Þjóðviljinn - 21.03.1964, Side 3
Laugardagur 21. marz 1964
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 3
Landamærastríi milli
Kambodsja og S-Víetnam?
• Flugvél með bandarískum flugmanni
© skotin niður yfir Kambodsja
Lézt 169 ára gömul
PHNOM PENH og MOSKVU 20/3 — Herlið frá Suður-
Víetnam og skriðdrekar, sem í voru bandarískir hermenn,
réðust í dag á þorp í Kambodsja. Þjóðhöfðingi Kambodsja
hefur áður kvartað undan ágangi nágranna sinna, en
aldrei hefur Suður-Víetnam þó gengið svona langt áður.
Einnig skutu Kambodsjamenn niður suður-víetnamska
flugvél og kom í ljós, að henni stýrði bandarískur flug-
maður, sem særðist hættulega. 16 manns féllu í bar-
daganum.
Atburður þessi bendir til þess,
að Kambodsja og Suður-Víet-
nam séu komin í opið landa-
mærastríð og hér verði ekki
látið staðar numið. Stjómin í
Kambodsja hefur hvað eftir
annað sent mótmælaorðsending-
ar til Suður-Víetnam vegna loft-
árása, sem þorp i Kambodsja
verða fyrir af völdum suður-víet-
namskra flugvéla.
megnis bandarískir hermenn.
Bardaginn við Chantrea var
allharður og féllu þar a.m.k. 16
manns. Eitthvað um 14 manns
munu hafa særzt.
Loftárás
Kambodsjastjórn sendi alþjóð-
legu eftirlitsnefndinni, sem skip-
uð var til þess að fylgjast með
vopnahléinu í Indókína, orð-
6endingu, þar sem árás Suður-
Víetnam er mótmælt. í orðsend-
ingunni segir, að einn liður í
árásinni hafi verið loftárás á
þorpið og hafi flugvélin, sem
skotin var niður yfir Kambod-
sja kastað sprengjum á Chantrea.
Annar flugmaðurinn í vélinni
var Bandaríkjamaður og særð-
ist hann alvarlega, þegar vél-
in hrapaði. Hinn flugmaðurinn
var frá Suður-Víetnam og beið
hann bana.
Bandaríkjamenn lýstu því yfir,
að vélin hafi verið skotin niður
yfir Suður-Víetnam og f Sai-
gon var gefin sú skýring, að
vélin hafi verið að stjóma her-
æfingum, þegar skyndilega komu
tvær flugvélar frá Kambodsja
og skutu hana niður.
Bein árás
Auschwitz:
„Opnaíu munninn—
lokuðu augunum!"
FRANKFURTH 20/3 — Eitt vitnanna, sem kom fram í
Auschwitzréttarhöldunum í dag, skýrði frá óvenjulegum
hrottaskap, sem hann varð vitni að í fangabúðunum. SS-
liðsforingi gaf sig á tal við litla gyðingastúlku, þóttist
ætla að gefa henni súkkulaði, sagði henni að opna munn-
inn og láta aftur augun — og hleypti af skoti upp í
munninn á barninu.
Fréttir frá Kambodsja herma,
að í dag hafi herlið frá Suð-
ur-Víetnam ráðizt á þorpið
Chantrea skammt frá landa-
mærunum. 1 fylgd með þeim
voru skriðdrekar, sem vörðu á-
rásarmenn með stöðugri skot-
hríð. 1 skriðdrekunum voru að
sögn Kambodsjamanna mest-
Fulltrúi S.-Afríku
gengur af fundi
S.Þ.
GENF 1973 — 1 dag var sam-
þykkt á fundi Heilbrigðismála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
að breyta lögum stofnunarinnar
þannig, að hægt sé að vísa S-
Afríku úr stofnuninni. Þessi til-
laga var borin fram af samtök-
um Afríkuríkjanna og samþykkt
með nokkrum meirihluta.
Fulltrúi Suður-Afríku reis þeg-
ar úr sæti sínu og sagðist hann
hafa skipun frá stjóm sinni að
fara þegar af fundi. Allir Suð-
ur-Afríkufulltrúarnir, sem stadd-
ir voru á fundinum fóru þegar
í stað af fundinum.
Fimmtugur gyðingur, Leuwar-
den að nafni var kallaður fyrir
sem vitni í Frankfurt í dag.
