Þjóðviljinn - 20.03.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 20.03.1964, Síða 10
2Q SlÐA HÓÐVILIINN Föstudagur 20. marz 1964 Sp. — Hm, hm. Er langt héð- an til systur yðar? Sv. — Svona tuttugu mínútur í straetisvagni. Ég fer það oft. Sp. — Þér hafið sofið hér í nótt eins og venjulega? Sv. — Já, auðvitað gerði ég það. Ég var búin að segja yður að ég var lasin; og hvað ætti ég líka að vera að flækjast um götumar? Frúin var svo væn að færa mér heita mjólk og aspirín; ég fór beint að sofa og vissi ekki af mér fyrr en Vigga vakti mig. (Það er óþarfi að fara ná- kvæmar í framburð húsmóður Maes. Innihald hans var þetta: — Ég sagði Mae að fara snemma í rúmið fyrst hún hafði verið lasin og gaf henni glas af heitri mjólk. Ég fór upp og sá að hún var komin í rúmið klukkan hálf- tíu og fékk hana til að taka inn þrjá aspirínskammta. Ég sá að hún gerði það og svo sagði ég henni að ég skyldi sjálf sjá um morgunverðinn. Og ég veit ekki annað en hún hafi sofið alla nóttina, þangað til þessi óvið- komandi systir hennar vakti okkur öll upp). Sp. — Þér heitið Viktoría At- kins? 'Sv. — Já. Sp. — Ég býst við að þér haf- ið heyrt. að föðursystir yðar dó skyndilega. Við erum að leita upplýsinga og ég vona að þér viljið svara nokkrum spuming- um. (Ekkert svar). Sp. — Hvenær sáuð þér frænku yðar síðast? HÁRGREIÐSLAN HárgTeiðsin og snyrtistofa STEINtJ og DÓDÖ Langavegl 18 m. ti. (lyfta) SfMI 8461«. P E R M A Garðsenda 81 HfMI 33968. Hárgreiðslu- og Mirrtlsleh. Dnmnr! Hárgreiðsla "ið allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjamargötn 10. Vonarstrætis- msrfn. — SlMI 14662. HARGREIÐSLOSTOFA ACSTORBÆ.1AR (Maria Guðmundsdðttir) Laugavegi 13 — SfMI 14656. — Nuddstofa 4 sama stað. — | Sv. — f vikunni sem leið. Ég | man ekki hvaða dag. frena man það. Hún leit ágætlega út. Sp. — Þér hafið ekki séð hana i morgun? Sv. — Nei. Sp. — Hvað gerðuð þér í morgun? Sv. — Ég fór á fætur eins og vanalega — klukkan sex — lag- 4 aði til niðri og skrifaði bréf til frúarinnar. Ég skrapp út til hennar systur minnar, sem hafði verið veik. Henni leið betur og ég flýtti mér heim aftur. Það er allt og sumt. Af hverju eruð þér að spyrja mig þessara spum- inga? Sp. — Var frænka yðar rík? Sv. — Það veit ég ekki. Hún var ekki fátæk, svo að ég viti til. Sp. — Ég býst við að hún hafi ánafnað yður eitthvað í erfða- skrá sinni? Sv. — Ég kæri mig ekki um að ræða slíkt, þegar gamla kon- an er varla orðin köld. Sp. — Samt sem áður — Sv. — Siðað fólk talar ekki um slíkt. Og svo ættuð þér að muna að ég hef orðið fyrir miklu áfalli, og þótt ég sé fús til að svara sanngjömum spum- ingum, þá vil ég ekki hlusta á neitt blaður. Ethel frænka hefur áreiðanlega gert það sem hún á- ieit rétt og sanngjamt og annað þurfum við ekki að vita. Sp. — Já, auðvitað, auðvitað. Jæja, þá er bezt að athuga, hvort þetta er allt rétt hjá mér: Þér fóruð á fætur — hvenær var það nú? Einhvem tíma fyrir sex, var það ekki? Sv. — Klukkan nákvæmlega sex. Og niður eftir svo sem tíu mínútur. Sp. — Já, já. Og svo löguðuð þér til og lögðuð á borðið. Dróg- uð gluggatjöldin frá, eða hvað? Sv. — Ég man það ekki í neinum smáatriðum: Ég hafði á- hyggjur af systur minni. Ég fór til hennar strax og ég gat — nokkru fyrr en ég ætlaði mér. Hétt fyrir sjö, held ég. Það voru margar fleiri spum- ingar og svör, en lögreglan græddi lítið á þeim. Götulög- regluþjónninn csm átti leið framhjá húsi ttú Mulholland hafði tekið eftir því einhvem tíma nætur að dagstofutjöldin vom ekki dregin fyrir eins og vanalega. En þær upplýsingar virtust ekki leiða til neins. