Þjóðviljinn - 26.04.1964, Qupperneq 7
Sunnudagur 26. apríl 1964
ÞlðÐVILJINN
SIÐA 7
/ BODIBRCIKA ÞINGSINS
Hin gömlu kynni
— E>ú hefur komlð til Eng-
lands áður?
— Jú. ég kom þangað fyrst
vorið 1941. En það var reynd-
ar ekki nein skemmtiför, ég
var þá fluttur þangað fangi
ásamt Sigfúsi Sigurhjartarsyni
og Sigurði Guðmundssyni eft-
ir að brezka herstjómin á Is-
landi hafði bannað Þjóðviljann
og handtekið ritstjómarmenn
hans. Við sátum þó í fangelsi
í miðri London er Þjóðverjar
gerðu sem harðastar loftórósir
á borgina — sú versta var 10.
maí. En við gótum skoðað okk-
ur dálitið um eftir að okkur
var sleppt, og einn af þóver-
andi þingmönnum, Gallacher,
sýndi okkur þinghúsið — salur
neðri deildar var þá skemmd-
ur af sprengjum, og við sáum
fund í deildinni, sem fram fór
í húsakynnum lávarðadeildar-
innar. Fyrstu kynni min af
Bretum voru því ekki sem
skemmtilegust.
Og ég hafði stutta viðdvöl
í Bretlandi 1945. Ég var á heim-
leið úr ferð til Finnlands, Sov-
étríkjanna, Tékkóslóvakíu og
Póllands en þangað fórum við
Pétur Bendiktsson á vegum
nýsköpunarstjórnarinnar til að
koma á viðskiptasamböndum
við þessi lönd. En það var
einnig lítið hægt að sjá sig
um þá.
Rauði fáninn
á Buekingham
— En þessi þingmannaférð
hefur verið skemmtilegri?
— Já, hún var mjög ánægju-
leg. Slíkar kynnisferðir greiða
ákaflega mikið fyrir þeim
miklu samskiptum milli þjóða
sem nauðsynlegar eru á okk-
ar tímum, Islenzkir þingmenn
hafa áður farið til Sovétríkj-
anna og Tékkóslóvakíu, hingað
hefur komið sovézk sendinefnd
og von er á tékkneskri. Og
brezkir þingmenn munu einnig
koma hingað. Þótt ekki sé vit-
að hvenær það verður —
brezka þingið hefur mjög v£ð-
tæk tengsl við þing annarra
landa, líklega gista þá árlega
einar sex þingmannanefndir,
svo að þeir geta ekki farið í
svarheimsóknir umsvifalaust.
— Hvernig var móttökum
háttað?
— Allstór hópur þingmanna
var i móttökunefndinni og
skiptu þeir því svo með sér
að ferðast með okkur eða sýna
okkur eitt eða annað. Við höfð-
um þannig tækifæri til að
kynnast allmörgum þingmönn-
um persónulega. Það var
einnig ágætt að móttakendur
voru nokkumveginn jafnmarg-
ir frá lhaldsflokknum og
Verkamannaflokknum — á
ferðalögum var jafnan einn
þingmaður úr hvorum flokki
með okkur.
— Körpuðu þeir þá ekki um
það, hvernig túlka bæri á-
standið á hverjum stað?
— Nei, það fór allt fram í
mesta bróðerni, Þegar við
vorum staddir í Norwich
spurðist það að Verkamanna-
flokkurinn hefði unnið mikinn
sigur í bæjarstjómarkosning-
ingum í London. Þá varð 1-
haldsþingmanninum þetta að
orði: Verkamannaflokkurinn
búinn að taka London. Rauði
fáninn blaktir yfir Bucking-
ham Palace. . . .
Festa
— Hvernig var dagskránni
háttað?
— Fyrst var okkur sýnd
London, byrjað á helgidómi
þeirra Breta. Westminster
Abbey. Ennig skoðuðum við
þinghúsið mjög rækilega og
heyrðum ítarlega frósögn um
starfhætti þingsins og þær
erfðavenjur sem því eru tengd-
ar. Við vorum viðstaddir er
fundur hófst í neðri deild,
House of Commons, en þang-
að má. eins og kunnugt er,
konungurinn aldrei stíga fæti
sínum vegna þess að árið 1642
brá þáverandi konungur sér
þar inn til ofbeldisverka. Það
var mjög fróðlegt fyrir okkur
að kynnast þessu öllu, kynnast
brezkri festu, þv£ þótt siðir
þeirra sumir geti virzt hjákát-
legir, þá má afstaða þeirra til
sinna erfðavenja verða nokk-
ur fordæmi einmitt okkur sem
eigum það á hættu að týna
niður mörgu úr okkar þjóðlega
aríi.
