Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 7
Fðsbidagur 20. marz 1864 ÞIÖÐVILJINN SIÐA 7 RAFAGNA- HVOLFIN Fréttán, sem Þjóðviljinn birti sl. föstudag, fyrstur blaða, um eldflauga- skot Frakka á Mýrdalssandi í sumar, hefur vakið áhuga margra og fyrir- spumir um háloftarannsóknir. Frétta- maður blaðsins sneri sér til Páls Berg- þórssonar veðurfraeðings og lagði fyrir hann nokkrar spumingar. — Hvað eru van Allen beltin? — Ég vildi nú heldur kalla þau hvolf en belti, og það ætti að skýrast af lýsingu á lögun þeirra. Hugsum okk- ur, að geysistórum dúk væri sveipað utan um jörðina, þó þannig að hann næði ekki yfir heimskautabeltin. Ná- lægt heimskautabaugum væru jaðrar dúksins hælaðir niður líkt og tjaldskar- ir, reyndar svo að vel húsaði undir. Síðan væri blásið lofti undir dúkinn, svo að hann þendist út, einkum yfir miðbaug, og hæð hvelfingarinnar yrði þar geysileg, tvöfalt þvermál jarðar. Þetta myndarlega hvolf er þá svipað ytra van Allen-hvolfinu. Hið innra fengjum við með því að þenja dúkinn miklu minna út, ekki meira en sem nemur fjórðungi af þvermáli jarðar. Þama höfum við í stórum dráttum, að vísu full einföldum dráttum, mynd af van Allen-hvolfunum tveimur. Þó vil ég taka fram, að þykkt þeirra er meiri en á léreftsdúk, hún getur verið margfalt þvermál jarðar á ytra hvolf- inu. Auk þess er fjarlægð jaðranna, tjaldskaranna, ekki miðuð við pólana, heldur segulskautin. Þannig falla jaðr- amir nærri saman við norðurljósa- (og suðurljósa-) belti jarðar, enda er þar um eðlisfræðilegt samhengi að ræða. — Hvað er sérkenni þessara hvolfa? — I innra hvolfinu eru kvikar prót- ónur og elektrónur (viðlægar og frá- drægar rafagnir), sem eru í rauninni hlutar af frumeindum, en i ytra hvolf- inu eru aðallega kvikar elektrónur (frá drægar rafagnir). Þær þjóta fram og aftur eftir hvelfingunni með leiftur- hraða, eftir sérkennilegum gormlaga brautum. Segulsvið jarðarinnar sér um að halda þeim á þessum brautum. Þess- ar agnir eru með öðrum orðum gengn- ar í gildru segulsviðsins. Rafagnir í innra hvolfinu geta aukizt mjög við kjamasprengingar í háloftunum. — Hvert er eðli þessara rafagna? — Þær valda svonefndri „jónun“ loftsins (sundurgreiningu rafmagns) líkt og geislavirk efni, og eru því lífs- hættulegar mönnum og skepnum. Þær eru líka mislyndar. Magn þeirra og hraði f ytra hvolfinu er afar breyti- legt, og fer eftir því, hversu mikil um- brot eru á sólinni, eykst gífurlega skömmu eftir sólgosin. Þá braga norð- urljósin þar sem rafögnum rignir nið- ur í gufuhvoifið, segulsvið jarðar trufl- ast og gengur úr skorðum og heym viðtækja dofnar eða þrýtur með öllu, einkum á stuttbylgjum. Vitað er, að umbrot á sólinni eru háð miklum sveiflum, að nokkru leyti háttbundn- um á 11 ára fresti, og munu geimfarar þurfa að taka tillit til þess. — Hafa menn þá ekki beðið tjón af geimferðum? — Þeir hafa ekki komizt svo langt út ennþá. Gervitunglin hafa flogið ,,lágt“, ekki nema í fárra hundmð kílómetra hæð. — Eru þessa-r rafagnir komnar frá sólinni? — Flestir halda, að rafagnir ytra hvolfsins séu þaðan, aðrir telja að þær örvist fyrir áhrif þaðan. Víst er, að í sólgosum slöngvast mikil ský af ein- hverjum efnum frá yfirborði sólar og berast með miklum hraða, m.a. til jarðar. Eru þessi ský einn til