Þjóðviljinn - 26.04.1964, Page 6
w
g SlÐA
ÞJOÐVILIINN
Sunnudagur 26. apríl 1964
LEYNDARDÓMAR VENUSAR
Fyrir skönunu
var eitthvert
frægasta mar-
marastykki
heims. Venus
frá Mfló, tek-
ið úr Louvre-
safninu og
sent til Tókíó
á sýningu.
Parisarbúar
voru mjög á-
hyggjufullir
yfir þessu til-
tæki og báru
sig illa ástar-
gyðjulausir,
en þó náði
gremja þeirra
hámarki þegar
það kom á
daginn að það
hafði molnað
úr stytbunni á leiðinni.
En það er þá ekki í fyrsta
sinni sem ýmsir þýðingarmikl-
ir partar villast frá þessari
styttu.
Hún fannst áriö 1820. Grísk-
ur bóndi. Bottoni að nafni,
var að grafa með syni sín-
um í fjallshlíð nokkri á eynni
Melos, sem þá laut tyrkneskri
stjóm. Allt í einu opnaðist
jörðin og í ljós kom allmikil
hola og þar í lá stytta liggj-
andi í maramarabrotum. Bott-
oni kom einhverju af þessu
heim til sín og sýndi franska
konsúlnum á staðnum sem
varð hrifinn og ákvað að
tryggja gripina landi sínu.
Brátt bar þar að franskan
„sérfræðing“, sjóliðsforingja af
frönsku skipi.
Er Venus frá Mílo aðeins
hugmynd sveitamanns um útlit
lítt merkrar staðargyðju?
Hann skýrði svo frá að stytt-
an hafi íundizt ,.í einskonar
skála sem á voru áletranir,
gefandi til kynna. að hann hafi
verið helgaður Hermes og
Herakles, Styttan er af nakinni
konu sem heldur á epli í
vinstri hendi og heldur uppi
klæðum sínum með þeirri
hægri. Báðir handleggirnir eru
skaddaðir og nú aðskildir frá
líkamanum". Sjóliðsforinginn
lofaði Bottoni að franski sendi-
herrann í Tyrklandi myndi
kaupa myndina og sigldi til
Konstantínópel.
Skipið var varla horfið úr
augsýn þegar grískur prestur
sem dró taum tyrkneskra sagði
Bottoni, að lögum samkvæmt
tilheyrði styttan soldáninum,
sem varla yrði mjög kátur, ef
gripurinn hyrfi úr landi. Bott-
oni varð ákaflega skelfdur. og
brátt varpaði tyrkneskt skip
akkerum þar á höfninni, og
styttan lá þegar tilbúin til
brottflutnings á ströndinni.
En einmitt þá bar að franskt
skip með stjómarerindreka
innanborðs sem hafði skipun
um að kaupa. Menn vita ekki
vel hvað næst gerðist. En hvort
sem það var samkvæmt samn-
ingum eða vegna ofbeldisað-
gerða þá var frúin flutt til
Parísar. Vesalings Bottoni sat
eftir með 550 franka í reiðu fé.
Skömmu síðar kom franski
sendiherrann frá Konstantínóp-
el í eigin persónu. Honum var
fylgt á fundarstaðinn með til-
heyrandi viðhöfn og var Svo
heppinn að finna þar fleiri
marmarabrot, og þar á meðal
part úr fótstallinum,
Meðan þessu fór fram var
stytbunni sungið lof í París.
Sérfræðingar Louvre-safnsins.
Percier og Fontaine, lýstu því
yfir. að hún væri vafalaust
verk frægasta myndhöggvara
Grikkja, Praxitelesar. Henni
var komiö fyrir 1 læstu her-
bergi meðan gengið yrði frá
verðugum stað handa henni á
safninu.