Leuwarden vitnaði gegn Boger
liðsforingja f SS, sem er einn
hinna ákærðu. Hann sagðist
hafa verið kallaður til yfir-
heyrslu á skrifstofu Bogers ein-
hverju sinni, og hafi hann orðið
vitni að því, að fanga var kast-
að út um gluggann. Hann kallaði
á vatn og þegar Leuwarden ætl-
aði að færa honum vatnið var
honum skipað að nema staðar.
Fanginn dó af meðferðinni.
Boger kvaðst ekki geta borið
á móti því, að sumt væri satt,
sem vitnið sagði, en þó væri
frásögnin mikið ýkt.
Þá sagði Leuwarden frá því,
að mörghundruð fangar hafi
orðið vitni að átakanlegum at-
burði eitt sinn úti í garði fanga-
búðanna. Einn liðsforingjanna úr
SS hafi gefið sig á tal við litla
gyðingastúlku. Allan daginn
höfðu þau spjallað saman og
gengið um garðinn. Um kvöldið
námu þau staðar utan við húsið
og liðsforinginn stakk hendinni
f vasa sinn og lét skrjáfa f silf-
urpappír. Fangamir fylgdust með
því sem gerðist og héldu, að
hann ætlaði að gefa stúlkunni
súkkulaði. Liðsforinginn sagði
henni að opna munnin og loka
augunum. Stúlkan gerði það, en
fékk ekki súkkulaði upp í sig
— heldur byssukúlu.
Kirkiuténleikar
endurteknir
Nýr utanríkisráð-
herra USA í haust?
WASHINGTON 20/3 — Sjónvarpsstöð i Bandaríkjunum
skýrði frá því í morgun, að Dean Rusk hefði í hyggju
að draga sig í hlé sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna
vegna fjárhagsörðugleika, sem hann hafi komizt í á með-
an hann gegndi stöðunni. Rusk bar þetta til baka í dag.
Dean ltusk
í gærkvöld var skýrt frá því
í bandarísku sjónvarpsstöðinni
ABC, að Ðean Rusk hafi i
hyggju að segja af sér utanrik-
isráðherraembættinu i haust
eftir kosningar. Orsökin væri
bó ekki ágreiningur við Johnson
forseta heldur fjárhagsörðug-
leikar sem hann ætti vfð að
stríða eftir að hann tók við
embættinu.
Margir voru taldir koma til
greina sem væntanlegir utan-
ríkisráðherrar — og var í því
sambandj bent á Robert Mc-
Namara, varnarmálaráðherra og
George Ball. varautanríkisráð-
herra.
t dag var þessi fregri borin
til baka Dean Rusk sagði sjálf-
ur, að þetta væri hreinasta
fiarstæða. Þegar hann var
! spurður hvernig fjárhagnum
I liði svaraði hann hlæjandi: Ég
I er ekkert að leyna þvi, að hann
er mjög bágborinn.
Ákveðið hefur verið að end-
urtaka tónleika þá er söng-
flokkur Hafnarfjarðarkirkju
hélt í kirkjunni þann 1. þ.m.
undir stjóm Páls K. Pálsson-
ar organleikara. Þóttu þessir
tónleikar takast með ágætum.
Söngflokkurinn söng án undir-
leiks fjögur lög og þrjú lög
með undirleik Áma Arin-
bjarnarsonar organleikara og
undir stjórn Páls Kr. Pálsson-
ar. Frú Inga María Eyjólfs-
dóttir söng fjögur lög með
undirleik Páls Kr. Pálssonar.
Ámi Arinbjamarson lék ein-
leik á kirkjuorgelið bæði á
undan og eftir.
Tónleikar þessir voru öllum
bátttakendum tii sóma og það
er ekki oft sem tækifæri gefst
til að heyra jafnfágaðan tón-
listarflutning. — Tónleikarnir
verða endurteknir á pálma-
sunnudag klukkan fimm í
Hafnarfjarðarkirkju. — B.J.
ISTANBUL 20/3 — Hacer Sim-
sek, sem álitið er að hafi ver-
ið 169 ára gömul, lézt í dag
á heimili sínu á Tyrklandi.
Banameinið var hjartaslag. Hún
lét eftir sig 87 bamabörn.
Krístilegur flokkur
stofnaður í Svíþjóð
STOKKHÓLMI 20/3 — Verið er
að stofna kristilegan stjómmála-
flokk í Svíþjóð. Fyrsti formaður
flokksins verður Lewi Pethrus,
áttræður maður og ritstjóri
Kristilega dagblaðsins. Ekki er
dregin dul á tilefni flokksstofn-
unarinnar — deilumar um hin-
ar umræddu kvikmyndir, „Þögn-
in“ og „491“.