þrjá sól- arhringa á leiðinni. Svo mikið er víst, að frá þeim kemur orkan, sem kemur þessum þeytingi rafagnanna af stað. — Hvenær voru þessi rafagnahvolf uppgötvuð? — Skömmu eftir að fyrstu gervi- tunglunum var skotið á Ioft. Fyrst munu Rússar hafa orðið varir þessara rafagna í geimnum, en Bandaríkja- maðurinn van Allen setti síðan fram kenninguna um geislavirkt hvolf. Seinna kom í ljós, að þessi rafagna- hvolf voru tvö. Þau eru a.m.k. hér á Vesturlöndum kennd við van Allen. — Af hverju geta Frakkar ekki at- hugað þetta heima hjá sér? — Þar eru rafagnahvolfin í slíkri hæð, að svona eldflaugar ná þeim ekki, en hér í norðurljósabeltinu, við „tjaldskörina“, ætti fremur að mega komast í námunda við þau. — Eru eldflaugar mikið notaðar við háloftarannsóknir? — Talsvert, og á þó eftir að verða meira. Þær eru einu tækin, sem duga milli 50 og 150 km hæðar. Þar er ekki hægt að halda gervitunglum • svífandi vegna loftfyrirstöðu, en allir venju- legir loftbelgir springa áður en þeir ná þessari hæð. Loftið f þessari hæð er hinsvegar mjög girnilegt til fróðleiks. Þar eru flest þau „jónuðu" loftlög, sem endurvarpa útvarpsbylgjum til jarðar. Þar eru norðurljósin algengust og glæsilegust. Þar eru stjörnuhröpin, loftsfeinar, sem glæðast af núningi við gufuhvolfið. Og þar, í 75—90 km hæð, eru silfurskýin sem við sáum hér um ágústnætur f fyrrasumar. Eldflaugamar geta sent frá sér natriumgufu, sem marka má af vind- inum í ýmsum hæðum. Þær geta lika borið hitamæla og önnur mælitæki og útvarpað upplýsingum jafnóðum. Ger- ist þetta með miklu meiri hraða en athuganir með loftbelgjum, og er það góður kostur. Spjallað við Pál Bergþórs- son veðurfræð- ing um van Allen-geisla- beltin Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Um móðuharðindi, sauðarlæri o. f I. Þegar núverandi stjóm á Is- Iandi, sem svo kallar sig, setti fram stefnuskrá sína, eða stefnuleysi hvað stjómarfar snertir, og kenndi við viðreisn, af fádæma yfirlæti og rök- lausri heimsku, leizt þjóðinni herfilega á blikuna. Hér var ekki þjóðin í framsýn, ekki þjóðmálin starfsgrundvöll- ur. frekar en eldgos geta hald- ið því fram að þau séu til ár- bóta. Ekkert gat verið líkara eldgosum í sögu landsins, en það sem nú átti að gera í þjóð- málum. Einn maður, bóndi norður í landi, skildi þann skyldleika sem hér var auð- sýnilega milli vondra hluta. Hann taldi það hart. ef þjóðin ætti að fá máðuharðindi af mannavöldum. Móðuharðindi voru mann- fellisharðindi, seint á 18. öld og þvi fjarri í sögunni. Þau stöfuðu af eldgosi, ósjálfráðum náttúruhamförum, sem röskuðu rás náttúrunnar á vissu af- leiðingaríku sviði. Það er þeirra , ytri hlið. En þau áttu líka innri hlið. Það var stjórnarfarið, og þegar þetta var komið sam- an í sínum afleiðingum, þá hyggur þjóðin að yfir hana hafi dunið mesta hörmung sögunn- ar í þessum harðindum. Eldgosin höfðu fylgt þjóðar- sögunni, oft með stórkosleg- um afleiðingum i landauðn ce manndauða, sem þó nöfð'> aldrei lagt und:’- cig allt lanrl- ið í þvílíkum afleiðingum í einu. Gosið, sem kom úr Laka- gígum um varið 1783, var ó- líkt öðrum gosum. Afleiðingar þess virtust snerta meginhluta lands, og er þó ekki full vissa fyrir því. Það sem einkenndi það frá öðrum gosum var hversu það var öflugt og efn- ismikið, það