Norwich
Við fórum til Norwich í
Austur-Englandi, sem á 15. öld
var næststærsta borg í Eng-
landi á eftir London, þá mjög
rík miðstöð ullariðnaðar og
stendur þvl á gömlum merg.
Þetta er fróðleg borg — þama
er eittthvert ágætasta málverka-
safn á Englandi. og einnig
merkilegt og vel skipulagt
fomleifasafn. Það sýnir ákaf-
lega vel þróun mannfélags á
Bretlandseyjum frá fyrstu tím-
um. Þarna er einnig eldgamalt
fangelsi — f þvi voru geymdir
margir af foringjum bænda-
uppreisnarmanna 1381 og 1549,
pyndaðir þar og síðan líflátnir;
borgin hefur komið mjög við
sögu landsins ■— einnig í
stéttastriðum gegn aðlinum,
1 þessari borg sáum við
einnig skóverksmiðju þar sem
unnu um 1000 manns og myndi
þetta fyrirtæki vera talið af
meðalstærð. Skipulagning
vinnunnar var með miklum
ágætum og tryggir bæði góða
vöru og ódýra. Mér varð hugs-
að til skipulagslausrar og
dreifðrar fjárfestingar £ okkar
iðnaði — hér hafa verið einar
n£u skóverksmiðjur og varla
meira en 200 manns starfandi
i þeim öllum,
1 Norwich sóum við einnig
ágæta sýningu á Ríkharði
þriðja eftir Shakespeare og
voru þó ekki atvinnuleikarar
að verki — skólastjóri á staðn-
um lék Rfkharð.
Við ferðuðumst einnig til
nálægra borga. Til Cromer,
sem er orlofsstaður; til Lowe-
stoft sem áður var mikill sfld-
arbær og seldi afurðir sínar
víða um heim. Nú hefur veiði
stórlega minnkað en er þó
nokkur ennþá og sóum við
nokkuð til vinnubragða við
uppskipun og vinnslu. Allt var
skipulagt af mikilli hagsýni —
sannarlega engin tíu kflómetra
þorskhausakeyrsla eins og við
þekkjum. I þessum bœ er
einnig einhver ágætasta rann-
Einar Olgeirsson.
sóknarstöð sjávarútvegsins f
Bretlandi.
Fiskiborg
Þaðan fórum við til Hull
sem Islendingar þekkja betur
en flestar borgir aðrar.
— Voruð þið nokkuð sprok-
settir þar vegna landhelgis-
mála?
— Nei, alls ekki. I dagblöð-
unum mótti lesa fyrirsagnir:
Fishing foes face each other —
Fiskistríðsóvinir hittast, en
það var allt og sumt, Þar vor-
um við í samsæti og var Helly-
er í forsæti, en það er nafn
sem allir Hafnfirðingar eiga að
kannast við: „Hellyers
bræður" róku útgerð frá Hafn-
arfirði fram á þriðja áratug
aldarinnar, og þegar þeir fóru
skapaðist vandaræðaástand
f bænum, þar til fólkið
tók til sinna ráða og stofnaði
fyrstu bæjarútgerðina á land-
inu.
Morguninn eftir skoðuðum
við hafnarmannvirki í Hull og
fylgdumst með uppboði á fiski,
sem gekk mjög rösklega, og sá-
um fulltrúa þeirra fiskkaup-
manna sem við höfum átt mik-
il viðskipti við, bæöi góð og
111, Við sáum einnig hús sem
íslendingar létu reisa í Hull
eftir stríð til að láta í ljós sam-
úð sína með þessari borg, sem
var mjög illa útleikin eftir loft-
árásir. Þar búa gamlir sjómenn
og sjómannsekkjur. Á leiðinni
til London var að okkar ósk
komið við í háskólabænum
Cambridge. fornri borg og fag-
urri. Og þessum ágæta degi,
sem hófst á fiskiuppboði í Hull,
lauk í viðhafnarsal Neðri mál-
stofu þingsins í boði hjá for-
seta hennar.
Spurningatími
Og næstu tvo daga var hald-
ið áfram að skoða London.
Tower, Sánkti Páls kirkjuna.
Hana hafði ég reyndar séð áð-
ur, skaddaða af þýzkum
sprengjum. Nú hafði að sjálf-
sögðu verið gert ágætlega við
hana, en umhverfið var mikið
breytt, Var verið að byggja
mikið af nýtízku húsum og
auðvitað höfðu hinir vanaföstu
Bretar deilt töluvert um það,
hvorf slíka nýsmíði ætti að
leyfa.
— Var annars nokkuð að
frétta af þinginu?