Nauðgarinn í Stokk-
hólmi fundinn
STOKKHÖLMI 20/3 — Undan-
famar vikur hefur verið leitað
að pilti í Sokkhólmi, sem hvað
eftir annað hefur ráðizt á stúlk-
ur og gert tilraun til þess að
nauðga þeim. Atburðir þessir
skeðu í grennd við neðanjarð-
brautarstöðvar að kvöldi til.
Lögreglunni hefur nú tekizt
að hafa hendur í hári 16 ára
pilts og eftir margra daga yfir-
heyrslur hefur hann játað á sig
verknaðinn.
6 manna f jölskylda
fannst myrt heima
CARDIFF 20/3 — Fjölskylda ein
í Suður-Wales fannst i dag
myrt á heimili sínu. Alls voru
það sex manns, roskin ekkja,
dóttir hennar og tengdasonur á-
samt þremur dætrum 15 ára,
7 ára og 4 ára gömlum.
Ekkert hefur verið látið uppi
um orsök morðsins, né hver sé
hinn seki, en það hefur kvis-
azt. að ekkjan hafi verið slegin
í rot með hamri.
Senda Krústjoff
tóninn
PEKING 20/3 — Málgagn al-
banska kommúnistaflokksins
skrifar mjög harðorðar greinar
um Krústjqff þessa dagana. Er
Krústjoff ákærður fyrir sam-
starf við Bandaríkin og einnig
fyrir að hafa misnotað nafn
Lenins.
W ennerström-mála-
ferlin eiga að hefjast
10. apríl
STOKKHÖLMI 19/3 — Skýrt
hefur verið frá því, að mála-
ferlin gegn Stig Wennerström,
sem sakaður er um njósnir fyr-
ir Sovétríkin. hefjist 10. apríl.
Ef engin breyting verður á
þessu verður dómurinn felldur í
síðasta lagi í lok maí. Tage Er-
lander skýrði frá því í gær eft-
ir viðræðumar við Gromiko ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
að ekki hefði verið minnzt á
Wennerströmmáliö.
Þorp þeirra standa auð og yfirgefin
Tyrkneskum íbúum á
Kýpur fækkar óðum
NICOSÍA 20/3 — Sjónarvottar herma, að ástandið í tyrk-
nesku þorpunum á Kýpur sé hörmulegt, og tyrkneska
þjóðarbrotið afar illa leikið. Sum þorp hafa staðið auð
vikum saman og hefur það verið tekið til bragðs áð jafna
þau við jörðu með ýtum. í gærkvöld komst á kyrrð í
Ghaziveran, en þar var barizt heiftarlega í gærdag. Gæzlu-
lið Sameinuðu þjóðanna drífur nú hvaðanæva að.
í dag var brezkt gæzlulið sent
til Ghaziyeran, þar sem barizt
var mest í gær. Þar er nú kom-
in á ró og tyrkneskar konur og
böm hættu sér heim til þorps-
ins undir kvöldið. Mörg hús í
þorpinu bmnnu til kaldra kola
og var haldur daufleg heimkoma
fyrir marga.
Allt er nú tiltölulega rólegt á
eynni. Bardaginn í gær kostaði
átta manns lífið, sex tyrknesk-
mælandi og tvo grískumælandi
menn. I dag var tekið að jafna
við jörðu rústirnar af tveimur
þorpum. Þorpin hafa verið auð
og yfirgefin í margar vikur; íbú-
ar þess, sem eru af tyrknesku
bergi brotnir, em annað hvort
flúnir eða dauðir.
Nokkur skriður komst á flutn-
inga gæzluliðsins, þegar Tyrkir
hótuðu innrás á eyna fyrir
skömmu. Nú eru næstum allir
kanadísku hermennimir komnir
og von á fleiri um helgina.
Fyrstu sænsku hermenniroir, sem
alls eiga að verða 600, verða
sendir á fimmtudaginn kemur.
Norska þingið samþykkti í dag
að láta 355.000 norskar krónur
af hendi rakna til gæzluliðsins,
og Finnar ætla að senda 5,5
milljónir marka.
Tyrkneska stjómin hefur látið
i ljós kvíða varðandi ástandið
á Kýpur og vilja láta hraða liðs-
sendingum enn meir.
