Þjóðviljinn - 26.04.1964, Side 3
Sunnudagur 26. aprH 1964
H4SVILIINN
SIÐA 3
Antonioni
Thor Vilhjálmsson:
ÆVINTÝRIÐ
eftir
Afli Eyjabáta
Afli Vestnmnnaeyjabáta hef-
ur verið mjög góður síðustu
daga eins og annarra báta á
Selvogsgrunni og var þó með
verra móti í gærdag eða sam-
tals 550 lestir. Aflahæstur var
Bergnr með 7G lestír.
Sjóveður var ekki gott á
miðunum í gær. Var austan
bræla,
Um tíma var hald manna, að
Höfrungur III. frá Akranesi
hefði slegið heimsmet Guð-
mundar Þórðarsonar, sem er
129 tonn. Höfrungur fór nærri
í fyrradag og kom þá að landi
með 126 lestir af rígaþorski
Hásetahlutur eftir þennan róð
ur er um kr. 12 þúsund.
I fyrradag var mesti afla
dagur í sögu Akraness, en þ'
bárust á land 486 tonn.
ANT0NI0NI
Moníca Vitti (til hægri) og Gabriele Ferzetti.
í 65 ÁR HAFA FIAT-VERKSMIÐJURN -
AR VERIÐ í FARARBRODDI I EVR-
ÖPSKUM BJFREIÐAIÐNAÐI.
Kynnizt af eigin raun hinum frábæru akst-
urseiginleikum FIAT 1300 og þér munuð sann-
færast um, að það er bifreiðin, sem þér hafið
leitað að.
G>[?[!ÍG3
LAUGAVEGI 178
SÍMI 38000
Hámarkshraði: 140 kílómetrar pr. klukkustund.
Vélarorka: 72 HÖ. — Þjöppunarhlutfall vél-
ar: 8,8:1. — Sprengirými vélar: 1295 cm3. —
Benzínnotkun: 8,6 1. pr. 100 km.
■ Diskahemlar á framhjólum.
■ 4 gíra — „synkroniseraður gírkassi“.
■ Rúmgóð farangursgeymsla: 12 ft.3.
Monica Vit"
Anna Anna! Hvar í ósköpun-
um er Anna? Hvað hefur orð-
ið af önnu?
En fólkið sem þykist vera
að leita að Önnu (konunni sem
hvarf í myndinni eftir Antoni-
oni í Bæjarbíói) þetta fólk er
þó strax tilbúið að gleyma
henni og daðra áfram við sina
eigin dynti og reyna að snúa
sig út úr greipum leiðans og
leita að nýrri ást i staðinn fyr-
ir þá gömlu sem er dauð. Hvaða
kvikmyndahöfundur hefur leyft
sér að slá fram stórri spum-
ingu og glíma svo við aðrar
spurningar myndina á enda án
þess að segja okkur: hvað varð
af önnu? En svo snjall er
Antonioni að við sættum okkur
við að vita ekki hvað hann lét
verða af Önnu.
Ég ætla ekki að fara að
Stríðsglæpamaður
flú&i til Sviss
BRAUNSCHWEIG 24/ —
Þýzki stríðsglæpamaðurinn
Hans Walter Zech-Nenntwich
slapp úr fangelsinu í Braun-
schweig í Vestur-Þýzkalandi á
miðvikudaginn og komst dag-
inn eftir með lítilli einkaflug-
vél ásamt vinkonu sinni til
Svisslands.
Hann kom ásamt vinkonunni,
32 ára gamalli stúlku að nafni
Margrit Steinhauer, til Klaus-
lieide-flugvallar, skammt frá
hollenzku landamærunum, á
fimmtudagsmorgun. Hann
komst í gegnum tollinn, þótt
hann gæfi upp sitt rétta nafn
og flaug síðan strax til Sviss.