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirheyrslur hafð- ist ekki upp á neinum sem tek- ið hafði eftir tortryggilegum mannaferðum í Duke stræti þá um morguninn. Símtalið varð ekki rakið. Irena lá undir grun um tíma, en svo kom í ljós að annar handleggur hennar var hálfvis- inn og hún hefði ekki haft lík- amsburði til að fremja glæpinn. Hodson fulltrúi sjálfur var sann- færður um sekt Viktoríu, en það virtist ógemingur að sanna glæpinn á hana. Bæði húsmóðir hennar og ungfrú Meakin mundu greinilega að þær höfðu heyrt hana fara á fætur. og þótt þær væru ekki vissar um hve- nær hún hefði farið út, var ekki nokkur vafi á því að það var ekki fyrr en eftir sex, þegar lögregluþjónamir stóðu yfir volgu líki Ethelar frænku hálf- tíma leið í burtu. Að lokum erfði Viktoría 2.327 pund og 11 shillinga eftir frænku sína og keypti. fyrir það tóbaksverzlun og blaðsölu. Eftir þrjú ár hafði hún hagnazt nægi- lega til að kaupa hús og þessi nýja velmegun var orsökin til þess að henni var stefnt sem kviðdómanda. Hún eyddi 7 shill- ingum og 6 pensum í viðtal við lögfræðing til að fá þær upplýs- ingar að hún gæti ekki skorazt undan skyldum sínum, og þéss vegna stikaði hún í dómsalinn þennan dag, hálfstúrinn en þó með nokkum áhuga. Hún hugsaði með sér og hugs- anir hennar jöðruðu við kald- hæðni, að það yrði býsna kynd- ugt ef hún þyrfti að vera kvið- dómari í morðmáli. Manneskja sem kunni sitt handverk, að dæma aðra sem kunni það ekki. Því að hún reyndi aldrei að gleyma því að hún hafði drepið föðursystur sína og hún myndi aldrei iðrazt þess. Eiginlega var hún dálítið hreykin af því, þótt hún myndi vel að hún hafði stundum verið býsna skelkuð og var öldungis viss um að hún myndi aldrei reyna neitt slíkt aftur. Þetta hafði verið ofúreinfalt. Það var auðvelt að stilla vekj- araklukkuna. Jafnvel lögreglunni hafði ekki dottið það í hug. Það þurfti aðeins að vinda hana hæfilega mikið og hún hafði æft það margsinnis og haldið vasa- klút utanum bjölluna. Hún hafði fundið nákvæmlega hve marga snúninga hún átti að vinda, þannig að bjallan hringdi ná- kvæmlega tuttugu sekúndur og ekki lengur. Svo hafði hún stillt klukkuna og farið. Hún hafði viljandi verið dálítið óstundvís næstu morgna á undan til að vera viss um að frú Mulholland mjmdi hlusta eftir hringingunni. Og ungfrú Meakin var ömgg. Stundum er örlítill munur á hringingu sem hættir sjálf og hringingu sem er stöðvuð. en syfjuð kona heyrir ekki þann mun og allra sízt að hún muni eftir'að segja löggunni frá því. Það hafði verið erfiðara að hreyfa til húsgögnin. En bó þurfti aðeins dálitla þolinmæði og að sofa við lokaðan glugga til að koma i veg fyrir dragsúg. Kerti brenna á ákveðnum tíma: notuðu rómverjamir þau ekki sem klukkur eða eitthvað þess háttar? Viktoria hafði vakað margar nætur við að taka tím- ann, merkja inn stundir, hálf- tíma og stundarfjórðunga. Hún notaði ekki þekkingu sína fyrr en hún var alveg viss í sinni sök og ekki skakkaði nema ör- fáum mínútúm til eða frá. Og eitt kvöldið dró hún niður gluggatjaldið sitt og útbjó nokk- uð sem líktist gildru. Við nagla sem rekinn var í gluggakistuna festi hún langan enda af seglgami; hinn endann batt hún í stólinn sem var því nær eina húsgagnið í svefnher- bergi hennar. Hún