— Jú, við komum þangað og
vorum viðstaddir spurningar-
tíma. Spurningar þingmanna
voru yfirleitt mjög stutt-
ar og svör ráðherranna
sömuleiðis og menn mjög fljót-
ir að spretta á fætur til að
gera athugasemdir — en þá
ræður Speaker, forseti deild-
arinnar, hverjum hann gefuí
orðið. Ung þingkona úr Verka-
mannaflokknum bar fram um-
kvörtun, undirskrifaða af 83
þingmönnum vegna svertingja-
fjölskyldu frá Suður-Afríku
sem komin var til landsins og
hafði ekki fengið landgöngu-
leyfi eða atvinnuleyfi og varð
því um skeið að snúa
aftur. Fékkst þetta leyfi nokkr-
um dögum síðar. I Bretlandi
er mikil samúð með frelsisbar-
áttu Suður-Afríkumanna og
einmitt þessa daga sem við
vorum í London fór þar fram
ráðstefna um efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn hinni fasist-
ísku stjóm Suður-Afríku.
Eins og ég sagði áðan höfðum'
við tækifæri til að kynnast
Framhald á 9. síðu.
Fyrir skömmu fóru sex þingmenn í kynn-
isferð til Englands í boði brezka þingsins.
Meðal þeirra var Einar Olgeirsson og segir
hann í eftirfarandi viðtali frá ferðinni og
kynnum sínum af Bretum fyrr og síðar.
I
Bréf Tómasar Mann — Andspyrna gegn uppgjöf -
Vildi hann byltingu? — Ungverjar ræða alvörumál
Ekki að fegra sannleikann — Hann er okkar
bezta röksemd
I
l
Erika Mann, dóttir einhvers
ágætasta rithöfundar
Þjóðverja, Thomasar Mann,
hefur gefið út bréf föður
síns og er annað bindið kom-
ið út ekki alls fyrir löngu;
þaö geymir bréf frá ámn-
um 1937 til 1947.
I þessu bindi eru bréf um
ólíkustu efni og til ólfk-
ustu persóna. Sitthvað má
þar finna til útskýringar ó
ýmsum atriðum í skóldverk-
.um rithöfundarins, áður lítt
þekkt ævisöguatriði koma
þar í Ijós, en flest snúast
þessi bréf samt um afstöð-
una til Þýzkalands og Þjóð-
verja. sem þá gerðu sig Ifk-
lega til að leggja undir sig
heiminn undir fasistískri for-
ystu. Hið þýzka vandamál er
hér rætt fró ýmsum hliðum,
í upphafi tímabilsins grfpur
Mann ósjaldan til háðs-
ins í gagnrýni sinni ó sam-
löndum sfnum, en tónn ræð-
unnar verður smóm saman
þyngri og reiðari þar til
hann árið 1944 lýsir svo von-
brigðum sínum með sína
eigin þjóð að „andstyggð
mfn á öllu þýzku er nú
ómælanleg.“
★
Prófesscr Sieburg hefur rit-
að um þetta bréfasafn i
Spiegel. Hann segir að hug-
leiðingar Manns um þýzka
grimmd og andhverfu henn-
ar. hina þýzku sjálfsmeð-
aumkvun séu þegar kunnar
af öðrum bókum hans. Hins-
vegar gefi bréfin hrífandi
mynd af þvf, hvernig Thom-
as Mann breytist á þessu
tímabili úr þeim „ópólitíska"
manni sem hann áður nefndi
sig, í herskáan baráttumann
sem í hvfvetna reynir að efla
mótspyrnukraft manna gegn
höfuðóvini siðmenningarinn-
ar. þýzkum fasisma. Hann
hikar ekki við að bera gest-
gjöfum sínum f útlegðinni
Bandarfkjamönnum, ó brýn
hættulega tilhneigingu til
„málamiðlunar" við fasisma.
Og um skáldbróður sinn.
Stefan Zweig, sem í stríðs-
byrjun kaus uppgjöf sjálfs-
morðsins heldur en baráttu
segir hann: „Þekkti hann ekki
skyldur sínar gagnvart þeim
hundruðum þúsunda sem
virtu nafn hans mikils, því
fólki sem afsögn hans hlaut
að hafa lamandl áhrif á?“
★
Síðustu bréfin í þessu bindi
eru frá fyrstu tveim ár-
unum eftir strfð og þar kem-
ur í ljós, að Thomasi Mann
hefur ekki fundizt sigurlnn
yfir nazistum færa heiminum
það, sem hann hafði vonazt
til. En hverju hafði hann þá
búizt við? spyr Sieburg. t
maí 1938 hafði hann skrifað.
að heimurinn væri aðeins
þess vegna svo þolinmóður
gagnvart fasismanum að
hann væri álitinn hjálpar-
meðal gegn hinni þjóðfélags-
legu byltingu sem allsstaðar
vofði yfir. Öskaði hann þá
eftir þessari byltingu og
vildi hann greiða götu henn-
ar? spyr prófessorinn — og
býst við því, að svör við
þeim spurningum verði gef-
in í þriðja bindi bréfasafns-
ins, sem nú er í undirbún-
ingi.