Þá hafði flótti hans úr fang-
elsinu komizt upp, en hann
hafði troðið út náttföt sín svo
að fangaverðirnir héldu að
hann lægi enn á fleti sínu.
Einn fangavarðanna, Diet-
rich Zeeman, hefur verið hand-
tekinn, en hann hefur játað að
hann hafi aðstoðað Zech-
Nenntwich við að komast und-
an. Hann hafði opnað sex dyr
fyrir hann og komið honum
þannig alla íeið út úr fangels-
inu. Þeir höfðu þekkzt frá því
1936, þegar þeir voru báðir fé-
lagar í nazistaflokknum.
Stríðsglæpamaðurinn lenti
flugvél sinni í Basel í Sviss, en
hélt þaðan til bæjarins Schwyz
með jámbrautarlest. Ekki er
vitað hvar hann heldur til nú.
skrifa grein um Antonioni né
kvikmyndina sem Bæjarbíó
sýnir en ef kvikmyndahúsgest-
ir taka ekki til þakka að eiga
kost á að sjá í fyrsta sinn
hérna kvikmynd eftir Antonioni
þá er ástandið verra en ég
hélt.
Á þessum vetri hefur verið
auðn og tóm í kvikmyndahús-
unum þegar litið er á listgildi
vörunnar sem bauðst. Skyndi-
lega hefur birt. Hafnarfjarð-
arbíóin hafa forustuna; hríf-
andi mynd eftir Bergman
í því húsi sem kennir sig við
staðinn og fleiri væntanlegar
eftir þann sem tók við veldis-
sprota Dreyers sem konungur
norðursins í kvikmyndalist:
Ingmar Bergman.
Og nú hefur Bæjarbfó flutt
til landsins fyrstu kvikmynd-
ina eftir Antonioni sem ásamt
Resnais er sérstæðasta filmskáld
sem hefur heimt athyglina á
síðkastið í Evrópu. Fellini hef-
ur nokkru lengur notið frægð-
arinnar, svo ég tali ekki um
Bunuel sem kom fram á
tíma þöglu kvikmyndanna. En
þessa menn vildi ég nefna
sem mestu kvikmyndahöfunda
álfunnar í dag. Og má geta
þess að á næstunni gefur Bæj-
arbíó tækifæri að sjá nýjasta
snilldarverk Bunuels: Engil
dauðans. Og kannski við fáum
líka að sjá nýju myndina eftir
Fellini: 8*/2. En Tónabíó ætl-
ar að lofa okkur að sjá Nóttina
eftir Antonioni sem hann gerði
næst á eftir Ævintýrinu.
Antonioni er skáld sem
reynir að seilast í djúp mann-
eskjunnar og segja frá óró sem
nagar hjartað, rótleysi nútíma-
mannsins og þrá sem veit ekki
hvert skal miða. Franski gagn-
rýnandinn og kvikmyndahöf-
undurinn Jacques Doniol-Val-
croze segir að myndatakan í
Ævintýrinu sé einhver sú feg-
ursta sem sézt hafi í svörtu og
hvítu á kvikmyndatjaldi og
kvikmyndin sé ein sú allra
bezta frá stríðslokum. Hann
talar um að Hirósíma, mon
amour (eftir Resnais, sýnd í
Nýja Bíói um árið) og Ævin-
Allt lifir það svo náið og er
svo satt í sjálfu sér og í heild-
inni, ég myndi ekki treysta
mér til að benda á einstaka
parta myndarinnar, kippa þeim
út úr heildinni til að skilgreina
töfrana, skáldskapinn.
Antonioni sýnir okkur það
sem við héldum gamalkunna
hluti sem nýja og framandi
einsog skáldið eitt getur, teng-
ir nýja og framandi hluti við
týrið séu upphaf á nýrri öld
í kvikmyndalist.
II.
