Kirov.
Inga átti sjálf fyrra lieims-
metið.
■tc Áströlsk svcit setti s.l.
sunnudag nýtt heimsmet i
4x110 jarda boðhlaupi á
frjálsíþróttamóti í Mclbourn.
Tíminn var 39.9 sek. 1 sveit-
inni voru: R. Lay, G Holds-
worth, A. Davis og W. Earle.
utan úr heimi
Spennandi augnablik í úrslitalciknum. Þrír Svíar eiga í höggi
við tvo Súmena við marklínu.
ekki annað til vamar en Lind-
blom í markinu, sem varði vel
til að byrja með en hálfgafst
upp á hinni seinu vöm félaga
sinna, og virtist ekki hafa full-
an áhuga fyrir starfinu.
Bezti og marksæknasti Þjóð-
verjinn var Lvibking sem skor-
aði 6 mörk. Hönnige skoraði 4
og var skemmtilega virkur í
leiknum, annars var liðið á-
Framhald á 8. síðu.
Þannig fóru leik
ar í milliriðli
f gær birtist hér á síð-
unni frásögn af helztu
leikjum í milliriðli heims-
meistarakeppninnar í hand-
knattleik. Hér kemur nið-
urlag greinarinnar, sem
ekki rúmaðist í blaðinu í
gær.
Bratislava 10/3 — 1964.
Síðasti leikurinn 1 þessum
keppnishóp var milli Svla og
Egypta. Fyrirfram var vitað
að það yrði ekki erfiðleikum
bundið fyrir Svía að vinna
þennan leik. Spurningin yrði
aðeins hve mikill munur yrði.
Fyrri hálfleikurinn endaði með
14:3 fyrir Svíana, sem gefur
nokkra hugmynd um gang
leiksins.
Svíar tóku nú upp mikið
líflegri leik en á móti íslandi
og voru með nokkrir af hin-
um yngri leikmönnum, og virt-
ist sem þeir hefðu lífgandi á-
hrif á liðið I heild. Léku þeir
oft hratt og ógnandi fyrir
Egypta sem komu engri vörn
fyrir sig.
Þetta hélt nokkuð áfram I
síðari hálfleik. Þá voru Svíar
ekki eins marksæknir, og
Egyptar höfðu einnig lært svo-
lítið á þá, og urðu líka mark-
sæknari og skoruðu átta mörk
I hálfleiknum en Svíar ekki
nema 12. Egyptar voru oft ó-
heppnir sérstaklega 1 síðari
hálfleik, og hefði eins getað
farið svo að sá hálfleikur hefði
endað jafn.
Það má endurtaka það hér
sem áður var sagt, að eftir
nokkur ár má reikna með að
Egs’ptar geti orðið skeinuhætt-
ir mörgum þeim, sem nú eru
í betri hópnum.
Kjell Jönson sem er einn
kunnasti handknattleiksmaður
Svíanna náði sér betur í þess-
um leik en á móti Islandi,
hann skoraði 6 mörk, en næst-
ir honum komu svo þeir Kamp-
endal með 5, Danell, Gustafs-
son ungur leikmaður með
fjögur mörk hvor.
Egyptarnir sem skoruðu höfðu
þessi sérkennilegu nöfn: AU-
an Mohamed Ahmed, Ahimad-
en Ahmed Nabil Ahmed og El
Chafei Taha E1 Sayet 3 hver,
Hadi Mohamed Wafaa Abl 2.
Dómari var Norðmaðurinn
Nilson og dæmdi heldur vél
þennan auðdæmda leik.
Aðrir leikir í þessari Ioka-
keppni undanrásarinnar
Rúmenía — Japan 36:12 (16:7)
Danmörk — Frakkl. 26:13 (13:5)
V.-Þýzkal. — USA 24:13 '(9:7):
Tékkósl. — Sviss 26:10 '(15:3)1
Noregur — Sovét. 13:11 (6:7)
Júgóslavía — A.-Þýzkal. 14:14
(7:10).
Mest kom á óvart sigur
Noregs yfir Rússlandi, en sá
leikur hafði verið mjög harð-
ur og fast leikinn, og sér-
staklega höfðu Norðmenn verið
fastir fyrir. Rússar voru þó
með flesta af bestu mönnum
sínum.
Jafntefli Júgóslava við Aust-
ur-Þjóðverja kom líka nokkuð
á óvart, þvl menn höfðu yf-
irleitt búizt við nokkrum sigri
A.-Þjóðverja.
Þegar 40 mfnútur voru bún-
ar af leiknum hafði A.-Þýzka-
land 13:7. en rétt um það leyti
er góðum manni vísað úr leik
það sem eftir er, og Júgó-
slavar setja inn mann sem var
nokkurskonar leynivopn og
hafði aldrei verið notaður fyr
og skorar 6 mörk þessar 15
Framhald á 2. síðu.
*
i