★
Iungverskri borg var hald-
ið samsæti til að heiðra
aldraðan kennara. Starfs-
bræður hans risu úr sætum
hver af öðrum og órnuðu
honum allra heilla eins og
venja er til í slíkum tilvik-
um. En ein þessara borð-
ræðna varð til þess að
hrinda af stað umræðum um
land allt um vandamól, sem
haldið hefur vöku fyrir mörg-
um góðum mönnum í sósíal-
istískum löndum; kappræðu-
menn hafa sjálfir skilgreint
það með orðunum ,,að hvít-
þvo sannleikann",
Ræðumaður sagði að ung-
verskir kennarar væru nú
meira virtir og byggju við
betri kjör en nokkru sinni
fyrr, og voru áheyrendur
honum að sjálfsögðu sam-
rnála, En hann hélt áfram
og sagði „Kennarar okkar.
sem undir stjórn Horthys
voru arðrændir. eru nú efn-
aðir orðnir og lifa áhyggju-
geta verksmiðjustjómir
1 amkvæmt þessari rökvísi
þetta fólk verður að leggja
að sér til að kaupa ódýra
hluti? Ræðumaður sjálfur
játaði að vísu að honum mis-
líkuðu ræður þar sem já-
kvæður árangur væri lofað- Dl
ur hástöfum en öllum vanda- fe
málum sleppt. Hann vissi ™
hve það er óþægilegt að
heyra menn hvítþvo sann-
leikann, en samt féll hann
í sömu gildru. Þétta sýnir,
að til eru menn sem virðast
hugsa sem svo: til hvers að
draga úr áhrifum sigra þeirra
sem vinnast með því að játa
að þeir eru ekki fullkomn-
ir?
★i
ótt það til, að tilkynna að
óætlunin hafi verið uppfyllt, |j
en sleppt þvf, að framleiðslu "
hýðingarmikillar vélar til út-
fluinings hefur farið aftur.
Bæjarstjómir geta átt það til
að tilkynna borgurunum
aðeins þær upphæðir sem
lagðar eru fram til húsbygg-
inga en ekki þann sannleika
að þær nægi ekki til að
leysa húsnæðisvandræðin.
O.s.frv. o.s.frv.
Við höfum orðið að greiöa
fyrir hina „opinbei-u sjálfs-
ánægju" sem áður ríkti,
dýru verði, og einmitt þess-
vegna höfum við með töl-
verðum árangri barizt gegn
hreingerningum á sannleik-
anum á síðustu árum. En
það eru enn til menn sem
halda þeir hjálpi sósíalisman-
um ef þeir sjá allt í rósrauðu
Ijósi og ef þeir reyna að sýna
öðrum allt í Ijósrauðu ljósi.
En þjóð okkar veit að til
eru aðrir lit'r og blæbrigði
. . . . Siðgæði hreyfingar
okkar og réttur skilningur |j
ó hagsmunum almennings ™
krefst þess að við segjum
sannleikann allann, því hann
er okkur bezta röksemd. . .
Thomas Mann.
lausu lffi. Þúsundir kennara
eru nú jafnvel að velta því
fyrir sér hvaða bílategund
þeir eigi helzt að spara sér
fyrir“.
★
egar hér var komið sögu
kom nokkur kurr í
veizlugesti og þe'r tóku að
mótmæla þessari aðferð
mannsins að bæta sykurhúð
ofan á sannleikann. Maður-
inn reyndi að verja sig með
því, að hann hefði gert þetta
í góðri meiningu, en játað'
þó að lokum, að honum sjálf-
um fyndist ''eyndar ákaflege
ieiðinlegt að hlusta ó ræðu-
menn. sem aðeins ^^luðu um
skárri hl ðar ver'V :i'"'ns. Er
nokkrir ,.brjózk;,'‘' k"Onar?-
létu ekki þar við sitja, því
þeir töldu að hér væri um
grundvallaratriöi að ræða, og
komu þessu máli á framfæri
við blaðamann úr höfuð-
borginni, sem lagði það til
grundvallar víðtækum um-
ræðum um ,,að hvftbvo sann-
leikann11.
Hann segir meðal annars
í grein sinni: „Hvort sem það
var af ásettu róði gert eða
ekki, þá lét ræðumaðurinn
sér einfaldlega sjást yfir
hann sannleika, að þó lífs-
kjör kennara séu betri en
ookkru sinni fyrr. þá eiga
"’estir beirra erfitt með að
komast, af með laun sín.
Hvað býðir að tala um að
knupa bíla og um áhyggju-
'm’sa velferð kennara, þegar