kom fyrir sem aldrei áður, að gosduft barst upp í háloftin og breiddist þar út og sat kyrrt langan tíma. Sólargeislamir náðu ekki til jarðar með venjulegum hætti og sýndist sólin rauð, þá til hennar sást fyrir skýjum. Ekk- ert gras sprettur nema sólar- geislarnir nái um skírt loft til blaðgrænu jurtanna, og hér kom það á daginn að grasið spratt ekki. Það hefur reynd- ar verið skoðun að gosaskan hafi verið eitruð, en slíkt er firra ein. Engin jarðefni eru eitruð fyrir gróðurinn. En gos- aska hefur aldrei verið fóður fyrir búfé. Um haustið 1783 var það komið í ljós hver ógn hér hafði að steðjað, búpeningur nytlaus, geldfé horað og sjúkt af ösku- áti. Hér máttu allir sjá hvað fyrir þjóðinni lá, hungur og manndauði og gripafellir í stór- um mæli. Hér var fámenn þjóð og bústofn lítill. Hér mátti eflaust miklu eða öllu bjarga. Hér var náttúrlega illa farið, og nú varð viðreisnarstjórnar- far að koma til sögunnar. Þjóð- in gat náttúralega ekki feng- matvæli um haustið, þar sem ekkert var til að greiða með og fiskur úr sjó ekki meiri en notaður hafði verið til lífs- framfæris fólki um sumarið, mörgu á flótta frá heimilum sínum örbjarga. Þetta var stór- fellt viðreisnarbragð, því ekki urðu skuldirnar fyrir matinn! Þegar kom fram á vorið 1784 leið fólkið neyð í stórum hlut- um lands, sulturinn svarf að, og bömin lágu hungurmorða á bælum sínum. Fjörmiklir og tápmiklir unglingar virðast þola sultinn verst, og reyna að bjarga sér mest. Þeir sáust ekki fyrir um það í sultar- æðinu að hnupla sér mat, ef hann var nokkurstaðar að fá. En viðreisnarþjóðfélag eftir felli lætur ekki slíkt viðgangast. Fulltrúar stjórnarinnar komu á vettvang og dæmdu þessa ungu menn til ævilangrar þrælkun- ar i rasphúsum Dana, enda þótti Dönum gott að fá vinnu- kraftinn ókeypis. Þjóðinni voru þessir menn glataðir, og Dan- ir kvöldu úr þeim lífið. Nú kom það sem bezt var við svona viðreisnarþjóðfélag. Sumir menn, einkum umboðs- menn Dana, áttu mat. Stöku Islendingar áttu þá enn jarð- arhundrað, og hungraða fólk- ið, sem átti jörð en cngan mat, gat nú látið jörð, t.d. 18 hundr. fyrir eitt sauðarlæri frá kon- unglegum umboðsmanni, en ét- ið lærið — og kannski dáið síðan. Einn sýslumaður, sem erfði stórfé eftir föður sinn, skömmu eftir þessi harðindi og þessa viðreisn, lét svo um mælt. að sig hefði ekki munað um þenna arf, svo rikur var hann orð- inn á viðreisnarstjómarfarinu eftir eldinn. Það er þetta: Hin ytri hörm- ung af náttúrufarinu, og hin innri hörmung af stjórnarfar- inu, sem þjóðin kallar móðu- harðindi, eldharðindi, og tel- ur eina stærstu sorg sögunn- ar. Hefði stjómarfarið ekki í sinni viðreisn lagzt á sveif með eldinum og móðunni, hefði hér minna til kvalar og óbætan- legs tjóns. Móðuharðindin eru að inntaki viðreisnarstjómar- far. Það var móðuharðindainn- tak, sem hinn vitri bóndi sá í viðreisninni 1960. Það var ljóst, að fólkið myndi streyma úr sveitinni til sjávarins, eins og í móðuhairðindum. Það átti að fella krónuna, og krónan var felld, verðgildi peninganna rýrt og það svo, að sá sem skuldaði það sem tv-ær íbúðir þurfti til að borga, nægði nú önnur þeirra, þ.e. það þarf ekki einu sinni sauðarlæri fyr- ir mikla fasteign. Það er ó- tvíræður móðuharðindasvip- ur á þessu. Við gengisfallið hækkuðu allar