USA eiga 12 Pol-
ariskafbáta
WASHINGTON 19/3 — Banda-
ríski sjóherinn hefur tilkynnt,
að hann hafi nú yfir að ráða
flota tólf pólariskafbáta. Hver
einstakur kafbátur hefur 16
pólariseldflaugar.
Skipt um blaðafull-
trúu í Hvíta húsinu
WASHINGTON 20/3 — Johnson forseti lýsti því yfír í
morgun, að blaðafulltrúi Hvíta hússins, Pierre Salinger,
hafi beðizt lausnar frá embætti og hafi lausnarbeiðnin
verið tekin gild. Sá orðrómur gengur, að hann ætli að
bjóða sig fram í Kaliformu sem fulltrúi demókrata í öld-
ungadeildinni.
Pierre Salinger hefur verið
blaðafulltrúi Hvíta hússins frá
því John Kennedy tók við for-
setaembætti árið 1961. Hann var
ákafur stuðningsmaður Kenn-
edys og tók virkan þátt í kosn-
ingabaráttunni með honum.
Hann var einnig náinn vinur for-
setans og eftir dauða hans sagð-
ist hann ætla að skrifa um hann
bók.
Aðstoðarblaðafulltrúi Saling-
ers sagði einnig Iausu embætti
um leið og Salinger kvaddi. Þeir
flugu báðir til San Fransisco í
dag.
Ekkert hefur verið látið uppi
opinberiega um ástæðuna fyrir
brottför Salingers, en uppi er
orðrómur um, að hann ætli að
bjóða sig fram í þingkosningun-
um í Kaliforníu. Búizt var við
að Salinger tilkynnti framboð
sitt í dag.
Lokið síðasta áfanga
i smíði Hótei Sögu
n í gær var lokið síðasta áfanga í byggingarmálum
Hótel Sögu, er tekin var í notkun vistleg setustofa inn af
anddyri hótelsins og stór vínstúka.
Er þessi hluti hótelsins mjög
í stíl við annað þar á bæ, til
frágangs og útlits hefur mjög
verið vandað að sjá og fátt
til sparað, en íburður þó ekki
áberandi.
Nýju vinstúkunni, þeirri
| fjórðu i Hótel Sögu, hefur ver-
ið gefið nafnið „Mímisbar". Þar
geta um hundrað manns verið
rneð góðu móti, notið veitinga
standandi við barborðið eða i
sætum og sófum við laus borð.
Allt er teppalagt i hólf og gólf,
utan sporöskjulaga flötur, fá-
einir fermetrar, á miðju gólfi.
Þar er dansplássið, en píanó-
leikari mun leika létta músik
og dansmúsik þegar Mímisbar
er opinn. þ.e. öll kvöld vik-
unnar.
Sem fyrr var sagt, hefur nú
allt sem viðkemur Hótel Sögu,
verið tekið i notkun. Frá ýmsu
öðru er þó enn eftir að ganga
í sambandi við Bændahöllina,
t.d. skrifstofuhæð Búnaðarfé-
lagsins. Þá er og eftir að leggja
síðustu hönd á frágang ýmiskon-
ar baðstofa og snyrtistofa í
kjallara hússins, einnig eiga
ferðaskrifstofa á vegum Flugfé-
tags íslands, fatnaðarverzlun og
útibú Búnaðarbankans eftir að
hefja störf í afmörkuðum bás-
um sínum á götuhæð hússins.
Þorvaldur Guðmundsson for-
stjóri sér sem kunnugt er um
rekstur Hótel Sögu fyrir hönd
búnaðarsamtakanna. Hann sagði
fréttamanni Þjóðviljans í gær,
að rekstur hótelsins á s.l. ári
hefði verið mjög hagstæður,
nýting gistirúma um 67% miðað
við allt árið. Forráðamenn hót-
elsins hefðu vitað það, er þeir
hófu reksturinn fyrir tveim ár-
um, að aðsókn gesta yrði mik-
il sumarmánuðina eins og
reyndin hefur líka orðið, en
hinsvegar hefði aðsóknin á öðr-
um tímum ársins, haust og vet-
ur, reynzt til mun meiri en bú-
izt var við, Gistiherbergi á
Hótel Sögu eru nú 90 talsins
með 150 rúmum. Eru nær öll
gistirúmin i sumar þegar upp-
pöntuð.