Kannski mér leyfist að vitna
í grein sem ég skrifaði um
Antonioni í Samvinnuna fyrir
tveim árum og standa þannig
við það sem stóð i upphafi
þessarar greinar að hér stæði
ekki til að skrifa nýja grein
um Antonioni:
Ég veit ekki hvemig ætti að
skilgreina á prenti kvikmynd
einsog L’Awentura. Að rekja
söguþráðinn? Það virðist ósköp
fánýtt. Það segði harla lítið
um eðli þessarar kvikmyndar.
Hún er öll fyrirburður í djúp-
inu, svo að ég noti söguheiti
frá Halldóri Laxness. Myndin
er um tilfinningar fólks, ekki
um ytri atburði. Og þeim er
lýst á svo sannfilmískan hátt
að það verður ekki sagt á ann-
an hátt. Fólkið, landslagið,
birtan. Tilfæringar myndavél-
arinnar og hrynjandin. samspil
myndarinnar og hljóða, tónlist.
reynslu okkar svo okkur finnst
við höfum þekkt þá lengi.
Persónurnar eru lifandi fólk,
við finnum inni með okkur
hvað svipbrigði þeirra tákna,
komumst í samband við til-
finningar þeirra en getum
kannski ekki sagt hvernig ef
gengið er á okkur.
Atburðir myndarinnar? Fólk
á klettóttri eyju skammt frá
Sikiley þar sem landslagið er
stórbrotið og hrikalegt (og það
ýfði upp í mér þá hugsun hvað
það væri hægt að gera stór-
fengar kvikmyndir á Islandi, í
íslenzku landslagi fremur en
nokkru öðru sem ég þekki).
Landslagið er notað fullkom-
lega af Antonioni og persón-
urnar látnar lifa svo ríkt í því
að manni finnst að ekki væri
hægt að segja þessa hluti öðru-
vísi. Sandro er arkitekt sem
hefur fallið fyrir freistingum
hins auðtekna gróða og svikið
hugsjónir sínar. Hann er trú-
lofaður ríkri stúlku: önnu.
Claudia er vinkona Önnu. Það
er fleirafólk í ferðinni. Skyndi-
lega er Anna horfin. hefur hún
hlaupizt á brott? Hefur hún
hrapað til bana? Kannski
drukknað? Kannski hefur há-
karl rifið hana í sig? Nú fara
allir að kalla: Anna. Anna.
Enginn finnur önnu. Ætli
margir kvikmyndahöfundar
mundu komast upp með það
að láta okkur fara heim án
þess að fá skýringu á hvarfi
Önnu? Varla. Það er til marks
um snilli Antonioni að hann
kemst upp með þetta. Hann
segir okkur söguna af ævin-
týrinu. Ástarævintýri Sandro
og Claaidiu. En við finnum
alltaf spennuna vegna hins ó-
skýrða hvarfs. Undir þvi yfir-
skini að vera að leita að önnu
leita þau hvort að öðru, finn-
ast og farast á mis, og svo
framvegis. Það er svo margt
sem þessi mynd fjallar um:
einmanaleika og tilraunir til
að rjúfa hann sem leiða stund-
um til þess að hann verður
enn sárari. Einhver myndi
segja tómleika hjartans. Ann-
ar segir kannski ofhleðslu
hjartans sem fær ekki útrás.
III.
Antonioni spurði mig eitt
kvöld í Róm þegar ég sat með
honum og Monicu Vitti á veit-
ingahúsi:
Hvaða myndir mínar hafa
verið sýndar á Islandi?
Engin, sagði ég.
Er svona strangur censorinn
hjá ykkur, sagði Antonioni.
Nú kemur væntanlega á dag-
inn hvort censor kvikmynda-
gesta á íslandi bannar að sýna
hér kvikmyndir sem hvarvetna
annarsstaðar þykja bera af um
listgildi. Úr því sker aðsóknin
í Bæjarbíói næstu daga.
FIAT 1300 FYRIR FJÖLSKYLDUNA. ORKA