En nú kom dáHtið einkenni-
legt fyrir. Hinn frægi franski
málari. David, þá sjötugur að
aldri, bjó í útlegð í Briissel,
Hann langaði mikið til að vita
sem flest um þetta nýfundna
listaverk, og bað fyrrverandi
nemanda sinn f París að senda
sér teikningu af því.
Og David brá heldur en ekki
í brún, þegar honum barst
teikningin: hann sá. að á brot-
inu úr fótstallinum sem franski
sendiherrann fann, var greini-
leg áletrun: ,,Agesandros, son-
ur Menidesar. frá Antiokhíu í
Meander gerði þessa mynd".
Og hvað þá um allt skrumið
um Praxiteles og klassíska
tímabilið? Áletrunin myndi
færa listaverkið til síðari tíma,
það væri þá frá því um 200
fyrir Krist, og sveitamanns-
verk að einu og öllu.
Percier og Fontaine brugðust
að sjálfsögðu ókvæða við. Og
styttan var ekki sýnd almenn-
ingi í sextíu ár (ekki fyrr en
1884). Og það er eftirtektar-
vert, að marmarastykkið óþægi-
lega hafði verið tekið burt og
sagt það kæmi ekki styttunni
við, Enginn hefur séð það
síðan,
Var það til? Og ef svo, var
það úr fótstalli einmitt þessar-
ar styttu? Og hvað um Hermes
og Herakles og áletrunina?
Hvar eru handleggimir? Hefur
nokkur séð þá. og ef svo er,
myndu þeir gefa nokkrar upp-
lýsingar um frúna?
Nútímamönnum kemur sam-
an um að styttan sé síðborið
sveitamannaverk, og álíta að
vinstri hönd hennar hafi hald-
ið é epli — „melon" er gríska
orðið fyrir epli. Að öllum lík-
indum var hún aðeins staðar-
gyðja.
Línufall
leiðrétting
Ein lína féll niður úr inngangi
að forsíðufrásögn blaðsins í gær,
af ræðu Alfreðs Gíslasonar frá
umræðum um tekjustofnafrum-
varpið í efri deild Alþingis á
föstudag, og raskaði þetta illa
meiningunni. Þannig átti inn-
gangurinn að hljóða:
Með frumvarpi rikisstjórnar-
innar um tekjustofna sveitar-
félaga cr í fyrsta lagi stefnt
að afnámi stighækkunar skatts
í samræmi við cfnahag, i öðru
lagi afnámi heimildar til að
lækka öll útsvör um sömu upp-
hæð, og er það cfnalitlu fólki
fyrst og fremst í óhag og í
þriðja lagi lækkar raunveruleg-
ur frádráttur á lægstu tekjum
frá því sem var 1962, en að öðru
Ieyti hækkar frádráttur ckkert
ef tillit er tekið til síaukinnar
dýrtíðar.
EVRÓPURAÐSFUNDUR
UM FRÆÐSLUMÁL
Helgi Eliasson fræðslumála-
stjóri sat nýlega fund, sem
haldinn var í Strasbourg í
Evrópuráðsnefnd, sem fjallar
um almennt menntun og
tæknimenntun, Rætt var um
ýmis atriði, 6em Evrópuráðið
hefur látið til sín taka á þessu
sviði. Meðal þeirra er starf-
semi til að auka gagnkvæma
þekkingu á fræðslumálum í
ríkjunum í álfunni, m.a. með
útgáfu handbóka. Þá var rætt
um aðferðir við kennslu i
tungumálum og um kennslu
í þjóðfélagsfræði, en Evrðpu-
ráðið hefur beitt sér fyrir
ýmsum ráðstöfunum til fram-
fara varðandi þessi atriði. Þá
var ennfremur rætt um aðstoð.
sem Evrópuráðið hyggst veita
til að bæta kennaramenntun
í Tyrklandi, svo og um fræðslu
um umferðarmál og um athug-
un á kennslubókum í sögu og
landafræði. Sem kunnugt er
verður haldin ráðstefna i
Reykjavík á sumri komanda
um endurskoðun kennslubóka
I landafræði.