vörur i verði um helm- ing, en fólkið, sem hafði að- eins ákveðið kaup til að lifa af — kaupa þessar vömr — átti að hafa sama kaup og áður til að lifa af. Það þýddi helmingi minna lifibrauð. Þeir sem þurftu að klípa af kaup- inu sínu til að greiða af lán- um fyrir húsnæði, fengu nú stórhækkun á vöxtum lánsf.iár- ins, og mátti þá sýnast auð- sætt að nú var hægt að fá fasteignir fyrir sauðarlæri. Hér voru móðuharðindin hrein og bein fyrirmynd. Auk þess skyldu svo ekki aðrir fá lán í bönkunum, eða þeir fyrst og fremst. sem gátu haft þau fyrir sauðarlæri í fasteignakaupum. Nú kom að því, sem vænta mátti af móðuharðindastjóm- arfari — anda djöfulsins — að dugmiklir unglingar fóru að sprengja upp læsingar og af- greiða sig sjálfir í auðugum „bútikum“ hinna nýju „sýslu- rnanna", alveg eins og ungling- amir í Eiðaþinghá prestsonur- inn í Gilsárteigi og lögréttu- mannssonurinn á Hjartarstöð- um fengu sér bita í annars búi í móðuharðindunum. Svo langt hefur þetta gengið, að þeir sem þykjast ekki fá nóg af pen- ingum, hafa farið í sjálfsaf- greiðslu í bönkunum upp á fina pappíra. Og nú er allt að verða vitlaust, saksóknar- Eftirfarandi hefur Bruna- vamaeftirlit ríkisins beðið Þjóðviljann að birta: „Brunaeftirlitinu hafa bor- izt eftirfarandi upplýsingar frá slökkviliðsstjóranum á Dalvík, sem hann hefur gefið leyfi fyr- ir að megi birta í dagblöðum, ef þess er óskað. Vegna fregna í blöðunum um bruna á Grundargötu 9, Dal- vík, skal eftirfarandi upplýst: Kyndiklefinn og þvottahús var í skúrbyggingu áfastri við íbúðarhúsið. Þar var bruna- boðinn staðsettur, en bjallan skilin frá og tengd brunaboð- anum með einangruðum þráð- um nær íveruherbergjum. Þessi breyting reyndist i góðu lagi við upsetningu. Eldsupptök eru greinilega í vegg milli íveruhúss og áður- nefndrar skúrbyggingar, ofar- lega eða alveg upp við loft. Brunaboð'nn var þar til hliðar og aðeins neðar, en leiðslur milli hans og bjöllunn- inn í móðuharðindastjómar- farinu og dómarar á mörgum dómstigum, hafa fjölda mála til úrlausnar út af þessu nýja móðuharðindahnupli, ég væri nú Brimarhólmur við Eyrar- sund lægi þangað straumur ungra íslendinga, sem aldrei síðan sæjust á Islandi, frekar en Eiðaþinghárunglingamir á fyrri tíð. Svona glöggskyggn var bónd- inn á samsvip tveggja stórra sorga í sögu þjóðarinnar. En það var óvart komin önn- ur tíð, þótt móðuharðindamenn beri alltaf sama svip. Þeir sem Framhald á 8. síðu. ar lágu einmitt yfir eldsupp- tökum. Greinilegt er að ein- angrun hefur fljótlega brunn- ið af þráðunum og þeir leitt saman. Engar sönnur eru fyrir því, að brunaboðinn hafi ekki gef- ið frá sér hljóð stutta stund, þó álykta megi, að einangrun þráðanna hafa verið brunnin af, áður en hitastig er komið í 70 til 80 gráður. Þó er hann í þessu tilfelli vel staðsettur og fjarri allri loftræstingu, sem gæti haft truflandi áhrif. Þó svona hafi tekizt til i þetta sinn. eru þessi viðvör- unartæki ófýrust og þarfari mörgum fremur í hverju húsi og fleytu. Hér á Dalvik hefur svona brunaboði gefið aðvörun um eldhættu í bát á rúmsjó, sem ef til vill hefði annars getað orsakað tjón eða slys. Dalvik, 5. marz 1964. Hallgrinuir Antonsson, slökkviliðsstjóri". <5>- ÓDÝRUSTU VID- VÖRUNARTÆKIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.