hallaði stóln- um upp að rúminu. Ef gamið slitnaði myndi hann detta á hlið- ina í gólfið, með nokkrum háv- aða en ekki tiltakanlega miklum. Síðan gerði hún þríhymda skoru í kertið á borðinu við rúmið. Hún færði borðið undir gamið, svo að gamið féll inn í skoruna og lá upp að kveikn- um, síðan tók hún tímann eftir úrinu sínu og kveikti á kertinu. Ef útreikningar hennar voru ekki rangir, þá myndi loginn á kertinu ná niður að skorunni klukkan sex og mínútu síðar eða svo myndi gamið slitna. Útreikningur hennar var ekki rangur; ofaná allt saman var hún heppin. Fólk heyrir það sem það býst við að heyra. Ung- frú Meakin og frú Molholland höfðu dag eftir dag heyrt vekj- araklukku Viktoríu, heyrt hana síðan hreyfa sig meðan hún klæddi sig og ef þær lögðu eyr- un við gátu þær heyrt hana at- hafna sig í eldhúsinu niðri. Þeg- ar þær heyrðu milli svefns og vöku hin vanalegu byrjunar- hljóð, gerðu þær fastlega ráð fyrir að þær hefðu heyrt allt hitt. Ef Hodson fulltrúi hefði þráspurt þær báðar og strax sama morgunin. hefði hann ef til vill getað fengið þær til að efast um að þær hefðu heyrt til Viktoríu í eldhúsinu þá um morguninn. Þótt fulltrúinn vissi að hægt er að fá næstum hvaða vitnisburð sem er, með því að spyrja nógu lengi; þá lítur slik- ur vitnisburður ekki sérlega vel út fyrir rétti. Og þegar hann spurði konurnar tvær spjörun- um úr, þá sýndi hvorug þeirra hið frábæra minni sem stundum er sagt frá í leynilögreglusögum. Þær mundu það eitt að allt hafði gerzt með venjulegum hætti þá um morguninn og sögðu eins og var. Það hafði þurft dálítið hug- rekki til (það mundi Viktoría) að halda áfram til Mae systur hennar eftir ÞAÐ, í stað þess að flýta sér heim. En strax og hún kom heim, hafði hún farið upp á loft, dregið upp tjaldið, búið um rúmið, reist stólinn við, und- ið vekjaraklukkuna og dregið út naglann. Hún hafði sett nýtt kerti í stjakann og látið loga á því andartak. Hún hafði tekið gamendana tvo og kertastúfinn og fleygt í eldavélina í eldhús- inu. Og þótt lögregluþjónamir hefðu rannsakað herbergi henn- ar. þá hefðu þeir ekki fundið neitt. Hún var að velta þessu fyrir sér þar sem hún stóð í hópi hinna kviðdómendanna, þegar réttamitarinn ávarpaði hana. — Ég sver við almáttugan guð. hafði hún eftir honum, að ég mun reyna af fremsta megni og beztu samvizku að hlýða á málstað Hans Hátignar, konungs- ins og hins ákærða fyrir þess- um rétti, og kveða upp réttan Ég skal veðja að þessi tré Allt í lagi, sagaðu eitt Hérna fáöu þér eina brauð- cru meira en tvö hundruð ára J-eirra niður og teldu hring- sneið, ég get ekki horft á þig gömul. Hvaða vitleysa, ég __________ 2»a . . . Neiiii, sýáiö þið! þjást svona. skal veðja hádegisverðinum mínum að þau eru ekkf einu sinni fimmtíu ára. SKOTTA Mér heyrðist ég heyra í bílnum hans Skúla . . . hann ætti að vera kominn eftir FIMMTÁN mínútur. 20—50% verðlækkun á kjólum, kápum, drögtum. Fermingarkjólar verð kr. 795.- Sumarkjólar verð kr. 595,- Ullarkjóíar verð kr. 795.- Síðdegiskjólar verð kr. 595.- Enskar dragtir verð kr. 995.- Enskar kápur verð kr. 995.- MARKAÐURINN Laugavegi 89. Ms. ,Gullfoss' fer frá Reykjavík laugar- daginn 28. þ.m. til Ham- borgar og Kaupmanna- hafnar. Einstakir farmiðar fást ennþá í þessa ferð. H. f. Eimskipaf élag íslands SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN, húsgagnaverzlan Þórsgötu 1.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.