Ferðaskrifstofan LANDSÝN HF.
TÝSGATA 3 REYKJAVÍK — SÍMI: 22.890. P. O. BOX 465.
■ Erum umboðsmetm:
LOFTLEIÐA h/f, INTOUR-
IST, Sovétríkjunum, CEDOK,
Tékkóslóvakíu, IBUSZ, Uhg-
verjalandi, ORBTS, P'ónahdí,
PUTNIK, Júgóslavíu, D.E.R.,
A.-T>ýzkalandi, BALKAN-
TOURIST, Búlgaríu, CARP-
ATE Rúmeníu, SPUTNIK,
Sovétrikjunum, LOMAMAT-
KA, Finnlandi, PROGRESS-
IVE TOURS, Englandi,
FOLKETOURIST, Danmörku,
CENTRO GIOVANILE PER
GLI SCAMBI TURISTICI e
CULTURALI, ftalíu, LOISIR
et VACANCES de la JEUN-
ESSE, Frakklandi,
■ Höfum auk þess bein
viðskiptasambönd vlð fjölda
annarra ferðaskrlfstofa viðs
vegar um Evrðpu, Asiu og
Amcríku.
Á þessu ári raunum við auk
fyrrgreindrar þjónustu bjóða
upp á ferðir til Sovétríkj-
anna, Austur-Þýzkalands,
Tékkóslóvakíu, Ungverja-
lands, Kúbu, Júgóslavíu,
Austurríkis, Rínarlanda, ftal-
íu, Spánar, Bretlands og
fleirl staða.
■ Eftirtaldar ferðir hafa
verið ákveðnar:
■ Veltir upplýsingar og fyr-
irgreiðslu varðandi ferðalög
um allan heim.
■ Selur flugmiða hvert sem
er, Getur séð um fyrir-
greiöslu á farmiðum með
skipum og járnbrautum víðs
vegar um helm.
■ Önnumst fyrirgreiðslu á
hótelgistingum innanlands og
utan.
■ Skipuleggjum hópferðir
og ferðlr einstaklinga Innan-
lands og utan.
L.S.l. — SOVÉTRÍKIN.
18 dagar. 31. mai — 17. júní.
Verð áætlað kr. 16.000,00.
Flogið verður til Kaup-
mannahafnar og þaðan verð-
ur flogið til Moskvu, eftir
tveggja daga dvöl í Kaup-
mannahöfn. Ferðazt verður
um Sovétríkin og m.a. heim-
sóttir staðir, svo sem Lenin-
grad. Moskva, Kiev, Yalta.
Flogið verður aftur til Kaup-
mannahafnar og siðan til
Reykjavikur.
L.S.2. — SOVÉTRÍKIN
16 dagar. 4.—19. september.
Verð áætlað kr. 16.000,00.
Flogið verður til Kaup-
mannahafnar Qg þaðan þeint
til Moskvu og ferðazt um
Sovétríkin og heimsóttir m,.
a. eftirtaldir staðir: Lenin-
grad, Möskvá, Kiev, Yalta.
Flogið til Kaupmannahafn-
ar og beint heim til Reykja-
víkur.
L.S.3. — AUSTUR-ÞÝZKA-
LAND. (Eystrasaltsvikan) 1.,
3., 5.—20. júlí. Mest 20 daga
ferð. Verð áætlað kr. 8.000
til 8.500,00.
Farið verður til Kaup-
mannahafnar dagana 1., 3. og
5. júlí og geta menn valið
milli ferða. Þeir sem fara 1.
júlí geta stoppað 2 daga í
Kaupmannahöfn, en hinir
fara með lest og ferju beint
til Wamemúnde þann 3. júlí,
og 5. júlí þeir sem fara 5, júlí.
