Þjóðviljinn - 21.03.1964, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.03.1964, Qupperneq 6
■'f' ; ’ ' ; .'• '•/.• • ••'••' v • ■.• ••' ;■ ..•'•• '■..•• ■ • • •■>••• / • ■ . . : *•»;, > \ ■mmmm i ,•■•■•• •.;•••.••• 't'Á : ■'■'■'■'; li ; •':- ••'••,•;.; -• . 'Víllf&tynfw.'íwt 6 SÍÐA WÖÐVIUINN Laugardagur 21. marz 1964 KAUPSTEFNAN Myndln sýnir nýtt kaupstefnuhús í Leipzig, en á bak vlð það sést í ráðhúsið fræga; það var reist rnn 1550 og er gimsteinn meðal rcnisans-hú sa í Evrópu. Kaupstcfnuhús þetta var í vor troð- fullt af bókum á öllum hæðum; þar var að finna 40.000 bókatitla frá um 500 forlögum jafnt í só- síalistískum rikjum sem vestrænum; þar sýndi m cira að scgja bandarískt foriag bækur sínar. Eint og marka má af myndinnl eru nú miklar byggi ngafrarr.kvæmdir í miðborginni í I.eipzig; hún verður endurreist á næstu árum, og báru teikningar með sér, að þar myntlu fles< bin nýju hús bera svipað yfirbragð og hið væntanlega ráðhús í Reykjavík. A milli sýningarskálanna á tæknidoiHinni í Leipzig gnæfðu kranar og vinnuvélar við himin eins og þéttur frumskógur. undir úr Þýzka lýðveldinu sjálfu. 1 hótelum og gististöð- am Leipzig eru aðeins um 2.000 rúm, þannig að svo til hver einasta fjölskylda verður að opna heimili sín til þess að hýsa gesti. Háskólunum í Leip- zig er lokað meðan á kaup- stefnunni stendur, og þeir námsmenn sem ekki starfa við kaupstefnuna flytja heim til sin á meðan og eftirláta her- bergi sín aðkomumönnum. Ný veitingahús eru opnuð, þjónar og matreiðslumenn þyrpast til borgarinnar, leigubílar koma langt að til að starfa þar, og menn sem eiga einkabíla taka upp leigubílaakstur þessa daga; sumir götulögregluþjónar reyn- ast vera jafn ókunnugir og maður sjálfur þegar þeir eru spurðir til vegar. Hvarvetna má heyra annarlegar tungur og sjá fólk sem auðsjáanlega hefur ferðazt yfir hnöttinn hálfan. Á kaupstefnunni ( Leipzig birtist „heimurinn ( hnotskurn”. eins og Goethe komst að orði í bréfi til Schill- ers un 1800, en hann þurfti einnig að eftirláta herbergi sín aðkomumönnum á stúd- entsárum sínum í Le pzig. Og ekki gat ég heyrt annað en Leipzigbúum félli það vel að tilveru þeirra væri umturnað tvisvar á ári hverju, kaup- stefnan væri að vísu erfið en hún væri einnig samfelld hátíð og skildi eftir margar ánægju- 'egar minningar. Enda væru 'caupstefnurnar óframkvæman- °gar án l'fandi þátttöku al- ’nnnings; nú er að vísu verið 1 byggja ný og glæsileg hóte' 'oorginni og eiga þau að koms gagnið á næsta ári á afmæl- ’kaupstefnunum, en einni" bau munu hrökkva ákaflep skammi þegar íbúafjöldir: tvöfaldast í einu vetfangi. 8.400 fyrirtæki frá 64 löndum Kjörorð kaupstefnunnar í vor var „tækniframfarir í þágu frjálsrar alþjóðaverzlunar” og henni var m.a. ætlað að búa i haginn fyrir þá miklu alþjóða- ráðstefnu um viðskiptamál sem Sameinuðu þjóðirnar gangast fyrir og haldin verður í Geni' í vor. Meginþunginn var að þessu sinni lagður á tækni- deildina og þar voru í fyrir- rúmi efnaiðnaður og vélbúnað- ur honum tengdur, vélaiðnaður og rafeindataekni. Tæknideildin öll var á samfelldu svæði sem náði yfir um 200,000 fermetra, en á öðrum stöðum í borginni voru sýndar neyzluvörur og heimilisvélar á 100.000 fermetra svæði. 