Dvalizt verður á Eystrasalts-
viktmni til 17. júlí með þátt-
töku í hátiðahöldunum. —
Iþróttaleikir, skemmtiferðir,
baðströnd. leikhús, kvik-
myndasýningar o.fl. Þá verð-
ur farið um Austur-Þýzka-
land í tvo daga. m.a. til Ber-
línar, og þv{ næst til Kaup-
mannahafnar frá Warne-
mtinde með ferju og lest og
síðan flogið heim til Reykja-
víkur.
L.S.4. — TÉKKÓSLÓVAKÍA.
18 daga ferð, 7.—22. júni.
Verð áætlað kr. 14.000,00.
Florgið verður til Kaup-
mannahafnar og þaðan til
Prag og ferðazt siðan um
Tékkóslóvakíu og heimsóttir
m.a. eftirtaldir staðir; Mari-
anske Lazne, Karlovy Vary,
Frantiskovy Lalne, Pilzen,
Lidice. Síðan flogið frá Prag
til Kaupmannahafnar og það-
an heim til Reykjavikur.
Aðrar ferðir verða auglýst-
ar siðar. Tiikynnið þátttöku
sem fyrst vegna takmarkaðs
þátttakendafjölda.
★
■ Þá viljum við vekja at-
hygli á því að við útvegum
sérstaklega ódýrar ferðir til
Olympíuleikanna f Tokyo i
sumar.
Hægt er að velja um að
fljúga til Helsingfors, þaðan
til Leningrad og Moskvu eða
til Kaupmannahafnar og það-
an til Moskvu. En fró
Moskvu verður flogið til
Khabarovsk og þaðan með
hraðlest til Nakhodka, en
með skipi frá Nakhodka til
Yokohama I Japan. Sama leið
til baka. — Ferðalangar geta
dvalizt í 1—2 daga á eftir-
töldum stöðum: Leningrad,
Moskvu, Khabarovsk og skoð-
að þar ýmislegt sem þessar
borgir hafa upp á að bjóða.
Leitið upplýsinga í tíma.
■ Einnig viljum við benda
yður á skemmtilegar ferðir
með skipum fró Vin eftir
Doná til Yalta með viðkomu
á ýmsum stöðum i eftirtöld-
um löndum: Tékkóslóvakíu,
Ungverjalandi, Júgóslavíu.
Rúmeníu og til baka sömu-
leið. — 6 landa sýn. Þægilep
og skcmmtileg ferð.
Við getum auk þess útveg-
að farmiða i fjölda annarra
ferða víðs vegar um heim;
vörusýningar, tónlistarhátíðir
o.fl. víðs vegar um Evrópu
og Asíu. Þar viljum við
benda yður á hinar vinsælu
leikhúsferðir til Moskvu. Þar
skemmta frægustu listamenn
heims á sviði balletts, leik-
listar og tónlistar.
■ Vandamálið cr: Hvert
viljið þér fara? Viljið þér
ferðast ódýrt? Viljið þér
skemmta yður vel? Við reyn-
um að aðstoða yður við að
Icysa vandann.
■ Ef þér þurfið að fljúga,
hringið til okkar. Við útveg-
um ílugferðir strax með hin-
um glæsilegu Loftleiðavélum.
Munið greiðsluskilmóla Loft-
leiða. — FLUGFERÐ STRAX
— FAR GREITT SÍÐAR. —
Loftleiðir bjóða íslenzkum
viðskiptavinum sinum upp á
þriggja til tólf mánaða
greiðslufrest á allt að helm-
ingi þeirra gjalda, sem greidd
eru fyrir flugfor á flugleið-
um félagsins.
■ ATHUGIÐ; Dragið ekki
lengi að hafa samband við
okkur.
Síminn cr: 22.890.
Skrifið: 1— Utanáskriftin er:
FERÐASKRIFSTOFA
LAN □ S V N Tr
PiO* BOX 465 — Beykjavík Iceland
1
#