8.400 fyrirtæki frá 64 löndum taka þátt í sýningunni. Þar af eru 5.4Q0 fyrirtæki frá Þýzka lýðveldinu sjálfu og taka rúmlega tvo þriðju af sýningarrýminu. Frá öðrum sósíalístískum ríkjum voru 286 stórir viðskiptaaðilar. Frá auðvaldsríkjum Vestur-Evrópu tóku 2.200 fyrirtæki þátt í sýn- ingunni, og voru þar fyrir- ferðarmest fyrirtaeki frá Vest- ur-Þýzkalandi og Vestur-Berl- ín eða alls um 820 talsins; einnig var mikil þátttaka frá fyrirtækjum í Frakklandi, Bret- landi, Austurríki, Hollandi og Belgíu. Um 580 fyrirtæki frá rúmlega 30 ríkjum utan Evrópu tóku þátt í sýningunni. og voru '•'ar fyrirferðarmestar sýningar 'ndlands, Sameinaða Araba- '•ðveldisins, Úrúgvæ og Mar- 'kkó. Vörum er nú í vaxandi mæii "ðað eftir tegundum á vöru- '•nineunni í Leipzig. þótt enn -é nokkuð um sérstakar þjóða- sýningar. En tegundaröðunin er að sjálfsögðu mikið hagrasði bæði fyrir kaupsýslumenn og tæknifræðinga sem komnir eru til Leipzig til þess að bera saman vörugæði og nýungar i tækni. Er slíkur samanburður raunar að verða mjög mikil- vægt atriði á kaupstefnunni; þar er nú úthlutað sérstökum heiðursverðlaunum fyrir vörur sem bera af og nýungar sem taldar eru mikilvægar. Mikil viðskipti Þess er auðvitað enginn kost- ur fyrir blaðamann með ákaf- lega takmarkaða vöruþekkingu að gefa hugmynd um þann fjölbreytilega vaming sem sýndur er í Leipzig. Sýningar- skráin ein var um 2.000 þétt- prentaðar síður og vegur næstum þvi tvö kíló, enda fylgdi henni sérstök burðar- taska. Allra sízt er ég fær um að skýra frá þeim margvíslegu nýungum sem þar voru kynnt- ar í efnaiðnaði, vélbúnaði og rafeindatækni í þágu sivaxandi sjálfvirkni, en ég sá að sér- fræðingar könnuðu þær nýung- ar af mikilli gaumgæfni, enda er það mikilvægur þáttur f kaupstefnunni að sérfraeðing- ar beri saman bækur sínar; þar eru haldnir fjölmargir fyrir- lestrar og umræðufundir um vísindi og tækni. Allur al- menningur horfði af þeim mun meiri sérþekkingu á neyzlu- vaminginn, hverskonqr vefnað- arvörur. húsgögn og húsbúnað, matvæli og heimilistæki. Þar mátti m.a. sjá að A-þjóðverj- ar eru nú að ná mjög góðum tökum bæði á vefnaðarvörum úr gerviefnum, hentugum hús- Kögnum og framleiðslu á raf- 'cminum heimiiistækjum. I'n hað eru ekki aðeins sér- Framhald á 8. síðu. ILEIPZIG Vðruframleiðslan er hið mikla einkenni okkar tima, fjöldaframleiðsla á nauðsynj- um —■ og raunar óþarfa sem gerður er að nauðsynjum með áróðri og auglýsingum. Iðnað- arframleiðslan er hið mikla keppikefli allra þjóða, mæli- kvarðinn á getu þeirra til að tryggja þegnum sínum góð lífskjör og batnandi. Og heims- verzlunin fer stöðugt vaxandi, en i henni birtist skipulögð og óskipulögð verkaskipting ríkja og þjóða. Á síðustu tíu árum einum saman hefur heimsverzl- unin tvöfaldazt að verðmæti. Þessi margþættu viðskipti eru flókin og nátengd stjórnmál- um, en einn áþreifanlegasti þáttur þeirra fyrir almenning eru vörusýningar þær sem haldnar eru víða um lönd og verða stöðugt fjölþættari og umfangsmeiri, Á þessu ári verða haldnar um 80 alþ.jóð- legar vörusýningar í fjölmörg- um löndum, flestar raunar í Evrópu. en á smærri sýningar sem kynna framleiðslu einnar þjóðar verður naumast komið tölu. Sú alþjóðlega vörusýning sem flestir Islendingar sækja er vörusýningin í Leipzig, en hún er sögufrægasta fyrirtæki sinnar tegundar og kynnir neyzluvörur á haustin, en á vorin bætist við umfangs- mikil tæknisýning. 800 ára afmæli Kaupstefnan í Leipzig er langelzt.a fyrirtæki sinnar teg- undar í heiminum. 1 skjala- 6afni borgarinnar er enn að finna réttindaskjal sem Otto von Meissen markgreifi gaf út 1160, en þar fengu Leipzigbúar forréttindi til að halda mark- aði og stunda verzlun, og var 6amkeppni við þá á því sviði bönnuð í næsta nágrenni borg- arinnar. Fimm árum síðar var haldinn stór markaður sem tal- inn er upphaf vörusýninganna í Leipzig, þannig að þær munu á næsta ári halda hátíðlegt 800 ára afmæii sitt og er þegar mikill viðbúnaður að gera þau tímamót sem hátíðlegust, Markaðirnir í Leipzig urðu sí- fellt umfangsmeiri; þegaríupp- hafi 15. aldar var Leipzig orð- in miðstöð viðskipta í Evrópu, og eftir þrjátiu ára stríðið varð hún mikilvægur tengiliður i viðskiptum Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu. 1 skjalasafni borgarinnar má finna við- skiptasamninga milli Leipzig og Moskvu frá 1573, og upp úr því urðu tengslin alþjóðleg. Á vörusýningum í Leipzig mátti þá sjá varning frá Asíulöndum, fluttan þangað með aðstoð vörusýningarinnar í Nizhny- Novgorod, og sæfarar í Vestur- evrópu fluttu til Leipzig hinar nýstárlegu vörur frá annar- legum löndum. Þannig hefur kaupstefnan í Leipzig með sanni verið alþjóðleg í tæpar fjórar aldir. Kaupsýslumenn Leipzig er þannig i sveit sett að hún hefur fengið að kynnast þeim grimmilegu þjóð- félagsátökum og styrjöldum sem geisað hafa í miðbiki Evr- ópu öld fram af öld. En það hefur ævinlega verið regla kaupstefnunnar að viðskipti skuli háð hvað sem þjóðfélags- átökum líður. I skjalasafni borgarinnar er að. finna griða- yfirlýsingu skráða á bókfell frá Dietrich von Meissen mark- greifs 1268. Þar lýsir einválds- herrann yfir því að hann heiti að „aðstoða og vernda alla kaupmenn, hvaðan sem þeir koma, hvenær sem þeir vilja gera við oss viðskipti í hinni umræddu borg Leipzig, jafn- vel þótt vér eigum í yfirlýstri styriöld við þjóðhöfðingja þessara kaupmanna.” Þetta einkenni kaupstefnunnar í Leipzig hefur sett sérstakan svip á starfsemi hennar eftir síðustu heimsstyrjöld. Eins og kunnugt er var það veigamikill þáttur í kalda stríðinu að tor- velda viðskipti milli sósíalist- ískra landa og auðvaldsríkja. Kaupstefnan í Leipzig hefur sett sér það sérstaka mark að vera í staðinn tengiliður milli austurs og vesturs á sviði við- skipta, og hún hefur án efa átt ríkan þátt í því hversu mjög þau viðskipti hafa auk- izt á undanfömum árum. Um Leipzig hefur aldrei verið neitt „jámtjald”, þar hafa verzlun- armenn úr austri og vestri átt stefnumót, borið saman vam- ing sinn, rætt um vandamál sín og gert sívaxandi viðskipti. „Heimur í hnotskurn" Leipzig ber svip af því að vera miðstöð fyrir þessar miklu alþjóðlegu kaupstefnur, hún er án efa einhver mesta ferðamannaborg í heimi. Ibú- arnir eru um hálf miljón tals- ins, en á þeim tíu dögum sem kaupstefnan í vor stóð bættist önnur hálf miljón við, þar á meðal kaupsýslumenn og sér- fræðingar frá meira en 90 löndum. Um 50.000 gestir komu erlendis frá, en um 450 þús-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.